Morgunblaðið - 03.09.1999, Side 63

Morgunblaðið - 03.09.1999, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 63* FRÉTTIR Síðasta helgardagskrá sumarsins í Viðey Vetrarstarf skáta að hefjast EFTIR velheppnað Landsmót i skáta í sumar eru skátar í Reykja- Ivík að byrja hefðbundið vetrar- starf. Kynning og innritun hefst laugardaginn 4. september. í Reykjavík eru starfandi 10 skáta- félög, þau eru: Skátafélagið Ægisbúar, Vestur- bær, Neshaga 3, Skátafélagið Landnemar, Hlíðai'-Miðbær, Snorrabraut 60, Skátafélagið Garð- búar, Fossvogs-Bústaðahverfi, Hólmgarður 34, Skátafélagið Eina, Neðra-Breiðholt, Arnarbakka 2, Skátafélagið Segull, Seljahverfi, Tindaseli 3, Skátafélagið Hafernir, Efra-Breiðholt, Gerðubergi 3, Skátafélagið Arbúar, Árbær, Fé- lagsmiðstöðinni Árseli, Skátafélag- ið Skjöldungar, Austan Kringlu- mýi-arbrautar-Norðan Suðurlands- brautar, Sólheimar 23, Skátafélag- ið Vogabúar, Grafarvogur, Loga- fold 106 og Skátafélagið Dalbúar, Borgarholtshverfi, Engjaskóli/við Strandveg. í fréttatilkynningu segir: „Mark- mið skátahreyfingarinnar er að þroska börn og ungt fólk til að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu. Þessu hyggjast skátar ná með hópvinnu til að þroska tillitssemi, samstarfs- hæfileika, ábyrgð og stjórnunar- hæfileika. Með útilífi efla skátar líkamsþrek og vekja áhuga á nátt- úrunni og löngun til að vernda hana. Einnig kenna skátar ung- mennum ýmiss nytsöm störf, sjálf- um þeim og öðrum til heilla með fjölbreyttum viðfangsefnum. Þá bjóða skátarnir upp á þátttöku í al- þjóðastai-fi skátahreyfingarinnar þar sem tækifæri gefst til að kynn- ast ungu fólki í öðrum löndum, háttum þess og menningu. í dag eru um 35 milljónir skáta starfandi í flestum löndum heims.“ Langur laugardagur á morgun LANGUR laugardagur verður haldinn laugardaginn 4. september og verður ýmislegt um að vera í bænum þann dag. Klukkan 13 mun Skólahljóm- sveit Kópavogs leggja af stað frá Hlemmi, en í henni eru u.þ.b 40 börn og ungmenni. Harmónikku- leikari verður á sveimi um Lauga- veginn og tekur lagið fyrir gesti og gangandi. Kennarar og dansarar Danssmiðjunnar skemmta vegfar- endum og einnig verða andlitsmál- arar á þremur stöðum á Laugaveg- inum til að mála smáfólkið. Kjörís mun bjóða vegfarendum upp á íspinna og og hundavinir áætla >,hóphundagöngu“ á milli kl. 14 og 16. Lagt verður af stað frá Kjör- garði og gengið áleiðis niður Laugaveginn. Frítt er í öll bílastæðahús á laug- ardögum, en frítt í stöðu- og miða- mæla eftir kl. 14. í miðborginni eru um 300 verslanir og fjöldi veitinga- og kaffihúsa. Möðrudals- kirkja 50 ára MESSAÐ verður í Möðrudals- kirkju laugardaginn 4. september í tilefni af 50 ára afmæli kirkjunnar. Athöfnin hefst kl. 14:00. Sóknar- prestur Valþjófsstaðarprestakalls, séra Lára G. Oddsdóttir, þjónar fyrir altari og prófastur Múlapró- fastsdæmis, séra Sigfús J. Árna- son, Hofi, Vopnafirði, prédikar. Allir eru velkomnir til messunn- ar og boðið er í afmæliskaffi að messu lokinni. Jón A. Stefánsson (1880-1971), bóndi í Möðrudal, reisti kirkjuna til minningar um konu sína, Þórunni Vilhjálmsdóttur (1874-1944). Kirkj- an var vígð 4. september 1949. Hún er smíðuð og prýdd af Jóni að öllu leyti, þar á meðal málaði hann alt- aristöfluna, sem sýnir Fjallræðuna. Efna til gjörnings á Eyjabökkum LJÓÐAHÓPURINN og aðrir áhugamenn um umhverfisvernd standa fyrir gjörningaferð að Eyja- bökkum laugardaginn 4. septem- ber. Á Eyjabökkum mun Skarphéð- inn Þórisson útskýra fyrirhugaðar virkjanaáætlanir. Síðan verður fluttur sameiginlegur stórgjörn- ingur með þátttöku allra við- staddra. Ferðin er opin öllu áhuga- fólki um umhverfisvernd. Ferðin er dagsferð. Flogið verð- ur frá Reykjavík kl. 8 að morgni og til baka frá Egilsstöðum kl. 20.30. Skráning í ferðina er hjá Ultima Thule. Vetrarstarf að hefjast í Skautahöllinni VETRARSTARFSEMIN hefst í Skautahöllinni í Reykjavík laugar- daginn 4. september. Almenningi er boðið á svellið laugardag og sunnudag frá kl. 13-18 báða dagana í boði Orku- veitu Reykjavíkur. Skautar verða leigðir á hálfvirði þessa daga. Starfsfólk aðstoðar byrjendur og skautafólki gefst kostur á að prófa íshokkí. Einnig kynna skautafélög- in vetrardagskrá sína. Æfingar skautafélaganna hefjast mánudaginn 6. september. Afhenti tránaðarbréf JÓN Egill Egilsson sendiherra afhenti 2. september Eduard A. Shevardnadze, forseta Georgíu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands í Georgíu, með aðsetur í Moskvu. UM helgina lýkur sumardag- skránni í Viðey. Aðsókn hefur verið ágæt, hátt í 20 þúsund manns hafa komið það sem af er árinu. I fyrra var metaðsókn en þá urðu gestir rúmlega 22 þúsund. Því er mögu- leiki á nýju meti í ár. Á morgun, laugardag, verður að venju farið í gönguferð um Viðey. Lagt verður af stað frá kirkjunni kl. 14.15, haldið austur á Sund- bakka og „Stöðin“ skoðuð, þorpið sem var þarna á árunum 1907- 1942. Þarna er margt að sjá, bæði á ljósmyndasýningunni í skólanum og í rústum byggðarinnar sem myndirnar sýna. Enn fremur verð- ur litið inn í Tankinn, hið skemmti- lega félagsheimili Viðeyinga, sem þarna er í gömlum 150 tonna steyptum vatnsgeymi. Þaðan verð- ur svo haldið um suðurströndina og heim að Stofu aftur. Gangan tekur rúma tvo tíma. Gjald er ekki annað en ferjutollurinn, sem er 400 kr. fyrir fullorðna og 200 kr. fyrir börn. Á sunnudag verður messa kl. 14. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson dóm- kirkjuprestur messar með aðstoð Dómkórs og dómorganista. Eftir messu verður staðarskoðun, sem hefst í kirkjunni. Sérstök bátsferð með kirkjugesti verður kl. 13.30. Gestir geta fengið lánuð reiðhjól, en þau standa mönnum til boða án endurgjalds og eru geymd við enda bryggjunnar í Bæjarvör. Hestaleig- an er hætt störfum og veitingahús- ið í Viðeyjarstofu hættir eftir helg- ina að hafa opið um miðjan daginn nema fyrir hópa sem panta sérstak- lega. Bátsferðh' um helgina hefjast kl. 13 og verða á klukkustundar fresti til klukkan 17, en til lands er siglt á hálfa tímanum. Leikur í tilefni frumsýningar í TILEFNI frumsýningar Wal^ Disney-myndarinnar „Inspector Gadget“ ætlar veitingastaðurinn Hard Rock Café í Kringlunni að bregða á leik með SAMbíóunum. Um er að ræða sérstaka „In- spector Gadget" daga sem hefjast föstudaginn 3. september nk. Á Gadget-dögunum geta fulltrúar yngri kynslóðarinnar komið á Hard Rock, borðað og í leiðinni leyst þraut sem tengist myndinni. Fyrstu tvö hundruð sem leysa þrautina vinna sér inn miða á sér- f staka Hard Rock forsýningu sem verður fimmtudagskvöldið 9. sept- ember. Einnig munu allir sem leysa þrautina til 12. september komast í pott og geta átt möguleika á því að vinna sér inn Neo Geo leikjatölvu. Dregið verður úr réttum lausnum í morgunþætti Kristófers Helgason- ar á Bylgjunni 13. september. 1899 O 1999 MAREA WEEKEND Á f TT- iQ9c Fallegur ítalskur skutbíll ó trábœru verði. s an 1 r Gerðu raunhœfan samanburð á verði og gœöum. Fiat Marea Weekend VW Passat Station Daewoo Nubira Station Ford Focus Station Loftpúðar 4 4 2 2 ABS hemlar Já Já Já Já Vél / hestöfl 1.6 16v /103 hö 1.6 8v/100 hö 1.6 16v /106 hö 1.6 16V/100 hö 5 x 3punkta belti Já Já Nei Já Stærð LxBxH 4.49 x 1.74 x 1.51 4.67 x 1.74 x 1.49 4.55 x 1.72 x 1.43 4.43x1.69x1.47 Faranqursq. 500/1550 500/1600 500/1500 520/1580 Geislaspilari Já Nei Já Nei Verð í Bretlandi 1.637.000 Ekki til 1.547.000 1.638.000 Verð á íslandi 1.495.000 1.790.000 1.490.000 1.643.000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.