Morgunblaðið - 15.10.1999, Side 57

Morgunblaðið - 15.10.1999, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN „Barnavernd44 jákvætt hugtak! Burt með barna- verndargrýluna Á SÍÐASTLIÐN- UM tveimur árum hefur starfsfólk Fjöl- skyldu- og félagsþjón- ustu Reykjanesbæjar unnið markvisst að því að eyða fordómum og þeirri „grýlu“-ímynd sem einkennt hefur hugtakið „þarna- vemd“ meðal íslend- inga í aldanna rás. I 1. grein laga um vernd barna og ung- menna nr. 58/1992 segir m.a. „markmið barnaverndar er að tryggja börn- um og ungmennum viðunandi upp- eldisskilyrði. Skal það gert með því að styrkja uppeldishlutverk fjöl- skyldunnar og beita úrræðum til verndar einstökum bömum þegai- það á við“. Við teljum að lögin veiti okkur þannig ótvírætt svigrúm til að túlka „barnavernd" á jákvæðari hátt en gert er og kveði beinlínis á um víð- tækari skilgreiningu en almennt tíðkast. Það að hugtakið barnavernd hef- ur verið litið neikvæðum augum, teljum við að miklu leyti mega rekja til þröngrar skilgreiningar barnaverndai'yfirvalda á lögunum, sem hefur gert það að verkum að fólk hræðist afskipti þeirra og held- ur jafnvel að þau jafngildi sundr- ungu fjölskyldunnar. Breyttar áherslur - sýnilegri þjónusta Til að breyta þessari þróun höf- um við lagt áherslu á að kynna starfsemi okkar, gera hana áhuga- verða fyrir foreldra og aukið sveigj- anleika þjónustunnar eftir þörfum hverju sinni. Kynning á starf- seminni hefur farið fram með ýmsum hætti s.s. í fjölmiðlum, á fundum og nú síðast var bældingi dreift í hvert hús í sveitarfé- laginu. Sem dæmi um áherslubreytingar bjóðum við foreldrum allra bama, sem þess óska, ráðgjöf sálfræð- ings og félagsráðgjafa varðandi uppeldi bama þeirra og hefur sú þjónusta fallið í góðan jarðveg. Við upphaf samstarfs hverju sinni er foreldrum gert ljóst að málið er unnið á grundvelli barnaverndarlaga og áhersla lögð á barnavernd sem jákvætt stuðn- ingsúmæði með forvamalegt gildi. Barnavemdarnefnd í Reykjanesbæ fer nú einnig með öryggismál barna og teljum við það hafa hjálpað mjög í viðleitninni til að afmá barna- vemdargrýluna, þar sem það starf er allt unnið fyrir opnum tjöldum og gerir nefndina því sýnilegri. Foreldra- hlutverkið Samkvæmt eðli náttúrunnar verður fólk foreldrar við misjafnar aðstæður og er misvel undir hlut- verkið búið, sem er þó án efa eitt stærsta og mest krefjandi hlutverk sem nokkur einstaklingur tekur að sér. Þá er fræðsla um uppeldi og aðbúnað bama ekki eins aðgengi- leg og ætla mætti miðað við mikil- vægi hlutverksins. Þar teljum við hjá Fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar að bamavemdin eigi að koma inn. Hún á að tryggja að þeir foreldrar sem þurfa aðstoð við foreldrahlutverkið, af hvaða Hjördís Árnadóttir Barnaverndarmál Reynsla og árangur tveggja síðustu ára af breyttum áherslum í barnaverndarstarfí, segir Hjördís Árnadótt- ir, sýnir okkur hjá Fjöl- skyldu- og félagsþjón- ustu Reykjanesbæjar að við erum á réttri leið. ástæðu sem er, fái leiðbeiningu eða stuðning allt eftir þörfum hverju sinni. Með þetta að leiðarljósi höfum við náð umtalsverðum árangri sem glögglega má sjá á fjölgun þeirra mála sem skráð voru milli áranna 1997 og 1998, en hún nam 75%. Betur má ef duga skal! Þrátt fyrir breyttar áherslur og mikla kynningu, koma enn upp mál, þar sem aðilar, bæði þeir sem til- kynna og þeir sem tilkynnt er um, líta mjög neikvætt á afskipti barna- vemdaryfírvalda. Undantekning- arlítið hefur starfsmönnum tekist að vinna traust þessa fólks og um leið skapast aðstæður til viðunandi stuðningsúrræða. Þó er ekki hægt að útiloka að til þvingunaraðgerða komi í einstökum málum, en þeim hefur fækkað verulega. Reynsla og árangur tveggja síð- ustu ára af breyttum áherslum í barnaverndarstarfi segir okkur hjá Fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar að við séum á réttri leið. Við munum því fylgja þeirri þróun í von um að barna- vemdargrýlan verði þjóðsaga áður en langt um líður, líkt og Grýla sjálf er nú í hugum flestra landsmanna. Höfundur er félagsmálastjóri hjá Reykjanesbæ. HUGBÚNAÐUR FYRIRWINDOWS Frábær þjónusta KERFISÞROUN HF. Fákafeni 11 • Sími 568 8055 www.islandia.is/kerfisthroun Miklu lægra veró Sama gæða varan FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999 57 toppar lussur Hverfisgötu 50 O Sími 551 5222 f Nýjungar f anda haustsins Arden kynning í Apóteki Garðabæjar í dag Kynntur verður nýr andlits- farði, SMART WEAR. Þessi nýi andlitsfarði er mjög léttur, gefur húðinni náttúrulegt útlit, er auðveldur f notkun og smitar ekki út frá sér. Verið velkomin! RÁÐGJÖF Á STAÐNUM Elizabeth Arden .Fegurðarinnar fremsta nafn Kröftug og áhrifarík bætiefni Gerir þú kröfur til þeirra bœtiefna, sem þú kaupir? Auövitað gerir þú það! Þess vegna viljum við benda þér á BlO-bætiefnin frá danska lyfjafyrirtækinu Pharma Nord. ■ BlO-bætiefnin eru framleidd samkvæmt ströngustu kröfum um lyfja- framleiöslu. ■ BlO-bætiefnin eru hrein náttúruleg bætiefni. ■ Á bak við hvert bætiefni liggja margra ára rannsóknir og þróunarvinna, sem tryggir hámarksvirkni. ■ Hvert hylki og tafla eru sérpökkuð í þynnupakkningum. Þaö auðveldar alla meðhöndlun og tryggir hreinlæti. BIO-QUINON Q10 eykur úthald og orku. BIO-BILOBA skerpir athygli og einbeitingu. Dregur úr hand- og fótkulda. BIO-SELEN+ZINK er áhrifaríkt andoxunarefni. BIO-CHROM stuðlar aö bættu sykurjafnvægi líkamans, dregur úr þreytu og tilefnislausu hungri. BIO-CALCIUM • BIO-CAROTEN • BIO-E-VITAMIN • BIO-FIBER • BI0-GLANDIN BIO-HVÍTLAUKUR • BIO-MAGNESIUM • BIO-MARIN • BIO-ZINK BlO-bætiefnin - fyrir þá, sem gera kröfur! THORARENSEN LYF Vatnagörðum 18 • Sími 530 7100 Lyftu upp tilverunni Lyftidýnurnar frá Húsgagnahöllinni eru góð lausn til að fullkomna hvlldina. Þær aðlaga sig að þlnum þörfum. Þú getur stillt höfða- og fótalag að eigin ósk, þannig að líkaminn hvílist og endurnærist. Njóttu llfsins útsofin og hvíld. IDEGRAND LYFTIDÝNA Lúxusdýna moð eínstaka eiginleika. Bólstraður hækkan- legur botn. Rafstýrð stilling við höfða- og fótalag. B90 x L200 sm, 273 Pocketfjaðrir á fcrmetra. Dýnunni má shöævið. Sterkt, vatt- stungið aklaeðí sem hægt er aö þvo við 60". Meiðar,.yfirdýna og dýnuhemnj fylgja. * I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.