Morgunblaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ 44 FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999 í___________________________ MINNINGAR + Páll Gunnars- son fæddist í Reykjavík 20. maí 1951. Hann lést 7. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Ingileif Bryn- dís Hallgrímsdóttir, f. 10. nóvember 1919, og Gunnar Pálsson, skrifstofu- stjóri í Reykjavík, f. 28. desember 1911, d. 13. nóvember . 1976. Móðurforeldr- ar Páls voru Áslaug Geirsdóttir Zoega, f. 14. ágúst 1895, d. 15. ágúst 1967 og Hallgrímur Benedikts- son f. 20. júlí 1885, d. 26. febrú- ar 1954. Föðurforeldrar Páls voru Svanhildur Jörundsdóttir, f. 22. ágúst 1877, d. 19. nóvem- ber 1964 og Páll Bergsson, f. 11. febrúar 1871, d. 11. júní 1949 búsett í Hrísey. Systkini Páls eru: Hallgrímur Gunnars- son, framkvæmdastjóri Ræsis hf., f. 25. september 1949, kvæntur Steinunni Helgu Jóns- dóttur, f. 12. mars 1950, dætur þeirra eru Ingileif Bryndís, f. 6. ■\ maí 1975, Sigrún, f. 8. desember 1981 og Áslaug, f. 10. ágúst 1984. Gunnar Snorri Gunnars- son, sendiherra í Brussel, f. 13. Þegar fréttir berast af fráfalli ná- komins frænda reikar hugurinn til baka. Æskuminningar úr sveitinni, þar sem frændsystkin voru samtíða í nokkur sumur, ber þar hæst. I krakkahópnum var Palli leiðtogi. Hann var hægur og ijúfur en undir niðri var bæði kapp og metnaður. -Það sem var skemmtilegast við að leika sér með frænda var að hug- myndaflug hans var svo mikið. Holt og hæðir urðu borgir og bæir og hver spýta fékk hlutverk og var nýtt á leiksviðinu, sem aðallega var Hóllinn og holtið fyrir ofan Drumboddsstaði. I mínum huga eru minningamar frá þessum tíma leikja og áhyggjuleysis með skemmtOegustu æskuminningum og þar lagði jafnaldra frændi mikið til mála. Hann var stór og myndar- legur piltur, hægur og bjartur yfír- litum og stutt í fallegt bros. Þegar við urðum eldri hittust frændsystkinin, barnabörn ömmu Áslaugar, og áttu skemmtilegar stundir í fjölskylduboðum þar sem unga fólkið hópaði sig saman og rabbaði ýmist um landsins gagn og nauðsynjar eða nýjasta nýtt úr skóla- og skemmtanalífi. Þar fór ekki alltaf mikið fyrir Palla en hann lagði sitt til málanna og hafði ákveðnar skoðanir. Ég leit upp til hans því að ég vissi að hann gerði miklar kröfur til sín í námi og hugs- un og að hann hafði háleit markmið sem tengdust að mestu leyti rann- sóknum og vísindum. Hann las mik- ið og spáði í gang mála í heiminum á meðan að frænka hans hugsaði meira um að skemmta sér. Alltaf júlí 1953. Áslaug Gunnarsdóttir pí- anókennari, f. 19. ágúst 1959, gift Þór Þorlákssyni, fram- kvæmdastjóra í Landsbankanum, f. 17. september 1958, börn þeirra eru Ingileif Bryndís f. 14. janúar 1985, Gyða Björg, f. 31. janúar 1987, Gunn- ar Þorlákur, f. 20. október 1992 og Guðrún Snorra, f. 24. febrúar 1996. Hálfbróðir Páls, samfeðra, er Hjálmar Gunnarsson f. 5. sept- ember 1945, kvæntur Sjöfn Jó- hannsdóttur, f. 6. maí 1946, börn þeirra eru Jóhann, f. 22. febrúar 1965, Katrín, f. 28. júií 1967, og Magnús, f. 21. ágúst 1978, og eiga þau sex barna- börn. Páll varð stúdent frá MR 1970 og lauk B.S. í líffræði frá HI 1975. Hann vann ýmis störf, m.a. hjá Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins og Skeljungi hf. Hann sótti námskeið í viðskipta- fræði bæði í Svíþjóð og við HÍ. Útför Páls fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. var hann prúðmannlegur í fram- komu og sýndi galsa og masi fyllstu kurteisi og hið mesta umburðar- lyndi, þótt sjálfur væri hann öllu al- vörugefnari. Draumar frænda rættust ekki, því að áður en til þess kom að hann gæti reynt raunverulega á getu sína hófst barátta hans við sjúkdóm, sem stóð tO æviloka. Hann hafði að mörgu leyti sætt sig við veikindin og reynt að beina þeim kröftum sem hann hafði á jákvæðar brautir. Hann fór inn á önnur svið í námi og starfi en þau sem hugur hans hafði staðið tO í upphafi og reyndi með góðri hjálp að sníða sér stakk eftir vexti. Enginn sem ekki reynir getur gert sér grein fyrir því hvemig líð- an fylgir því að fá svo litlu ráðið um andlega krafta og heOsu og að horfast í augu við ótal hluti eins og þann, að maður sem hefur verið hinn mesti bókaormur geti ekki lengur lesið sér til ánægju. Frændi og jafnaldri er nú horf- inn. Það er óraunverulegt en á ein- hvem hátt var hann mörgum horf- inn fyrir nokkru í þeirri merkingu að sjúkdómur hans hafði breytt honum svo að hvorki hann né aðrir fundu það sem áður var. I erfiðri lífsbaráttu hafði hann ómældan stuðning og styrk frá sínum nán- ustu sem alltaf voru tObúin að hugga og hjálpa. Ég sendi Ingu frænku minni og fjölskyldu Palla innilegar samúðaróskir og hugga mig og þau við að minningin um góðan dreng lifir í huga okkar sem þekktum hann. Kristín Geirsdóttir. Við PáO Gunnarsson, eða Palli, eins og hann var ætíð kaOaður, vor- um samferða í skóla, en þó var Palli ári yngri en ég, fæddur í Reykjavík 20. maí 1951. Samgang- ur okkar var mikill á skólaáram, einkum á yngri árum í Melaskóla og Hagaskóla enda náskyldir og systkinabörn. Við vorum ekki gamlir að árum, frændurnir, en nokkuð háir í loftinu, þegar við gengum í fyrsta skiptið eftir Skot- húsveginum yfir Tjarnarbrúna á leiðinni til ömmu Áslaugar í Fjólu- götunni. Tilgangur ferðarinnar var sá að amma Áslaug hafði boðið okkur að lesa með okkur dönsku og ensku, sem við þá vorum nýbyrjað- ir að læra í skólanum. Við vorum heldur betur karlai- í krapinu, eins og mér er minnisstætt að Gunnar Pálsson, pabbi PaOa, kaOaði okkur stundum. Þetta gerðum við í nokk- ur ár og tvisvar í viku, á þriðjudög- um og föstudögum, komum við PaOi til ömmu Áslaugar og hún leiddi okkur í gegnum lexíurnar. Amma hafði ekki mörg kennslu- gögn nærtæk, þess þurfti hún ekki með. Þó voru orðabækur Geirs Zoéga, rektors, iðulega hafðar til- tækar, en ekki þurfti hún oft að fletta upp í þeim. Þegar við PaOi létum í ljós undrun okkar yfir þekkingu ömmu á enskri tungu þá sagði hún af hógværð að hún hefði nú stundum hjálpað föður sínum við samningu orðabókanna og hefði hún lært heilmikið á því. En Geir Zoéga rektor var faðir ömmu og því langafi okkar PaOa. PaOi átti alla tíð afskaplega gott með að læra og voru erlend mál þar engin undantekning. Eftir á að hyggja er ég þess fuOviss að við PaOi höfðum afar gott af þessum upphafsárum okkar í tungumála- námi hjá ömmu Áslaugu og ég kannski þó heldur meira, bæði vegna þess hve kennarinn var góður og einnig af því að PaOi var svo mik- 01 námsmaður. Þannig ræddum við oft um námsefnið á leiðinni tO ömmu. Palli bjó á Lynghaganum og ég á Reynimelnum. Palli kom því oftast tO mín og síðan vorum við samferða á Fjólugötuna. Gafst þá oft tími tO að spjalla um heima og geima. Mér er það einnig minnis- stætt á þessum árum hve Palli var flinkur að teikna. Hann teiknaði betur en allir sem ég þekkti og voru myndir eftir hann iðulega hengdar upp í skólanum og hafðar tO sýnis við ýmis tækifæri. Mig minnir jafn- vel að einhvem tíma hafi mynd eftir hann á þessum árum prýtt forsíðu Jólalesbókar Morgunblaðsins. Þegar menntaskólaárin tóku við strjálaðist töluvert um samvera- stundir okkar frænda eins og geng- ur. Þó hittumst við frændsystkinin við fjölda tækifæra þar sem tekinn var upp þráðurinn að nýju og ýmis mál rædd og brotin til mergjar. Palli var vel lesinn hvort heldur var í heimi menningar og lista, heim- speki eða í stjómmálum. Hann lauk námi í líffræði við Háskóla Islands. Hafði hann ætíð ákveðnar skoðanir en var jafnan reiðubúinn að ræða mál tO hlítar þótt hann sæti við sinn keip. Þegar frá leið kom í ljós að Palli batt eigi bagga sína sömu hnútum og samferðamenn sínir. Fór hann töluvert einförum og í nokkur ár kom hann ekki tO mannfagnaðar þar sem menn við venjulegar að- stæður áttu von á að hitta hann fyr- ir. Saknaði ég þess ætíð og gladdist mjög, þegar hann birtist að nýju eftir langa fjarveru. Fyrir nokkram áram tók Palli að sér að sinna ákveðnum verkei'num fyrir Skeljung hf. Verkefnin þróuð- ust í að verða aðallega þýðingar- verkefni af erlendum málum yfir á íslenska tungu. Palli leysti þessa vinnu óaðfinnanlega af hendi, sem ég raunar vissi að hann myndi gera. Ekki gerði hann háar kröfur til að- stöðu, þæginda eða launa. Palli kom og vann sín verk rólega og af lítO- læti. Athygli mína vakti, hvað hann var vel liðinn af samstarfsfólki sínu og var hans saknað, þegar hann hafði lokið þessum verkefnum og hvarf af vettvangi. Páll Gunnarsson lést í Reykjavík fimmtudaginn 7. október sl., aðeins 48 ára að aldri. Við Sólveig kveðjum Palla, vin okkar og frænda minn, með söknuði og trega í huga og hjarta. Ingileifu Bryndísi, föður- systur minni, og systkinum og öll- um öðrum ástvinum sendum við okkar innOegustu samúðai'kveðjur. Kristinn Björnsson. Þegar ég lít til baka og rifja upp liðna tíð koma upp í hugann bjartar minningar um æsku við sjóinn; þá var ávallt vor og þar var Páll. Kynni okkar hófust fyrir minni okkar beggja, þegar fjölskylda mín fluttist á Starhaga, þá vorum við báðir á fjórða ári. Hann bjó í næstu götu og stóðu lóðirnar í hom, að kalla má, og var þá greiður sam- gangur á mflli. Góður kunnings- skapur var með foreldram okkar og ræður af líkum að við Páll urðum strax miklir mátar, og fljótlega heimagangar hvor hjá öðram. Má raunar heita, að við höfum verið samvistum nærri daglega næstu fimmtán ár, í skóla og leik, allt tfl þess að ég sigldi til langdvalar í Vesturheimi. Þótt Lynghagi og Starhagi væru nýbyggðar götur, mynduðu þær ásamt Þormóðsstaðatorfunni hefld, sem á þessum áram minnti ennþá um margt á sjávarþorp. Úr fjöranni reru hrognkelsabátar, en ofan kambsins stóðu skreiðartrönur og fiskverkunarhús AOiance. Þetta var allt mikfll ævintýraheimur ungum drengjum. Þó var fjaran best, óþrjótandi uppspretta ýmissa ger- sema, sem á land rak, enda tíðkaðist þá enn að losa í flæðarmál brak af byggingarstöðum. Þai'na var gott að vaxa úr grasi. Páll ólst upp á Lynghaga, annar í röð fjögurra systkina. Faðir hans var Gunnar Pálsson skrifstofustjóri, sem lést 1976, en móðir Ingileif Hallgrímsdóttir, sem lifir nú son sinn. Gestkvæmt var ávallt á þessu rausnarheimili, enda gestrisni hús- ráðenda orðlögð. Átti ég þess kost að kynnast þar mörgu ágætu fólki. Páll var mikið ljúfmenni, hæglát- ur og hlédrægur, og einn eðliskurt- eisasti maður sem ég hefi kynnst. Ekkert var honum fjær en að ganga á annarra hlut, og að sama skapi þoldi hann illa órétt. Osjaldan kom hann vitinu fyrir okkur hina félag- ana þegar einhver þorparaleg strákapör höfðu verið bragguð. Hann var skemmtilegur í vinahópi, en naut sin lítt í margmenni. Páll var góðum gáfum gæddur og prýðOegur námsmaður eins og hann átti kyn tfl. Bókhneigður var hann og vel lesinn, og varð margt til að vekja áhuga hans, eins og títt er um vel gefið fólk. Athyglisgáfa hans var afar skörp, svo ég hefi fáa hitt hans jafningja, og minnið einkar gott. Gat hann oft lýst fólki svo að allir þekktu, og hafði þó aðeins hitt snöggvast. Minnti hann um þetta á persónur úr Islendingasögum. Eftir að Páll lauk stúdentsprófi frá Reykjavíkurskóla settist hann í Háskólann, fyrst tfl verkfræðináms, en hvarf fljótlega frá því og sneri sér að líffræði. Lauk hann prófi í þeirri grein árið 1975. Honum auðn- aðist þó ekki að starfa mikið að líf- vísindum. Á þrítugsaldri tók Páll að kenna sjúkleika þess sem varpaði skugga á líf hans æ síðan. Bai' raunar lítið á í fyrstu en ágerðist svo, og urðu síð- ustu sextán ár ævi hans linnulaus barátta við erfiðan sjúkdóm. Þótt hann nyti aðhlynningar lækna og hjúkranarfólks og stuðnings móður og systkina, kom fyrir ekki. Ég hygg, að mörg seinni árin hafi verið Páli afar þungbær, en nú hef- ur hann fengið hvfld. Jón Örn Bjarnason. Við vissum alla tíð að Palli var einstakur og þóttumst vita að fáir ættu slíku láni að fagna að eiga frænda eins og hann. Það er ekki auðvelt að lýsa því hvað gerði hann svo sérstakan. Hann var ljúfur við okkur systurnar og sífellt að reyna að kenna okkur eitthvað, prófaði hann gjarnan kunnáttu okkar á ýmsum sviðum og fæmi í hugar- reikningi. Við skynjuðum þó að eitt- hvað hvfldi á Palla og þegar við tí- unduðum þær vangaveltur við full- orðna fólkið var okkur sagt að Palli væri veikur. Þetta þótti okkur lítt sennileg skýring, það kom engan veginn heim og saman að þessi hlýi og blíði frændi væri veikur. Okkur þótti nær lagi að hann væri einfald- lega of góður. Það er alltaf líf og fjör þegar fjöl- skyldan hittist og setti Palli sterkan svip á þá fundi bæði vegna þess að hann var skemmtflegur og fyndinn og ekki síst vegna þess að hann sá gjarnan hlutina í öðru ljósi en við hin og bryddaði þannig upp á skemmtflegum umræðum. Það er erfitt að horfa á tómt sætið hans við matarborðið hjá ömmu, hann skilur eftir stórt skarð í fjölskyldunni sem ekki verður fyllt. Palli tók mikinn þátt í öllu sem við voram að gera. Hann fylgdist alltaf sérstaklega vel með námi okk- ar því menntun var honum ofarlega í huga og notaði hann hvert tæki- færi til að ræða það við okkur syst- umar. Við eigum eftir að sakna allra spurninganna. Hvernig geng- ur í skólanum? Hefurðu verið í ein- hverjum prófum nýlega? Hvert er uppáhaldsfagið þitt? Hvað ætlarðu að gera næsta vetur? Hvað ætlarðu að verða? Við gáfum okkur ekki alltaf góðan tíma til að svara þrátt fyrir hvað okkur þótti vænt um um- hyggjuna og áhugann sem hann sýndi. Palli lét sér ekki nægja að spyrja heldur vildi hann leggja sitt af mörkum til að stuðla að menntun okkar og þroska og þegar nær dró jólum eða afmælum fór hann gjarn- an á stjá að finna gjafir handa okk- ur og frændsystkinunum okkar og lagði sig fram um að finna eitthvað sem hentað gæti aldri og þroska hvers og eins, hvort sem það vora leikföng eða fræðirit. Frændi okkar lét sér ekki nægja að ræða um mikflvægi náms heldur var hann sífellt í leit að meiri þekk- ingu. Hvar sem Palli var vora alltaf staflar af bókum og sótti hann jafn- an einhver námskeið við Háskólann. Áhugasvið hans vora mörg og lágu hæfileikar hans víða en veikindin gerðu honum erfitt um vik að stunda námið. Palla var umhugað um menntun okkar en sér óaðvitandi kenndi hann okkur það mikflvægasta sem við höfum lært. Hann kenndi okkur hvað lífið er dýrmætt en um leið hverfult. Að gefast ekki upp heldur reyna sífellt að gera betur og berj- ast áfram. Það er sárt að sjá á bak elsku frænda okkar, við eigum ávallt eftir að sakna hans, og þá sérstaklega á gleðistundum þegar einhverjum áfanga er náð því enginn samgladd- ist jafn innflega og Palli. Ingileif, Sigrún og Áslaug Hallgrímsdætur. Palli var góður vinur og hlýr fé- lagi. Ég mun sakna mannsins og ég mun sakna vekjandi samræðna. Hann var víðsýnn og skarpskyggn lesandi á sögu og samtíð. Áhuga- málin voru mörg, en eitt þeirra bar kannski oftar á góma en flest önnur, nefnilega miðlun upplýsinga hvort heldur var í skólastofnunum eða á fréttastofum. Hann velti m.a. fyrir sér raunveralegu upplýsingagfldi fréttasíbylju fjölmiðlanna. Er sú framleiðsla til þess fallin að efla sannan skilning og gefa skýra mynd af samhengi sögu og samtíðar? Hann hafði athyglisverðar hug- myndir um hvernig þarna mætti betur standa að verki og hafa þær orðið mér drjúgt umhugsunarefni. Erfitt sjúkdómsstríð á fullorðins- áram varnaði Palla þess að njóta sinna góðu gáfna og hlédræga þokka í lífi og starfi. Nú er stríðinu lokið en eftir lifir minningin um góðan dreng. InnOegar samúðarkveðjur. Jónas Olafsson. Mig langar að skrifa nokkur kveðjuorð um vin minn, Pál Gunn- arsson. Kynni okkar eiga sér rætur í vináttu mæðra okkar sem hófst þegar þær voru ungar stúlkur og hefur haldist alla tíð síðan. I + Ástkær sonur minn, bróðir okkar, mágur og frændi, PÁLL GUNNARSSON líffræðingur, Lynghaga 13, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, föstudaginn 15. október, kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Geðverndarfélag Islands eða Klúbbinn Geysi. Ingileif Bryndís Hallgrímsdóttir, Gunnar Snorri Gunnarsson, Hallgrímur Gunnarsson, Steinunn Helga Jónsdóttir, Ingileif Bryndís, Sigrún, Áslaug, Áslaug Gunnarsdóttir, Þór Þorláksson, Ingileif Bryndís, Gyða Björg, Gunnar Þorlákur, Guðrún Snorra, Hjálmar Gunnarsson, Sjöfn Jóhannsdóttir og fjölskylda. PALL G UNNARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.