Morgunblaðið - 03.09.1999, Síða 64

Morgunblaðið - 03.09.1999, Síða 64
64 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF í DAG Safnaðarstarf ^ Neskirkja - Nýr prestur tekur til starfa HINN 1. september kom sr. Örn Bárður Jónsson til starfa í Nes- kirkju í fjarveru sr. Halldórs Reyn- issonar sem er í námsleyfi í vetur. Sr. Öm Bárður verður formlega boðinn velkominn til starfa í guðs- þjónustu næstkomandi sunnudag kl. 11 þar sem hann mun prédika og þjóna fyrir altari ásamt sóknar- i presti sr. Frank M. Halldórssyni. Laugameskirkja. Morgunbænir kl. 6.45. Mömmumorgunn kl. 10-12. Hofskirkja. Kirkjuskóli kl. 13.30. Sjöunda dags aðventistar á Islandi: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Bibl- íufræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11.15. Ræðumaður Einar Valgeir Arason. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Guðsþjónusta kl. 10.15. Biblíufræðsla eftir guðsþjón- ustu. Ræðumaður Halldór Ólafsson. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumað- ur Kristján Friðbergsson. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Sigríður Kristjánsdóttir og ungling- amir úr Reykjavíkursöfnuði. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafn- arfirði: Samkoma kl. 11. Ræðumað- ur Björgvin Snorrason. Samfélag Aðventista, Sunnuhlíð 12, Akureyri: Samkoma kl. 11.30. Ræðumaður Jón Hjörleifur Jóns- son. ">• V P INNLENT Morgunblaðið/Árni Sæberg Helgi Ólafsson (lengst til vinstri), skólastjóri Skáksambands Is- lands, Guðmann Bragi Birgisson, forstöðumaður Símans Inter- nets og Áskell Örn Kárason, forseti Skáksambands íslands, við undirritun samningsins. Síminn Internet og Skáksambandið opna Mátnetið SÍMINN Intemet og Skáksam- band íslands hafa skrifað undir samstarfssamning um rekstur skákþjónsins Mátnetsins. I sam- starfssamningnum felst að Sím- inn Intemet muni reka Mátnetið og útvega til þess tölvukost og nettengingar. Skáksambandið mun svo skipuleggja mótshald á skákþjóninum og verða mót haldin reglulega. Til viðbótar skákmótum geta allir áhugamenn um skák notað skákþjóninn sér til dægradvalar án endurgjalds. Heimasíða Mát- netsins er http://matnet.sim- net.is og slóðin inn á skákþjón- inn er sú sama. Skákforritin sem notuð em til að tengjast þjónin- um em einnig ókeypis og má nálgast þau frá heimasíðu hans. A matnet.simnet.is er jafn- framt hægt að nálgast skákir á Skákþingi íslands sem nú stend- ur yfir og skrá sig til þátttöku á fyrsta mátnetsmótinu sem háð verður 12. september nk. Skáksambandið mun nota þjóninn í starfi sínu. Hann mun auðvelda tengsl skákmanna um allt land og opna nýja möguleika í skákmótshaldi af ýmsu tagi. Þegar er í undirbúningi keppni milli gmnnskóla úr öllum lands- hlutum. Þá býður Mátnetið upp á ýmsa kosti við skákkennslu og -þjálfun sem Skáksambandið hyggst nýta í samvinnu við Skákskóla íslands. Það er markmið Símans Internet að auka möguleika not- enda Netsins til samskipta sín á milli. Skákþjónninn er ein af leiðunum til þess. Síminn Inter- net stefnir að því að standa öðr- um netþjónustufyrirtækjum framar í kynningu nýjunga í net- þjónustu. Brúðhjón Allur borðbiinaóur ■ Glísileij gjdfdvara Briiðhjónalistdr VF.RSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Stjörnuspá á Netinu VELVAKAJ\PI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags „Létti þá á lýsinu“ SIGGI á Bakkanum hafði samband við Velvakanda og hafði hann þetta að segja: Þegar ég var ung- hngur fór móðir mín stundum með vísupart. Jafnan seinnihluta vísunn- ar. I fyrrasumar hitti ég að máli fróðan mann. Af ein- hverjum ástæðum fór ég með vísupartinn, kannaðist hann þegar við og lét fylgja að Gísh í Mundakoti, bróðir Ragnars í Smára, hefði stundum slegið hon- um fram er þeir voru sam- an í vinnu. Létti þá á lýsinu hjá Lénarði og Gróu. Kunna einhver, er þetta les, fyrripartinn og þekki til höfundar væri mér þökk að sá sami hefði samband í síma 483 1135. Peninga í veg í stað flugvallar ÉG var að velta því fyrir mér hvort ekki væri ódýr- ara að breikka Reykjanes- brautina heldur en að eyða ölium þessum peningum í flugvöh sem á svo að leggja niður síðar meir? Ég óska eftir svari. Hildur. Ánægja með Ljóðabrot LESANDI hafði samband við Velvakanda og vildi hann lýsa yfir ánægju sinni með birtingu ljóða- brota í Morgunblaðinu. Segist lesandi klippa ljóðin út og geyma þau, sér og öðrum til ánægju. Tapað/fundið Gleraugu í óskilum GLERAUGU í hulstri fundust í Austurstræti sl. sunnudag. Upplýsingar í síma 553 6897. Svört síð kápa týndist SVÖRT síð kápa (Inver) týndist á Sport-kaffi 20. ágúst. Þeir sem gætu gefið upplýsingar hafi samband í síma 554 5908 eða 862 3566. Smoking og GSM-sími týndust SMOKING jakki/GSM- sími Nokia 5110 týndust nálægt horni Laugavegs og Bergstaðastrætis á menningarnótt. Finnandi vinsamlega hafi samband við Svein í síma 698 9975. Fundarlaun. Blátt fjallahjól týndist í Hafnarfirði BLÁTT fjallahjól 24“ Crestwood, týndist um sl. helgi frá Suðurhvammi 7, Hafnarfirði. Hjólsins er sárt saknað. Sldlvís finn- andi hafi samband í síma 565 5402 eða skila því að Suðurhvammi 7. Tveir hringar týndust í Seljavallalaug TVEIR hringar týndust í gömlu Seljavallaiauginni 14. ágúst. Annar er smið- aður hjá Jens og hinn er silfurhringur með rauðum steini. Skilvís finnandi hafi samband í síma 587 4738 eða 565 3655. Dýrahald Fífí er týnd FÍFÍ er brúnbröndótt læða sem týndist 21. ágúst frá Hraunbraut í Kópa- vogi. Hún er ómerkt og ól- arlaus. Þeir sem gætu gef- ið upplýsingar um Fífí hafi samband í síma 564 5616. Svartur fress týndist frá Njálsgötu KOLSVARTUR fress með hvítan blett á kvið týndist frá Njálsgötu 4b aðfara- nótt 31. ágúst. Hann er inniköttur og þekkir ekk- ert útilífið og er mjög fæl- inn. 562-2581. Stefán. Mandý er týnd MANDÝ er hvít persnesk læða. Hún týndist frá Háa- leitisbraut sl. mánudag. Hún er eymamerkt og á að vera með rauða ól. Hún er innikisa og óvön útiveru. Þeir sem hafa séð Mandý vinsamlega láti vita í síma 588 2925 eða 698 2925. SKAK Umsjóii Margeir Pétursson SKÁKIN var tefld á bandaríska meistaramótinu sem nú stendur yfir í Salt Lake City. Sergei Kudrin (2525) hafði hvítt og átti leik gegn John Fed- orowicz (2565) 13. Rxe6!! - Bxe6 (Hvítur vinnur manninn til baka eftir 13. - fxe6 14. cxd5 og stendur til vinnings) 14. cxd5 - Rd4 15. Dxe4 - Rxb3 16. dxe6 - Rxal 17. Dc6+ - Ke7 18. Db7+ og Fedorowicz gafst upp. Byrjun skákar- innar var Sozin árásin gegn Najdorf afbrigðinu í Sikil- eyjarvöm. Sérfræðingnum Fedorowicz var komið í opna skjöldu: 1. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. d4 - cxd4 4. Rxd4 - Rf6 5. Rc3 - a6 6. Bc4-e6 7. Bb3-b5 8.0-0- b4 9. Ra4 - Bd7 10. c3 - Rxe4 11. Df3 - d5 12. c4 - Rc6 og upp er komin stað- an á stöðumyndinni. Hvítur leikur og vinnur. HÖGNI HREKKVÍSI Víkverji skrifar... VÍKVERJI dagsins er mikill áhugamaður um kvikmyndir og kvikmyndahátíðin sem nú stendur yfir í Reykjavík er því einn af há- punktum ársins í hans augum. Eins og venjulega eru innan um og sam- an við frábærar myndir sem sitja eftir í minningunni en verst er að margar þeirra fara síðan af landi brott strax eftir hátíðina og við sjá- umst sennilega aldrei aftur... Gadjo Dilo eftir Frakkann Tony Gatlif reyndist vera hrífandi lýsing á samskiptum ungs Parísarbúa við sígauna í Rúmeníu. Tónlistin var ótrúlega mögnuð, klámfengið tungutakið safaríkt og síðan var leiftursnöggt veitt innsýn í þjóðem- isátökin milli sígauna og Rúmena, haturssverðið sem alltaf vofir yfir öllu mannlífi á þessum slóðum. En Víkverji varð fyrir vonbrigð- um með nýjustu mynd Júgóslavans Emirs Kusturica, Svartur köttur, hvítur köttur. Þrátt fyrir góða spretti kemst hún ekki í hálfkvisti við eldri mynd eftir hann, Neð- anjarðar. I síðamefnda verkinu kom hann til skila reiðinni í Sara- jevo, fáránleikanum og kolsvarta húmomum sem oft er síðasta hald- reipið þegar fólk sér ekki fram á annað en hörmungar um ókomna framtíð. í nýju myndinni fer hann í smiðju til Fellinis, ekki síst í Amarcord, en niðurstaðan er því miður gerólík að einu leyti: Ærslin em þama en engin hlýja og allir sem koma fram em meira eða minna ótótlegar skrípamyndir, án dýptar, ekki raunvemlegt fólk. Eitt er það sem ráðamenn hátíðar- innar ættu að fara að læra að feng- inni reynslu. Þeir ættu að hætta að gefa út fyrirframdagskrá um tíma- setningu myndanna, dagskrá sem aldrei stenst. Að þessu sinni var tímaskráin ein hringavitleysa. Gestii- kvikmyndahátíðar njóta samt einna sérréttinda. Myndimar era nefnilega sýndar án þess að gert sé hlé og missa bíóhúsin þá spón úr askinum vegna minni sæl- gætissölu. En margar em þessar myndir þess eðlis að það væri skemmdarverk að trafla þær með því að gera hlé, uppbyggingin krefst þess að horft sé á þær í einni lotu. Hvernig er það með ýmsar mynd- ir sem sýndar em utan sjálfra há- tíðanna, væri ekki stundum þörf á að hafa þetta í huga, taka tillit til listræna gildisins og fóma hlénu? Víkverji vonar að ráðamenn kvik- myndahúsanna velti því fyrir sér. Víkverji skoðaði nýlega minnis- varða sem skosk kona lét reisa Jóni Arasyni og sonum hans við Skálholt einhvem tíma upp úr alda- mótunum. Feðgamir vom háls- höggnir á staðnum án dóms og laga í nóvember 1550 og er því Skálholt jafnvel enn helgari staður í augum kaþólskra en þjóðkirkjumanna. Sem kunnugt er var Skálholts- staður í niðurníðslu áratugum sam- an þar til fram á sjötta áratuginn en nú er annað upp á teningnum eins og allir vita. Víkverji heyrði í ferðinni sagt frá því að ríkisstjórn- in hefði fyrr á öldinni boðið kaþ- ólsku kirkjunni á íslandi að fá stað- inn og alla jörðina til eignar. Mun markmiðið hafa verið að fela kaþ- ólskum að hefja staðinn upp úr eymdinni. En þáverandi biskup þeirra, sér Marteinn Meulenberg, hafnaði boð- inu eftir nokkra umhugsun. Hann taldi að þjóðin yrði til lengdar ekki sátt við að Skálholtsstaður yrði í umsjá svo lítils safnaðar, það yrði ekki kaþólsku kirkjunni til fram- dráttar að taka boðinu. Líklega er þetta dæmi um óvenjulega framsýni og skilning á þjóðarsálinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.