Morgunblaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Ingimundur Ingimundarson
Tína birkifræ
FULLTRÚAR Umhverfissjóðs verslunarinnar, Land-
græðslunnar, Skógræktarfélags Islands, bændur og
sveitarstjórnarmenn kynntu sér í vikunni áform og
framkvæmdir við landbótaáætlun undir Hafnarfjalli.
Myndin var tekin þegar Friðrik Aspelund héraðsfull-
í Hafnarskógi
trúi Landgræðslunnar og Guðmundur Sigurðsson
ráðunautur tindu birkifræ í Hafnarskógi. Verkefnið
felur meðal annars í sér stækkun Hafnarskógar, þar
sem notuð verða fræ af Hafnarskógarkvæmi, og upp-
græðslu víðáttumikilla mela.
Reykjavíkurborg dæmd til greiðslu skaðabóta
Heimilisstörf jöfn
launatekjum
HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt
Reykjavíkurborg til að greiða konu
bætur vegna slyss sem hún varð
fyrir í skíðalyftu í Skálafelli í febrú-
ar 1997. Fyrir slysið hafði konan
unnið í hálfu starfi utan heimilis og
fékk greiddar bætur frá trygginga-
félagi Reykjavíkurborgar vegna
missis tekna af þeirri atvinnu í eitt
ár. Hæstiréttur komst að þeirri nið-
urstöðu, að með réttu ætti að borga
konunni tvöfalda þá upphæð, þ.e.
leggja heimilisstörf hennar að jöfnu
við störf utan heimilis.
Konan slasaðist í Skálafelli þeg-
ar lyftustóll lenti á herðum henn-
ar, hálsi og baki þegar hún var að
aðstoða barn sem hafði fallið úr
lyftustólnum efst, þar sem fara á
úr honum. Við slysið hlaut hún
tímabundna og varanlega örorku. I
örorkumati var tímabundið at-
vinnutjón hennar metið 100% í eitt
ár.
Við útreikning bóta vildi konan að
miðað yrði við að hún hefði verið í
fullu starfi, enda hefði hún hvorki
getað sinnt starfi sínu utan heimilis
né innan þess í eitt ár. Af hálfu
Reykjavíkurborgar og tryggingafé-
lagsins Sjóvár-Almennra var við
það miðað að hún hefði misst tekjur
vegna hálfs starfs utan heimilis og
ekki ættu að koma bætur fyrir störf
á heimili.
í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í
mars sl. var vísað til þess, að konan
hefði ekki sýnt fram á að hún hefði
beðið tjón vegna vangetu til að
stunda heimilisstörf og kröfu henn-
ar um frekari bætur var hafnað.
Hæstiréttur tekur annan pól í hæð-
ina og vísar til þess að samkvæmt
ótvíræðu orðalagi skaðabótalaga nr.
50/1993 eigi konan rétt á bótum fyr-
ir tímabundið atvinnutjón vegna
vinnu sinnar við heimilisstörf. „Fjár-
hæð bóta vegna slíks tjóns á sam-
kvæmt því, sem segir í fyrmefnda
lagaákvæðinu, að miðast við verð-
mæti þess háttar vinnu,“ segir
Hæstiréttur. „Stefndi [Reykjavíkur-
borg] hefur hins vegar ekki sérstak-
lega mótmælt þeim forsendum sem
áfrýjandi [konan] leggur tU grund-
vallar við útreikning á höfuðstól
kröfu sinnar. Kröfu áfrýjanda um
vexti hefur heldur ekki verið and-
mælt. Verða því dómkröfur áfrýj-
anda að fuUu teknar tU greina."
Reykjavíkurborg var þar með
gert að greiða konunni tæplega 1,1
mUljón króna, auk vaxta frá febrúar
1997, auk 400 þúsund króna í máls-
kostnað í héraði og fyrir Hæsta-
rétti.
Nefndaseta ríkisendur-
skoðanda gagnrýnd
Lokað fyrir möguleika
til misnotkunar korta
í UMRÆÐUM um starfsskýrslu
Ríkisendurskoðunar fyrir árið 1998,
sem fram fóru á Alþingi í gær, kom
fram nokkur gagnrýni á setu Sig-
urðar Þórðarsonar ríkisendurskoð-
anda í nefndum á vegum fram-
kvæmdavaldsins en að áliti stjórn-
arandstæðinga rýrir það tUtrú
manna á hlutleysi ríkisendurskoð-
anda.
Guðmundur Árni Stefánsson,
þingmaður Samfylkingar, benti á í
umræðum um starfsskýrsluna að
rikisendurskoðandi væri fyrst og
fremst starfsmaður Alþingis. Hann
ætti að vera hlutlaus umsagnaraðUi
og að einkum væri mikUvægt að
sjálfstæði hans gagnvart ri"kisvald-
inu væri tryggt.
Guðmundur Árni gagnrýndi að
rUdsendurskoðandi skyldi hafa tek-
ið sæti í starfshópi, sem Sturla
Böðvarsson samgönguráðherra
skipaði í sumar, sem hafði það verk-
efni að leita svara og afla tillagna tU
handa samgönguráðherra vegna
ábendinga og athugasemda Sam-
keppnisstofnunar um starfsemi
Landssímans. Hélt Guðmundur
Ami því fram að um pólitíska ráð-
gjafanefnd væri að ræða.
Fleiri stjómarandstæðingar tóku
undir gagnrýni Guðmundar Árna
og sagði Lúðvík Bergvinsson, Sam-
fylkingu, að ríkisendurskoðandi
hefði jafnvel gert sig vanhæfan,
með því að taka sæti í starfshópn-
um. Érfitt yrði fyrir Alþingi að leita
eftir hlutlausu áliti hans um tUlög-
umar við þessar kringumstæður.
Sturla Böðvarsson samgönguráð-
herra svaraði því hins vegar tU að
honum hefði þótt eðlUegt að ríkis-
endurskoðandi kæmi að vinnu
starfshópsins þar sem hann sæi um
endurskoðun á efnahags- og rekstr-
arreikningi Landssímans. Ennfrem-
ur hefði forsætisnefnd Alþingis ekki
gert athugasemdir við að rfidsend-
urskoðandi tæki sæti í starfshópn-
um Jirátt fyrir mótbárur Guðmund-
ar Áma á þeim vettvangi.
KORTAFYRIRTÆKIN hafa lokað
fyrir möguleika korthafa og söluaðUa
á að nota veltukort þegar ekki er næg
úttektarheimild. Eins og fram kom í
Morgunblaðinu í gær hafa nokkrir
söluaðUar í Grindavík kvartað til
Fjármálaeftirlitsins vegna endur-
kröfu Europay ísland á greiðslum
sem þannig em til komnar.
Nítján ára pUturinn úr Grindavík
sem sagt var frá í frétt Morgunblaðs-
ins í gær stóð ekki einn. Félagi hans
hafði samband við blaðið í gær og
sagði að þau hefðu verið fjögur sam-
an. Hann segir að upphaflega hafi
þau fengið upplýsingar hjá af-
greiðslumanni í Reykjavík um mögu-
leika þess að fá heimUd tU úttektar
með því að stimpla inn ákveðnar tölur
í posann. Þeim hafi verið sagt að fá
mætti heimild með því að stimpla inn
töluna 11 og síðan íýrstu tölustafina í
kortanúmerinu. Síðar hafi þau einnig
komist á snoðir um að nota mætti töl-
una 5489 og fleiri tölur. Þessa leið
hafi þau notað enda vitað til þess að
það gerðu fleiri. Komu þau sér í 2,5
milljóna króna skuld á veltukortum
SPRON með þessum hætti.
Grindvíkingurinn segir að þegar í
óefni var komið og ekki hefði tekist að
semja við bankann um endurgreiðslu
peninganna hefðu þau fai-ið á fund
forráðamanna allra fyrirtækjanna í
Grindavík og samið um greiðslu
skuldarinnar. Skuldin við fyrirtækin
yrði gerð upp en bankinn yrði að sitja
á hakanum vegna þess að hann hefði
ekki verið reiðubúinn að semja nema
með afarkostum. Þeim hafi verið gert
að greiða frá 50 og upp í 250 þúsund
krónur á mánuði og slíkum greiðslum
geti ekkert þeirra staðið undir.
Ragnar Önundarson, fram-
kvæmdastjóri Europay Island, segir
að búið sé að loka fyrir tæknilega
möguleika þess að komast fram hjá
því að hringja í Europay þegar pos-
inn hefur beðið söluaðilann að leita
þar heimildar. Möguleikinn sem ung-
mennin í Grindavík og fleiri hafa not-
að sér var tæknilega fyrir hendi þeg-
ar minniháttar vanskil voru á korti.
Tölvan bað afgreiðslumanninn þá um
að hafa samband við Europay í þeim
tilgangi að starfsmaður þar gæti met>
ið það hvort veita ætti úttektarheim-
ild eða ekki. Samkvæmt upplýsingum
Ragnars var þessi möguleiki ekki fyr-
ir hendi þegar úttekt var beinlínis
synjað eða þegar posinn óskaði eftir
að kortið væri tekið úr umferð.
Ragnar kannast ekki við að mörg
dæmi séu um að korthafar og söluað-
ilar hafi misnotað kort sín með þeim
hætti sem um er rætt. Tekur þó fram
að ekki hafi reynt á það nema kort-
hafinn lenti í vanskilum og greiddi
ekki úttekt sína.
Lögreglurannsókn stendur yfír vegna ólöglegs innflytjanda sem kom hingað frá fran
Er vistaður eins og
pólitískur flóttamaður
ÚTLENDINGAEFTIRLITIÐ
hefur ekki komið að máli Marewan
Mostafa, sem var handtekinn hinn
5. október eftir að hafa komið ólög-
lega inn í landið snemma í þessum
mánuði, án þess að gefa sig fram
við landamæraeftirlit á Keflavíkur-
flugvelli. Er ástæðan sú að mál
hans er enn á rannsóknarstigi hjá
lögreglunni.
Mostafa, sem er 27 ára gamall
og hefur sagst vera frá Iran, er nú
í umsjón Rauða Kross Islands
samkvæmt samningi dómsmála-
ráðuneytisins við RKI, eftir að
Hæstiréttur felldi úr gildi úr-
skurð héraðsdóms um að hann
skyldi sitja í viku gæsluvarðhaldi
meðan lögreglan rannsakar mál
hans.
Ekki skilgreindur sem
pólitískur flóttamaður
Að sögn Karls Steinars Vals-
sonar aðstoðaryfirlögregluþjóns
er núverandi vistun Mostafa í
samræmi við þá meðferð sem póli-
tískir flóttamenn fá, þrátt fyrir að
hann hafi ekki enn verið skil-
greindur sem pólitískur flóttamað-
ur, enda sé það eingöngu á færi
Útlendingaeftirlitsins að ákveða
um slíkt að lokinni rannsókn lög-
reglu.
Georg Kr. Lárusson, forstjóri
Útlendingaeftirlitsins segir að
hlutverk stofnunarinnar sé að meta
hvort menn, sem krefjast pólitísks
hælis, uppfylli ákveðin skilyrði til
að unnt sé að veita þeim landvist
sem pólitískum flóttamönnum s.s.
þeim, að þeir komi frá löndum þar
sem þeim er hætta búin.
Rannsókn lögreglunnar miðar
að því að komast að því hver mað-
urinn er og hvaðan hann kom.
Karl Steinar Valsson hefur stað-
fest að maðurinn hafi sagt við yfir-
heyrslur lögreglunnar að hann
muni ekki ferðaleið sína til land-
ins.
í fyrrnefndum gæsluvarðhalds-
úrskurði héraðsdóms, sem Hæsti-
réttur felldi úr gildi, kemur fram
að Mostafa hafi gefið óljós svör
um hvað hann ætlist fyrir hér-
lendis og hvernig hann hafi kom-
ist til landsins. Hafi hann eyðilagt
vegabréf sitt og farseðil við kom-
una til landsins, verið peningalaus
og ekki haft neinn stað til að
dvelja á.
Gefi sig fram við lögreglu til að
biðja um pólitískt hæli
Að sögn Georgs Kr. Lárussonar
er vaninn sá að þeir útlendingar sem
koma hingað til lands og óska eftir
hæli, gefi sig fram við landamæra-
eftirlit lögreglu, þ.e. lögregluna í
Keflavík. Sé það í verkahring lög-
reglunnar að taka frumskýrslu af
viðkomandi til að sannreyna hvaðan
hann kemur og hver hann er.
„Til er einnig að útlendingar
sem hingað koma biðji ekki um
pólitískt hæli og komi án vega-
bréfsáritunar ef þeir eru utan
EES,“ segir Georg Kr. Lárusson.
„í slíkum tilvikum er viðkomandi
snúið við og fluttur til þess lands
sem hann kom frá, en almenna
reglan er að lögregla taki frum-
skýrslu og kanni ferðaleiðir við-
komandi, skilríki og uppruna. Ef
viðkomandi leggur fram ósk um
pólitískt hæli er henni síðan komið
á framfæri við Útlendingaeftirlitið
sem ákveður framhaldið."
Fjöldi útlendinga sem leitað hef-
ur hælis sem pólitískir flóttamenn
hérlendis hefur margfaldast á síð-
astliðnum árum, en áberandi fjölg-
un var á milli áranna 1997 og 1998.
Árið 1997 sóttu sex einstaklingar
um hæli og ári síðar var fjöldinn
kominn upp í 24, en þar af voru 6
endursendir, 12 fengu leyfi, 3 var
synjað um hæli og einn beið af-
greiðslu við ársuppgjör.
Georg Kr. Lárusson segist
ánægður með það fyrirkomulag
sem felist í samningi dómsmála-
ráðuneytisins og RKI um vistun
pólitískra flóttamanna en segir
engu síður að huga þurfi betur að
gæslumálum útlendinga, sem sæta
rannsókn yfirvalda. Segir hann að
líta megi til þess fyrirkomulags
sem við lýði sé í Noregi þar sem út-
lendingar án dvalarleyfis séu t.d.
vistaðir í þartilgerðum „búðum“
eða opnum svæðum, en besti kost-
urinn væri fólginn í því að hafa op-
ið fangelsi fyrir útlendinga þar sem
brotamenn væru ekki vistaðir, ef
þörf væri á gæslu þeirra á annað
borð.