Morgunblaðið - 07.10.1999, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 07.10.1999, Qupperneq 26
26 FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1999 MORGUNB LAÐIÐ i <§>mbl.is ~JKLUrAf= G/TTHV/KÐ NÝT~7 Með því að svara spurningum í netleik mbl.ÍShefur þú möguleika á að vinna: Miða fyrir tvo á myndina Sjötta skilningarvitið (Sixth Sense) Force Feedback-stýri fyrir PC-tölvur Dreamcast leikjatölvu frá Japis 16“ pizzu frá Hróa hetti Á næstunni verður frumsýnd spennumyndin Sjötta skilningarvitið (Sixth Sense). í kvikmyndinni er Bruce Willis í hlutverki virts barnasálfræðings sem reynir að koma skyggnum dreng til hjálpar. E k r I E R U ALLIR H/tílLEIt:AR TlL GÓÐS LAUGA BfCKiOAClMM ERLENT Starfsleyfí kjarnorkuvinnslufyrir- tækisins JCO afturkallað Umfangsmikil lögreglurann- sókn hafin Tokaimura. Reuters. JAPANSKIR lögreglumenn gerðu í gær skyndiáhlaup á skrifstofur JCO-kjarnorkuvinnslufyrirtækis- ins en í verksmiðju þess í bænum Tokaimura varð versta kjarnorku- slys í sögu japönsku þjóðarinnar í liðinni viku. Samdægurs bárust fregnir um að starfsleyfi JCO hefði verið afturkallað vegna slyssins. Lögreglurannsóknin var fram- kvæmd nokkrum stundum áður en Keizo Obuchi forsætisráðherra og Hirofumi Nakasone, nýskipaður yfirmaður vísinda- og tæknimála ríkisstjórnarinnar, héldu til slys- staðarins með þyrlu til að sjá verksummerki. Obuchi, sem hefur orðið fyrir harðri gagnrýni fjöl- miðla vegna slælegra viðbragða við slysinu, sagði við fréttamenn áður en hann lagði upp í förina að hann vonaðist til að lögreglan tæki hart á rannsókninni. Talsmaður lögreglunnar sagði að um 200 rannsóknarlögreglumenn hefðu tekið þátt í rannsókninni í höfuðstöðvum JCO í Tókýó og skrifstofubyggingum fyrirtækisins í Tokaimura og var tilgangurinn sagður vera að kanna hvort grund- völlur væri fyrir því að kæra fyrir- tækið fyrir vítavert gáleysi og að hunsa öryggiskröfur. Vísinda- og tæknimálastofnunin í Japan hefur ákveðið að svipta JCO starfsleyfi sínu, að því er fram kom í frétt japönsku fréttastofunn- ar Kyodo. Þar kom fram að ónafn- greindir heimildamenn innan stjórnarinnar bera því vitni að JCO hafi breytt viðurkenndum öryggis- reglum samþykktum af stjórnvöld- um og notað „ólöglegu útgáfuna" við framleiðsluferlið. Meira en loforð þarf til Keizo Obuchi ítrekaði í gær að hann myndi beita sér fyrir því að öryggiskröfur japanskra kjarn- orkuvera yrðu hertar til muna svo koma mætti í veg fyrir slys í lík- ingu við Tokaimura-slysið. „Harð- ar öryggiskröfur eru eina leiðin svo auka megi tiltrú fólks á kjarn- orku,“ sagði Obuchi. Heimamenn í Tokaimura, þar sem fimmtán önn- ur kjarnorkuvinnslufyrirtæki starfa, sögðu hins vegar að meira þyrfti að koma til en loforð ef áhyggjur þeirra ættu að hverfa. Aðeins eru tvö ár síðan alvarlegt slys varð í verksmiðju í bænum. Heimsókn Obuchis á slysstaðinn hafði verið frestað vegna uppstokk- unar í ríkisstjórn Japans og hafði forsætisráðherrann verið gagn- rýndur íyrir áhugaleysi. „Ég vildi heimsækja staðinn og mér þykir það miður að ekki varð af því fyrr en nú,“ sagði Obuchi við frétta- menn. ----------------- Evrópuráðið Aðild Úkra- ínu í húfí Kænugarði. Reuters. EVRÓPURÁÐIÐ hvatti í gær stjómvöld í Úkraínu til að forðast að kynda undir pólitískri ólgu í landinu fyrir forsetakosningarnai’ sem fara munu fram síðar í mánuð- inum. Sögðu fulltrúar ráðsins að að- ild landsins að Evrópuráðinu kynni að vera í hættu ef kosningamar fæm ekki fram með sanngjömum hætti. Hanne Severinsen og Tunne Kelam, fulltrúar sérstakrar nefndar Evrópuráðsins sem send var til Úkraínu á vegum þingmannasam- kundu Evrópuráðsins, sögðu á fundi í gær að þau teldu að þrýstingur stjómvalda á fjölmiðla í landinu væri mun meiri nú en fyrir fyrri kosningar. Sögðu þau að aðild landsins að Evrópuráðinu kynni að vera í húfi ef stjórnvöld sýndu ekki vilja til breytinga. Romano Prodi í tímaritsviðtali Endurgreiðslur til Breta brátt á enda Brussel, Berlfn. Daily Telegraph. ROMÁNO Prodi, forseti fram- kvæmdastjómar Evrópusam- bandsins (ESB), vakti á mánudag aftur máls á því, að Bretar yrðu fyrr en síðar að sætta sig við að missa það kerfi endurgreiðslna á framlögum þeirra til sameiginlegra sjóða sambands- ins sem Margaret Thatcher samdi um á sínum tíma. Undanfarin ár hafa Bretar feng- ið yfir 200 milljarða króna endru- greidda „frá Brussel" með þessum hætti. Ummæli Prodis, sem féllu í við- tali við þýzka fréttatímaritið Der Spiegel, era að sögn Daily Tel- egraph upphafið að hörðum slag þeirra Prodis og Tony Blairs, for- sætisráðherra Bretlands. í viðtal- inu í Spiegel tjáir Prodi sig um nauðsyn þess, að öll núverandi að- ildarlönd ESB axli sinn hluta kostnaðarins sem hljótast mun af inngöngu fyrrverandi austantjalds- ríkja í sambandið. Blair tókst á leiðtogafundi ESB í Berlín í marz að verjast þrýstingi frá hinum að- ildarlöndunum fjórtán og fram- kvæmdastjóminni að gefa endur- greiðslurnar upp á bátinn. Blair hélt því fram að endur- greiðslurnar, sem Thatcher samdi um árið 1984, væra enn réttlætan- legar þar sem Bretland væri fimmti stærsti „nettógreiðandi" í sameiginlega sjóði ESB, deilt á hvern borgara, þótt Bretar væra í 10.-11. sæti í ESB hvað varðar tekjur á hvern íbúa. Blair beitti sér á sama leiðtogafundi eindregið fyr- ir útnefningu Prodis sem arftaka Jacques Santers. Búið fyrir árslok 2002 I viðtalinu segir Prodi að endur- greiðslurnar til Breta yrðu að vera á enda í seinasta lagi í árslok 2002, þegar hann vill að sambandið verði reiðubúið að taka inn fimm eða sex ríki Mið- og Austur-Evrópu. Inn- ganga þeirra verði núverandi aðil- arríkjum dýr og hvert þeirra verði að bera sinn hluta þess kostnaðar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.