Morgunblaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999 27
ERLENT
Ránið á starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna í Abkasíu
Fjórir gíslar látnir lausir
Tblisi. Reuters.
FJÓRIR af þeim sjö starfsmönn-
um Sameinuðu þjóðanna, sem
teknir voru í gíslingu af óþekktum
byssumönnum í Abkasíu á mið-
vikudag, voru í gær látnir lausir.
Öryggismálaráðherra Georgíu
staðfesti þetta í gær, en Abkasía
tilheyrir landinu fonnlega, þótt
íbúarnir hafi sagt sig úr lögum við
Georgíu.
Gíslarnir fjórir sem fengu frelsi
eru frá Þýskalandi, Sviss, Úrúgvæ
og Tékklandi. Að sögn georgískra
stjómvalda voru fjórmenningarnir
heilir heilsu og hafði þeim ekki ver-
ið misþyrmt af mannræningjunum.
Einum Svía, einum Grikkja og inn-
fæddum túlki, er enn haldið í gísl-
ingu. Mennimir eru meðlimir eftir-
litssveita SÞ, sem fylgjast með því
að vopnahlé milli georgíska stjóm-
arhersins og abkasískra skæmliða
sé virt.
Hóta að skjóta
gíslana til bana
Talið er að mannræningjarnir
hafist við á Kodori-fjallasvæðinu,
um 350 km norðvestur af Tblisi,
höfuðborg Georgíu. Svæðið er af-
skekkt og þar hefur reynst ókleift
að halda uppi lögum og reglu.
Byssumennirnir kröfðust á mið-
vikudag 200 þúsund dollara lausn-
argjalds fyrir gíslana, og fyrripart-
inn í gær skýrðu rússneskar frétta-
stofur frá því að þeir hefðu hótað
að skjóta gíslana til bana hvern af
öðmm, yrði greiðslan ekki innt af
hendi. Ekki er ljóst af hverju
mannræningjarnir ákváðu að láta
fjórmenningana lausa, en yfirvöld í
Georgíu sögðu fyri’ um daginn að
samningar hefðu tekist um að tveir
þeirra fengju frelsi.
Gili, Kjalarnesi
s. 566 8963/892 3041
Eitthvert besta úrval landsins
af vönduðum gömlum dönskum
MARGT
SJALDSÉÐRA HLUTA
, - .. ... , - .. GOTT URVAL
husgognum og antikhusgognum borðstofuhúsgagna
a+u ■......_ Opið lau.-sun. kl. 15.00-18.00
Ath. einungis ekta hlutir og ^rí og fjmkvöíd kL 20.30-22.30
eóa eftir nánara samkomulagi. Ólafur^Á
Kjarnorku-
tækni smygl-
að til Irans
um Svíþjóð
Kaupmannahöfn. Morgunbladið.
HÁSKÓLANEMI af írönskum
ættum í tækniháskólanum í Halm-
stad er nú eftirlýstur eftir að hafa
tvisvar orðið sér úti um rafeinda-
búnað í kjarnavopn, sem álitið er að
hann hafi komið áfram til írans.
Gmnur hefur leikið á að Iranir,
sem ekki ráða yfir kjarnorkuvopn-
um, vinni að því að koma sér upp
slíkum vopnum. Tækin komu frá
bandarísku fyrirtæki, sem stóð í
þeirri trú að þau yrðu notuð í
tækniháskólanum, en tæki af þessu
tagi má ekki selja til landa, sem
ekki ráða yfir kjarnavopnum.
Samkvæmt fréttum sænska út-
varpsins var það tollurinn á Ar-
landaflugvelli, sem fyrir þremur
vikum opnaði sendingu, sem fara
átti til Irans. I Ijós kom að í pakk-
anum var rafeindabúnaður, sem
hægt er að nota í kveikbúnað kjarn-
orkuvopna. Sendandinn var há-
skólanemi á þrítugsaldri, sem er
fæddur í Iran en hefur alist upp í
Svíþjóð. Neminn var handtekinn og
tekinn til yfirheyrslu en honum síð-
an sleppt. Eftir nánari athugun átti
að taka hann fastan en þá kom í ljós
að hann hefur látið sig hverfa, svo
nú er hann eftirlýstur.
Svo virðist sem neminn hafi í
fyrra keypt sams konar búnað frá
sama fyrirtæki og þá fyrir beiðni
skyldmennis í Iran. Um er að ræða
búnað, sem kallast „tyratron", og
var þróaður tO að nota í kjarna-
vopn. Er hann nú einnig notaður í
aðra hátækni, tO dæmis í rönt-
gentæki. Neminn hafði keypt bún-
aðinn frá Stokkhólmsskrifstofu
bandaríska fyrirtækisins Richard-
son Electronics og látið líta svo út
að búnaðurinn yrði notaður í skól-
anum með því að falsa skjöl.
I samtali við sænska útvarpið
sagði yfirmaður Stokkhólmsskrif-
stofunnar að afleitt væri að þessi
búnaður hefði fengist en erfitt væri
að verjast svindli af þessu tagi.
Málið styrkir grun, sem þegar er
fyrir hendi um að íran sé að koma
sér upp kjarnorkuvopnum, sem
gætu orðið til taks á næstu árum.
FRAMÚRSKARANDI, FJÖLVIRK DÍSELOLÍA
Fjiilvirk hœtiefni í Gteðadisel ESSO „Premium Diesel"
Olíufélagið hf. ESSO býður nú aðeins díselolíu sem uppfýllir
Evrópustaðalinn EN 590 um umhverfisvemd - og til að
auka endingartima og tryggja þýðan gang vélarinnar bcetir
Olíufélagið fjölvirkum bætiefnum í alla sína díselolíu.
Einstakt frostþol - allt að -24 °C
Nú eru helstu kuldavandamálin einnig úr sögunni þar sem
ESSO Gæðadísel þolir að vetrarlagi allt að 24 stiga frosti.
ESSO Gæðadíselolía inniheldur:
• Dreifi- og hreinsiefni.
• Cetanetölubætiefni sem stuðlar að réttum
bruna eldsneytis við öll skilyrði.
• Smur- og slitvamarefni.
• Tœringarvamarefni.
• Antioxidant stöðugleikaefni.
• Demulsifier vatnsútfellingarefni.
• Froðuvamarefni.
• Lyktareyði.
• Bakteríudrepandi efni.
£ssoj
ESSO gœðaeldsneyti á bílinn - afhreinni hollustu við vélina og umhverfið.
Olíuf élagið hf
www.esso.is
• Hindrar tœringu í
eldsneytiskerfinu.
VEISTU UM
AÐRA BETRI?
* Fullkomnar eldsneytisbrunann
vegna hœkkaðrar cetanetölu.
- innihéldur ekki klór.
• Ver eldsneytiskerfið gegn sliti.
• Kemur í vegfyrir að ol
freyði við áfyllingu tanka.
• Heldur kuldaþoli olíunnar í hámarki.
• Fullkomnar bruna í vélum, hvort sem þœr
eru með eða án forbrunahólfs.
» Dregur úr reyk- og hávaðamengun.
• Stenst ströngustu kröfur
vélaframleiðenda - oggott betur!
• Heldur kerfum vélanna hreinum
og hreinsar upp óhrein kerfi.
DÍSEL
ESSO bœtir um betur