Morgunblaðið - 03.09.1999, Síða 37

Morgunblaðið - 03.09.1999, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 37 UMRÆÐAN flugvellinum. Jafnframt verði settar upp myndavélar eða annar sam- bærilegur búnaður til þess að fylgj- ast með og tryggja að reglum um flughæð og stefnu í aðflugi og frá- flugi sé framfylgt. c) I tillögu að flugmálaáætlun fyrir tímabilið 2000-2003, sem sam- gönguráðherra leggur íyrir Alþingi í haust, verði gert ráð fyrir að snertilendingar í æfínga- og kennsluflugi flytjist á flugvöll í hæfilegri fjarlægð frá Reykjavík. Þar með ætti flugtökum og lending- um á Reykjavíkurflugvelli að fækka verulega. Til að ná þessu markmiði kemur annað hvort til greina að breyta eldri flugvöllum eða að byggja nýja snertilendingaflugvöll. Flugvöllurinn verði hannaður með það í huga að hægt verður að þróa hann til víðtækari nota fyrir t.d. æf- inga-, kennslu- og einkaflug. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Sturla Böðvarsson Eins og sjá má af bókuninni var enginn fyrirvari gerður af hálfu borgarstjóra um endurbyggingu flugvaliarins og það skipulag sem skal gilda um flugvallarsvæðið. Af- staða borgarstjóra og tillögur um að láta kjósa um framtíð vallarins á næstunni kom því mjög á óvart og hlýtur að kalla á viðræður um málið á milli samgönguráðuneytis og borgaryfirvalda á nýjum forsend- um. Stefna borgarinnar kynnt á heimasíðu Á heimasíðu Reykjavíkurborgar sem er öllum opin sem hafa aðgang að Netinu er stefna borgarinnar og þá væntanlega borgarstjóra kynnt. Þar segir um Reykjavíkurflugvöll: “Reykjavíkurflugvöllur er mikil- vægasta samgöngumannvirki borg- arinnar og landsins í heild. Því ber að efla innanlandsflug og samgöng- ur sem tengjast því með byggingu samgöngumiðstöðvar við flugvöll- inn, sem einnig þjóni hópferðum út á land, SVR, bílaleigum og leigubílum auk upplýsingamiðlunar fyrir ferða- menn.“ I þessum texta fer ekkert á milli mála hver er vilji R-listans um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Það vekur því furðu þegar borg- arstjóri og helsti talsmaður borgar- innar í skipulagsmálum leggja nú til að kosið verði um hvort flugvöllur- inn verði áfram eftir að búið er að endurbyggja hann og jafnvel byggja flugstöð og umferðarmið- stöð við völlinn eins og borgarstjóri stefnir að samkvæmt því sem kynnt er á heimasíðu borgarinnar og ég hef vakið athygli á að sé nauðsyn- legt. Upphlaup borgarstjórans vekur furðu. Nú liggur fyrir samþykkt skipulag og framkvæmdaleyfi Reykjavíkurborgar vegna þeirra framkvæmda sem svo lengi hafa staðið fyrir dyrum. Þess er að vænta að borgarstjóri nái áttum og skýri fyrir borgarbúum hvers vegna borgarstjóm hefur ákveðið að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni og við hann rísi nauðsynleg þjónustumannvirki svo sem skipulagið gerir ráð fyrir. Höfundur er samgönguráðherra. Saga úr íslensku viðskiptalífí VORIÐ 1996 deildu tvær sjónvarpsstöðvar í einkaeigu, Stöð 2 og Stöð 3, um aðgang að sjónvarpsrásum. Jón Olafsson, kenndur við Skífuna, var stjómar- formaður rekstrarfé- lags Stöðvar 2. Út- varpsréttamefnd hafði með úthlutun rásanna að gera og framkvæmdastjóri Al- þýðubandalagsins átti sæti í nefndinni. Undirritaður var á þessum tíma ritstjóri Vikublaðsins, sem Al- Páll Vilhjálmsson þýðubandalagið gaf út. Ritstjóm og flokksskrifstofa not- uðu sama símkerfið. Seint í apríl þetta vor stóð fyrir dyram mik- ilvægur fundur út- varpsréttamefndar. Þá var hringt frá inn- heimtudeild íslenska útvarpsfélagsins, rekstraraðila Stöðvar 2, og spurt um fram- kvæmdastjóra Al- þýðubandalagsins. Undirritaður varð til svara, sagði fram- kvæmdastjórann ekki Vidskiptahættir Viðkomandi starfsmaður, segir Páll Vilhjálmsson, kvaðst vera að rukka skuld Alþýðubandalag- --------7---------------- sins við Islenska útvarps- félagið upp á 1.350 þúsund krónur. við og spurði hvort ætti að skila ein- hverju til hans. Viðkomandi starfs- maður sagðist vera að rukka skuld Alþýðubandalagsins við íslenska útvarpsfélagið upp á eina milljón og þrjú hundruð og fimmtíu þúsund krónur. Starfsmaður sjónvarpsfé- lagsins sagði að yfirmenn iyrirtæk- isins legðu mikla áherslu á að fá skuldina greidda strax og bað um að framkvæmdastjóri Alþýðu- bandalagins hefði samband hið fyrsta. Ástæða er til að halda þessu at- viki til haga, enda veitir það innsýn í viðskiptahætti sem flestir myndu halda að tíðkuðust aðeins í banana- lýðveldum. Hér með er það gert. Höfundur er fulltrúi. áttur o§ menníng f ratarvogsaagurinn J, 111 i^u 4. september 1999 <cmm( i Kl. 9:45 Lagt af stað frá Grafarvogskirkju kl. 9:45 og gengið að gamla kirkjustæðinu (1150-1886) í Gufunesi. Leiðsögumaður verður Anna Lísa Guðmundsdóttir frá Árbæjarsafni. Boðið verður upp á sætaferðir með Allrahanda til baka að Grafarvogskirkju og um hverfið að lokinni guðsþjónustu. aa ínaini«sl>. Kl. 11:00 Þjónað verður við altari gömlu kirkjunnar í Gufunesi sem var aflögð 1886. Séra Vigfús Þór Árnason sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur undir stjórn Harðar Bragasonar organista og kórstjóra. I [■' r o 11 a m í 1 oO r.\ l.\ rvojs Kl. 13:30-16:00 Skólahljómsveit Grafarvogs setur menningarhátíðina Afhending Máttarstólpans. Árni Þór Sigurðsson formaður hverfisnefndar afhendir menningarverðlaun Miðgarðs. Grafarvogsglíman. Skólastjórar, lögreglan, o.fl. leiða saman hesta sína í æsispennandi keppni. Dómarar verða prestar hverfisins. Léttsveifla. Kór Grafarvogskirkju syngur Hundamenning Grafarvogs. Hundar úr hverfinu sýna listir sínar á tennisvellinum Og margt margt fleira.... Kl. 15:00-16:00 Leiksýning með Snuðru og Tuðru Kl. 15:00 Hverfaskáldin með upplestur í hátíðarsal Fjölnis, Kl. 17:00-21:00 Harmonikkuspil í veitingatjöldum Veitingasala í umsjón stelpuklúbbs Grafarvogs. Grillað á staðnum en allir geta komið með eitthvað á grillið. Hringekja, “Candy-flos“,hoppu-kastali, trampólín o.fl. Andlitsmálning og blöðrur Fornir leikir. Gestir spreyta sig Glíma. Sýning á vegum Fjölnis Hæsti klifurveggur landsins á súrheysturni. Þrautabraut á vegum skátanna. Brekkusöngur við varðeld í umsjá Dalbúa kl. 19:30 Flugeldasýning kl 21:00 ?Tmtm<sUi<siaflc ffálMffWSS Frítt í sund allan daginn Neðan”sjávar” tónlist spiluð í innilauginni Kl. 13:00-16:00 Listamenn úr hverfinu verða með verk sín til sýnis og sölu í anddyri sundlaugarinnar Kl. 16:00-18:00 Þlötusnúðar þeyta skífuna í glæsilegu sundlaugarpartýi í útilauginni. )átll mi<gS im Féwqs- oq TomsTo l| D HH ícstöb m JÍL MÐGARÐUR í íþróttamiðstöð Grafarvogs Kl. 21:00-24:00 Allir f fjölskyldunni eru hvattir til að mæta og skemmta sér saman. Aðgangseyrir kr. 500. Frítt fyrir 12 ára og yngri sem eru í fylgd með fullorðnum TREK CIUrSHIFT. C* KLEIN CATEYE SMimnnD' Hjólaðu í nýtt hjól fráTrek, Gary Fisher eða Klein. Topphjól með vönduðum búnaði og ævilangri ábyrgð á stelli og gaffli. Hjól fyrir alla aldurshópa. hjólaðu i nýtt hjól

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.