Morgunblaðið - 03.09.1999, Síða 57

Morgunblaðið - 03.09.1999, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 57 k MINNINGAR ELÍN HELGA HELGADÓTTIR + Elín Helga Helgadóttir fæddist á Núpum í Fljótshverfi 2. febr- úar 1909. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum 28. ágúst síðastiið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Agnes Helga Sig- mundsdóttir f. 12. október 1879 d. 13. júlí 1954 og Helgi Bjarnason bóndi þar f. 3. mars 1878 d. 28 október 1951. Systkini Elínar Helgu eru Mar- grét, fyrrverandi húsfreyja á Fossi á Síðu, og Sigmundur, bóndi á Núpum (látinn). Elín Helga giftist 10. ágúst 1935 Vigfúsi Helgasyni frá Hóli í Hörðudal, kennara á Hólum í Hjaltadal, f. 12. desember 1893, d. 31. júlí 1967. Foreldrar hans voru Ása Kristjánsdóttir og Helgi Guðmundsson, bóndi og hreppstjóri. Elín Helga og Vig- fús eignuðust átta börn, þau eru 1) Guð- mundur Hákon f. 12. desember 1935, 2) Agnar Helgi, f. 29. júní 1937, d. 3. febrú- ar 1993, 3) Ása, f. 28. nóvember 1938, d. 23. mars 1969, 4) Hörður Birgir, f. 9. maí 1940, maki Inger Helga- dóttir, þau skildu. Þeirra dætur a) Ása Sigurlaug, maki Pét- ur Thomsen og eiga þau tvær dætur, In- ger Erlu og Krist- björgu Hörpu, b) Harpa Rut, maki Sigurður Einarsson, 5) Þór- hildur, f. 4. janúar 1944, maki Krislján Björnsson. Þeirra börn: a) Elín Helga, maki Bragi Kristi- ansen, þau skildu, þeirra börn Kristján og Katrín Þóra, b) Björn, c) Vigdís Hulda, maki Æg- ir Axelsson, þeirra börn Elvar Þór og Unnar Már, d) Krislján Aðalsteinn, e) Guðlaugur Vigfús maki Guðrún Júlíusdóttir. Barn hans Auður Birna. 6) Örlygur Jón, f. 29. júlí 1945, d. 19. janú- ar 1946, 7) Agnes Helga f. 17. maí 1951, 8) Baldur Jón, f. 6. ágúst 1955. Elín Helga ólst upp á Núpum á heimili foreldra sinna og nam sinn barnalærdóm í farskóla sveitarinnar, í Múlakoti og á Kálfafelli. Eftir fermingu var hún áfram heima fram yfír tví- tugt og hjálpaði til við búskap foreldra sinna. Til Víkur fór hún að nema hannyrðir um tveggja mánaða skeið. Seinna fór hún til Reykjavíkur og var í vist á tveim heimilum þar. Haustið 1934 fór hún í Kvennaskólann á Blöndu- ósi og var þar einn vetur. Sum- arið 1935 giftist hún Vigfúsi Helgasyni og fluttist með honum að Hólum í Hjaltadal. Næstu fímm árin voru þau á Hólum og einnig í Varmahlíð þar sem þau stunduðu garðyrkju. Frá árinu 1940 hættu þau rekstri í Varma- hlíð af óviðráðanlegum ástæðum og voru eftir það á Hólum allt fram til 1963 þegar þau fluttu til Reykjavfkur. í Reykjavík var Elín Helga siðan búsett til dauðadags. Utför Elínar Helgu fer fram frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. Ljómar heimur loga-fagur lífið fossar, hlær og grær. Nú er sól og sumardagur, söngvar óma fjær og nær. Vorsins englar vængjum blaka, vakir lífsins heilög þrá. Sumar-glaðir svanir kvaka suður um heiðavötnin blá. Hvílir yfir hæðum öllum himnesk dýrð og guðaró. Yfir jöklum, frammi á fjöllum, fellir blærinn þokuskóg. Nú er gott að vaka, vaka, vera til og eiga þrá. Sumar-glaðir svanir kvaka suður um heiðavötnin blá. Drekk ég glaður fjallafriðinn, fylli skálar sólskinsró. Teygar Ijós við lækjamiðinn lítil rós í klettató. Sé ég fagra sýn til baka, sólareld og fjöllin blá. Nú er gott að vaka, vaka, veratilogeigaþrá. (Friðrik Hansen) Sæll er sá, er situr í skjóli Hins hæsta, sá er gistir í skugga Hins almáttka, sá er segir við Drottin: „Hæli mitt og háborg, Guð minn, er ég trúi á!“ (91. Davíðssálmur nr. 1 og 2.) Guð blessi minningu þína. Börn og ömmubörn. Þakka ég góð og gömul kynni, gott var að una í návist þinni, kringum þig ríkti ró og friður, raunverulegur góður siður. Aldrei klagað og aldrei kvartað, eins þótt það blæddi und við hjartað, af bama missi og brostnum vonum, sem bárast til þín af látnum sonum. Þakka ég margar mætar stundir, mér þóttu hlýir okkar fundir, aldrei kvartað um höggin harma, höfuð borið með reisn og sjarma. Emma Hansen. SIGURÐUR GUNNARSSON + Sigurður Gunn- arsson, Þing- vallastræti 26, Akureyri, fæddist í Hafraneskoti í Að- aldal 26. júlí 1934. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 22. ágúst síðastliðinn. Sig- urður var næstyngstur í átta barna hópi þeirra Sigurbjargar Sig- urjónsdóttur og Gunnars Sigurjóns- sonar en þau eru í aldursröð: Helga, Þóra, Líney, Herdís, Birna, Ari, Sigurður og Theó- dór. Herdís lést á síð- asta ári. Eftirlifandi systkini Sigurðar eru búsett á Akureyri, nema Líney sem býr á Húsavík. Sigur- björg og Gunnar bjuggu síðar á Grenj- aðarstað í Aðaldal, voru síðustu íbúar gamla bæjarins þar, fjölskyldan flutti þaðan í IUugastaði í Fnjóskadal 1949 og bjó þar til ársins 1961 þegar Gunnar lést, en þá voru flest systkinanna flutt að heiman. Sigurður flutti þá til Akureyrar og bjó alltaf síðan hjá Helgu systur sinni. Á fjöl- mennu sveitaheimili var nóg að starfa og vann Sigurður öll al- menn sveitastörf með foreldr- um sínum og systkinum meðan þau stunduðu búskap. Sigurður var um tíma á sjó en vann lengst af verkamannavinnu, var mikið á vélum og tækjum. Lengi vann hann hjá Norður- verki, en síðustu árin starfaði hann hjá Hitaveitu Akureyrar. títför Sigurðar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Nú ríkir kyrrð í djúpum dal þótt duni foss í gljúfrasal í hreiðram fuglar hvfla rótt, þeir hafa boðið góða nótt. Nú saman leggja blómin blöð, er breiddu faðm mót sólu glöð, í brekkum fjalla hvíla hljótt, þau hafa boðið góða nótt. Nú hverfur sól við segulskaut og signir geisli hæð og laut, en aftanskinið hverfúr h(jótt, það hefur boðið góða nótt. (Magnús Gíslason.) ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. Hann Siggi frændi giftist ekki og átti ekki afkomendur, en hann var einstaklega bamgóður og skemmti- legur við krakka. Þess nutu bömin okkar sem um lengri og skemmri tíma dvöldu hjá ömmu Helgu og Sigga frænda, og svo síðar barna- bömin okkar. Siggi var einstaklega Ijúfur mað- ur, glettinn og gamansamur. Hann var líka sérlega skapgóður. Það fór ekki mikið fyrir honum og hann var ekki fyrir að trana sér fram, en þeir sem þekktu Sigga vissu að þar fór góður maður, greindur og réttsýnn. Með þessum fátæklegu orðum vilj- um við þakka Sigga samfylgdina sem aldrei bar skugga á, einnig alla hans góðvild og hlýju við börnin okkar og barnabörn. Við vottum systkinum og öðmm aðstandendum okkar innilegustu samúð. tílfhildur og Hákon Hákonarson. Hjartkær eiginkona min, móðir okkar og dóttir, INGILEIF ÓLAFSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur og fræðslufulltrúi, Álfalandi 9, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag, föstu- daginn 3. september, kl. 13.30. Þeir, sem vilja minnast hennar, vinsamlegast láti Krabbameinsfélagið njóta þess. Ágúst Ingi Jónsson, Ólafur Bjarki Ágústsson, Anna Dröfn Ágústsdóttir, Ása Friðriksdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, VILHJÁLMUR HENDRIKSSON, Núpalind 8, Kópavogi, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þriðjudaginn 31. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Ingibjörg Ólafsdóttir, Guðmunda G. Vilhjálmsdóttir, Jón Tryggvi Þórsson, ísak Jónsson, Guðlaug Jónsdóttir, Ingibjörg Birta Jónsdóttir, Bryndís Vilhjálmsdóttir, Guðmundur Karl Guðnason, Vilhjálmur Hendrik Karlsson, Karen Dögg Karlsdóttir, Tinna Björt Karlsdóttir, Jóhann Friðrik Karlsson og aðrir aðstandendur. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HAFSTEINN GUÐMUNDSSON bókaútgefandi, Lindarbraut 2A, Seltjarnarnesi, lést á Droplaugarstöðum miðvikudaginn 1. september. Helga Hobbs, Dröfn H. Farestveit, Arthur Farestveit, Gunnar Kvaran, Guðný Guðmundsdóttir, Helga Hafsteinsdóttir, Alexander Jóhannesson, Guðmundur Hafsteinsson, Anna Benassi, Guðrún Hafsteinsdóttir, Jón Árni Þórisson og afabörnin. t Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, GUNNVÖR RÓSA SIGURÐARDÓTTIR, Hlévangi, Keflavík, lést þriðjudaginn 31. ágúst. Sigurður Jakob Magnússon, Kristborg Níelsdóttir, Guðlaug Rósa Sigurðardóttir, Magnús Níels Sigurðsson. t Elskuleg móðir okkar, RAGNA SKÚLADÓTTIR frá Mörtungu á Síðu, lést fimmtudaginn 19. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunarinnar, Seyðisfirði, fyrir góða aðhlynningu. Sigríður Stefánsdóttir, Þorvarður Skúli Stefánsson og aðrir aðstandendur. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA HALLDÓRSDÓTTIR ASPAR, lést á heimili sínu miðvikudaginn 1. september. Halla Björg Bernódusdóttir,Ari Hermann Einarsson, Þórunn Bernódusdóttir, Guðmundur Jón Björnsson, Ólafur Bernódusson, Guðrún Pálsdóttir, Lilja Bernódusdóttir, barnbörn og barnbarnabörn. t Hjartkær sonur okkar og bróðir, VALUR GAUTASON, er látinn. Björg Bjarnadóttir, Gauti Arnþórsson og Bjarni Gautason.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.