Morgunblaðið - 03.09.1999, Page 48

Morgunblaðið - 03.09.1999, Page 48
-48 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ENN ERU runnin upp markverð tímamót í íslenskum flugmál- um. í dag er 80 ára af- mæli flugs á íslandi. Hinn 3. september árið 1919, um kl. fimm síðdegis, blés sunnan- gola í Vatnsmýrinni, himinn yfir Reykjavík var alskýjaður og 14 stiga hiti. Nokkuð venjulegt veður miðað við árstíma en afdrifa- ríkt spor var að markast í íslandssög- una. A þessum stað og þessari stundu hóf fyrsta flugvélin sig á loft á íslandi. Þessi atburður er sönnun fyrir því að íslendingar fylgdust ótrúlega vel með framför- um í flugmálum erlendis og voru reiðubúnir að nota flugvélina sér til framdráttar. Arið 1903 flugu hinir heims- frægu Wright-bræður fyrstu flug- vél í heimi sem var bæði vélknúin og unnt að stjórna. Það flug er talið marka upphaf flugsins í hagnýtum , skilningi. Fyrsta flug á Islandi var aðeins 16 árum síðar sem er furðu- lega snemma miðað við einangrun landsins og að ýmsar stórþjóðir voru komnar tiltölulega skammt á veg í öðru flugi en því sem tengdist hernaði. I samanburði við önnur vélknúin farartæki kom flugvélin líka býsna fljótt til íslands. Tilraunir með togveiðar sem ruddu brautina frá handafli til vélarafls í atvinnulíf- inu. Síðan kom fyrsta bifreiðin árið ^ 1913, sex árum fyrir fyrsta flugið og einungis fimm árum áður var Eimskipafélag íslands stofnað. Fyrsti gasljósastaurinn sem tendr- aður var í Reykjavík árið 1910 þótti meira að segja mikið tækni- undur. Flugið fyrirboði nýrra tíma á fram- faraskeiði Fyrst kom alvar- lega til umræðu að stofna íslenskt flugfé- lag árið 1918 í því augnamiði að tryggja mannafla og fjármuni til að hefja flugrekst- ur sem allra fyrst eftir lok fyrri heimsstyrj- aldarinnar. I styrjöld- inni urðu margvísleg- ar tækniframfarir í flugi og augljóst að of- framboð yrði á flug- vélum sem myndi þýða hagstætt verð og góð kjör. Af ýmsum ástæðum tafðist þessi fyr- irætlan fram til 1. mars árið 1919 er haldinn var formlegur undir- búningsfundur um flugreksturinn en þar var loks kosin sérstök nefnd sem fékk það hlutverk að hrinda hugmyndinni í framkvæmd. Nú áttu mikilvægir atburðir sér stað með skömmu millibili. Aðeins þrjár vikur liðu þar til fyrri stofn- fundur Flugfélags Islands var haldinn og ekki leið nema vika til viðbótar þar til flugfélagið var að fullu stofnað og lög þess samþykkt á framhaldsfundi. Hefur þetta fé- lag verið nefnt Flugfélag Islands nr.l. Island var á hröðu framfara- skeiði á þessum árum og sú stað- reynd krafðist greiðari og fljótlegri samgangna. Að vísu stefndi allt að bættum samgöngum, jafnt á láði sem á legi og auðvitað í lofti þar sem hýru auga var rennt til flug- tækninnar. Frumherjarnir hjá Flugfélaginu vissu sem var, að flugið gæti orðið mikið framtíðar- mál og leikið lykilhlutverk á ís- landi vegna þess hve landið var ógreiðfært og strjálbýlt og þar með Flugafmæli Flugið á íslandi hefur gert ómetanlegt gagn fyrir vöxt og viðgang þjóðarinnar, segir Gunnar Þorsteinsson, og það er eins og flugstarfsemin sé beinlínis sköpuð fyrir Islendinga. allar samgöngur með fádæmum erfíðar. Fyrsta flugvélin, fyrsti flugmað- urinn, fyrsti flugfarþeginn Fyrsta flugvélin sem lyfti sér af íslenskri grund í Vatnsmýrinni fyr- ir 80 árum var Avro 504K. Þessi flugvélagerð var ein helsta kennsluflugvél breska flughersins í hartnær tvo áratugi og þær smíð- aðar í þúsundatali. Þetta voru opn- ar tvíþekjur sem gátu borið einn farþega auk flugmanns og höfðu þá þriggja tíma flugþol. Flughraðinn var um 100 km á klst. Flugvélar þessar voru knúnar einum 110 hestafla loftkældum stjömumynd- uðum hreyfli af LeRohne-gerð, en þeir voru mjög algengir, enda traust og góð reynsla af þeim. Avro-flugvélin kom loks hingað til lands með skipi 26. ágúst. Fyrsti flugmaður Flugfélagsins kom til landsins rúmum mánuði áð- ur en sjálf flugvélin sem seinkaði þar sem erfitt var að koma henni í skip. Hann hét Cecil Torben Faber og var liðlega tvítugur en þrátt fyr- ir sinn unga aldur hafði hann mikia flugreynslu að baki. í fyrri heims- styrjöldinni, árið 1915, gekk Faber til liðs við breska flugherinn þar sem hann náði síðar kapteinstign og mun hafa skotið niður margar þýskar flugvélar. Eins og nafnið gefur til kynna var Faber danskur. Faðir hans var Harald Faber, rík- isráðunautur Dana í London. Þeg- ar ófriðinum lauk var Faber ráðinn til starfa sem fyrsti flugmaðurinn hjá DDL en félagið lánaði hann til starfa á Islandi. Faber hreif hugi og hjörtu íslendinga og var al- mennt talinn góður og gætinn flug- maður. Fyrsta farþegaflugið var farið að kvöldlagi fyrsta flugdaginn. Fyrr um daginn hafði Faber farið þrjár ferðir: Reynsluflug, flug með flug- vélavirkja sinn, og listflug. Fyi-sti flugfarþeginn á Islandi var Ólafur Davíðsson, útgerðar- maður í Hafnarfirði, sem var vel við hæfi, því hann hafði lagt drjúg- an skerf af mörkum við undirbún- inginn að stofnun Flugfélagsins. Næsti farþegi var einnig Flugfé- lagsmaður, sjálfur stjórnarfor- maðurinn, Garðar Gíslason. Tveimur dögum síðar flutti Flug- félagið sinn fyrsta kvenkynsfar- þega, eða flugstúlku, en það var Ásta Magnúsdóttir, sem síðar varð ríkisféhirðir. Flugið bætir, kætir og hressir Flugstarfsemin í Vatnsmýrinni lífgaði hressilega upp á bæjarlífið og það ríkti eftirvænting á al- mannafæri. Fólk kom í hópum til að fylgjast með flugvélinni. Allur þorri manna taldi flugið sjálfsagt mál sem ætti bjarta framtíð fyrir sér. Nýjungagjarnir og forvitnir íslendingar létu ekki flughræðslu aftra sér frá því að fara í stutt kynnisflug. Flugfélagið seldi fimm mínútna hringferð fyrir 25 krón- ur. Kynnisflugið var nokkuð vinsælt því suma daga voru farþegar hátt í tuttugu talsins. Eftir því sem far- þegunum fjölgaði fór að koma hversdagsbragur á flugið, enda á tímabili daglegt brauð að sjá flug- vélina á lofti yfir Reykjavík. Það var gjarnan haft á orði um flugfar- þegana að þeir væru uppstignir eða hefðu verið gerðir upptækir. Fólk hafði líka ýmis orð á hraðbergi um flugvélina svo sem flugreiðin, loft- reiðin, gandreiðin, töfraverkið eða himnavagninn. Rekstur Flugfélagsins reyndist þungur í skauti. Árið 1919 fór Avro-vélin í alls 146 ferðir á sextán flugdögum. Síðan var hún tekin í sundur og geymd í skýli félagsins fram að sumrinu 1920 en þá var henni flogið frá júnílokum fram að miðjum ágúst. Það var svo síðla árs 1920 að rekstur þessa fyrsta flugfélags á Islandi stöðvaðist og eignir seldar fyrir gjaldföllnum skuldum. Avro-flugvélin var seld danska hernum en flugskýlið keypti heildverslunin H. Ben & Co., sem flutti það úr Vatnsmýr- inni. Upphaf flugsins í Vatnsmýrinni var meira framfaraspor en nokkurn óraði fyrir og var tví- mælalaust fyrirboði nýrra tíma hér á landi. Þarna rættist óvenju snemma langþráður draumur Is- lendinga um að geta flogið. Is- lenska flugsagan er hrífandi, allt frá fyrsta flugfélaginu sem var svo fallvalt til núverandi breiðþotu- tímabils. Hún hefur meira að segja ýmis einkenni sem prýða góðar skáldsögur. Hún er saga mistaka og vonbrigða en miklu fremur saga um dug og djörfung, staðfestu og síðast en ekki síst sigra. Flugið á Islandi hefur gert ómet- anlegt gagn fyrir vöxt og viðgang þjóðarinnar og það er eins og flug- starfsemin sé beinlínis sköpuð fyrir Islendinga. Til hamingju með 80 ára flug- afmælið! Höfundur starfar fyrir Flugmálastjórn íslands. ____________________UMRÆÐAN_________ Flug á Islandi er 80 ára í dag Gunnar Þorsteinsson * HAUSTSPJALL NÚ eru landsmenn að vakna upp við þann vonda draum að sumarið er rétt í þann veginn að syngja sitt síðasta. Enn eitt sumarið horfið áður en við er litið, sumar- leyfum lokið (hér eftir heita fríin hjá þeim, sem ekki sluppu út af skrifstofum sínum í sumar, haust- frí eða vetrarfrí) og skólarnir að byrja. Vonandi hafa flestir náð sér í dálitla brúnku þótt undanrennublái hör- undsliturinn hafi verið ríkjandi hér sunnan- lands, að minnsta kosti framan af sumri. Reyndar segja gár- ungarnir að sumarið hafi borið upp á mið- vikudag í ár. Garðeigendur hafa flatmagað í görðum sínum nú sem endranær enda ekk- ert sem segir að endi- lega þurfi að flatmaga í sólskini. Það má til dæmis flatmaga við arfahreinsun og grannskoðun lágvaxinna blóma- tegunda auk þess sem dýralífíð í moldinni (fyrir þá sem hafa áhuga á slíku) er illsjáanlegt nema í ná- vígi. Fyrirhyggjusamt fólk fer nú á stúfana og fær sér gönguferð um garðinn sinn með blýant og merkispjöld sem hægt er að stinga niður í blómabeðin. Fjölær- ar jurtir eru þeirrar náttúru gæddar að þær falla alveg niður í jarðveginn að hausti og koma upp aftur næsta vor. í millitíðinni er ósköp fátt sem gefur til kynna hvar þær fela sig þannig að það BLOM VIKUMAR 418. þáttur limsjún Sigrfö- iii' Hjartar getur reynst þrautin þyngri að finna þær að vori, ef nauðsyn krefur. Nú er það svo að nauðsyn- legt er að skipta fjölærum plönt- um á nokkurra ára fresti. Þær vaxa út frá miðjunni og með aldr- inum deyr elsti hluti plöntunnar þannig að nokkurs konar eyða myndast í miðri plöntunni. Þá þarf að taka plöntuna upp, skera hana í nokkra búta, gróðursetja einn bút- inn á fyrri stað og koma afgangnum á vini og vandamenn. Þetta er best að gera snemma á vorin eða um það leyti sem plöntumar em að byrja að koma upp. Þar koma merid- spjöldin sterk inn, með því að ganga á fjölæru hersinguna að hausti og merkja þær plöntur sem á að skipta eða flytja er hægt að ganga að þeim vísum að vori. Fræsöfnun er önnur skemmti- leg iðja sem gjarnan fer fram á þessum árstíma. Mikið af trjám, rannum og fjölæram plöntum hafa lokið blómgun sinni og náð að mynda fræ. Best er að klippa blómstöngla/blómskipanir við- komandi plantna af í heilu lagi og setja þær á hvolf í bréfpoka. Bréf- pokinn þarf svo að standa eða hanga á þurram og frekar hlýjum stað þar til fræin detta úr hirslum sínum. Að sjálfsögðu þarf að gæta þess að fræin séu orðin þroskuð áður en þau eru tínd. í sumum til- fellum detta fræin ekki sjálf úr Garðamaríustakkur - gullfallegur á haustin. blómskipununum og þá þarf að hreinsa þau með öðrum aðferðum, allt eftir eðli hverrar tegundar. Fræ algengustu trjátegunda er nú ekki tímabært að tína fyrr en lengra er liðið á haustið, þeim veitir ekkert af tímanum til að þroskast almennilega. Þó er rétt að hafa varann á sér, fuglar eru til dæmis fljótir að hreinsa berin af reynitrjánum. Yfirleitt vinna menn eftir þeirri þumalputtareglu að ekki sé gott að gefa áburð sem inniheldur mik- ið köfnunarefni (N) eftir mitt sumarið. Það getur platað plöntur í áframhaldandi vöxt þannig að þær ná ekki að ganga frá sér fyrir veturinn. Þetta er þó ekki algilt. Þegar líður á vaxtartímabil plantna þurfa þær meira af kalí- um (K) og fosfór (P) en minna af köfnunarefni. Til einföldunar má segja að fosfór sé nauðsynlegur fyrir ræturnar og kalíum fyrir blómgunina. Hlutfall kalíums í plöntusafa eykst einnig fyrir vet- urinn og virkar það eins og nokk- urs konar frostlögur þannig að plöntusafinn frýs síður. Það getur því komið plöntum til góða að gefa þeim smá áburðarslettu með þess- um næringarefnum þegar haust- ar, vel nærðar plöntur koma betur undan vetri. Þó er rétt að ana ekki út í slíka áburðargjöf nema að höfðu samráði við garðyrkjumann. Haustið er samt sem áður einn fallegasti tími ársins og tilvalið að nota það til útivistar í skjóli gróð- urs í haustlitum, slíkar æfingar verða einhvern veginn ekki eins girnilegar þegar kólnar meira í veðri og laufblöðin eru öll fokin af... Guöríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.