Morgunblaðið - 26.08.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.08.1999, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Kvennatónskáld niM.isr Listasarn Sigurjnns Ó lai'ssnnar ANGELA SPOHR OG ÞÓRA FRÍÐA SÆMUNDSDÓTTIR fluttu söngva eftir kventónskáld und- ir yfirskriftinni „Verk frá tíu öldum“. Þriðjudaginn 24. ágúst. Á ÖLLUM tímum hafa konur verið liðtækar á sviði tónlistar og á tímabili var tónlistaruppeldi hluti af menntun kvenna, umfram aðrar greinar. Það sem þó háði þeim var þjóðfélagsstaða þeirra, svo að oft- ast máttu þær í raun ekki hafa at- vinnu af list sínni, jafnvel ekld á sviði söngs. Kórar voru skipaðir drengjaröddum og sópran- og alt- geldingar voru á fyrstu árum óper- unnar í kvenhlutverkum. Þessi íhaldssemi gagnvart listsköpun kvenna á í raun einnig við um allar greinar listar, en á síðari árum hef- ur listsköpun þeirra verið dregin fram í dagsljósið og margt fróðlegt og gott komið í ljós. Tónleikar Angelu Spohr og Þóru Fríðu Sæmundsdóttur sl. þriðjudag í Listasafni Sigurjóns Olafssonar voru helgaðir listakonum á sviði tónlistar og hófust á tveimur sléttsálmalögum eftir Hildegard von Bingen, hinni fjölhæfu og gáf- uðu abbadís, sem uppi var frá 1098-1179. Sléttsöngvasafn hennar, Symphonia armonie celestium revelationum, þykir merkilegt fyrir sjálfstæðan tónstíl og leikverkið, Ordo Virtutum, er eins konar sið- gæðis-ópera, sem inniheldm' um 80 lög. Söngverk hennar voru fyrst gefin út 1913 í Diisseldorf. Söngvar hennar voru allir hugsaðir án und- irleiks en hér voru slegnir liggjandi hljómar, sem þrátt fyrir að eiga ekki við féllu vel að ágætum söng Angelu Spohr. Frá 12. aldar tónlist var vikið til verks eftir Susanne Er- ding, sem fædd er 1955 og flutt eft- ir hana söng- og lesverkið Spuren im Spiegellicht. Verkið er samið 1984, við kvæði eftir Hans Kromer, fyrir söngrödd án undirleiks. Text- inn er bæði sunginn og lesinn og sumum vísunum slegið saman og þær í raun sungnar sem ein væri. Verldð er alls ekki nýstárlegt en að mörgu leyti áheyrlegt og var flutt af öryggi. Þrjár konur frá 16. öld áttu næstu söngverk að hluta til og er um að ræða útsetningar, að minnsta kosti á píanóröddinni. Fyrsta lagið var 0 Death, rock me asleep eftir Ann Boleyn, eiginkonu Hinriks 8., og er þetta lag töluverð tónsmíð, sem var mjög fallega flutt. Annað lagið var Per pianto la mia came, eftir Leonoru Orsina (1560-80), sem var heldur mikið út- færð sem tónsmíð til að geta talist trúverðugt rétt eftir höfð, þótt vel væri staðið að flutningi lagsins. Trúlega hefur Maria Stuart samið lög, auk nokkurra ljóða, sem Schumann samdi lög við 1852 og merkt eru op. 135. Þessi lög þykja ekki „svipur hjá sjón“ hjá því sem Schumann gerði er allt lék í lyndi, en á þessum árum ágerðust veik- indi hans og hann átti einnig í erfið- leikum sem stjómandi, svo að flest var honum mótdrægt. Angela Spohr og Þóra Fríða fluttu lag Schumanns mjög fallega. Nokkurt nýnæmi var í að heyra lagaflokk við japönsk Ijóð eftir Grete von Zieritz (f. 1899), enda mjög vel unnin síðrómantísk tón- list, samin 1919. Zieritz lék að óm- blíðum mishljómum á sérlega lif- andi máta og fimmta lagið, Komm einmal noch, er einstaklega falleg tónsmíð. í þessum lögum átti Þóra Fríða oft mjög fallega mótaðar tón- hendingar. Aríettan Chiamata a nuovi amori eftir Barböru Strozzi (fæðingarár á reiki c. 1619-93) er ágæt tónsmíð og var glæsilega flutt. Strozzi lærði hjá Cavalli og var leiðandi söngkona í Feneyjum. Stjúpfaðir hennar, GuUio, var einn af fyrstu skáldunum sem gerðu texta fyrir feneysk óperutónskáld. Verk Barböru voru aðallega madrí- galar, kantötur og aríettur og er Lagrime mie (1659) eitt frægasta verk hennar. Lokaverk tónleikanna var laga- flokkurinn Clairieres dans le ciel eftir Lili Boulanger (1893-1918), litlu systir Nadiu, er var frægur kennari og stjórnandi. LUi þótti efnUeg og hlaut Rómarverðlaunin 1913. Lagaflokkurinn er sérlega falleg tónlist, sem var einstaklega vel fluttur, bæði af söngkonunni og þá ekki síður af Þóru Fríðu. Lagaflokkamir eftir Zieritz og LUi Boulanger og aríettan eftir Strozzi voru meginverk tónleik- anna og voru þau mjög vel flutt. Það var í raun ekki fyrr en í auka- laginu, eftir Richard Strauss, þar sem söngkonan fékk verkefni er sýndi að hér er á ferð ágæt lista- kona, sem fróðlegt hefði verið heyra í uppfærslu viðameiri söngverka en hér gat að heyra, þótt flutningur hennar og píanistans væri vissulega vandaður og mús- íkalskt mótaður í öðrum viðfangs- efnum tónleikanna. Jón Ásgeirsson E/jasióð 7 Reykjavík sími 511 2200 Atriði úr sýningu „Light Nights“. María er leikin af Kristínu G. Magn- ús og Hlynur Þdrisson er í hlutverki Marbendils. Sýningum á Björtum nóttum að ljúka SÍÐUSTU sýningar Ferðaleik- hússins á „Light Nights“ á þessu sumri í Tjarnarbíói verða í kvöld, fímmtudags- kvöld, föstudags- og laugar- dagskvöld kl. 21 öll kvöldin. Á sýningunni koma draugar, forynjur og margs konar kynjaverur við sögu. Einnig eru á dagská þjóðsögur s.s. Djákninn á Myrká, Móðir mín í kví, kví og sögur af Sæmundi fróða. fslensk tónlist er leikin og þjóðdansar sýndir. Síðari hluti sýningarinnar fjallar að stórum hluta um Vfldnga og ís- lendingasögur, einnig eru Ragnarök úr Völuspá sviðsett. SMÁMYNDIR ÚR LÍFINU BÆKUR Ljóð INNANVIÐ GLUGGANN eftir Andrés Guðnason. Höfundur gefur út. 1999 - 92 bls. HVERSDAGSRAUNSÆI og hugleiðingar um lífið og tilveruna einkenna framar öðru kveðskap Andrésar Guðnasonar í ljóðabókinni Innanvið gluggann. Þetta er í eðli sínu hefðbundinn kveð- skapur þótt oft sé ort óbundið eða farið frjálslega með formið. Oftlega leggur höfund- ur út frá orðum manna, spekiorðum eða Bibl- íutilvísunum. Ljóðin eru þá gjaman stakar myndir og vangaveltur sem safnast hafa í safn reynslunnar í gegnum árin og er nú raðað saman í bók. Auk þess er að finna í bókinni stökur, hestavísur og önnur tækifæriskvæði. Andrés er fremur skáld vorsins en haustsins. Því er fremur bjart yfir kvæðum hans. Náttúran setur svip sinn á þau. En umfram allt eru hér á ferðinni smámyndir úr lífinu og viðbrögð við heiminum og lífinu þar. Kvæðið I Kalkútta er ein slík smá- mynd, ekki alveg laus við háðskan tón: Breski uppgjafarhermaðurinn hafði verið í Kalkútta í sextíu ár og þjónað bresku krúnunni án þess að blanda geði við innfædda, sagði þegar hann kom heim: „Mig hefur alltaf lángað að ferðast og kynnast öðrum þjóðum, kannski geri ég það þegar ég eldist“. Ekki er það allt þungavigtarkveðskap- ur sem í bókinni birt- ist. En sjálfsagt hafa sumar tækifærisvís- umar og hestavísurnar persónulegt gildi eins og vísan um góðhest- inn: Gleði mikla gefur mér garpur fótalipur, hlífir aldrei sjálfum sér sannur merkisgripur. Innanvið gluggann ber þess nokkur merki að ljóðin í bókinni era samtíningur. Innan um er þó að finna bitastæð ljóð sem taka á ýms- um málefnum. Skafti Þ. Halldórsson Andrés Guðnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.