Morgunblaðið - 29.08.1999, Side 35

Morgunblaðið - 29.08.1999, Side 35
h MORGUNBLAÐIÐ æskilegt að vera á skjön við alþjóð- lega viðskiptahætti í opnu hagkerfi? Er það alveg ljóst að almenningur verður af eignum sínum í bönkunum sem hafa verið á hans (þ.e. almenn- ings) forræði eins og haldið er fram. Ef þess verður gætt að hámarka söl- una og ná fram þeirri hagræðingu sem að er stefnt, er þá ekki líklegt að bankaþjónusta á Islandi verði ódýrari og skili sér til almennings? Einnig má halda því fram að það sé síður hætta á því, þegar ríkisvið- skiptabankamir hafa verið aflagðir, að almenningur verði skattlagður til þess að leggja bönkum fram aukið eigið fé vegna útlánatapa eins og gerst hefur. Bankakerfið er of dýrt, það eru flestir sammála um að áframhaldandi hagræðing er nauð- synleg, með eða án erlendra fjár- festa. Jafnframt verður andvirði söl- unnar á hlutabréfum ríkisins notað í þágu almennings, m.a. til þess að greiða niður skuldir ríkissjóðs, eins og segir í stjórnarsáttmálanum. Ef hins vegar verður ákveðið að setja takmörkun á eignarhald í bönkum til frambúðar, þá er hætt við að sú hagræðing sem að er stefnt náist ekki í bráð. „Menn verða að standa klárir á því að hér dugir enginn leikara- skapur. Staðan er auðvitað sú að þótt þúsund kaupi í dag getur það allt verið komið í eina lúku daginn eftir þegar önnur umferð hefst. Þess vegna verða menn að hugsa dæmið alveg til enda,“ er haft eftir Guðna Ágústssyni, ráðherra í ríkis- stjóminni og fv. formanni banka- ráðs ríkisviðskiptabanka, í DV, laugardaginn 14. ágúst sl. Og enn- fremur segir hann í sama viðtali: „Við megum ekki láta alla helstu þætti í þjónustu mannlífsins fara á örfáar hendur ef það stendur til að fara að selja hér banka í stóram stfl sem og Landssímann." Vissulega er bankaþjónusta mikilvæg í nútíma þjóðfélagi (ég ætla ekki að ræða málefni Landssímans), en ég held tæplega að hún sé einn af helstu þáttum í þjónustu mannlífsins eins og ráðherrann heldur fram. E.t.v. era ummæli ráðherrans lituð af margra ára setu í bankaráði ríkis- viðskiptabanka. Ríkisviðskipta- bankamir og ítök stjómmálaflokka í stjórnun þeirra hafa lengst af ver- ið eftirsóknarverðir til þess að stýra fjármagni í ýmis (gælu)verkefni og til þess að skipa flokksholla gæð- inga og fyrrverandi alþingismenn í stöðu bankastjóra eða sem banka- ráðsmenn. Nútíma bankastarfsemi er ekki fólgin í því að stýra sparifé almennings í verkefni sem er á herðum ríkisins að leysa og fjár- magna. Til að leysa sérstök verkefni eins og t.d. byggðaverkefni og aðrar sérstakar lánveitingar til nýsköpun- ar og/eða styrkja era aðrar stofnan- ir heppilegri. Ef menn óttast það að „ein lúka“ eða samþjöppun áhrifa sé sérstak- lega hættuleg í bankastarfsemi ættu menn að einbeita sér að því að styrkja ýmis ákvæði gtldandi laga til þess að tryggja það að bankamir verði ekki misnotaðir af eigendun- um sem farvegur fyrir lánveitingar til þeirra sjálfra eða fyrirtækja í þeirra eigu. Jafnframt er nauðsyn- legt að herða öll refsiákvæði gild- andi bankalaga (sem og refsiákvæði í lögum á fjármagnsmarkaði al- mennt). I viðskiptaráðuneytinu liggja fyrir, og hafa legið fyrir í SKOÐUN nokkur ár, fullmótaðar tillögur um breytingar á viðurlagaákvæðum laga um hinar ýmsu fjármálastofn- anir. Tillögurnar voru samdar af nefnd sérfræðinga sem sérstaklega var skipuð til þess. Þær tillögur þarf að uppfæra og lögfesta. Efla þarf starfsemi efnahagsbrotadeild- ar ríkislögreglustjóraembættisins til þess að taka við og afgreiða inn- an eðlilegra tímamarka þau mál sem þangað er vísað til rannsóknar og varða meint brot á starfsemi ein- stakra fjármálastofnana eða starfs- manna þeirra. Þá þarf að endur- skoða og gera fyllri lögin um Fjár- málaefth-litið, auka heimildir þess og gera starfsemina opnari gagn- vart almenningi. Eflaust má lengi laga ýmislegt í reglum og starfsemi Verðbréfaþings íslands og á verð- bréfamarkaðinum almennt. Hins vegar hefur sá markaður slitið barnsskónum fyrir löngu og er orð- inn alvöru markaður sem veitir nauðsynlegt aðhald þeim félögum sem eru skráð á markaði og nýtur almenns trausts fjárfesta. Taka þarf af festu á öllum frávikum frá gildandi reglum og óeðlilegum við- skiptaháttum á verðbréfamarkaði. Gegnsæi Fjármálamarkaðurinn á íslandi er og á að vera gegnsær. Forsætis- ráðherra sjálfur hefur lagt á þetta áherslu í umræðu um viðskipti með verðbréf. Að mínum dómi era gild- andi lög, reglur og upplýsingar um markaðinn áreiðanlegar og gegn- sæjar og veita Aiþingi, ríkisstjórn og almenningi þær upplýsingar sem þörf er á. Þá hefur forsætisráðherra í nýlegri ræðu varað við eiturlyfja- barónum, glæpahyski og mönnum sem ekki fara eftir leikreglum. Það era vissulega orð í tíma töluð. Því hefur verið haldið fram af öðrum að þau vamaðarorð hafi verið sögð með tilvísun til umræðunnar um eignarhald á bönkum. Um það get ég ekki dæmt. í þessum efnum er þó rétt að minna á, til viðbótar við það sem áður er sagt, að í gildi era lög um aðgerðir gegn peninga- þvætti nr. 80/1993 svo og tvær reglugerðir sem annars vegar era um hlutverk fjármálastofnana við aðgerðir gegn peningaþvætti og hins vegar um hlutverk nokkurra starfsstétta og aðila við aðgerðir gegn peningaþvætti. Hin síðari tek- ur m.a. til starfsemi greiðslukorta- fyrirtækja, verðbréfamiðlara og skiptistöðva með gjaldeyri. Þegar gerð er sú sjálfsagða krafa um gegnsæi fjármálaviðskipta og fjármálamarkaða þá er eðlilegt að þeir sem starfa á þeim markaði geri kröfu um gegnsæi stjórnarathafna sem kunna að hafa áhrif á þróun markaðarins. Það á m.a. við um fyr- irætlanir ríkisstjómarinnar í einka- væðingarmálum en skiptar skoðanir hafa komið fram í áðumefndri um- ræðu um að þær hafi verið nægjan- lega gegnsæjar. Gegnsæi stjómar- athafna á ekki síður við í málefnum Seðlabanka íslands. í stjómarsátt- málanum er m.a. vikið að því sem atriði í endurskoðun á verkaskipt- ingu á milli flokkanna að: „fella Seðlabanka íslands undir forsætis- ráðuneyti sem efnahagsráðuneyti". Frekar er ekkert um það sagt í stefnuyfírlýsingunni. E.t.v. hefur verið fjallað um það opinberlega annars staðar, en þá umfjöllun hef ég ekki séð.'Um málefni Seðlabank- ans og stöðu hans í stjómkerfinu er hægt að fjalla í löngu máli en verður ekki gert hér. Hins vegar er eðli- legt, vegna þessara fyrirhuguðu breytinga, að spyrja: Og hvað svo? Er ætlun ríkisstjómarinnar að beita sér fyrir endurskoðun á lögunum um bankann og gera stöðu hans sjálfstæðari gagnvart ríkisvaldinu en hún er í dag? Nefndir hafa verið skipaðar og skilað um það tillögum á undanförnum áram. Stendur til að breyta ákvæði í lögum bankans um að bankastjórar hans skuli vera þrír? Er það e.t.v. skýringin á því að ekki er búið að auglýsa stöðu eins bankastjóra, sem er búin að vera laus í vel á annað ár? Hver ber ábyrgð á þeirri lögleysu sem við- gengst í þessum efnum? Á ekki framkvæmdavaldið að framfylgja lögum sem sett era á hinu háa Al- þingi? Er framkoma af þessu tagi og lítilsvirðing í garð æðstu pen- ingastofnunar þjóðarinnar og starfsmanna hennar til þess fallin að skapa traust á aðgerðum á fjár- magnsmarkaði? Skýr svör við þess- um spumingum stuðla að umræddu gagnsæi. Höfundur er sérfræðUegur ráðgjafi um fjárnuílastofnanir og fjármála- þjónustu hjá Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum (IMF) í Washington DC. Þær skoðanir sem settar eru fram í greininni eru persónuiegar skoðan- ir höfundar. 1) Skv. 8. gr. 1. 113/1996 verða ríkisvið- skiptabankar einungis stofnaðir samkvæmt sérstökum iögum. 2) Sérákvæði eru í lögum um lágmarksfiölda stofnfjáreigenda f sparisjóði og um tak- mörkun á atkvæðisrétti. 3) Sjá ákvæði 10.-12. gr. laga nr. 113/1996 og aths. við þær greinar. 4) Osama bin Ladin er alþjóðlega eftirlýstur hryðjuverkamaður. 5) Önnur bankatilskipunin, 11. gr. Pantaðu núna ® 555 2866 Kays - Argos - Panduro B.Magnússon Fax 565 2866 • bm@vortex.is Þakrennur og rör úr Plastisol- vörðu stáli. Heildarlausn á þakrennuvörnum í mörgum litum. SSBA BUKKAS hf Símar 557 2000 og 557 7100 Skemmuvegi 36 Bleik gata Kópavogi SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999 35 AFMÆLIS VIKA í dag hefst afmælisvikan og stendur til 4. sept. 1 0-50% afsláttur Koffortið Sími 555 0220, Strandgötu 21, Hafnarfirði. Sjón er sögu ríkari . Máinmiiarbúðin t Sími 431 2457, Kirkjubraut, Akranesi. Vikuveisla til Costa del Sol 14. sept. frá kr. 29.955 sæii á sértilboði, Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri á síðustu sætunum til Costa del Sol í haust. Vikurispa til" Costa del Sol á hreint frábærum kjörum á E1 Pin- ar-íbúðahótelinu, góðu íbúðahóteli með öllum aðbú- naði. Allar íbúðir með sjónvarpi, síma, loftkælingu, eldhúsi og baði. Á hótelinu er stór sundlaugargarður, líkamsrækt, tennisvellir og bamaleikvöllur. Og á með- an á dvölinni stendur getur þú farið í spennandi kynn- isferðir með fararstjórum Heimsferða. 29.955 Verð kr.__________________ M.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára, 14. september, vika Verð kr 39,990 M.v. 2 í stúdíó, 14. september, vika El Pinar Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 562 4600 • www.heimsferdir.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.