Morgunblaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Morgunblaðið/Golli
Thomas Gregers Honoré frá IBM og Eyþér Amalds, framkvæmda-
stjóri Íslandssíma, kynna samstarf fyrirtækjanna í hugbúnaðarþróun.
íslandsbanki F&IVI selur 10,2% í
Hraðfrystihúsinu - Gunnvöru hf.
Söluverðið 360
milljónir króna
Islands-
sími og
IBMí
samstarf
FULLTRÚAR Íslandssíma og
IBM á Norðurlöndum kynntu í gær
samstarf um þróun, markaðssetn-
ingu og sölu á upplýsinga- og reikn-
ingakerfi fyrir símafyrirtæki. Að
sögn Eyþórs Amalds, fram-
kvæmdastjóra Islandssíma, mun Is-
landssími hefja notkun á kerfinu um
næstu mánaðamót. Hann segir um
verulegan spamað að ræða og að
samstarfið skili umtalsverðum
tekjumöguleikum fyrir Islandssíma
og íslenskan hujgbúnaðariðnað.
I samstarfi Islandssíma og IBM
felst annars vegar að Islandssími
þróar upplýsingakerfið í samvinnu
við IBM og hins vegar sameiginleg
markaðssetning fyrirtækjanna á
upplýsinga- og reikningakerfinu er-
lendis. Að sögn Eyþórs mun mark-
aðssetningin hefjast að sex til níu
mánuðum liðnum, eftir að reynsla
verður komin á kerfið hjá Islands-
síma. Islandssími fær ágóðahlut-
deild í sölu á hugbúnaðinum þegar
hann verður fullbúinn og fer í al-
menna sölu. I samtali við Morgun-
blaðið sagðist Eyþór ekki treysta
sér til að segja til um væntanlegan
hagnað af sölu á alþjóðamarkaði en
hann býst við að um einhvers konar
helmingaskiptasamning verði að
ræða þegar þar að kemur.
Byggist á miðlægum
gagnagrunni
Upplýsingakerfmu er ætlað að
auðvelda viðskiptavinum Islands-
síma að fylgjast með viðskiptum
sínum. Það byggist á miðlægum
gagnagrunni IBM en hugbúnaðar-
þróunin verður í samvinnu sérfræð-
inga Islandssíma og IBM. Hægt
verður að fá greiðslu- og notkunar-
yfirlit og í sumum tilfellum geta
notendur afgreitt sig sjálfir, t.d.
óskað eftir aukinni bandvídd eða
nýju símanúmeri, að sögn Eyþórs.
„Markmiðið er að setja sem mest á
vefinn.“
Netviðskipti það
sam koma skal
„Allar upplýsingar úr síma- og
gagnakerfum okkar verða færðar í
miðlægan gagnagrunn. Þannig
byggist lausnin á því að allar upp-
lýsingar verða aðgengilegar á ein-
um stað en ekki í mörgum kerf-
um,“ segir Eyþór. Að hans sögn er
tvímælalaust markaður fyrir hug-
búnaðarlausn af þessu tagi. „Það
er hvergi meiri hreyfing en í fjar-
skiptamarkaðnum og það er hróp-
andi þörf fyrir nettengdar lausn-
ir.“
Thomas Gregers Honoré, fram-
kvæmdastjóri gagnalausna IBM á
Norðurlöndum, segir ástæðu sam-
starfs IBM og Íslandssíma þá að
fyrirtækin hafi sömu skoðanir á
þjónustu tengdri Netinu. „Viðskipti
í heiminum eru að breytast og net-
viðskipti eru það sem koma skal. Is-
landssími er fyrirtæki að okkar
skapi, félögin vilja bæði fara nýjar
leiðir."
Honoré segir Islandssíma fram-
sækið fyrirtæki á íslenskum mark-
aði og félagið sé í þann mund að
fara að bjóða viðskiptavinum sínum
síma- og gagnaflutningaþjónustu
byggða á einu kerfi. „Það sem Is-
landssími er um það bil að fara að
bjóða viðskiptavinum sínum er eitt-
hvað sem enginn hefur áður gert,
aðeins hefur verið talað um þetta.
Astæðan fyrir því að þetta er mögu-
legt, er að íslendingar eru framar-
lega í tölvu- og netnotkun."
ÍSLANDSBANKI hf. - F&M seldi
í gær 10,2% hlut, 60 milljónir króna
að nafnverði, í Hraðfrystihúsinu -
Gunnvöru hf. Eignarhlutur Is-
landsbanka F&M hefur þar með
farið á undanförnum dögum úr
tæpum 19,7% í 3,1%. Kaupandi
10,2% er Þormóður rammi - Sæ-
berg hf., sem á þá 20,2% í félaginu
en hluturinn nú var keyptur á
genginu 6 og er söluverðið því 360
milljónir króna. 6,4% voru seld tO
ýmissa fjárfesta.
í lok júní sl. keypti íslandsbanki
hf. - F&M tæpan 19% hlut í Hrað-
frystihúsinu hf. og 67% hlut í
Gunnvöru hf. eftir að fyrir lá vilja-
yfirlýsing um sameiningu félag-
anna tveggja auk íshúsfélags Is-
firðinga hf. Með kaupunum öðlað-
ist Islandsbanki - F&M tæpan
40% hlut í hinu sameinaða félagi,
þ.e. Hraðfrystihúsinu - Gunnvöru
hf. Þegar var seldur 20% hlutur,
10% til Þormóðs ramma - Sæbergs
hf. og 10% til Ránarborgar ehf.,
sem er í eigu Þorsteins Vilhelms-
sonar. íslandsbanki - F&M átti því
tæp 20% eftir í sinni eigu.
Keypt til að stuðla
að samruna
Að sögn SteinjDÓrs Pálssonar,
forstöðumanns Islandsbanka -
F&M, fóru kaupin upphaflega
fram til þess að greiða fyrir sam-
runa fyrirtækjanna og til að stuðla
að umbreytingu og hagræðingu
fyrirtækja í sjávarútvegi. Með
þessu hefði orðið til gott sjávarút-
vegsfyrirtæki á Vestfjörðum.
„Með eignaraðild okkar náðist
þetta fram, en að undanfömu höfum
við verið að selja bréfin okkar til
ýmissa fjárfesta og okkar hlutur er
nú kominn niður í þetta rétt rúm
3%. Þetta er í fullu samræmi við það
sem við ætluðum okkur að gera. Við
komum þama inn sem stórir og öfl-
ugir aðilar í byrjun en síðan er það
annarra að taka við og reka félagið
inn í framtíðina", segir Steinþór.
Hvað varðar síðustu þrjú pró-
sentin, sem íslandsbanki - F&M á
í Hraðfrystihúsinu - Gunnvöra,
segir Steinþór að sent hafi verið út
sölutilboð til allra starfsmanna
sameinuðu félaganna þriggja, sam-
kvæmt starfsmannalista frá 30.
júní. í tilboðinu er starfsmönnum
boðið að skrá sig fyrir hlutum, allt
að 50.000 krónum að nafnvirði, til
20. október nk. Um 3-400 starfs-
menn er að ræða.
„Við bjóðum þeim þetta á geng-
inu 5,7 en gengi undanfarinna daga
hefur verið um 6 og rétt rúmlega.
Með þessu viijum við auka fjölda
hluthafa þannig að fyrirtækið kom-
ist á Aðallista sem fyrst. Auk þess
finnst okkur eðlilegt að starfsfólkið
fái tækifæri til þess að taka þátt í
rekstri félagsins,“ segir Steinþór
að lokum.
Breytingar á ynrstjórn OZ.COM vegna aukinna umsvifa og styrkingar felagsms
Morgunblaðið/RAX
Nýr fram-
kvæmdastjóri
OZ.COM
Skúli Mogensen, forstjóri OZ.COM, og Skúli Valberg Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri OZ.COM. „Með tilkomu framkvæmdastjóra verður hægt
að fjölga starfsmönnum án þess að vaxtarverkir verði of miklir."
SKÚLI Valberg Ólafsson hefur ver-
ið ráðinn framkvæmdastjóri hug-
búnaðarfyrirtækisins OZ.COM en
Skúli MogenSen mun áfram gegna
starfi forstjóra. „Vöxtur fyrirtækis-
ins hefur verið ör og við teljum
nauðsynlegt að gera þessar breyt-
ingar á yfirstjóm. Það er að stóram
hluta byggt á árangri samstarfsins
við Ericsson að við eram að færa út
kvíamar nú,“ segir Skúli Mogensen
forstjóri.
Skúli Valberg mun sinna dagleg-
um rekstri fyrirtækisins en Skúli
Mogensen mun í auknum mæli
snúa sér að stefnumótun og fram-
tíðarmöguleikum fyrirtækisins. „Til
að geta farið á næsta stig í þróun
fyrirtækisins var ákveðið að ráða
framkvæmdastjóra sem ber ábyrgð
á daglegri starfsemi fyrirtækisins,"
segir Skúli Mogensen. „Þetta gerir
mér kleift að huga frekar að stefnu-
mótun og þróun félagsins til nýrra
tækifæra ásamt uppbyggingu fyrir-
tækisins erlendis en það er mjög
eðlileg þróun í eflingu fyrirtækisins
að greina rekstrarlega þáttinn frá
framtíðarstefnumótun," segir Skúli
Mogensen. Hann segir að með til-
komu framkvæmdastjóra verði til
sú umgjörð sem geri fyrirtækinu
kleift að fjölga starfsmönnum án
þess að vaxtarverkir verði of mikl-
ir.
Fimmtíu lausar stöður
Skúli Valberg hefur starfað hjá
EJS frá árinu 1986. Hann er iðnað-
ar- og kerfisverkfræðingur að
mennt og starfaði m.a. sem aðstoð-
armaður forstjóra EJS og aðstoðar-
framkvæmdastjóri sölusviðs fyrir-
tækisins.
„Fyrir mig er þetta spennandi
tækifæri," segir Skúli Valberg. „St-
ai'f OZ.COM er mjög vænlegt til ár-
angurs en það er í þeim geira upp-
lýsingatækninnar sem mest er að
gerast. Allir lykilþættir era til stað-
ar til að ná árangri með verkefni
fyrirtækisins. Innan fyrirtækisins
er mikil þekking og markaðurinn
kallar á vörur okkar,“ segir Skúli
Valberg. Hann segir nauðsynlegt
að skipulag fyrirtækisins endur-
spegli kröfur og þarfir markaðar-
ins. Nú séu um fimmtíu lausar stöð-
ur hjá OZ.COM í Stokkhólmi,
Boston og Reykjavík. „Við þurfum
að fara yfir aðferðarfræðina og
gljáfægja gæðastjórnunina og fá
fleiri til liðs við okkur,“ segir Skúli
Valberg.
Skúli Mogensen segir rúmlega
900 milljóna króna fjárfestingu
HRAÐFRYSTIHÚSIÐ Gunnvör
hefur selt hlutabréf í Sölumiðstöð
Hraðfrystihúsanna að nafnverði 60
milljónir króna. Eignarhlutur félags-
ins í SH hefur þar með minnkað úr
tæplega 127 milljónum, eða 8,5% af
heildarhlutafé í 4,4% hlutafjár eða
um 67 milljónir króna.
Einar Valur Kristjánsson, fram-
kvæmdastjóri Gunnvarar hf., sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær um
ástæðu sölunnar, að það væri yfirlýst
stefna félagsins að létta á skuldum
Ericsson í OZ.COM síðastliðið vor
hafa styrkt félagið mikið. Félögin
hafa unnið saman að hönnun búnað-
ar sem nefnist iPulse. Notendur
iPulse geta haft samskipti með
tölvu, síma, boðtæki eða farsíma,
allt eftir því hvemig þeir skilgreina
sig og Skúli Mogensen segir búnað-
inn hafa fengið góðar viðtökur. „Á
síðustu vikum höfum við til dæmis
tekið þátt í mörgum sýningum er-
lendis og fleiri standa fyrir dyrum.
Við vildum ganga úr skugga um að
markaðurinn væri tilbúinn að taka
m.a. með því að selja eignir sem ekki
nýtast í rekstrinum og þessar aðgerð-
ir tækju mið af því. Hvorki fékkst
uppgefið hvert væri sölugengi bréf-
anna né hver stæði að kaupunum, en
Einar Valur sagði gengið viðunandi.
Ef tekið er mið af gengi bréfa í SH
á Verðbréfaþingi Islands sem var
4,60 þegar kaupin fóra fram, nemur
söluverðmæti bréfanna rúmlega 270
milljónum króna.
Mikil viðskipti hafa verið með
hlutabréf SH að undanfórnu og um
við iPulse. Vöruþróunin heldur
áfram en hún hefur gengið vel hing-
að til.“
Umtalsverð lækkun
á gengi hlutabréfa
I hálf fimm-fréttum Búnaðar-
bankans Verðbréfa í gær kemur
fram að viðskipti með hlutabréf í
OZ.COM hafi verið á genginu 2
dollarar í gær og hafi það lækkað úr
4,9 dolluram á hlut frá því í vor.
Samkvæmt því sé markaðsvirði fé-
lagsins átta milljarðar.
10% hlutafjár í félaginu hafa skipt
um eigendur á síðustu dögum. Ný-
lega keypti Ránarborg ehf., eignar-
haldsfyrirtæki Þorsteins Vilhelms-
sonar, 5,5% hlut Kristjáns Guð-
mundssonar hf. á Rifi í SH. Um var
að ræða 82,8 milljónir króna nafn-
verðshlut sem seldur var á genginu
4,45 og kaupverðið því ríflega 368
milljónir. Þorsteinn Vilhelmsson
sagðist í samtali við Morgunblaðið
ekki standa að kaupum á 60 milljóna
króna nafnverðshlut Gunnvarar í SH.
Dasa og
Aéro-
spatiale í
eina sæng
London. Reuters.
DAIMLERCHRYSLER Aer-
ospace og Aérospatiale-Matra í
Frakklandi hafa skýrt frá því að
fyrirtækin muni sameinast í
stærsta flugiðnaðar- og hergagna-
fyrirtæki Evrópu og hið þriðja
stærsta í heiminum.
Samningurinn markar mikilvægt
skref fram á við í langtíma fyrir-
ætlunum um að koma á fót einu,
evrópsku flugiðnaðar- og her-
gagnafyrirtæki til að keppa við
bandaríska risa eins og Boeing.
Tilraunimar hafa hingað til strand-
að á pólitískum afskiptum.
Árleg sala hins nýja félags mun
nema 22,6 milljörðum dollara og
það mun skipa sér í þriðja sæti í
greininni á eftir Boeing og Lock-
heed Martin. Starfsmenn verða um
90.000.
Verður skráð í Hollandi
Núverandi hluthafar munu eiga
60% í hinu stækkaða fyrirtæki, en
40% verða að lokum boðin til sölu.
Nýja félagið verður kallað Evr-
ópska flugiðnaðar-, landvarna- og
geimfyrirtækið til bráðabirgða.
Höfuðstöðvar þess verða í
Miinchen og París og það verður
skráð í Hollandi af skattaástæðum.
Sameiginlegir stjómendur nýja
fyrirtækisins verða formaður
stjórnar Dasa, Manfred Bischofft,
og Jean-Luc Lagardere, yfirmaður
Lagardere, sem á 33% í Aérospati-
ale-Matra.
Pólitískur og viðskiptalegur
ágreiningur hefur komið í veg fyrir
fyrirætlanir um stofnun eins evr-
ópsks flugiðnaðar- og hergagnafyr-
irtækis með þátttöku samrunaaðil-
anna og British Aerospace, umsvifa-
mesta aðilans á þessu sviði í Evrópu.
Gunnvör selur bréf í SH