Morgunblaðið - 03.09.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.09.1999, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 UR VERINU MORGUNBLAÐIÐ Skipaskrá á Netið Þrír flokkarar seldir. Kaupendurnir Jóhann Jóhannsson, Fiskveri, Hannes Sigurðsson, Veri, og Einar Sigurðsson, Auðbjörgu, með seljendunum, Jónasi Ágústssyni, Hilmari Sigurgíslasyni og Guðmundi Kristinssyni, frá Eltaki. Eltak selur 3 flokkara SKERPLA, sem hefur gefið út Sjó- mannaalmanak Skerplu undanfarin ár, hefur sett skipaskrána á Netið. Þórarinn Friðjónsson framkvæmda- stjóri fyrirtækisins segir að þetta sé fyrsta skipaskrá sem er opin al- menningi í heiminum. „Við höfum fundið fyrir mikinn áhuga á þessari þjónustu - bæði frá þeim sem starfa í geiranum sem og þeim sem hafa áhuga á skipum og sögu þeirra.“ Hægt er að fá allar helstu upplýs- ingar um skipin, stærð, sögu, kvóta- stöðu og fleira í þeim dúr. Þórarinn segir að vefurinn sé enn í vinnslu og verði viðameiri þegar á líður. „Við stefnum að því að geta boðið upp á upplýsingar um hver kvótastaða skipanna verði á hverjum degi - við munum leggja okkur fram við að þróa síðuna eftir þörfum notenda eftir fremsta megni.“ ELTAK hefur gengið frá sölu þriggja saltfískflokkara frá Póls til þriggja fyrirtækja í Þorlákshöfn og á Eyrarbakka. Heildarverðmæti nemur um 11 milljónum króna án virðisaukaskatts. Sölusamningurinn var undirritaður á fyrsta degi Is- lenzku sjávarútvegssýningarinnar. Jónas Agústsson, framkvæmda- stjóri Eltaks, segir að það hafi verið hagur beggja, kaupenda og selj- anda, að gera samning um þrjá flokkara í einu. Eltak hefur nú selt 23 flokkara frá Póls á einu og hálfu ári. „Við höfum það eftir viðskiptavin- um okkar að þeir séu að stytta þann tíma sem fer í pökkun um helming og spari einnig mannskap við flokk- unina. Því borgi ílokkararnir sig upp á nokkuð skömmum tíma. Það eru margir flokkarar frá Póls á Suð- urnesjum og hafa menn góða reynslu af þeim þar,“ segir Jónas Ágústsson. Jónas er ánægður með íslenzku sjávarútvegssýninguna og segir að allt sem stjórnendur hennar, Nexus Media, hafi sagt, hafi staðizt. „Að- stæður eru allar hinar beztu og ég vona að þetta eigi eftir að ganga vel hér í Smáranum," segir Jónas. Kaupendur flokkaranna eru Fiskver á Eyrarbakka, Auðbjörg og Ver í Þorlákshöfn. Kaupendurnir segja að góð reynsla sé af þessum flokkurum. Vörurnar frá Póls séu góðar og traustar. Þess vegna hafi þeir sameinazt um kaupin. flu?fela?.is Fráfaær Nýr o^læsile^ur netklúbbstilboð FLUOFÉLAG ÍSLANDS - fyrir fólk eíns og þig! Vinnslustöðin í Þorlákshöfn Frostfískur kaupir frystihúsið og bát Vinnslustöðin eignast jafnframt 40% hlut í Frostfíski Fengu tvo væna físka rétt austan Eyja FROSTFISKUR ehf. hefur selt Vinnslustöðinni hf. í Vestmannaeyj- um 40% hlut í félaginu. Frostfiskur kaupir togbátinn Danska Pétur VE af Vinnslustöðinni ásamt 500 tonna kvóta og hefur þar með útgerð. Einnig kaupir félagið fiskvinnsluhús Vinnslustöðvarinnai' í Þorlákshöfn. Frostfiskur gerir ráð fyrir að flytja núverandi starfsemi sína frá Reykja- vík til Þorlákshafnar á næstunni, þeg- ar nauðsynlegum endurbótum og endurskipulagningu á fiskvinnslunni þar er lokið. Gert er ráð fyrir að fé- lagið muni fjölga starfsmönnum við flutninginn til Þorlákshafnar og að þar muni starfa um 40 manns við fisk- vinnslu. Ráðgert er að vinna úr u.þ.b. 5.000 tonnum af hráefni á ári. Frostfiskur er sérhæft fiskvinnslu- fyrirtæki sem hefur aðallega stundað vinnslu og útflutning á kældum sjáv- arafurðum og hefur náð góðum ár- angri í sölu til Bretlands og Banda- ríkjanna, að því er segir í fréttatil- kynningu. Fyrirtækið hefur fram til þessa unnið úr fiski sem keyptur hef- ur verið á fiskmörkuðum og unnið úr 3.000-4.000 tonnum á ári. Félagið hef- m' starfað í 7 ár og umfang starfsem- innar hefur vaxið stöðugt ár fá ári. Nú vinna um 25 manns hjá fyrirtæk- inu. Hluthafar í Frostfiski ehf. eru Sigurður Ágústsson ehf. Stykkis- hólmi og Steingrímur og Þorgrímur Leifssynir, sem einnig eru fram- kvæmdastjórar félagsins. Gunnar Sturluson, stjórnarfor- maður Frostfísks ehf., segir að með þessum aðgerðum styrkist staða fé- lagsins verulega. Ennfremur breyt- ist vinnslumynstur félagsins tals- vert. I stað þess að kaupa fisk á fisk- markaði verði lögð áhersla á að vinna afla Danska Péturs, sem og afla sem keyptur verði af útgerðar- mönnum á grundvelli fastra löndun- arsamninga Tækifæri til að stækka fyrirtækið „Við erum að setja okkur niður í nánd við ein gjöfulustu fiskimið á ís- landi. Það er vandfundin betri stað- setning en á hafnarbakkanum í Þor- lákshöfn. Þarna fáum við tækifæri til að stækka okkar fyrirtæki. Það er nóg pláss í þessu húsi í Þorlákshöfn en það þarf endurskipulagningar og endurbóta við. Við verðum því að fara rækilega ofan í þau mál. Við munum hinsvegar flýta öllum framkvæmdum eins og við mögulega getum og helst vera flutt austur fyrir fjall innan tveggja mánaða,“ segir Gunnar. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvar- innar hf., segist líta svo á að félagið sé með sölu þessara eigna að ganga til samstarfs við framsækið og öflugt fyrirtæki. „Við vildum selja þessar eignir og þarna fundum við flöt sem við teljum mjög áhugaverðan. Við höfðum hug á að flytja út ferskan fisk en töldum kostnaðinn við að koma upp markaðstengslum og þess háttar of mikinn. Okkur fannst því skynsamlegra að fara út í slíkt með öðrum sem kunna vel til verka.“ Sigurgeir segir ekki útilokað að skip Vinnslustöðvarinnar leggi upp afla hjá Frostfíski í Þorlákshöfn. Byr landar um 20 tonnum af túnfiski Á sýningunni. Haraldur Baldursson frá Vetti, Karl Eiríksson, forstjóri Bæðranna Ormsson og Skúli Karls- son, deildarstjóri sama fyrirtækis. Bræðurnir Ormsson hf. festa kaup á Vetti ehf. BRÆÐURNIR Ormsson hafa fest kaup á öllum hlutabréfum í Vetti ehf. - lyftaraþjónustu. Vöttur var stofnað árið 1989 og hóf rekstur ári síðai'. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í sölu og þjónustu á lyfturum og hefur meðal annars á sinni könnu hina þekktu Clark lyftara frá Þýskalandi. En Clark verksmiðjan framleiddi fyrsta lyftarann að talið er fyrir áttatíu árum. Karl Eiríks- son hjá Bræðrunum Ormsson segir að Vöttur falli ákaflega vel að rekstri fyrirtækisins. „Þetta var mjög spennandi möguleiki sem við gátum ekki litið framhjá. Clark lyft- aramh' eru þekkt gæðamerki og verður góð búbót í okkar rekstur.“ Haraldur Baldursson, einn fyiT- verandi eigenda Vattar, segir ástæðuna fyrir sölunni vera ein- falda. „Fyrirtækið hafði stækkað mun hraðar og meira en við réðum við. Þess vegna sáum við þörf á því að ganga inn í annað fyrirtæki. Bræðumir Ormsson voru ákjósan- legii'. Þetta er sterkt og traust fyr- irtæki sem hefur mikla reynslu og hefð: Ekki skemmir fyrir að fyrir- tækið hefur góð tengsl við Þýska- land. Enn fremur er mikils virði að fá til viðbótar við okkai' tæknifólk, þrjá góða fagmenn.“ Allii- starfsmenn Vattar munu starfa hjá Bræðrunum Ormsson þannig að ekki verður um eðlis- breytingu á sölu fyrirtækisins og þjónustu á lyfturunum. Karl segir að starfsemi Vattar muni færast til þeirra en ekki hefur verið ákveðið hvort Vöttur muni starfa áfram undir eigin nafni. BYR VE kom með um 20 tonn af túnfiski til Vestmannaeyja á þriðju- dag en ekki fékkst leyfi til að landa þar fyrr en í dag, föstudag, þar sem eigandi frystigámsins vildi hafa danskan eftirlitsmann við löndunina. Aflinn verður seldur til Japans og er líklegt að aflaverðmætið sé um 40 milljónir króna. Byr hélt á túnfiskveiðar suður í Atlantshaf fyrir sex_ mánuðum og hefur síðan nálgast Island jafnt og þétt. Frá 4. ágúst hefur skipið verið að veiðum með japönskum tilrauna- veiðiskipum suður af landinu, um og innan við landhelgislínuna. Á þessum tíma hefur skipið fengið um 3,6 tonn og segir Sævar Brynjólfsson útgerð- armaður að það sé svipað og japönsku skipin hafa veitt. Áður en Byr kom til Eyja var ein lögn lögð í kantinum austan við Eyjar og feng- ust tveir vænir bláuggar, annar 140 kg og hinn 186 kg. Að sögn Sævars má ekkert út af bregða við löndunina. Rakastigið verður að vera rétt í gámnum, ekki má rigna og ekki má vera of mikill vindur. Verði of mikill raki í gámn- um dettur frostið niður og vegna þessa vill eigandi hans hafa danskan sérfræðing við löndunina. „Þetta kom allt í einu upp og við verðum að bíða enn frekar,“ segir Sævar, en ekki var hægt að landa í byrjun ágúst þar sem gámurinn var ekki kominn eins og til stóð. Talið er að heimsmarkaðsverðið á túnfiskinum sé um 2.000 krónur á kílóið og verður gámurinn sendur sjóleiðina til Japans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.