Morgunblaðið - 07.10.1999, Page 26

Morgunblaðið - 07.10.1999, Page 26
26 FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1999 MORGUNB LAÐIÐ i <§>mbl.is ~JKLUrAf= G/TTHV/KÐ NÝT~7 Með því að svara spurningum í netleik mbl.ÍShefur þú möguleika á að vinna: Miða fyrir tvo á myndina Sjötta skilningarvitið (Sixth Sense) Force Feedback-stýri fyrir PC-tölvur Dreamcast leikjatölvu frá Japis 16“ pizzu frá Hróa hetti Á næstunni verður frumsýnd spennumyndin Sjötta skilningarvitið (Sixth Sense). í kvikmyndinni er Bruce Willis í hlutverki virts barnasálfræðings sem reynir að koma skyggnum dreng til hjálpar. E k r I E R U ALLIR H/tílLEIt:AR TlL GÓÐS LAUGA BfCKiOAClMM ERLENT Starfsleyfí kjarnorkuvinnslufyrir- tækisins JCO afturkallað Umfangsmikil lögreglurann- sókn hafin Tokaimura. Reuters. JAPANSKIR lögreglumenn gerðu í gær skyndiáhlaup á skrifstofur JCO-kjarnorkuvinnslufyrirtækis- ins en í verksmiðju þess í bænum Tokaimura varð versta kjarnorku- slys í sögu japönsku þjóðarinnar í liðinni viku. Samdægurs bárust fregnir um að starfsleyfi JCO hefði verið afturkallað vegna slyssins. Lögreglurannsóknin var fram- kvæmd nokkrum stundum áður en Keizo Obuchi forsætisráðherra og Hirofumi Nakasone, nýskipaður yfirmaður vísinda- og tæknimála ríkisstjórnarinnar, héldu til slys- staðarins með þyrlu til að sjá verksummerki. Obuchi, sem hefur orðið fyrir harðri gagnrýni fjöl- miðla vegna slælegra viðbragða við slysinu, sagði við fréttamenn áður en hann lagði upp í förina að hann vonaðist til að lögreglan tæki hart á rannsókninni. Talsmaður lögreglunnar sagði að um 200 rannsóknarlögreglumenn hefðu tekið þátt í rannsókninni í höfuðstöðvum JCO í Tókýó og skrifstofubyggingum fyrirtækisins í Tokaimura og var tilgangurinn sagður vera að kanna hvort grund- völlur væri fyrir því að kæra fyrir- tækið fyrir vítavert gáleysi og að hunsa öryggiskröfur. Vísinda- og tæknimálastofnunin í Japan hefur ákveðið að svipta JCO starfsleyfi sínu, að því er fram kom í frétt japönsku fréttastofunn- ar Kyodo. Þar kom fram að ónafn- greindir heimildamenn innan stjórnarinnar bera því vitni að JCO hafi breytt viðurkenndum öryggis- reglum samþykktum af stjórnvöld- um og notað „ólöglegu útgáfuna" við framleiðsluferlið. Meira en loforð þarf til Keizo Obuchi ítrekaði í gær að hann myndi beita sér fyrir því að öryggiskröfur japanskra kjarn- orkuvera yrðu hertar til muna svo koma mætti í veg fyrir slys í lík- ingu við Tokaimura-slysið. „Harð- ar öryggiskröfur eru eina leiðin svo auka megi tiltrú fólks á kjarn- orku,“ sagði Obuchi. Heimamenn í Tokaimura, þar sem fimmtán önn- ur kjarnorkuvinnslufyrirtæki starfa, sögðu hins vegar að meira þyrfti að koma til en loforð ef áhyggjur þeirra ættu að hverfa. Aðeins eru tvö ár síðan alvarlegt slys varð í verksmiðju í bænum. Heimsókn Obuchis á slysstaðinn hafði verið frestað vegna uppstokk- unar í ríkisstjórn Japans og hafði forsætisráðherrann verið gagn- rýndur íyrir áhugaleysi. „Ég vildi heimsækja staðinn og mér þykir það miður að ekki varð af því fyrr en nú,“ sagði Obuchi við frétta- menn. ----------------- Evrópuráðið Aðild Úkra- ínu í húfí Kænugarði. Reuters. EVRÓPURÁÐIÐ hvatti í gær stjómvöld í Úkraínu til að forðast að kynda undir pólitískri ólgu í landinu fyrir forsetakosningarnai’ sem fara munu fram síðar í mánuð- inum. Sögðu fulltrúar ráðsins að að- ild landsins að Evrópuráðinu kynni að vera í hættu ef kosningamar fæm ekki fram með sanngjömum hætti. Hanne Severinsen og Tunne Kelam, fulltrúar sérstakrar nefndar Evrópuráðsins sem send var til Úkraínu á vegum þingmannasam- kundu Evrópuráðsins, sögðu á fundi í gær að þau teldu að þrýstingur stjómvalda á fjölmiðla í landinu væri mun meiri nú en fyrir fyrri kosningar. Sögðu þau að aðild landsins að Evrópuráðinu kynni að vera í húfi ef stjórnvöld sýndu ekki vilja til breytinga. Romano Prodi í tímaritsviðtali Endurgreiðslur til Breta brátt á enda Brussel, Berlfn. Daily Telegraph. ROMÁNO Prodi, forseti fram- kvæmdastjómar Evrópusam- bandsins (ESB), vakti á mánudag aftur máls á því, að Bretar yrðu fyrr en síðar að sætta sig við að missa það kerfi endurgreiðslna á framlögum þeirra til sameiginlegra sjóða sambands- ins sem Margaret Thatcher samdi um á sínum tíma. Undanfarin ár hafa Bretar feng- ið yfir 200 milljarða króna endru- greidda „frá Brussel" með þessum hætti. Ummæli Prodis, sem féllu í við- tali við þýzka fréttatímaritið Der Spiegel, era að sögn Daily Tel- egraph upphafið að hörðum slag þeirra Prodis og Tony Blairs, for- sætisráðherra Bretlands. í viðtal- inu í Spiegel tjáir Prodi sig um nauðsyn þess, að öll núverandi að- ildarlönd ESB axli sinn hluta kostnaðarins sem hljótast mun af inngöngu fyrrverandi austantjalds- ríkja í sambandið. Blair tókst á leiðtogafundi ESB í Berlín í marz að verjast þrýstingi frá hinum að- ildarlöndunum fjórtán og fram- kvæmdastjóminni að gefa endur- greiðslurnar upp á bátinn. Blair hélt því fram að endur- greiðslurnar, sem Thatcher samdi um árið 1984, væra enn réttlætan- legar þar sem Bretland væri fimmti stærsti „nettógreiðandi" í sameiginlega sjóði ESB, deilt á hvern borgara, þótt Bretar væra í 10.-11. sæti í ESB hvað varðar tekjur á hvern íbúa. Blair beitti sér á sama leiðtogafundi eindregið fyr- ir útnefningu Prodis sem arftaka Jacques Santers. Búið fyrir árslok 2002 I viðtalinu segir Prodi að endur- greiðslurnar til Breta yrðu að vera á enda í seinasta lagi í árslok 2002, þegar hann vill að sambandið verði reiðubúið að taka inn fimm eða sex ríki Mið- og Austur-Evrópu. Inn- ganga þeirra verði núverandi aðil- arríkjum dýr og hvert þeirra verði að bera sinn hluta þess kostnaðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.