Morgunblaðið - 26.08.1999, Page 58

Morgunblaðið - 26.08.1999, Page 58
MORGUNBLAÐIÐ ¥ 58 FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999 BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Ertu á leið A til Alaborgar? Frá Ágústi G. Valssyni: FYRIR ári skrifaði ég grein í Morg- unblaðið um félagslífið í Áiaborg og vonandi hefur sú grein nýst þeim sem voru á faraldsfæti til Danmerk- ur. I framhaldi af þeirri grein fékk ég og aðrir í Islendingafélaginu í Alaborg, hringingar, bréf og tölvu- póst frá íslendingum. Margar fleiri spurningar brunnu á mörgum. Það getur verið gagnlegt fyrir þá sem hyggjast koma til Álaborgar til náms eða starfa að ná upplýsingar um starfsemi íslendingafélagsins þar. I þessari stuttu grein verður sagt frá starfseminni í grófum dráttum. Islendingum hefur fjölgað mikið í Álaborg. Talið er að félagsmenn ís- lendingafélagsins í Álaborg og ná- grenni séu u.þ.b. 500 talsins. Börk- ur Brynjarsson er formaður nýrrar stjómar félagsins, en ný stjóm tók við störfum á síðasta skólaári. Innan félagsins blómstrar félags- lífið. Karlarnir æfa saman körfu- bolta einu sinni á viku og knatt- spyrnu tvisvar til þrisvar sinnum á viku. Á hverju ári er haldið fótbolta- mót milli íslendingafélagana í Dan- mörku og Svíþjóð, sem kallað er „Klaka-mótið“, og var það haldið í Álaborg í október síðastliðnum. Mótið fór glæsilega fram eftir mikla skipulagningu og vinnu margra fé- lagsmanna. Vart þarf að taka fram að A-lið félagsins í Álaborg sigraði mótið með glæsibrag. Islendingafé- lagið í Álaborg átti þrjú önnur lið á mótinu. Nánari upplýsingar um ár- angur þeirra á mótinu fást ekki - að gefnu tilefni. Yfir 120 íslendingar mættu á „Klaka-mótið“ og gistu gestimir í einum grunnskóla borgarinnar. Á mótinu var margt til gamans gert, bæði fyrir böm og fullorðna. Meðal annars fengu bömin loftdýnu til að leika sér á og auðvitað var boðið upp á íslenskt sælgæti. Hinir eldri kneyfuðu danskt „öl“ - í hófi þó auðvitað! Endað var á glæsilegu sjávarréttarhlaðborði og var það mál manna að það sé nauðsynlegt fyi-ir Islendinga sem búa í Skandin- avíu, að hitta landa sína frá Fróni reglulega, skemmta sér saman og ræða um menn og málefni. Næsta knattspyrnumót íslendinga- félaganna verður í Kaupmannahöfn. Eftir sigurvímuna frá „Klaka- mótinu“ ákváðu flestir af knatt- spymustrákunum að fara í skemmtiferð saman til Þýskalands, nánar tiltekið til Hamborgar. Sumir horfðu á knattspyrnuleik, aðrir fóru í tyrkneskt gufubað. Aðrir sáu sér ekki fært að gera nokkum skapað- an hlut vegna „þreytu" og hvíldu sig á hóteli. Hjá kvenkyns meðlimum íslend- ingafélagsins í Álaborg er það fast- ur liður að fara til Þýskalands í verslunarferð. Yfirleitt fara þær að heiman á laugardagsmorgni og koma heim að kveldi með árangur erfiðisins eftir heimsóknir í þýskar verslanir. Þá fara þær stundum saman í skemmtiferð til Svíþjóðar. Kvenmennimir æfa saman blak reglulega og vitað er um tilvist nokkurra „ekta“ íslenskra sauma- klúbba en undirritaður getur þó ekki tjáð sig nánar um starfsemi þeirra - enda ekki kvenmaður! Haldin eru leikjanámskeið fyrir bömin og auk íþróttaæfinga ýmiss konar. Krakkarnir eru einnig dug- legir að mæta í sunnudagaskóla og sér íslenskur prestur um skólann. Þorrablót eru haldin á hverju ári og spila íslenskar hljómsveitir fyrir dansi á „blótinu". Mai'gt annað er gert hjá Islendingafélaginu og skal stiklað á stóru. Á lýðveldisdaginn 17. júní er skrúðganga o.fl., jólaböll era haldin, áramótaball ásamt ára- mótabrennu, vor- og haustgrill, spilakvöld, vísnakvöld, „velkomst- ball“ sem er haldið á hverju hausti fyrir nýflutta Islendinga. Þá er starfandi kór í félaginu, og fara kór- félagar stundum í söng- og skemmti- ferðir til annarra borga og bæja. Nánari upplýsingar um starfsemi Islendingafélagsins í Álaborg og starfsemi annarra Islendingafélaga í Danmörku auk upplýsinga um nám í Álaborg o.fl. er að finna á heimasíðu Islendingafélagsins í Ála- borg: http://members.xoom.com/- difn/. Heimasíða kórsins er http://- www.bigfoot.com/~alakor ÁGÚST G. VALSSON, rafvirki. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í uppiýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Smáfólk - Þetta hljómar eins og brunabfl!.. Láttu hana fara um það bil tíu fet í - Eitthvað hlýtur að vera að brenna... burtu..kastaðu þá hanskanum í hana.. - Það er áreiðanlega ekki kastarinn okkar Vagnhöfða 17 ■ 112 Reykjavík 3 Sími: 587 2222 m Fax: 587 2223 Gerið verðsamanburð £_________Tnlvunðstur: sala@hellustevDa.is -/elina Fegurðin kemur innan frá Laugavegi 4, sími 551 4473

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.