Morgunblaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ UR VERINU Aðalfundur Landssambands smábátaeigenda hófst gær Morgunblaðið/Golli Arthúr Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, Hjálmar Árnason alþingismaður og Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra ræða málin við upphaf aðalfundar LS í gær. „Sjávarútvegurinn býr við millibilsástandu Vændi sem skipu- lögð þrælaverslun teygir anga sína til Norðurlanda ÍSLENSKUR sjávarútvegur býr við algert millibilsástand þar til laga- greinin um úthlutun aflaheimilda hefur verið reynd fyrir Hæstarétti, að mati Arthúrs Bogasonar, for- manns Landssambands smábátaeig- enda. Hann hélt þessu fram við setn- ingu aðalfundar sambandsins í gær. Arthúr sagði síðastliðið ár hafa ver- ið eitt það viðburðaríkasta í sögu fé- lagsins og rifjaði í þvi sambandi upp dóm Hæstaréttar í kvótamálinu svo- kaliaða. Sagði Arthúr að í dómnum væri að fínna hreinar og klárar stað- reyndarvillur, villur sem hefði mátt komast hjá með einfaldri söguskoðun. Ennfremur hefðu viðbrögð stjórn- valda við dómnum vakið furðu sína. ,A svipstundu afsöluðu þau sér nán- ast öllum rétti til að takmarka sterð eða samsetningu fískiskipaflotans. Ég spyr: Er hægt að færa rök fyrir því að þau viðbrögð sem ákveðin voru séu í takt við þá vaxandi umræðu á al- þjóðavettvangi að draga beri úr orku- notkun við veiðar, brottkast físks og notkun stórvirkra veiðarfæra? Og ég spyr: Fyrst svo kolröng ákvörðun gat verið tekin af stjómvöldum um að takmarka fjölda veiðileyfa, er þá sú ákvörðun þeirra eitthvað traustari FRESTUN á krókaaflahámarkskerf- inu gæti haft í för með sér stóraukna sókn í utankvótategundir og er því ekki á dagskrá. Þá stendur ekki til að breyta reglum um stærðartakmark- anir smábata. Þetta kom fram í ávarpi Árna M. Mathiesen sjávarút- vegsráðherra á aðalfundi Landssam- bands smábátaeigenda í gær. Við upphaf kvótakerfisins var afli smábáta u.þ.b. 25 þúsund tonn af þorski á viðmiðunarárunum frá 1. nóvember 1980 til 31. október árið 1983. Uthlutun smábáta var þá tæp- lega 4% í úthlutun í þorski og ýsu hjá bátum undir 10 tonnum en er nú rúm 13% hjá bátum undir 6 tonnum fyrir fískveiðiðárið 1999/2000. Ráð- herranri sagði marga hafa gagnrýnt þennan aukna hlut smábáta og talið að aukningin bitni á öðrum innan kvótakerfísins. ,Aðrir hafá hins veg- ar mælt þessu bót þar sem veiðar smábáta dreifa álagi á miðin og veið- arfærin séu umhverfisvænni en til dæmis togveiðarfæri." Hætta á aukinni sókn í utankvótategundir Margir smábátasjómenn hafa farið fram á frestun á krókaílahá- markskerfinu sem tekið verður í hverjum skuli úthlutað réttinum til sjálfra aflaheimildanna? Það er mitt mat að sjávarútvegurinn búi við al- gert millibilsástand þar til lagagrein- in um úthlutun aflaheimilda hefur verið reynd fyrir Hæstarétti. Því fyrr, því betra,“ sagði Arthúr. Arthúr sagði það umhugsunarefni hvort skilningur nútíma dómstóla lýðræðisríkja væri að taka stakka- skiptum varðandi afstöðu til nýtingar auðlinda. Nefndi hann í því sambandi að Hæstiréttur í Kanada hafí nýverið fallist á kröfu indjánaþjóðflokka að þeir hefðu frumborinn rétt til að veiða sér til lífsviðurværis. „I ljósi alls þessa tel ég því erfíðara að gera sér grein fyrir framþróun mála. Það er sjálfsagt fyrir menn að tala digur- barkalega og láta jafnvel sem físk- veiðilögin hafí verið treyst í sessi með síðustu lagabreytingum. Það haggar ekki þeirri skoðun minni að í skugga þessa ástands erum við að vinna.“ „Taugakerfið" Arthúr sagði að áfram yrði haldið uppi kröfum gagnvart stjórnvöldum varðandi málefni smábáta. „Þannig er óþolandi að enn skuli fyrirfínnast innan fiskveiðistjórnunarkerfisins gagnið á næsta fiskveiðaári, ekki síst vegna þess að ýmsir telja ekki ráðlegt að taka strax upp kvóta á ýsu, steinbít og ufsa. Ráðherrann sagði að með kvótadómnum svo- kallaða væri ekki lengur heimilt að neita mönnum um veiðileyfí. „Af þeim sökum var hætta á stórauk- inni sókn smábáta í þær tegundir sem ekki voru bundnar kvóta. Al- þingi brást við dóm hæstaréttar með þessum hætti og mjög óeðli- legt að fresta slíkum viðbrögðum áður en lögin raunverulega taka gildi. Það eina sem ég get séð að hugsanlega geti haft áhrif á þetta eru niðurstöður nefndar sem ég skipaði á dögunum og hefur það hlutverk að endurskoða lög um stjórn fiskveiða." Ráðherra sagði að ekki stæði held- ur til að breyta stærðartakmörkun- um með tilkomu krókaflamarksins. „Ef við færum að hnika til í þeim efnum væri farið að opna á þann möguleika að færa kvóta á milli kerfa. Eða þá að við stæðum uppi með tvö kerfí með sambærilegum bátum að stórum hluta þar sem munurinn lægi einungis í veiðarfær- um og frjálsum aðgangi að einstök- um tegundum. Auk þess tryggir tak- fyrirkomulag sem knýr menn, unga sem aldna, til að leggja út í 25 til 30 klukkustunda samfelldan vinnudag. Enda hefur sóknardagakerfið fengið viðurnefnið taugakerfið og á það vel við. I fljótu bragði fæ ég ekki betur séð en að stjórnvöldum leggist veg- legur liðsauki til að breyta þessu óskapnaðarfyrirkomulagi. Fyrir Evrópuþinginu liggur tillaga um vinnutíma sjómanna, meðal annars þess efnis að hámarksvinnutími skip- verja á fiskiskipum skuli vera 14 tím- ar á sólarhring. Ég skora á nýskip- aðan sjávarútvegsráðherra að ganga strax til verks í þessu máli.“ Arthúr sagði einnig með ólíkindum hvernig mál hafí þróast varðandi kvótasetningu annarra tegunda en þorsks í aflahámarkinu. Eftir Hæsta- réttardóminn í kvótamálinu hafí slík kvótasetning orðið að aðalatriði. „Fjöldi þeirra sem völdu sig yfir í aflahámarkið með litlar þorskveiði- heimildir gerðu það einmitt á grund- velli þess frjálsræðis sem ríkti gagn- vart öðrum tegundum. Það þarf ekki flókna útreikninga til að sjá að marg- ar þessara útgerða eiga enga framtíð fyrir sér, gangi núgildandi lög óbreytt eftir,“ sagði Arthúr Bogason. mörkun á stærð bátanna tengslin við byggðirnar. Ef við færum að hrófla við þessu væri að mínu mati búið að sniðganga tilganginn með lagasetn- ingunni." Nefnd um meðferð sjávarafla Árni kom einnig inn á gæðamál í ávarpi sínu og rifjaði upp gagnrýni sem komið hefur fram vegna þess að smábátum sé heimilt að koma með óslægðan físk að landi. „Mér er sagt að það komi alltof oft fyrir að bátar komi með óslægðan, óísaðan og óþveginn afla að landi. Auk þess er mér sagt að hráefnið fari oft illa við löndun og það kemur fyrir að aflinn stendur á bryggjunni í einhvern tíma áður en hann fer í hús. Ég veit og vitna oft til þess, að það eru fylli- bytturnar sem koma óorði á brenni- vínið. En þetta má alls ekki gerast, ekki í einu einasta tilviki," sagði Árni. Sagðist Árni hafa skipað nefnd sem hafí það hlutverk að fjalla um meðferð sjávarafla og koma með til- lögur til úrbóta sé þess þörf. Nefndin hefur einnig það hlutverk að skoða sérstaklega hvernig tryggja megi gott hráefni til vinnslu þegar eftir- spurn er meiri en framboð. Kaupmannahöfn. Morgunblaðid. FJÓRIR menn hafa verið hand- teknir og hins fimmta er leitað fyrir vændismiðlun í Stokkhólmi. Hópur- inn hafði á sínum snærum um 25 konur frá Austur- og Mið-Evrópu og hópurinn tengist sams konar glæpa- flokkum í fimm öðrum löndum, þai' á meðal Danmörku og Noregi. Vændi, rekið með konum frá þessum lönd- um, verður æ meira áberandi í Vest- ur-Evrópu og þá einnig á Norður- löndum. I raun er um að ræða þræla- verslun eins og Anita Gradin, fyrr- verandi fulltrúi í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, bendir á í sam- tali við Svenska Dagbladet. I skýrslu sem Bamahjálp Samein- uðu þjóðanna, Unicef, gaf út nýlega um breytingarnar í Austur- og Mið- Evrópu og áhrif þeirra á konur, er bent á skipulagt vændi sem vaxandi vandamál. Lögreglumenn í Finn- landi og víðar benda einnig á, að vændi og eiturlyfjasala sé hvort tveggja liður í skipulagðri glæpa- starfsemi. Fölsk loforð og glansmynd af vændish'finu Vændissalarnir í Stokkhólmi eru sakaðir um að hafa lokkað stúlkur, flestar frá Tékklandi og Slóveníu, til starfa í Stokkhólmi gegn loforðum um há laun. Þegar stúlkurnar komu voru vegabréf þeirra tekin af þeim og þeim þröngvað til að selja sig. Þær öfluðu allt að 200 þúsund ís- lenskra króna á viku, sem fóru beint til vændissalanna, en sjálfar fengu þær aðeins að halda eftir nokkrum þúsundum. Vændissalarnir, fjórir menn og ein kona, eru sakaðir um vændismiðlun, aðstoð við vændis- miðlun og nauðgun. I Danmörku hefur vaxandi fjöldi vændiskvenna frá Austur- og Mið- Evrópu einnig valdið áhyggjum. Þeir, sem fylgjast með þessum mál- um, segja, að stúlkunum sé haldið sem þrælum. Vegabréfin séu tekin frá þeim, þær kunni ekki málið og geri sér enga grein fyrir þeirri hjálp, sem þær gætu fengið. Refsingar of vægar Sumar eru lokkaðar á folskum for- sendum með loforðum um vinnu, sem ekki stenst. Aðrar komi vitandi vits um að vændi bíði þeirra en margar hafa gjörsamlega óraunsæja mynd af því, sem það felur í sér. Þær sjái fyrir sér saklausa mynd af vændi, líkt og brugðið er upp í bandarísku kvikmyndinni „Pretty Woman“. Hinn harði raunveruleiki með mörgum viðskiptavinum á sólar- hring, fjárskorti, misþyrmingum og hörmulegum aðbúnaði sé langt frá þeirri glansmynd. BORIS Jeltsín Rússlandsíorseti vísaði í gær á bug ásökunum um að hann hefði gerst sekur um spillingu. Neitaði hann því reiðilega að hann eða ætt- ingjar hans ættu stóra bankareikninga eða glæsilegar fasteignir erlendis. Jeltsín gaf út yfirlýsinguna eftir að fyrrverandi ríkissaksóknari Rúss- lands, Júrí Skúratov, fullyrti í gær að forsetinn hefði vikið sér úr starfí til að standa vörð um „hagsmuni sína og fjölskyldu sinnar". Skúratov hafði áður en hann var rekinn hafíð rann- sókn á ásökunum um spillingu á æðstu stöðum innan rússneska stjórnkerfísins. Segist hann hafa fengið staðfestingu fyrir því að Jeltsín og dætur hans hafí þegið mútur frá svissneska fyrirtækinu Anita Gradin bendh' á, að refsing- ar við þrælasölu af því tagi, sem vændismiðlun er, séu alltof litlar. Gradin beitti sér fyrir því á sínum tíma, að ESB samþykkti lög, sem létu verslun með fólk varða við lög. Enn eru þó viðurlögin alltof lítil að hennar mati. Vændissalarnir í Stokkhólmi eiga fyrir höfði sér tveggja til sex ára fangelsi en algeng refsing er eitt eða eitt og hálft ár. Refsing fyrir smygl og sölu eiturlyfja er mun þyngri en þetta og Gradin nefnir að fyrir slík brot geti hún verið allt að 10-15 ára fangelsi. Skýrsla Unicef um aðstöðu þeirra 150 milljóna kvenna og fimmtíu milljóna stúlkna, sem búa í fyrrum Sovétríkjunum, Mið- og Austur-Evr- ópu, sýnir, að þótt ýmis góð teikn séu á lofti þá er sala kvenna vaxandi vandamál. Konur, sem búa við slæm- ar aðstæður, eru auðveld bráð kald- rifjaðra glæpamanna, sem græða of- urfúlgur á vændi stúlknanna á Vest- urlöndum. Önnur hlið á vanda kvenna er vax- andi eyðnismit. Árið 1994 voru þrjá- tíu þúsund manns smitaðir af eyðni í fyrrum Sovétríkjunum, Austur- og Mið-Evrópu, en í lok 1998 var þessi tala komin upp í 270 þúsund. Vændi og skipulögð glæpastarfsemi fara saman Skipulagt vændi er í raun aðeins ein hliðin á skipulagðri glæpastarf- semi. I Finnlandi segir lögreglan að um leið og vændi með stúlkur frá Austur- og Mið-Evrópu kemur upp, fylgi því eiturlyfjasala. Fyrir því hef- ur finnska lögreglan fundið rækilega enda teygir mikið af þeirri glæpa- starfsemi, sem þrífst á svæðinu í kringum Sankti Pétursborg, anga sína yfir finnsku landamærin. Á undanförnum árum hefur sprottið upp mikið af neyðarathvörf- um og öðrum stöðum, þar sem konur leita hjálpar. I viðtali við sænska út- varpið sagði starfskona á neyðarat- hvarfí í Sankti Pétursborg að stafs- fólk þar væri nýlega farið að einbeita sér að því að hjálpa konum, sem hefðu áhuga á að leita starfa erlend- is. Mikið af slíkum tilboðum væri ávísun á vændi og þrælasölu. Einnig reynir athvarfíð að ná til kvenna, sem eru erlendis, og leiðbeina þeim um aðstoð. I Rússlandi eru sjötíu prósent at- vinnulausra konur, svo það eitt er ærin ástæða til að þær láti freistast af atvinnutilboðum erlendis, auk löngunar til að læra tungumál og sjá sig um í heiminum. Margar kvenn- anna hafa góða menntun, sem þær geta ekki nýtt heima fyrir. Mabetex, sem sá um framkvæmdir í Kreml. Starfsmenn i lögfræðideild sviss- neska bankans Banca del Gottardo sögðu í gær að bankinn hefði útveg- að tryggingu fyi'ir kreditkort á nafni Jeltsíns og dætra hans, samkvæmt beiðni frá Mabetex. Er þetta í fyrsta sinn sem trúverðugar vísbendingar koma fram um að forsetinn hafí þeg- ið mútur frá fyrirtækinu. Sambandsráðið, efri deild rúss- neska þingsins, fjallaði um brott- vikningu Skúratovs á miðvikudag og meirihluti þingmanna neitaði að staðfesta hana. Samkvæmt rúss- neskum lögum þarf Sambandsráðið að samþykkja brottvikningu ríkis- saksóknara til að hún öðlist gildi. Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra á aðalfundi LS „ Kr ókaaflakerfínu verður ekki frestaðu Jeltsín neitar ásökunum um spillingu Vísbendingar koma fram um miítuþægrii Moskva. AFP, AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.