Morgunblaðið - 07.10.1999, Page 23

Morgunblaðið - 07.10.1999, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1999 23 ÚRVERINU Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Stúlkurnar vinna þrjár og þijár saman við að raða sfld í flökunarvélina. Þaðan fer sfldin sfðan sjálfvirkt í pökkun fyrir frystingu eða til söltunar. Vantar stærstu sfldina Síldarfrysting í fullum gangi hjá Sfldarvinnslunni hf. HÁTT í 100 manns vinna við fryst- ingu og söltun síldar hjá Síldar- vinnslunni hf. í Neskaupstað. Veið- in gengur vel og koma bátarnir næstum daglega með fullfermi til löndunar. Hins vegar er minna af stórri síld en yfirleitt hefur verið á haustin. Frysting sfldar hófst hjá Sfldar- vinnslunni 26. september og geng- ur ágætlega. „Það berst meira að en menn þorðu að vona. Margir voru að spá því að sfldin héldi sig fyrir vestan," sagði Haraldur Jörg- ensen verkstjóri þegar blaðamaður leit við í frystihúsi Sfldarvinnslunn- ar. Sfldin er flokkuð, flökuð og fryst í tæknivæddri verksmiðju fyrir- tækisins. Meginhluti sfldarinnar er frystur enda ekki búið að ganga frá samningum um sölu á saltsfld. Lítill hluti aflans fer þó í salt og lá krydd- ilmur í loftinu í húsakynnum Síld- arvinnslunnar þegar blaðamenn voru þar á ferð. Mest af millistærð Haraldur sagði að lítið væri af stórri sfld í förmunum. Sfldin er mest af millistærð, 200 til 300 grömm að þyngd. Sagði Haraldur að venjulega væri mest af stórri sfld fyrst á haustin, við upphaf ver- tíðarinnar, og hún smækkaði síðan þegar liði á vetur. Ekki sagðist hann hafa skýringar á þessu hátt- arlagi sfldarinnar en sagði ekki alla nótt úti um það að sú stóra skilaði sér. Svanbjöm Stefánsson, fram- leiðslustjóri Sfldarvinnslunnar, hafði þá skýringu eftir skipstjóra að vegna hitastigsins í sjónum héldi stóra sfldin sig annars staðar. Ekki er vandamál að selja frysta sfld en afurðaverðið er hins vegar afar lágt, að sögn Svanbjörns. Frysta sfldin fer mest til Þýska- lands og Frakklands. Verð fyrir saltsfld mun lækka frá síðustu ver- tíð. Landa daglega Sfldin veiðist í Berafjarðarál og Berufjarðardýpi. Birtingur og Svanur hafa lagt upp hjá Sfldar- vinnslunni og nú hefur Grindvík- ingur bæst við. Birtingur er í eigu Sfldarvinnslunnar. Veiðarnar ganga svo vel að skipin landa næst- um daglega. Hin öflugri nótaskip fyrirtækis- ins, Börkur og Beitir, eru á kol- munnaveiðum. Börkur er reyndar bundinn við bryggju á Norðfirði um þessar mundir vegna vélarbilunar. Skipin verða ekki sett á síldveiðar nema leyfi verði veitt til sfldveiða í troll síðar í haust. Komið með tómar tunnur og þeim raðað upp í söltunarsalnum. Þegar síldin er tilbúin er henni hellt í tunnur. SOGAVEGI 69 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 581 241! OG KVIÐA? ICYNNINGARFUNDUR KL.20:30 I KVÖLD. @581 2411 STJORNUNAR SKOLINN Bleksprautufaxtæki með innbyggðum síma lOObls. A4 móttökupappír 5 nr. beinvalsminni 50 nr. skammvalsminni Faxtæki með innbyggðum síma Sjálfvirkur faxdeilir 30 m pappírsrúlla 50 númera skammvalsminni Bleksprautufaxtæki. sími, prentari. skanni og Ijósritunarvél 1200*1200 dpi prentun 8 bls. mín/sh 3 bls. mín/lit litaskanni 300*300 dpi 20 nr. beinvalsminni 50 nr. skammvalsminni VerÖ 49.900 kr. stgr. Laserfaxtæki 30 bls. arkamatari 250 bls. A4 móttökupappír 20 nr. beinvalsminni 80 nr. skammvalsminni 1 MBminni Sérstakt tilboðsverð 64.900 kr. stgr. Heimilistæki SÆTÚNI 8 SlMI 569 1500 umboðsmenn um land allt Láttu það Iberast! I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.