Morgunblaðið - 03.09.1999, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 03.09.1999, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skuldir aukast um 4,3 milljarða vegna hærra bensínverðs Kaupmáttur rýrnar og greiðslubyrði eykst SKULDIR heimilanna hækka um 4,3 milljarða kr. veg'na áhrifa bens- ínverðshækkana á vísitölu neyslu- verðs á árinu. Hækkandi heims- markaðsverð á bensíni skerðir því verulega kaupmátt heimilanna og fyrir utan bein áhrif bensínhækk- ana á útgjöld heimilanna eykst greiðslubyrði þeirra vegna skulda. Ríkissjóður fær stærri hlut hækk- ananna í sinn hlut og bankarnir munu einnig fá verulegan tekju- auka vegna vísitölutengingar lána heimilanna. Hagdeild Alþýðusambands ís- lands hefur tekið saman nokkrar staðreyndir um áhrif nýlegra hækkana á bensínverði. Vakin er athygli á því að ríkissjóður leggi þrenns konar gjöld á bensín, auk virðisaukaskatts. Skattheimta eykst Lagt er 97% vörugjald á inn- kaupsverð bensíns. I forsendum fjárlaga var gert ráð fyrir óbreyttu heimsmarkaðsverði á bensíni og átti vörugjaldið að skila tæpum tveimur milljörðum króna, svipaðri upphæð og á síðasta ári. Sérstakt vörugjald af bensíni, svokallað bensíngjald, er lagt á hvern seldan lítra og renna tekjurnar til Vega- gerðarinnar. Bensíngjaldið er 28,60 kr. eftir hækkun 1. júlí síð- astliðinn. Gert var ráð fyrir að bensíngjald skilaði 400 milljónum kr. meira í ríkissjóð í ár en síðasta ár, eða um 5,5 milljörðum kr. Þriðja gjaldið er flutningsjöfnunar- gjald, 0,65 krónur á hvern lítra. Forsendur fjárlaga ársins gerðu ráð fyrir að flutningsjöfnunargjald- ið skUaði svipuðu í ríkissjóð og á árinu á undan, eða 688 milljónum kr. Ofan á vörugjald, bensíngjald og flutningsjöfnunargjald leggst svo virðisaukaskattur. Hagdeild ASÍ vekur á því at- hygli að dragi verðhækkanir ekki umtalsvert úr bensínsölu hljóti tekjur ríkissjóðs vegna bensín- hækkana að aukast verulega um- fram forsendur fjárlaga þar sem vörugjald og virðisaukaskattur eru ákveðin hlutföll af bensínverði hverju sinni. Vakin er athygli á því að til að milda áhrif verðhækkana gæti ríkissjóður beitt skattlagn- ingu sinni á bensín til þess að jafna sveiflur á bensínverði innanlands í stað þess að auka áhrif þeirra eins og nú er. Ekki verðsamkeppni Fram kemur í greinargerð hag- deildar ASÍ að athygli veki að bensínverð hækki jafnt hjá öllum olíufélögunum, miðað við þjónustu, en einhver munur sé á verði í sjálfsþjónustu. „Síðan bensínverð var gefið frjálst 1992 hafa olíufé- lögin nær undantekningarlaust hækkað bensínverð jafn mikið. Svo virðist sem samkeppni á bensín- markaði byggist ekki á verðsam- keppni heldur vöruúrvali á sölu- stöðum." Fram kemur að olíufélög- in hafi hækkað álagningu á bensín á síðasta ári og að hún sé 126% of- an á innkaupsverð. Skotveiðimenn ræða um gæs og Eyjabakka Mikilvægasti fjaðrafellistaður heiðagæsa SKOTVEIÐIFÉLAG íslands stóð fyrir opnum fundi um heiðagæsina og Eyjabakka á Hótel Borg í gær- kvöld. Sigmar B. Hauksson, for- maður Skotveiðifélags Islands, sagði ástæðu til að hafa verulegar áhyggjur af heiðagæsinni ef til virkjunarframkvæmda kæmi og gagnrýndi harðlega orð umhverfis- ráðherra í þá veru að heiðagæsin færi bara eitthvað annað. Formaðurinn kvað sjónarmið Austfirðinga um að vilja nýta orku- lindir skiljanleg og mikilvægt væri að umhverfissinnar og íbúar Aust- urlands gætu haldið uppi málefna- legri umræðu. Milli 80-90 manns sóttu fundinn. Kristinn Haukur Skarphéðins- son líffræðingur hélt erindi um heiðagæsina norðan Vatnajökuls, á „langmikilvægasta fjaðrafelli- stað sem þekktur er“. Hann sagði að ekkert væri vitað hvernig heiðagæsinni myndi reiða af eftir að Eyjabökkum yrði sökkt undir lón en að fjaðrafellistaðir heiða- gæsa væru „takmörkuð auðlind". Hann benti á að skilyrði mundu breytast stórkostlega við Eyja- bakkalón og sá gróður sem kæmi hugsanlega í staðinn mundi ekki henta gæsinni. Dr. Peter Prokosch skýrði sjón- armið World Wildlife Fund en hann fer fyrir svokölluðu „heim- skauta-verkefni" samtakanna sem felst í því að vernda ósnortin svæði á norðurslóðum. Hann benti á að svæðið norðan Vatnajökuls væri stærsta ósnortna svæði í Vestur- Evrópu og því mikilvægt íslend- ingum, Evrópubúum og í raun jarðarbúum öllum. Steingrímur J. Sigfússon harm- aði umræðu um málið í fjölmiðlum undanfarið þar sem því væri stillt upp í svarthvítar andstæður: „Virkjun eða dauði.“ Hann sagði að hugmyndir um 4-500 þúsund tonna álver kölluðu óumflýjanlega á Kárahnúkavirkjun. Síðastur á mælendaskrá var Jón Kristjánsson. Hann mælti með lýð- ræðislegum umræðum og sam- þykkti að virkjunarmál þyrftu end- urskoðunar við vegna breyttra við- horfa. Hvað heiðagæsina varðaði benti hann á að umferð um svæðið hefði margfaldast og Eyjabakkar væru því ekki lengur sami griða- staður gæsarinnar og áður. Varð- andi Fljótsdalsvirkjun sagði hann „atvinnu- og byggðasjónarmið vega þyngra en náttúruvemdar- sjónarmið". * Skákþing Islands Hannes H. og Jón G. efstir ÞRIÐJA umferð á Skákþingi Islands var tefld í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur í gær og voru helstu tíðindin þau að Hannes Hlífar Stefánsson sigraði Róbert Harðarson, en hvorugur þeirra hafði tapað er umferðin hófst í gær. Önnur úrslit í landsliðsflokki urðu þau að Þröstur Þórhalls- son sigraði Braga Þorfinnsson, Helgi Ass Grétarsson sigraði Sævar Bjarnason, Björn Þorfinnsson sigraði Jón Viktor Gunnarsson, Davíð Kjartans- son sigraði Sigurbjörn Björns- son og Jón Garðar Viðarsson sigraði Bergstein Einarsson. Eftir þrjár umferðir eru þeir Hannes Hlífar og Jón Garðar efstir með 3 vinninga, Helgi Ass er í þriðja sæti með 2,'Æ vinning og Róbert í því fjórða með 2 vinninga. Þriðja umferð í kvennaflokki var einnig tefld í gær og sigr- aði Harpa Ingólfsdóttir Aldísi Rún Lámsdóttur, Anna Björg Þorgrímsdóttir sigraði Stein- unni Kristjánsdóttur og Ingi- björg Edda Birgisdóttir sigi’- aði Onnu Margréti Sigurðar- dóttur. Staðan að loknum þremur umferðum er þannig að Ingi- björg og Anna Björg eru efst- ar með 2 vinninga. Utanríkisráðherra með ræðismönnum í nýju sendiráði Islands í Berlín AP-mynd Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Ingimundur Sigfusson, sendiherra í Berlín, ásamt ræðismönnum íslands í Þýskalandi, Austur- ríki og Sviss fyrir framan nýja sendiráðsbyggingu Islands í Berlín. Ræðismenn mikilvægir fyrir fámenn lönd HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra átti í gær samráðsfund með ræðismönnum íslands í Þýskalandi, Austurríki og Sviss. Fundurinn var haldinn í húsakynn- um nýrrar sendiráðsbyggingar Is- lands í Berlín. Ingimundur Sigfússon, sendi- herra íslands í Berlín, sýndi Hall- dóri Ásgrímssyni húsakynni nýs sendiráðs íslands. Formleg opnun- arathöfn sameiginlegs sendiráðs- svæðis Norðurlanda og sendiráð- anna fímm fer fram 20. október að viðstöddum þjóðhöfðingjum Norð- urlanda. I ræðu sinni á fundinum minntist Halldór heimsóknar sinnar til Berlínar fyrir fall Berlínarmúrsins og þeirra miklu breytinga sem átt hafa sér stað í Evrópu á tæpum áratug. Hann áréttaði mikilvægi samstarfs Islands við Þýskaland, Austurríki og Sviss og vakti at- hygli á mikilvægi ræðismanna fyrir fámenna utanríkisþjónustu og þakkaði ræðismönnunum fyiár ómetanlegt starf í þágu Islands. Þátttaka í Expo 2000 Utanríkisráðherra greindi ræð- ismönnunum frá áherslum ís- lenskra stjórnvalda í Evrópumál- um og öryggismálum og sérstöðu landsins gagnvart Evrópusam- bandinu. Þá voru þeir upplýstir um formennsku íslands í Évrópu- ráðinu og Norrænu ráðherra- nefndinni. Sverrir Haukur Gunnlaugsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðu- neytinu, flutti erindi um viðskipta- tengsl Islands með áherslu á starf- semi viðskiptaþjónustu og starf viðskiptafulltrúa í sendiráðum landsins. Sagði hann einnig frá fyrirhugaðri þátttöku í heimssýn- ingunni Expo 2000 í Hannover. Einnig var dagskrá Reykjavíkur - menningarborgar Evrópu árið 2000 kynnt og sagt frá starfsemi Flugleiða, meðal annars beinu flugi til Berlínar frá og með júní á næsta ári. Snjókoma á hálendinu SNJÓKOMA var á Hveravöll- um aðfaranótt fimmtudags, en er líða fór á morguninn hlýnaði heldur og fór að rigna, sam- kvæmt upplýsingum frá Veð- urstofunni. Éljagangur og skafi-enning- ur var víða á hálendinu þessa nótt og hiti um frostmark, en að sögn veðurfræðings er þetta tíðarfar ósköp eðlilegt miðað við árstíma. „Haustið er komið," sagði hann. Sérblöð í dag www.mbl.is SSÍMIR ÁFÖSTUDÖGUM Iff Spennandi keppni í alþjóðarallinu / C3 Lithái í handknattleiks- lið Fram / C1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.