Morgunblaðið - 03.09.1999, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 03.09.1999, Qupperneq 64
64 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF í DAG Safnaðarstarf ^ Neskirkja - Nýr prestur tekur til starfa HINN 1. september kom sr. Örn Bárður Jónsson til starfa í Nes- kirkju í fjarveru sr. Halldórs Reyn- issonar sem er í námsleyfi í vetur. Sr. Öm Bárður verður formlega boðinn velkominn til starfa í guðs- þjónustu næstkomandi sunnudag kl. 11 þar sem hann mun prédika og þjóna fyrir altari ásamt sóknar- i presti sr. Frank M. Halldórssyni. Laugameskirkja. Morgunbænir kl. 6.45. Mömmumorgunn kl. 10-12. Hofskirkja. Kirkjuskóli kl. 13.30. Sjöunda dags aðventistar á Islandi: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Bibl- íufræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11.15. Ræðumaður Einar Valgeir Arason. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Guðsþjónusta kl. 10.15. Biblíufræðsla eftir guðsþjón- ustu. Ræðumaður Halldór Ólafsson. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumað- ur Kristján Friðbergsson. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Sigríður Kristjánsdóttir og ungling- amir úr Reykjavíkursöfnuði. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafn- arfirði: Samkoma kl. 11. Ræðumað- ur Björgvin Snorrason. Samfélag Aðventista, Sunnuhlíð 12, Akureyri: Samkoma kl. 11.30. Ræðumaður Jón Hjörleifur Jóns- son. ">• V P INNLENT Morgunblaðið/Árni Sæberg Helgi Ólafsson (lengst til vinstri), skólastjóri Skáksambands Is- lands, Guðmann Bragi Birgisson, forstöðumaður Símans Inter- nets og Áskell Örn Kárason, forseti Skáksambands íslands, við undirritun samningsins. Síminn Internet og Skáksambandið opna Mátnetið SÍMINN Intemet og Skáksam- band íslands hafa skrifað undir samstarfssamning um rekstur skákþjónsins Mátnetsins. I sam- starfssamningnum felst að Sím- inn Intemet muni reka Mátnetið og útvega til þess tölvukost og nettengingar. Skáksambandið mun svo skipuleggja mótshald á skákþjóninum og verða mót haldin reglulega. Til viðbótar skákmótum geta allir áhugamenn um skák notað skákþjóninn sér til dægradvalar án endurgjalds. Heimasíða Mát- netsins er http://matnet.sim- net.is og slóðin inn á skákþjón- inn er sú sama. Skákforritin sem notuð em til að tengjast þjónin- um em einnig ókeypis og má nálgast þau frá heimasíðu hans. A matnet.simnet.is er jafn- framt hægt að nálgast skákir á Skákþingi íslands sem nú stend- ur yfir og skrá sig til þátttöku á fyrsta mátnetsmótinu sem háð verður 12. september nk. Skáksambandið mun nota þjóninn í starfi sínu. Hann mun auðvelda tengsl skákmanna um allt land og opna nýja möguleika í skákmótshaldi af ýmsu tagi. Þegar er í undirbúningi keppni milli gmnnskóla úr öllum lands- hlutum. Þá býður Mátnetið upp á ýmsa kosti við skákkennslu og -þjálfun sem Skáksambandið hyggst nýta í samvinnu við Skákskóla íslands. Það er markmið Símans Internet að auka möguleika not- enda Netsins til samskipta sín á milli. Skákþjónninn er ein af leiðunum til þess. Síminn Inter- net stefnir að því að standa öðr- um netþjónustufyrirtækjum framar í kynningu nýjunga í net- þjónustu. Brúðhjón Allur borðbiinaóur ■ Glísileij gjdfdvara Briiðhjónalistdr VF.RSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Stjörnuspá á Netinu VELVAKAJ\PI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags „Létti þá á lýsinu“ SIGGI á Bakkanum hafði samband við Velvakanda og hafði hann þetta að segja: Þegar ég var ung- hngur fór móðir mín stundum með vísupart. Jafnan seinnihluta vísunn- ar. I fyrrasumar hitti ég að máli fróðan mann. Af ein- hverjum ástæðum fór ég með vísupartinn, kannaðist hann þegar við og lét fylgja að Gísh í Mundakoti, bróðir Ragnars í Smára, hefði stundum slegið hon- um fram er þeir voru sam- an í vinnu. Létti þá á lýsinu hjá Lénarði og Gróu. Kunna einhver, er þetta les, fyrripartinn og þekki til höfundar væri mér þökk að sá sami hefði samband í síma 483 1135. Peninga í veg í stað flugvallar ÉG var að velta því fyrir mér hvort ekki væri ódýr- ara að breikka Reykjanes- brautina heldur en að eyða ölium þessum peningum í flugvöh sem á svo að leggja niður síðar meir? Ég óska eftir svari. Hildur. Ánægja með Ljóðabrot LESANDI hafði samband við Velvakanda og vildi hann lýsa yfir ánægju sinni með birtingu ljóða- brota í Morgunblaðinu. Segist lesandi klippa ljóðin út og geyma þau, sér og öðrum til ánægju. Tapað/fundið Gleraugu í óskilum GLERAUGU í hulstri fundust í Austurstræti sl. sunnudag. Upplýsingar í síma 553 6897. Svört síð kápa týndist SVÖRT síð kápa (Inver) týndist á Sport-kaffi 20. ágúst. Þeir sem gætu gefið upplýsingar hafi samband í síma 554 5908 eða 862 3566. Smoking og GSM-sími týndust SMOKING jakki/GSM- sími Nokia 5110 týndust nálægt horni Laugavegs og Bergstaðastrætis á menningarnótt. Finnandi vinsamlega hafi samband við Svein í síma 698 9975. Fundarlaun. Blátt fjallahjól týndist í Hafnarfirði BLÁTT fjallahjól 24“ Crestwood, týndist um sl. helgi frá Suðurhvammi 7, Hafnarfirði. Hjólsins er sárt saknað. Sldlvís finn- andi hafi samband í síma 565 5402 eða skila því að Suðurhvammi 7. Tveir hringar týndust í Seljavallalaug TVEIR hringar týndust í gömlu Seljavallaiauginni 14. ágúst. Annar er smið- aður hjá Jens og hinn er silfurhringur með rauðum steini. Skilvís finnandi hafi samband í síma 587 4738 eða 565 3655. Dýrahald Fífí er týnd FÍFÍ er brúnbröndótt læða sem týndist 21. ágúst frá Hraunbraut í Kópa- vogi. Hún er ómerkt og ól- arlaus. Þeir sem gætu gef- ið upplýsingar um Fífí hafi samband í síma 564 5616. Svartur fress týndist frá Njálsgötu KOLSVARTUR fress með hvítan blett á kvið týndist frá Njálsgötu 4b aðfara- nótt 31. ágúst. Hann er inniköttur og þekkir ekk- ert útilífið og er mjög fæl- inn. 562-2581. Stefán. Mandý er týnd MANDÝ er hvít persnesk læða. Hún týndist frá Háa- leitisbraut sl. mánudag. Hún er eymamerkt og á að vera með rauða ól. Hún er innikisa og óvön útiveru. Þeir sem hafa séð Mandý vinsamlega láti vita í síma 588 2925 eða 698 2925. SKAK Umsjóii Margeir Pétursson SKÁKIN var tefld á bandaríska meistaramótinu sem nú stendur yfir í Salt Lake City. Sergei Kudrin (2525) hafði hvítt og átti leik gegn John Fed- orowicz (2565) 13. Rxe6!! - Bxe6 (Hvítur vinnur manninn til baka eftir 13. - fxe6 14. cxd5 og stendur til vinnings) 14. cxd5 - Rd4 15. Dxe4 - Rxb3 16. dxe6 - Rxal 17. Dc6+ - Ke7 18. Db7+ og Fedorowicz gafst upp. Byrjun skákar- innar var Sozin árásin gegn Najdorf afbrigðinu í Sikil- eyjarvöm. Sérfræðingnum Fedorowicz var komið í opna skjöldu: 1. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. d4 - cxd4 4. Rxd4 - Rf6 5. Rc3 - a6 6. Bc4-e6 7. Bb3-b5 8.0-0- b4 9. Ra4 - Bd7 10. c3 - Rxe4 11. Df3 - d5 12. c4 - Rc6 og upp er komin stað- an á stöðumyndinni. Hvítur leikur og vinnur. HÖGNI HREKKVÍSI Víkverji skrifar... VÍKVERJI dagsins er mikill áhugamaður um kvikmyndir og kvikmyndahátíðin sem nú stendur yfir í Reykjavík er því einn af há- punktum ársins í hans augum. Eins og venjulega eru innan um og sam- an við frábærar myndir sem sitja eftir í minningunni en verst er að margar þeirra fara síðan af landi brott strax eftir hátíðina og við sjá- umst sennilega aldrei aftur... Gadjo Dilo eftir Frakkann Tony Gatlif reyndist vera hrífandi lýsing á samskiptum ungs Parísarbúa við sígauna í Rúmeníu. Tónlistin var ótrúlega mögnuð, klámfengið tungutakið safaríkt og síðan var leiftursnöggt veitt innsýn í þjóðem- isátökin milli sígauna og Rúmena, haturssverðið sem alltaf vofir yfir öllu mannlífi á þessum slóðum. En Víkverji varð fyrir vonbrigð- um með nýjustu mynd Júgóslavans Emirs Kusturica, Svartur köttur, hvítur köttur. Þrátt fyrir góða spretti kemst hún ekki í hálfkvisti við eldri mynd eftir hann, Neð- anjarðar. I síðamefnda verkinu kom hann til skila reiðinni í Sara- jevo, fáránleikanum og kolsvarta húmomum sem oft er síðasta hald- reipið þegar fólk sér ekki fram á annað en hörmungar um ókomna framtíð. í nýju myndinni fer hann í smiðju til Fellinis, ekki síst í Amarcord, en niðurstaðan er því miður gerólík að einu leyti: Ærslin em þama en engin hlýja og allir sem koma fram em meira eða minna ótótlegar skrípamyndir, án dýptar, ekki raunvemlegt fólk. Eitt er það sem ráðamenn hátíðar- innar ættu að fara að læra að feng- inni reynslu. Þeir ættu að hætta að gefa út fyrirframdagskrá um tíma- setningu myndanna, dagskrá sem aldrei stenst. Að þessu sinni var tímaskráin ein hringavitleysa. Gestii- kvikmyndahátíðar njóta samt einna sérréttinda. Myndimar era nefnilega sýndar án þess að gert sé hlé og missa bíóhúsin þá spón úr askinum vegna minni sæl- gætissölu. En margar em þessar myndir þess eðlis að það væri skemmdarverk að trafla þær með því að gera hlé, uppbyggingin krefst þess að horft sé á þær í einni lotu. Hvernig er það með ýmsar mynd- ir sem sýndar em utan sjálfra há- tíðanna, væri ekki stundum þörf á að hafa þetta í huga, taka tillit til listræna gildisins og fóma hlénu? Víkverji vonar að ráðamenn kvik- myndahúsanna velti því fyrir sér. Víkverji skoðaði nýlega minnis- varða sem skosk kona lét reisa Jóni Arasyni og sonum hans við Skálholt einhvem tíma upp úr alda- mótunum. Feðgamir vom háls- höggnir á staðnum án dóms og laga í nóvember 1550 og er því Skálholt jafnvel enn helgari staður í augum kaþólskra en þjóðkirkjumanna. Sem kunnugt er var Skálholts- staður í niðurníðslu áratugum sam- an þar til fram á sjötta áratuginn en nú er annað upp á teningnum eins og allir vita. Víkverji heyrði í ferðinni sagt frá því að ríkisstjórn- in hefði fyrr á öldinni boðið kaþ- ólsku kirkjunni á íslandi að fá stað- inn og alla jörðina til eignar. Mun markmiðið hafa verið að fela kaþ- ólskum að hefja staðinn upp úr eymdinni. En þáverandi biskup þeirra, sér Marteinn Meulenberg, hafnaði boð- inu eftir nokkra umhugsun. Hann taldi að þjóðin yrði til lengdar ekki sátt við að Skálholtsstaður yrði í umsjá svo lítils safnaðar, það yrði ekki kaþólsku kirkjunni til fram- dráttar að taka boðinu. Líklega er þetta dæmi um óvenjulega framsýni og skilning á þjóðarsálinni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.