Morgunblaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999 31 Morgunblaðið/Árni Sæberg Stólar eftir Svein Kjarval. I bakgrunni er borð eftir Gunnar Magnússon en á veggnum er veggspjald sem sýnir tíðaranda áranna 1950-1970. Hönnunarsafn Islands Islensk hönnun áranna 1950-1970 ÍSLENSK hönnun 1950-1970 er yf- irskrift sýningar sem opnuð verður í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20, á Garðatorgi 7, nýbyggingu í miðbæ Garðabæjar. Sýningin er kynning- arsýning nýstofnaðs Hönnunar- safns Islands í Garðabæ, sem til var stofnað í desember 1998. Fyrst í stað verður safnið starfrækt í sam- vinnu við Þjóðminjasafn Islands á Lyngási 7. Sýningunni er ætlað að gera hvorttveggja í senn, að kynna þessa nýju safnastofnun fyrir Garð- bæingum og öðrum landsmönnum og vekja athygli á hinum nýja mið- bæ. A þessari sýningu, sem Þórdís Zoega innanhússarkitekt hefur haft umsjón með, er að finna sýnishorn af íslenskum húsbúnaði, húsgögn- um, leirlist, veflist, skarti og graf- ískri hönnun frá sjötta og sjöunda áratugnum, en segja má að á þeim ánim hafi hönnunarhugtakið fest sig í sessi á Islandi í nútímalegum skilningi og Garðabær tekið að mót- ast í átt til sjálfstæðs bæjarfélags. A sýningunni er að finna húsgögn eftir Svein Kjarval, Gunnar H. Guð- mundsson, Gunnar Magnússon, Helga Hallgrímsson og Pétur P. Lúthersson, auk lampa eftir þann síðastnefnda, veflistaverk eftir Júlíönu Sveinsdóttur og Asgerði Búadóttur, leiilist eftir Gest og Rúnu, Ragnar Kjartansson, Hauk Dór, Steinunni Marteinsdóttur og Jónínu Guðnadóttur, skart eftir Leif Kaldal, Ásdísi Sveinsdóttur Thoroddsen, Jens Guðjónsson, Jó- hannes Jóhannesson, Guðbrand Jezorski og Ófeig Bjömsson og loks grafíska hönnun af ýmsu tagi eftir Gísla B. Bjömsson, Kristínu Þor- kelsdóttur, Hilmar Sigurðsson, Friðrikku Geirsdóttur, Torfa Jóns- son og samstarfsfólk þeirra. Sýningunni er fylgt úr hlaði með sýningarskrá þar sem er að finna efni eftir Björn Bjarnason mennta- málaráðherra, Ingimund Pálsson bæjarstjóra, Gunnar Jóhann Birgis- son, formann Þjóðminjaráðs, Stefán Snæbjömsson, innanhússarkitekt og formann stjórnarnefndar safns- ins, og Aðalstein Ingólfsson, nýráð- inn umsjónarmann Hönnunarsafns íslands. A sýningunni verður kynnt tillaga að merki (logo) Hönnunarsafnsips. Félag íslenskra teiknara (FÍT) gekkst fyrir samkeppni meðal fé- lagsmanna sinna og var ein tOlagan valin til áframhaldandi úrvinnslu. Arangur samkeppninnar er hugsað- ur sem framlag FIT til safnsins. Sýningin stendur til 15. nóvem- ber 1999, og er opin mánudaga- föstudaga kl. 14-19 og laugardaga- sunnudaga kl. 12-19. Málþing Hönnunarsafn Islands efnir einnig til málþings í fyrirlestrasal Fjölbrautaskólans í Garðabæ við Skólabraut á morgun kl. 10. Rætt verður um stöðu og hlut- verk hönnunarsafna í nútíð og fram- tíð, og eru frummælendur Volker Albus, prófessor í hönnun við há- skólann í Frankfurt, Reyer Kras, deildarstjóri hönnunardeildar Stedelijk-safnsins í Amsterdam, en hann setti saman umtalaða sýningu á norrænni hönnun í safni sínu fyrr á þessu ári, Paul Thompson, for- stöðumaður Design Museum í Lundúnum, Anniken Thue, for- stöðumaður hönnunarsafnsins í Ósló og Aðalsteinn Ingólfsson, um- sjónarmaður Hönnunarsafns Is- lands. Að loknum ræðum frummælenda gefst almenningi tækifæri til að skeggræða við sérfræðinga um hug- myndir þeirra og skoðanir. Þátttöku má tilkynna til Þjóð- minjasafns Islands. Nýjar bækur • ÞJÓÐRÁÐ er eftir Hörð Berg- rnann. í fréttatil- kynningu segir: „Þjóðráð er inn- legg í umræðuna um þróun og framtíð íslensks þjóðfélags, vandamál þess og viðfangsefni í upphafi nýrrar aldar. Höfundur skÖgreinir hvaða vanda er helst við að etja og varpar fram rökstuddum tillögum um lausnir sem felast ekki í auknum fjárframlögum og meiri hagvexti, heldur breytingu á mark- miðum, lífsháttum og viðhorfum." í bókinni vekur höfundur máls á fjölmörgum vandamálum íslensks nútímasamfélags, veltir fyrir sér leiðum til að leysa þau og bendir á ráð sem hann telur að dugi best. Meðal þeirra spurninga sem varpað er fram í bókinni eru þessar: Hvernig er unnt að efla lýðræði í ís- lensku samfélagi og draga úr völd- um fámennra þrýstihópa? Eru brýnustu verkefnin á dagskrá í þjóðmálaumræðunni? Hvemig má draga úr efnahagslegu kynslóðabili og auðvelda ungu fólki leiðina inn í samfélagið? Hvernig getur stjórnun fiskveiða og úthlutun aflaheimilda orðið haldgóð og réttlát? Hörður hefur áður sent frá sér bókina Umbúðaþjóðfélagið - Upp- gjör og afhjúpun, sem út kom árið 1989. Utgefandi er Bókaútgáfan Iðunn. Menningarsjóður styrkti útgáfu bókarinnar sem er 142 síður, prent- uð í Prisma - Prentbær ehf. Teikn- ingai' eru eftir Halldór Baldursson. Verð: 1.890 kr. Hörður Bergrnann Létt og fjölbreytt TÖJVLIST lláskólabíó SÖNGLEIKJATÓNLEIKAR Forleikir, söngleikjalög og dúettar eftir Suppé, Straus, Lehár, Stolz, Zeller, Offenbach, Kern, Bernstein, Gershwin og Rodgers. Einsöngvarar: Hanna Dóra Sturluddttir; Bergþór Pálsson. Sinfdníuhljómsveit íslands u. stj. Bernharðs Wiikinson. Fimmtu- daginn 14. október kl. 20. ÞRÁTT fyrir yfirgengilega neyzlustýringu einkaútvarpsstöðva á seinni árum, sem ekki sízt er áhyggjuefni meðan tónlistarnotkun, smekkur og forsendur almennings haldast að mestu óþekktar stærðir vegna sinnuleysis félagsfræðinga, virðast eldri gerðir af léttri óperu, þ.e. óperetta og „musical" frá gullöld Broadways (um 1930-70) enn eiga talsverðu fylgi að fagna, eins og álykta mátti af húsfylli í Há- skólabíói í gær. Vönduð könnun myndi eflaust segja nánar til um hvaða þjóðfélagshópar hallast að hverri grein, en í fljótu bragði væri ekki fráleitt að ætla, að vínaróper- ettan höfði mest til elztu kynslóðar, sígræna Breiðvangsefnið til manna um fimmtugt og upp úr, en rokksöngleikirnir frá um 1970 með Lloyd-Webber fremstan meðal jafn- ingja til fólks frá þrítugu og fram á sextugsaldur. Væri slík meginskipt- ing raunar í eðlilegu samræmi við blómaskeið hverrar greinar fyrir sig - að viðbættri 5-10 ára seinkun vegna einangrunar landsins - með seinni heimsstyrjöld og hippaskeið- ið um 1970 sem afgerandi vatnaskil. Tónleikar Hönnu Dóru Sturlu- dóttur, Bergþórs Pálssonar og Sin- fóníuhljómsveitarinnar undir tón- sprota Bemharðs Winlkinson í gær- kvöld, í grænu röðinni svokölluðu sem skv. vetrarskrá er helguð „létt- leika og fjölbreytni", einkenndust af téðum eldri greinum. Fyrri hlutinn var frá þeim tímum er þýzkan var alþjóðamálið í léttri tónlist og Vín- arborg nafli tónlistarheimsins, enda viðfangsefnin öll eftir þýzka eða austurríska óperettuhöfunda að undanskildu Can-can eftir Jaques Offenbach, franskan höfund sem var fyrirmynd margra þýzkumæltra óperettuhöfunda á síðari hluta 19. aldar. Meðal þeirra var Franz von Suppé (d. 1895) sem var fyrirferðar- mikill á tónleikaskrám Hljómsveitar Reykjavíkur hér áður fyrr. Reið hann á vaðið með czardas-ívafna forleiknum Leichte Kavallerie; dæmigerðri „hljómskálamúsík" sem segja má að hafi runnið sitt síðasta skeið með perlum Leroys Anderson og Roberts Famon á 5. og 6. ára- tug. Er íhugunarefni hvað veldur því að síðari tíma tónskáld hafi gjör- sneitt hjá slíkri skemmtitónlist, en vera má að aukið afþreyingarfram- boð sjónvarpsins, ásamt miskunnar- lausri frumleikakvöð nútímans, hafi vegið þyngst á metunum. Smámeistarinn Oscar Straus átti heiðurinn af bráðfallegum „Traumwaltz" úr óperettunni Walz- ertraum, þar sem Hanna Dóra og Bergþór sungu dúett við liðugan Vínar- „Schwung" hljómsveitarinn- ar. Berþór söng Gem hab’ ich die Frauen gekusst úr „Paganini“ eftir Lehár, sem var eins og klæðskera- saumað fyrir raddtýpu hans. Einn síðasti vínaróperettuhöfundurinn var Robert Stolz (d. 1975), og söng Hanna Dóra eftir hann Kaiser meine Seele sein við hlýjar undir- tektir. Þau Hanna og Bergþór sungu þvínæst annan fallegan vals, Schenkt man die Rosen; dúett eftir Karl Zeller (d. 1898) sem sagður er hafa rifið vínaróperettuna úr tíma- bundnum doða í lok 19. aldai' (milli J. Strauss og Lehárs) með óperett- unni Fuglasalanum 1891. Fyrri hálfleik lauk svo með íðilfallegri út- færslu Sinfóníuhljómsveitarinnar á Can-Can úr Orfeifi í Undirheimum sem eftir sinfónískulegan fyrripart lauk á samnefndum pilsasviptandi dansi, er varð tilefni álíka mikils dansæðis sunnar í álfu laust fyrir 1860 og tangóinn í byrjun þessarar aldar. Eftir hlé færðist fókusinn yfir á meistara Broadways. Jerome Kern hóf gullöldina þar vestra með Show- boat (1927), þaðan sem fyrst var leikinn forleikur í dæmigerðum am- erískum leikhúsvaðalstfl 3. áratug- ar, svo minnti jafnvel á sirkus. Hanna Dóra söng léttblúsaða gim- steininn Can’t Help Lovin’ Dat Man með hrífandi tilþrifum er komu undirrituðum á óvart, enda við- fangsefnið allólíkt hefðbundnum óp- erusöng. Bergþór tók þarnæst fyrir eitt af glansnúmerum sínum, 01’ Man River og vakti sem von var mikla hrifningu, þó að „twangy“ raddbeiting hans í anda Als Jolsons - hér sem stundum síðar - jaðraði við að verka belgingsleg: m.a.s. vottaði fyrir henni í Some Enchanted Evening, þar sem sízt átti við. Hljómsveitin fékk að taka á öllu sínu í líklega snjallasta musical-for- leik allra tíma við Candide eftir Le- onai'd Bernstein, sem leikinn var í frísklegu tempói og heppnaðist ágætlega vel, burtséð fra einstaka krossrytmasnurðu í tréi og pjátri. Einsöngvararir sungu síðan saman dúett Gershwins, I Got Rhythm úr „Girl Crazy“ (1930) og tóku nokkur létt dansspor við rífandi undirtekth'. Einhvert heilsteyptasta verk allra Broadwaysöngleikja er South Pacific frá 1949, sem margir telja kóróna aldarfjórðungssamstarf Richards Rodgers og textahöfund- arins Oscars Hammersteins II, enda hlaut verkið Pulitzer-verð- launin. Bergþór söng fyrst ódauð- legan ástaróð LeBecques, Some Enchanted Evening, sem þrátt fyr- ir afar góðar móttökur áheyrenda hefði að mínu viti komið enn betur út án fyrrgreindra Jolson-takta - og ótímabærra áttundarupphækkana laglínu í lokum fyrstu erinda. Hanna Dóra spreytti sig á Happy Talk, heilræðavísum betelhnetu- maulandi Tonkin-kerlingarinnar „Bloody Mary“ til Liat dóttur sinn- ar, og kom aftur á óvart með sann- færandi túlkun, sem aðeins vantaði örlítið liprari sveiflu til að ná full- komnun. Þessi dillandi söngur er eiginlega fyrir lægra söngsvið - mezzosópran - og hefði hljómsveitin mátt taka aðeins minna á með tilliti til þess. Síðastur á skrá var dúettinn You Will Never Walk Alone úr „Carou- sel“ eftir Rodgers og Hammerstein frá 1945, sem Bergþór og Hanna Dóra sungu saman með miklum bravúr. Hljómsveitin lék hér sem víðast hvar áður furðu liðugt og lip- urt undir snaggaralegri forystu Bernharðs, miðað við hvað efnið er sjaldviðrað á sinfóníupalli Háskóla- bíós, og áttu fleiri meðlimir hennar fallega mótaðar strófur en tjóir að tíunda í stuttu máli. Ríkarður Ö. Pálsson SMÁSKÓR Sérverslun m/barnaskó í bláu húsi við Fákafen, sími 568 3919. SOKKABUXUR SIMI557 7650 Full búd af nýjum vörum PÓSTSENDUM SAMDÆGURS Kringlunni, 1. hæð, sími 568 9345. ^ Nýkomnir hlýir og fallegir barnakuldaskór með ekta ullarfóðri Stærðir: 22-35 Lifir: blátt-rautt- grænt-vínrautt. Verð 3.995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.