Morgunblaðið - 29.08.1999, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ
MYNPBÖND
Váleg veður
Stormurinn
(The Storm) ______
Spennumynd
★★
Leikstjórn: Vincent Spano. Aðalhlut-
verk: Luke Perry og Martin Sheen.
100 mfn. Bandarísk. Myndform, ágúst
1999. Aldurstakmark: 16 ár.
HEGÐUN veðurguðanna hefur
verið með undarlegra móti síðastliðin
ár og fyrirbærið „E1 Nino“ oft sak-
fellt fyrir ósköpin.
Þessi mynd setur
fram aðra skýringu
á veðurhamfórun-
um, þar sem vondir
menn nýta vísindin
til myrkraverka.
Þetta er sæmileg
sjónvarpsmynd
sem á góða spretti
inni á milli, en nær
ekki að hossa sér yfír meðallagið.
Martin Sheen virðist vera að festast í
þessari tegund kvikmynda og er orð-
ið langt síðan hann hefur birst í
nokkru betra. í heild séð er þetta
óskapleg flatneskja og ekkert sér-
stakt sem stendur upp úr, eða niður
úr ef út í það er farið. Rétt þokkaleg
afþreying sem óhætt er að taka ef lít-
ið er um betri kosti í hillunum.
Guðmundur Asgeirsson
Goðsögnin
um Artúr
Töfrasverðið
(The Magic Sword)_______
Teiknimynd
★★
Leikstjórn talsetningar: Steinunn
Ólína Þorsteinsdóttir. Leikraddir:
Arnar Jónsson, Edda Heiðrún Back-
nian, Valur Freyr Einarsson. 83 mín.
Bandarísk. Warner-myndir, ágúst
1999. Öllum leyfð.
TÖLVUTÆKNIN hefur hleypt
kraftmiklu lífí í teiknimyndagerð síð-
ustu ára og hefur fjöldi stórra teikni-
mynda komið út
undanfarið. Flestar
þeirra falla í þann
fúla pytt að
drekkja efnilegum
sögum í viðamikl-
um, löngum dans-
og söngvaatriðum
ættuðum úr banda-
rískri söngleikja-
hefð. Fyrir þá sem
er illa við slík atriði er „Töfrasverð-
ið“ erfíð þolraun, þrátt fyrir
skemmtilegt ævintýrið sem verið er
að flytja. Að þessum leiðindum
slepptum er um ekta fína teikni-
mynd að ræða. Persónur eru sígild-
ar, vel unnar og ágætlega raddsettar
af góðum hópi leikara, sem flestir
eru orðnir vel sjóaðir í þessari ný-
legu grein leiklistarinnar. Efniviður
sögunnar er sóttur í goðsagnir um
Artúr konung og kappa hans, sem
reyndar standa sig heldur dapurlega
hér og þurfa umtalsverða aðstoð frá
hópi ólíklegra hetja sem auðvitað ná
að bjarga málunum, svo ég kjafti að-
eins frá. Myndin er fín fyrir börnin
en vart í meðallagi fyrir aðra vegna
fyrirferðamikils tónlistargalla.
Guðmundur Ásgeirsson
FÓLK í FRÉTTUM
Jon &
uppboð
VICTORIA Major sést hér halda á mynd af John Brown sem var
hollur aðstoðarmaður Viktoríu Bretadrottningu til marp-a ára.
Það var hinn austurríski listmálari Heinrich Von Angeli sem
málaði myndina árið 1877 en hún verður boðin upp þann 31.
ágúst og er vonast til að rúmlega níu miiyónir fáist fyrir hana.
HUGUOMUN SJALFSÞEKKINGAR
„Enlightenment Intensive"
Námskeið í Bláfjöllum 16. til 19. september.
Hugljómum sjálfsþekkingar er öflugt námskeið sem stendur yfir í 3 sólar-
hringa, þar sem þátttakandinn hugleiðir eino af iykilspurningum lífsins.
Markmiðið er að hann öðlist milliliðalausa upplifun af sannleikanum um
það hver hann er, hvað hann er, hvað annar er, hvað lifið er eða hvað
kærleikur er. Tækni sem notuð er til að nó þessu markmiði sameinar aldagamla hugleiðslulækni
og bein tjóskipti tveggja einstaklinga í skipulögðu kyrrlótu umhverfi.
Síðastliðin 30 ór hefur námskeiðið hjálpað þúsundum manna til aukinnar meðvitundar, betri
samskipta og meiri lífshamingju.
Leiðbeinandi Guðfinna S. Svavarsdóttir.
Nánari uppl. og skráning hjá Guðfinnu í sima 562 0037 og 869 9293,
Rögnu Margréti Norðdahl, s. 564 3118 og 891 8186,
Óttari Ellingsen, 554 3930 og 899 5589.
BRIDSSKÓLINN
Námskeið á haustönn
Byrjendur: Hefst 14. september og stendur yfir í 10 þriðjudagskvöld,
þijár klukkustundir í senn, frá kl. 20-23.
Á byrjendanámskeiði Bridsskólans er ekki gert ráð fyrir neinni kunnáttu og
ekki er nauðsynlegt að hafa með sér spilafélaga. Það geta allir lært að spila
brids, en það tekur svolítinn tíma að ná tökum á grundvallarreglum Standard-
sagnkerfisins. Það er fólk á öllum aldri og af báðum kynjum sem sækir
skólann. Kennslubók fylgir námskeiðinu.
Framhald: Hefst 16. september og stendur yfir í 10 fimmtudagskvöld,
þrjár klukkustundir í senn, frá kl. 20-23.
Standard-sagnkerfið verður skoðað í smáatriðum, en auk þess verður mikil
áhersla lögð á vamarsamstarfið og spilamennsku sagnhafa. Ný bók, Nútíma
brids, eftir Guðmund Pál Amarson, verður lögð til grundvallar. Kjörið fyrir þá
sem vilja tileinka sér nútímalegar aðferðir og taka stórstígum framfömm. Ekki
er nauðsynlegt að hafa með sér spilafélaga.
Nánari upplýsingar og innritun
í síma 564 4247 milli kl. 13 og 18 virka daga.
Bæði námskeiðin em haldin í húsnæði Bridssainbands íslands, Þönglabakka 1
í Mjódd, þriðju hæð.
SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999 55
Ratcatcher
Rottuveiðarinn
myna sem fékk mikla
athygli á kvikmynda-
hátíðinni í Cannes i
vor. Einn efnitegasti
kvikmyndateikstjóri í
Evrópu i dag.
Sýnd
Sunnudag 29. kl. 9
Mánudag 30. kl. 5
Priðjudag 31. kl. 7
GadjoDfioJ
m Kleine Teun 1 f »1 »fc H i h É fc M
f|;gg§
i'.
•s
■f
Sýndar í Háskólabíói
í