Morgunblaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN „Barnavernd44 jákvætt hugtak! Burt með barna- verndargrýluna Á SÍÐASTLIÐN- UM tveimur árum hefur starfsfólk Fjöl- skyldu- og félagsþjón- ustu Reykjanesbæjar unnið markvisst að því að eyða fordómum og þeirri „grýlu“-ímynd sem einkennt hefur hugtakið „þarna- vemd“ meðal íslend- inga í aldanna rás. I 1. grein laga um vernd barna og ung- menna nr. 58/1992 segir m.a. „markmið barnaverndar er að tryggja börn- um og ungmennum viðunandi upp- eldisskilyrði. Skal það gert með því að styrkja uppeldishlutverk fjöl- skyldunnar og beita úrræðum til verndar einstökum bömum þegai- það á við“. Við teljum að lögin veiti okkur þannig ótvírætt svigrúm til að túlka „barnavernd" á jákvæðari hátt en gert er og kveði beinlínis á um víð- tækari skilgreiningu en almennt tíðkast. Það að hugtakið barnavernd hef- ur verið litið neikvæðum augum, teljum við að miklu leyti mega rekja til þröngrar skilgreiningar barnaverndai'yfirvalda á lögunum, sem hefur gert það að verkum að fólk hræðist afskipti þeirra og held- ur jafnvel að þau jafngildi sundr- ungu fjölskyldunnar. Breyttar áherslur - sýnilegri þjónusta Til að breyta þessari þróun höf- um við lagt áherslu á að kynna starfsemi okkar, gera hana áhuga- verða fyrir foreldra og aukið sveigj- anleika þjónustunnar eftir þörfum hverju sinni. Kynning á starf- seminni hefur farið fram með ýmsum hætti s.s. í fjölmiðlum, á fundum og nú síðast var bældingi dreift í hvert hús í sveitarfé- laginu. Sem dæmi um áherslubreytingar bjóðum við foreldrum allra bama, sem þess óska, ráðgjöf sálfræð- ings og félagsráðgjafa varðandi uppeldi bama þeirra og hefur sú þjónusta fallið í góðan jarðveg. Við upphaf samstarfs hverju sinni er foreldrum gert ljóst að málið er unnið á grundvelli barnaverndarlaga og áhersla lögð á barnavernd sem jákvætt stuðn- ingsúmæði með forvamalegt gildi. Barnavemdarnefnd í Reykjanesbæ fer nú einnig með öryggismál barna og teljum við það hafa hjálpað mjög í viðleitninni til að afmá barna- vemdargrýluna, þar sem það starf er allt unnið fyrir opnum tjöldum og gerir nefndina því sýnilegri. Foreldra- hlutverkið Samkvæmt eðli náttúrunnar verður fólk foreldrar við misjafnar aðstæður og er misvel undir hlut- verkið búið, sem er þó án efa eitt stærsta og mest krefjandi hlutverk sem nokkur einstaklingur tekur að sér. Þá er fræðsla um uppeldi og aðbúnað bama ekki eins aðgengi- leg og ætla mætti miðað við mikil- vægi hlutverksins. Þar teljum við hjá Fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar að bamavemdin eigi að koma inn. Hún á að tryggja að þeir foreldrar sem þurfa aðstoð við foreldrahlutverkið, af hvaða Hjördís Árnadóttir Barnaverndarmál Reynsla og árangur tveggja síðustu ára af breyttum áherslum í barnaverndarstarfí, segir Hjördís Árnadótt- ir, sýnir okkur hjá Fjöl- skyldu- og félagsþjón- ustu Reykjanesbæjar að við erum á réttri leið. ástæðu sem er, fái leiðbeiningu eða stuðning allt eftir þörfum hverju sinni. Með þetta að leiðarljósi höfum við náð umtalsverðum árangri sem glögglega má sjá á fjölgun þeirra mála sem skráð voru milli áranna 1997 og 1998, en hún nam 75%. Betur má ef duga skal! Þrátt fyrir breyttar áherslur og mikla kynningu, koma enn upp mál, þar sem aðilar, bæði þeir sem til- kynna og þeir sem tilkynnt er um, líta mjög neikvætt á afskipti barna- vemdaryfírvalda. Undantekning- arlítið hefur starfsmönnum tekist að vinna traust þessa fólks og um leið skapast aðstæður til viðunandi stuðningsúrræða. Þó er ekki hægt að útiloka að til þvingunaraðgerða komi í einstökum málum, en þeim hefur fækkað verulega. Reynsla og árangur tveggja síð- ustu ára af breyttum áherslum í barnaverndarstarfi segir okkur hjá Fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar að við séum á réttri leið. Við munum því fylgja þeirri þróun í von um að barna- vemdargrýlan verði þjóðsaga áður en langt um líður, líkt og Grýla sjálf er nú í hugum flestra landsmanna. Höfundur er félagsmálastjóri hjá Reykjanesbæ. HUGBÚNAÐUR FYRIRWINDOWS Frábær þjónusta KERFISÞROUN HF. Fákafeni 11 • Sími 568 8055 www.islandia.is/kerfisthroun Miklu lægra veró Sama gæða varan FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999 57 toppar lussur Hverfisgötu 50 O Sími 551 5222 f Nýjungar f anda haustsins Arden kynning í Apóteki Garðabæjar í dag Kynntur verður nýr andlits- farði, SMART WEAR. Þessi nýi andlitsfarði er mjög léttur, gefur húðinni náttúrulegt útlit, er auðveldur f notkun og smitar ekki út frá sér. Verið velkomin! RÁÐGJÖF Á STAÐNUM Elizabeth Arden .Fegurðarinnar fremsta nafn Kröftug og áhrifarík bætiefni Gerir þú kröfur til þeirra bœtiefna, sem þú kaupir? Auövitað gerir þú það! Þess vegna viljum við benda þér á BlO-bætiefnin frá danska lyfjafyrirtækinu Pharma Nord. ■ BlO-bætiefnin eru framleidd samkvæmt ströngustu kröfum um lyfja- framleiöslu. ■ BlO-bætiefnin eru hrein náttúruleg bætiefni. ■ Á bak við hvert bætiefni liggja margra ára rannsóknir og þróunarvinna, sem tryggir hámarksvirkni. ■ Hvert hylki og tafla eru sérpökkuð í þynnupakkningum. Þaö auðveldar alla meðhöndlun og tryggir hreinlæti. BIO-QUINON Q10 eykur úthald og orku. BIO-BILOBA skerpir athygli og einbeitingu. Dregur úr hand- og fótkulda. BIO-SELEN+ZINK er áhrifaríkt andoxunarefni. BIO-CHROM stuðlar aö bættu sykurjafnvægi líkamans, dregur úr þreytu og tilefnislausu hungri. BIO-CALCIUM • BIO-CAROTEN • BIO-E-VITAMIN • BIO-FIBER • BI0-GLANDIN BIO-HVÍTLAUKUR • BIO-MAGNESIUM • BIO-MARIN • BIO-ZINK BlO-bætiefnin - fyrir þá, sem gera kröfur! THORARENSEN LYF Vatnagörðum 18 • Sími 530 7100 Lyftu upp tilverunni Lyftidýnurnar frá Húsgagnahöllinni eru góð lausn til að fullkomna hvlldina. Þær aðlaga sig að þlnum þörfum. Þú getur stillt höfða- og fótalag að eigin ósk, þannig að líkaminn hvílist og endurnærist. Njóttu llfsins útsofin og hvíld. IDEGRAND LYFTIDÝNA Lúxusdýna moð eínstaka eiginleika. Bólstraður hækkan- legur botn. Rafstýrð stilling við höfða- og fótalag. B90 x L200 sm, 273 Pocketfjaðrir á fcrmetra. Dýnunni má shöævið. Sterkt, vatt- stungið aklaeðí sem hægt er aö þvo við 60". Meiðar,.yfirdýna og dýnuhemnj fylgja. * I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.