Morgunblaðið - 03.09.1999, Síða 67

Morgunblaðið - 03.09.1999, Síða 67
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 67 RISA-UTSALA hefst í dag Algjört verðhrun - útsala sem enginn má missa af 25% AFSLÁTTUR AF NÝJUM VÖRUM Opið laugardaginn 3. september kl.10-16 Sþrótt Skipholti 50d sími 562 0025 FÓLK í FRÉTTUM Ur ferðadag'bók Sigur Rósar f heilnæmu lofti landsbyggðarinnar voru þjóðlegar iþróttir stundaðar af kappi. Hér er Jónsi að mala Nalla í sjómann. í Fljótavík á Hornströndum var glímt af kappi. Þar áttust við Smári og Arnaldur en í öllum gassaganginum rifnaði sítt nærhald Smára og blasti við botninn. Á Hornströndum var haldin aflraunakeppni að hætti vaskra víkinga og eftir langa og drengi- lega keppni bar Valli sigur úr býtum. ISIGUR Rós heldur ennþá toppsæt- inu á Tónlistanum, en hljómsveitin hefur verið í einu af efstu sætum listans í margar vikur. Sigur Rós hefur nýlokið ferðalagi um landið sem lauk með stórtónleikum í Laug- ardalshöll um síðustu helgi og íyrir algjöra tilviljun fundust dagbókar- slitur sem með góðfúslegu leyfi eru birt hér á eftir. Vestur Að sjálfsögðu byrjaði Islandstúr Sigur Rósar í bítlabænum Keflavík, nánar tiltekið í leikhúsinu þar sem var rokkað tryllt. í bítlabænum sem upphaflega var þekktur fyrir síð- hærða og tónelska bítlalubba era nú 16 rakarastofur sem sjá um að snoða bæjarbúa reglulega. Margar þeirra heita skemmtilegum nöfnum eins og Klippótek og Elegans og sá Valli sig knúinn til að fá sér klippingu til að blanda betur geði við heimamenn. ÍSkaginn var næstur og þá upp- götvuðum við mikilvægi þess að hafa fyrst samband við Knattspyrnusam- band íslands áður en lagt er af stað í tónleikaferð um landið. En bíóið á Akranesi er frábær tónleikastaður. Dúndur „sánd“ og flottir stólar. Það kom rosalega mikið af glæponum þetta kvöld og var því lofti lævi blandið. Næsta dag stóðum við svo á tröppunum á Isafjarðarbíói og komumst ekki inn. En það reddað- ist. Rosalega krúttlegur staður og 1 mikil keyrsla á okkur þetta kvöldið Íenda er fólkið vestra ekki gefið fyrir neitt slor og fékk því það besta. Eft- ir tónleikana var hoppað upp í bát og siglt beint til Fljótavíkur á Horn- ströndum. Þangað var stímt í ofsa- veðri á skektu og varð hljómsveitin ásamt íylgdarliði nærri úti í fjörunni í slagveðri og „vibba“. Um nóttina héldum við uppá að hafa lifað hrakn- ingana af og héldum við því vöku Ifyrir tveimur útlendingsgemlingum í sæluhúsi ekki langt frá skipbrots- staðnum um nóttina. Hrundum svo í það í Fljótavík og veiddum, glímd- um og hjuggum viðardrumba í tvo frábæra, villta daga. Norður Næst lá leiðin norður. Byrjuðum á Húsavík þai’ sem veggjakrotarar eru í flottum „ÍTling“ og þar mátti á veggjunum sjá óð til uppáhalds Íhljómsveitanna eins og „Mettalíu“ og „Nivana“. Gummi lögga vildi ekki hleypa okkur út úr bænum fyrr en Siggi frændi hans væri kominn í steininn. Sjallinn var feitt kvöld. Við græddum fullt af peningum og Akureyringar eru frábærir. Rosa djamm alveg fram á næsta dag. Sauðárkrókur er dúndur staður og meirihluti áhorfenda var úr bænda- stétt og því allir skyldir og eins og ein stór fjölskylda. Síldarævintýrið á Siglufirði lokk- Íaði okkur næst til sín. Þar var fá- mennt en góðmennt og litum við hýru auga til Skagastrandar og kúreka norðursins en voram fljótir að gleyma öllum slíkum þönkum þar sem við dvöldum að Bjarnargili í Gæjarnir í góðum gír með goðinu Rúnari Júl. fyrir framan Biöhúsið á Isafirði. Frá vinstri: Kjarri, Jónsi, Rúnar Júl., Orri og Goggi. Hreppunum og áttum þar þrjá un- aðslega daga ásamt KK og fleiram. Lærðum allt um gönguskíði og tón- leikahald í gömlum hlöðum. Austur Valaskjálf á Egilsstöðum var fyrsti viðkomustaðurinn á Austur- landi. Þar var allt ferlega skrýtið og minnti á Twin Peaks sem vai' stað- fest þegar dagbókarslitur nokkurt fannst þar úti á víðavangi merkt „Laura“. A Austurlandi hýsti Sigga Dóra á Vopnafirði okkur og hélt okkur í mat og drykk allan tímann. Sigga Dóra er frábær og öll hennar fjölskylda. Eftir fyrsta og síðasta floppið okkar á Vopnafirði daginn eftir þar sem mættu 25 manns fór- um við á sveitaball og svo fóram við í partý heim til tvítugs heimamanns sem bjó í risastóra húsi og talaði allt kvöldið um hvað liðið fyrir sunnan væra miklir aumingjar. Við vorum sammála öllu saman því hann og all- ir vinir hans voru risastórir ramar, en samt eflaust ljúflingar inn við beinið. Suður Við áttum von á ýmsum mikilvæg- um manneskjum úr tónlistarheimin- um til landsins og urðum því að hafa tónleikana á Selfossi fram úr hófi laglega. Salurinn var skreyttur í bak og fyrir og reykelsisreikningurinn var hár. Fólk mætti vel og var prútt í hvívetna og studdi okkur í því sem við vorum að gera þetta kvöldið. Það var líkt og allir vissu hvað væri á seyði og tilfinningin sem við upplifð- um í salnum var hershöfðingjans sem hefur þúsundir hugrakkra sold- áta sér til fulltingis. Eftir tónleikana á Selfossi var haldið aftur í bæinn og þá var kátt í höllinni. 33,34. VIKA Nr. i var vikur Diskur i Flytjandi Jtgefandi l.i 1 12 Ágætis byrjun Sigurrós Smekkleyso 2. i 3 12 Pottþétt 16 Ýmsir Pottþétt 3.: 2 6 Tvíhöfði-Kondí Fíling Tvíhöfði Fínn miðill 4.: 19 4 A Little Bit of Mombo Lou Bega BMG 5.: 4 4 Notting Hill Úr kvikmynd Jniversal 6.1 5 31 My Love Is Your Love Whitney Houston BMG 7. ; 6 10 Significont Other Limp Bizkit Liniversol 8.: 7 8 Svona er sumorið 99 Ýmsir Skífan 9.; 9 12 Colifornication Red Hot Chili Peppers Warner ío.i 8 10 Motrix Úr kvikmynd Warner 11.i 11 10 Ricky Mortin Ricky Martin Sony Music 12. í 13 41 Sehnsucht Rommstein úniversol 13.: 10 12 Skítamórall Skítomóroll September 14.: Ný 2 Black Cat, White Cat Úr kvikmynd Universol 15.! Ný 2 Allur pakkinn Best of Milljónamæringornir Smekkleysa 16. i 43 2 Star Wars: Episode 1 John Willioms Sony 17. i 12 10 Surrender Chemicol Brothers EMI 18.: 14 12 Litla hryllingsbúðin íir söngleik Skífon 19. i 20 8 Britney Spears Britney Spears EMI 20.: 17 6 Ladies Only Various BMG 21.: 16 6 Hringir & Magga Stína Hringir & Magga Stíno Súpa 22. i Ný 2 Hekla Jón Leifs Bis 23.; 15 8 No Boundories (Kosovo Benefit Album Ýmsir Sony 24. i Ný 2 Juxtapose Tricky-DJMuggs Universal 25.; 24 38 Miseducotion of Lauryn Hill Louryn Hill Sony 26.: 38 6 Landkönnuðir Gunni og Felix Skífan 27.1 Ný 2 Mory Mary J Blige Universal 28.Í 18 26 Fanmail TLC BMG 29 : 25 6 On The 6 Jennifer Lopez Sony 30.! 27 10 Austin Powers:The Spy Who... Úr kvikmynd Warner Unnið af PricewaterhouseCoopers í samstarfi við Sambond hljómplötufromleiðenda og Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.