Morgunblaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Sex milljarðasti jarðar- búinn kominn í heiminn Gr-HOlVD. Ég held að ég þurfi á áfallahjálp að halda, læknir. Fjörkippur í lokin SJÓBIRTINGSVEIÐI í Grenlæk tók dálítinn fjörkipp síðustu daga vertíðarinnar um síðustu helgi. Sem dæmi má nefna, að veiðimenn á svæði 7 veiddu alls tíu birtinga, fimm á laugardaginn og fímm á sunnudag- inn. Auk þess misstu þeir eina sjö Aiexander Stefánsson með birtingana tíu. jHiyEIDO Sérfræðingur frá Shiseido verður í Hygeu í Kringlunni í dag og á morgun, laugardag. Boðið verður upp á húðgreiningu, persónulega ráðgöf og förðun. Komið og kynnist þessum heimsþekktu snyrtivörum frá japan þar sem austrænt hugvit og vestræn vísindi sameinast. Glæsilegur kaupauki. H Y G E A jnyrtivBruvcrslun KRINGLUNNI SÍMI 533 4533 físka og voru einhverjir þeirra fast að 10 pundum, að sögn Arnar Alex- anderssonar, sem var á svæðinu ásamt Alexander Stefánssyni. Að sögn Arnar voru birtingarnir sem náðust 5 til 8,5 punda og veiddust þeir ýmist á flugu, spón eða hrogn, „eða bara hvað hann vildi hverju sinni“, bætti Örn við. „Það var búið að vera rólegt þarna í haust og við hittum menn sem voru að veiða á undan okkur á svæðinu. Þeir veiddu ekkert og sáu lítið eða ekkert. Það lagðist yfír slagveður og þá fór hann að taka og við fengum fimm. Veðrið var orðið fínt daginn eftir, en það breytti því ekki að við fengum aftur góðan afla,“ sagði Örn. Fregnir herma, að víðar á svæðinu hafí veiði glæðst þessa lokadaga. Fáir endurveiddust Talsvert hefur verið talað um að „veiða-sleppa“-fyrirkomulagið trufli nákvæmar skráningar þar eð óþekkt tala laxa hljóti að veiðast tvisvar eða jafnvel oftar. Einar Sigfússon, einn eigenda Haffjarðarár, sagði í samtali að af tæplega 800 löxum sem veidd- ust í ánni á nýliðinni vertíð hefðu milli 100 og 200 verið sleppt aftur í ána. Allmargir þeirra hefðu verið merktir áður en þeim var sleppt. Að- eins tveir endurveiddust um sumar- ið. „Þetta voru ekki vísindalegar rannsóknir, en gefa þó þá vísbend- ingu, að í Haffjarðará a.m.k. láti lax- inn ekki veiða sig oftar en einu sinni,“ sagði Einar. Utkoman í Haffjarðará er annars frábær, þrátt fyrir að stöngum hafi verið fækkað og veiðitíminn styttur, er þetta mesta veiði í ánni síðan 1992, er 818 laxar veiddust. í fyrra veiddust 752 laxar í ánni. Landsþing Þroskahjáipar Heimili fatlaðra - framtíðarsýn Guðmundur Ragnarsson OPIN ráðstefna um heimili fatlaðra verður á morgun á Hótel Sögu, A-sal, og hefst hún klukkan 9. Ráðstefnan er liður í landsþingi Landssamtak- anna Þroskahjálpar sem hófst í gær og er fram haldið í dag, en aðalfund- ur samtakanna hefst í dag klukkan 9 á Hótel Sögu. Guðmundur Ragn- arsson er formaður Þroskahjálpar. Hann var spurður hvað bæri hæst á hinni opnu ráðstefnu á laugardag um heimili fatlaðra? „I fyrsta lagi verður fjallað um stöðuna í hús- næðismálum fatlaðra og hvað er framundan, með sérstöku tilliti til þess að málefni fatlaðra flytjast til sveitarfélaga á næstunni, ekki er ljóst hvenær. Það verða kynntar niðurstöður nefndar sem skipuð var í lok síð- asta árs til að fjalla um biðlista eftir húsnæði og annarri þjón- ustu fyrir fatlaða. Formaður nefndarinnar mun gera grein fyrir niðurstöðum af athugunum hennar og tillögum til úrbóta og formaður fjárlaganefndar Al- þingis, sem sæti átti í nefnainni mun einnig gera grein fyrir til- lögum hennar." - í hverju eru tillögur nefnd- arinnar fólgnar? „Lagt er til m.a. að gert verði sérstakt átak til að leysa vanda þeirra sem eru í mestri þörf fyr- ir búsetu í Reykjavík og á Reykjanesi. Nefndin leggur síð- an fram sjö ára áætlun um upp- byggingu á þjónustu á landinu öllu, bæði hvað varðar húsnæðis- mál og aðra þjónustu, svo sem dagþjónustu og stoðþjónustu og þó einkum þörf fyrir skamm- tímavistun. Nefndin leggur og til að hlutaðeigandi ráðuneyti taki upp viðræður um málefni Kópa- vogshælis og framhaldi á út- skriftum þeirra sem þar búa.“ - Fara fram umræður um þessi mál? „á, það eru bæði leyfðar fyrir- spurnir strax eftir fyrirlestra og auk þess eru pallborðsumræður í lok ráðstefnunnar. Þess má geta að eftir hvert erindi verður flutt samtekt á því sem fram fór á auðskildu máli, þetta er sér- staklega ætlað til þess að auð- velda þroskaheftum að skilja það sem fram fer á ráðstefnunni." - Eruð þið með erlenda fyrir- lesara á ráðstefnunni? „Já, Sidsel Grasli, fonnaður norsku Þroskahjálparsamtak- anna NFU, flytur erindi um ein- staklingsbundna heimaþjónustu, en Grasli er annar tveggja höfunda bók- ar um þetta efni sem var að koma út. Sú bók verður fáanleg á ráðstefn- unni. Fyrirlestur Grasli verður fluttur á norsku en túlkaður jafnóðum og síðan gefst ráð- stefnugestum tækifæri til að bera fram spurningar að fyrir- lestrinum loknum.“ - Verða margir íslenskir fyrir- lesarar? „Fjórtán Islendingar verða með erindi á ráðstefnunni og fjalla um búsetumál fatlaðra frá ýmsum sjónarhornum. Þroska- heftir verða .með erindi og lýsa því hvernig þeir búa og einnig því hvernig þeir vilja búa. Þess má geta að á ráðstefnuna koma tveir gestir sem munu lýsa því ►Guðmundur Ragnarsson fæddist 1946 í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1966 og viðskiptafræðiprófi frá Háskóla íslands 1970. Hann starfaði fyrstu árin eftir nám hjá ýmsum einkaaðilum en frá 1989 hefur hann verið íjármálastjóri Kennaraháskóla Islands. Guðmundur hefur tekið þátt í félagsstörfum og er nú m.a. formaður Lands- samtakanna Þroskahjálpar. Hann er kvæntur Dúfu S. Ein- arsdóttur söngkennara og eiga þau þijú uppkomin börn. hvað er gott heimili í þeirra huga, út frá almennum sjónar- miðum. Þessir gestir eru Kol- brún Halldórsdóttir alþingis- maður og Ellert B. Schram, for- seti ÍSÍ. Tveir foreldrar fatlaðra einstaklinga flytja erindi um væntingar sínar þegar börn þeirra flytja að heiman og reynslu." -Eru heimili fatlaðra mikið öðruvísi en „venjuleg" heimili? „Þau eru oft ærið ólík, bæði að ytri gerð og einnig hvað snertir innra líf, ef svo má segja. Heimili fatlaðra eru oft vinnustaðir fag- fólks sem kemur til að veita hin- um fötluðu þjónustu sína. Um þetta verður fjallað af þroska- þjálfa á ráðstefnunni.“ -Eiga fatlaðir í vanda hvað snertir húsnæðismál um þessar mundir? „Það er verulegur vandi í hús- næðismálum fatlaðra og biðlist- ar eftir húsnæði. Fatlaðir eiga þess ekki kost að verða sér úti um húsnæði á almennum mark- aði, auk þess búa alltof margir fatlaðir ennþá á sólarhrings- stofnun og áherslu þarf að leggja á að búa þeim annað heimili." -Á þetta við um allt landið? „Vandinn er langmestur í Reykjavík og Reykjanesum- dæmi en tekist hefur að leysa hann mun betur úti á landi í kjöl- far ákvarðana um að flytja þjón- ustu í auknum mæli út á lands- byggðina, en sú ákvörðun á rót að rekja til laga sem sett voru um málefni fatlaðra fyrir um það bil 20 árum. Þess má geta að á aðalfundinum í dag verður ofar- lega á baugi fjárhæð örorkubóta hjá almennum tryggingum. Sér- staklega er fjallað um kjör þeirra sem verst eru settir og hafa aðeins bæturnar til að lifa af, en hagur þeirra er mjög slæmur.“ Fjárhæð ör- orkubóta ofar lega á baugi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.