Morgunblaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 1
234. TBL. 87. ÁRG. FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Alþjóðabank- inn varar Rússa við Moskvu. Rcuters. MICHAEL Carper, aðalfulltrúi Ai- þjóðabankans í Moskvu, varaði Rússa við því í gær að bankinn kynni að hætta að veita þeim lán ef út- gjöldin til hersins færu úr böndunum vegna átakanna í Tsjetsjníu. „Ef útgjöldin til hermála snar- aukast og stofna fjárlögunum í hættu... myndi það gera okkur ókleift að halda áfram greiðslu að- lögunarlána," sagði Carper. Alþjóðabankinn heimilar ekki að slík lán séu notuð til kaupa á vopnum. ■ Rússar halda áfram/28 • • Oldungadeild Bandarrkjaþings hafnar banni við kjarnorkutilraunum Washington, Peking, París. Reuters. RAÐAMENN í Evrópu sögðust í gær hafa miklar áhyggjur af því að sú ákvörðun öldungadeildar Bandaríkjaþings að hafna samningnum um alls- herjarbann við kjarnorkusprengingum í tilraunaskyni gæti grafið undan tO- raunum til að stemma stigu við útbreiðslu kjarnavopna í heiminum. Við- brögð kjamorkuveldanna í Asíu voru þó ekki eins neikvæð og spáð hafði verið og Kínverjar og Indverjar sögðust enn styðja samninginn. Tveh' þriðju öldungadeildarinnar, eða 67 þingmenn, þurftu að sam- þykkja samninginn um tilrauna- bannið en aðeins 48 þingmenn studdu hann í atkvæðagreiðslunni í fyrrakvöld. 51 þingmaður greiddi at- kvæði gegn honum. Þetta er í fyrsta sinn sem öldunga- deildin hafnar mikilvægum alþjóða- samningi frá Versala-samningnum eftir fyrri heimsstyrjöldina. Niður- staða atkvæðagreiðslunnar þýðir að samningurinn getur ekki gengið í gildi þar sem hann kveður á um að til þess þurfi 44 ríki, sem eiga eða geta framleitt kjarnavopn, þ.á m. Banda- ríkin, að staðfesta hann. Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagði þó að því færi fjarri að „orrust- unni“ væri lokið og kvaðst sannfærð- ur um að öldungadeildin myndi sam- þykkja samninginn síðar. Hann bætti ap við að Bandaríkjastjóm myndi ekki streng í forystugrein og segir að ákvörðun öldungadeildarinnar geti valdið utanríkisstefnu og þjóðarör- yggi Bandaríkjanna verulegum skaða. Erfiðara verði að koma í veg fyi’ir að ríki eins og íran, írak og Norður-Kórea smíði kjarnavopn og kjarnorkuveldi eins og Rússland kunni þegar fram líði stundir að freistast til að hefja leynilegar kjarn- orkutilraunir. Kínverjar, sem hafa undirritað samninginn, sögðust þó ætla að flýta staðfestingu samningsins á kín- verska þinginu og beita sér fyrir því að hann gangi í gildi. Stjóm Indlands, sem sprengdi kjamorkusprengjur í tilraunaskyni í maí á síðasta ári, kvaðst ætla að halda áfram að beita sér fyrir þvi að samningurinn yrði staðfestur á þingi landsins. Ekki var vitað um afstöðu Pakist- ana, sem svöraðu kjarnorkuspreng- ingum Indverja með eigin kjarnorku- tilraunum á síðasta ári. Nawaz Sharif, íyrrverandi forsætisráðherra, sem pakistanski herinn steypti af stóli á þriðjudag, hafði lofað að undir- rita samninginn innan árs. afnema bann við kjamorkutilraun- um, sem hún setti að eigin fram- kvæði, og skoraði á önnur ríki að gera hið sama. Niðurstaða at- kvæðagreiðslunn- ar er þó mikill ósigur fyrir Clint- on, sem undirritaði samninginn 1996 og hefur gert baráttuna gegn út- breiðslu kjarnavopna að forgangs- máli í utanríkisstefnu sinni. Bill Clinton Kínverjar hyggjast flýta staðfestingu samningsins Ráðamenn í nokkram Evrópuríkj- um sögðust hafa miklar áhyggjur af þvi að niðurstaðan á Bandaríkjaþingi gæti torveldað tilraunir til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kjarna- vopna í heiminum. Franska utanrík- isráðuneytið sagði t.a.m. að öldunga- deildin hefði grafið undan trúverðug- leika Bandaríkjamanna sem forystu- þjóðar í baráttunni gegn kjarnorku- vánni. The New York Times tekur í sama Kínverjar og Indverjar segjast styðja bannið Hróp gerð að forseta Serbíu ÞÚSUNDIR stjórnarandstæð- inga gerðu í gær hróp að Milan Milutinovic, forseta Serbíu, þeg- ar hann vígði brú sem eyðilagð- ist í bænum Nis í loftárásum Atlantshafsbandalagsins fyrr á árinu. Um 6.000 stuðningsmenn bandalags serbnesku stjórnar- andstöðunnar komu saman í miðbænum og stóðu andspænis 2.000 stuðningsmönnum Sósíal- istaflokksins, flokks Slobodans Milosevic, forseta Júgóslavíu. Um hundrað óeirðalögreglumenn komu í veg fyrir að hópunum lysti saman. Eftir að Milutinovic fór af staðnum gengu lögreglumenn- irnir í skrokk á tíu stjórnarand- stæðingum og einn þeirra var fluttur á brott með sjúkrabfl. Serbneska sljórnarandstaðan hefur staðið fyrir daglegum mót- mælum gegn stjórn Milosevic frá 21. september og vonast til þess að geta steypt henni af stóli í kosningum. Sljórnarandstöðu- flokkarnir náðu í gær samkomu- lagi um hvernig haga bæri kosn- ingunum til að tryggja að þær yrðu fijálsar og lýðræðislegar. „Við krefjumst hringborðsum- ræðna við yfirvöld og að kosn- ingar verði skipulagðar eins fljótt og mögulegt, er,“ sagði Vuk Obradovic, leiðtogi eins sljórnar- andstöðuflokkanna. Þeir vilja að efnt verði til kosninga í Serbíu ekki síðar en í byijun næsta árs. Yfírmenn hersins í Pakistan lýsa yfír neyðarástandi í landinu Stjórnarskráin numin úr gildi og þingið leyst upp íslamabad. Reuters, AFP. AP Óeinkennisklæddir lögreglumenn handtaka stuðningsmann Nawaz Sharifs, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, í Lahore. HER Pakistans lýsti yfir neyðar- ástandi í landinu í gærkvöldi og kvaðst hafa numið stjórnarskrána úr gildi og leyst upp þingið. „Allt Pakistan verður undir stjórn hers- ins,“ sagði í yfirlýsingu frá Pervez Musharraf, yfirmanni hersins, sem steypti Nawaz Sharif forsætisráð- herra af stóli í valdaráni hersins á þriðjudagskvöld. í yfirlýsingunni var ennfremur til- kynnt að allir ráðherrar og héraðs- stjórar í landinu ættu að láta af störf- um. Musharraf yrði æðsti embættis- maður framkvæmdavaldsins en Rafiq Tarar forseti héldi þó embætti sínu. Þinghúsinu lokað Áður en herinn lýsti yfir neyðar- ástandi lokaði hann þinghúsinu í Islamabad eftir að hafa skipað öllum starfsmönnum þingsins að fara það- an. Fyrir valdaránið hafði verið ákveðið að neðri deild þingsins kæmi saman í dag. Fregnir hermdu ennfremur að Nawaz Sharif hefði verið fluttur frá íslamabad til heimaborgai’ sinnar, Lahore. Talsmenn hersins héldu áfram að úthúða Sharif til að verja valdaránið, sökuðu hann um að hafa gert sam- særi gegn hernum og „lekið hernað- arlegum leyndarmálum". Pakistönsk dagblöð sögðu að nokkrir stuðningsmenn Sharifs í hernum yrðu leiddir fyrir herrétt, m.a. undirhershöfðingi, sem Sharif hugðist gera að yfirmanni hersins þegar hann reyndi að reka Mus- harraf. Pólitíska tómarúmið í landinu og orðrómur um að sett yrðu herlög urðu til þess að gengi pakistanskra hlutabréfa lækkaði um 7% í gær. Vilja mynda bráðabirgðastjórn Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, skoraði á pakistanska herinn að koma á borg- aralegri stjórn sem allra fyrst. Ráða- menn fjölmargra ríkja hafa tekið í sama streng og hvatt herinn til að boða strax til kosninga en nokkrir pakistanskir stjórnmálamenn hafa sagt að fyrst þurfi að mynda bráða- birgðastjórn. Farooq Leghari, fyrr- verandi forseti, sem sagði af sér eftir valdabaráttu við Sharif, sagði að mynda þyrfti bráðabirgðastjórn til að skera upp herör gegn spillingu og undirbúa kosningai’. Leiðtogi Lashkar-e-Taiba, her- skárrar hreyfingar múslima, krafðist hins vegar þess að stofnað yrði ís- lamskt ríki og sagði að lýðræði væri engin lausn á vanda landsins. Manm-éttindasamtökin Amnesty International sögðu að valdaránið væri afleiðing versnandi ástands í mannréttindamálum í Pakistan. Valdaránið sýndi að brýnt væri að koma á lagalegum og stjórnarfars- legum umbótum til að tryggja að mannréttindi yrðu höfð í heiðri. Pakistanskir fjölmiðlar sögðu að herinn hefði séð sig knúinn til að steypa Shai’if af stóli vegna eimæð- istilburða hans. „Ólýðræðislegir stjórnarhættir kjörinna valdhafa Pakistans urðu til þess að herinn - öflugasta og traustasta stofnun landsins - átti einskis annars úrkosti en að skerast í leikinn,“ sagði í for- ystugrein dagblaðsins The News.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.