Morgunblaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999 59> Aðalfundur Alþýðubandalagsfélags Keflavíkur og Njarðvíkur Vilja hraða stofnun lands- samtaka vinstrimanna Ásdís Haraldsdóttir A meðan hrossin eru í fríi og safna haustholdum nota hesta- menn tækifærið og sinna fé- lagsmálunum. Margt fram- undan í félagslífi hestamanna MIKIÐ verður að gera í félagsstarfi hestamanna á næstunni en á rúm- um mánuði verður ársþing Lands- sambands hestamannafélaga, for- mannafundur Félags hrossabænda og samráðsfundur Fagráðs í hrossarækt auk uppskeruhátíðar hestamanna. Ársþing Landssambands hesta- mannafélaga verður í Borgamesi 29. og 30. október næstkomandi, eins og sagt hefur verið frá. For- mannafundur Félags hrossabænda verður haldinn í Bændahöllinni fimmtudaginn 18. nóvember og hefst kl. 13, en aðalfundur félagsins er nú haldinn á vorin. Samráðsfund- ur Fagráðs verður haldinn á sama stað daginn eftir, föstudaginn 19. nóvember kl. 10. Uppskeruhátíð hestamanna verð- ur að þessu sinni haldin á laugar- degi, eða 20. nóvember, í Iþrótta- húsinu Digranesi í Kópavogi. Ákveðið var að hætta við að halda hátíðina á Hótel Sögu þar sem hún hefur verið venjulega þar sem sal- urinn hefur ekki rúmað allan þann fjölda sem hefur viljað koma. Nokk- ur óánægja var með að hluti hátíð- argesta þurfti að sitja í hliðarsal og sá því ekki það sem fram fór á svið- inu nema á sjónvarpsskjá. Með því að færa hátíðina yfir í íþróttahúsið er gert ráð fyrir að pláss sé fyrir alla sem vilja koma og allir sitja í sama sal. Boðið verður upp á þrí- réttaða máltíð og fjöldann allan af skemmtiatriðum. Hluti dagskrár- innar verður helgaður 50 ára afmæli Landssambands hestamannafélaga og tilkynnt verður hver er ræktun- armaður ársins, knapi ársins og hæst dæmda kynbótahross ársins. Að lokum mun hljómsveitin Stuð- menn leika fyrir dansi. ori/lame Náttúrulegar sænskar snyrtivörur Gæða snyrtivörur á góðu verði 30 ár á íslamli Sími 567 7838 - fax 557 3499 e-mail raha@is!andia.is www.oriflame.com AÐALFUNDUR Alþýðubandalags- félags Keflavíkur og Njarðvíkur var haldinn í Ásbergi 11. október 1999. Á fundinum var Ragnhildur L. Guð- mundsdóttir endurkjörin formaður félagsins, kosið var í stjórn félagsins og kjömir fulltrúar til setu á Lands- fundi Alþýðubandalagsins sem hald- inn verður 12.-14. nóvember nk. Þá var kosið í kjördæmisráð. Gestur fundarins var Jóhann Geir- dal, varaformaður Alþýðubandalags- ins, og gerði hann grein fyrir niður- stöðum nefndar sem fjallaði um hugsanlegt skipulag nýs stjórnmála- afls. Fundurinn samþykkti eftirfarandi ályktun: „Aðalfundur Alþýðubandalagsfé- lags Keflavíkur og Njarðvíkur hald- inn 11.10. 1999 fagnar þeim góða ár- angri sem náðst hefur með samstarfi Alþýðubandalags, Aiþýðuflokks, Samtaka um kvennalista og annarra vinstrimanna. Sú reynsla sem fengist hefur af samstarfi innan Bæjarmálafélags jafnaðar- og félagshyggjufólks að bæjarmálum í Reykjanesbæ hefur UM miðjan september sl. gaf íþrótta: og Ólympíusamband Is- lands (ÍSÍ) út ný fræðslurit, annars vegar um næringu íþróttafólks og hins vegar um átröskun og íþróttir. Til að fylgja þessum nýútkomnu bæklingum úr hlaði gengst ÍSÍ fyrir málþingi, um áðurnefnd efni, laugar- daginn 16. október nk. milli kl. 13 og 17. Málþingið fer fram í fundarsal ISI, 2. hæð, í íþróttamiðstöðinni Laugardal. Fyrirlesarar á málþinginu verða: Jón Gíslason næringarfræðingur. Hvað ber að hafa í huga varðandi næringu og mataræði íþróttafólks. Fríða Rún Þórðardóttir, næringar- ráðgjafi/næringarfræðingur. Notkun fæðubótarefna í tengslum við íþrótta- iðkun. Dagbjörg Sigurðardóttir geð- læknir. Einkenni, eðli, og orsakir átröskunar. Heiðdís Sigurðardóttir sálfræðingur. Líkamlegar og tilfinn- ingalegar afleiðingar sveltis: „Þegar boltinn er kominn af stað“ Margrét Sigmarsdóttir sálfræðingur. Átrösk- un og íþróttir: Tíðni átröskunai’ og úrbætur. Katla Sóley Skarphéðins- dóttir og Melkorka Árný Kvaran íþróttakennarar. Átröskun í íþrótU verið góð og bæjarfulltrúar félagsins komið fram sem sterk heild. Það á jafnframt við um það samstarf sem átt hefur sér stað innan Samfylking- arinnar. Aðalfundurinn telur mikil- vægt að ný landssamtök með aðild þessara aðila verði stofnuð sem fyrst. Fundurinn fagnar því sam- þykkt miðstjórnar Alþýðubandalags- ins frá því í gær sem felur stjórn flokksins að undirbúa landsfundinn með það fyrir augum að þar verði tekin ákvörðun um stofnun nýrra stjórnmálasamtaka. Aðalfundurinn hvetur til að eftir að ákvörðun landsfundar liggur fyr- ir, líði ekki langur tími þar til stofn- fundur nýs flokks verður að veru- leika. Jafnframt telur fundurinn mikilvægt að sameiginlegur fundur kjördæmisráða þessara flokka í kjör- dæminu verði haldinn fljótlega og að leitað verði eftir samstarfi Suður- nesjamanna við Sunnlendinga sem nú mynda sameiginlegt kjördæmi. Jafnframt hvetur fundurinn til þess að undirbúningi að stofnun Samfylkingarfélags í Reykjanesbæ verði hraðað." um, fullkomnun eða fall? Ábyrgð hvers? Kynning á lokaverkefni frá íþróttaskor KHI frá því í vor. Málþingið er opið öllu áhugafólki um næringu íþróttafólks og er að- gangur ókeypis. íþróttakennarar, íþróttaþjálfarar, sálfræðingar, skóla- hjúkrunarfræðingar og foreldrar íþróttafólks eru sérstaklega hvattir til að mæta. ------------------ Kvikmyndin Grandrokk sýnd um helgina KVIKMYND Þorfinns Guðnasonar, Grandrokk, verður sýnd á Grandrokk, Smiðjustíg 6, föstudags- og laugardagskvöld klukkan 21. í fréttatilkynningu segir: „í mynd- inni er dregin upp hispurslaus og skemmtileg mynd af starfsmönnum og viðskiptavinum staðarins í starfi og leik.“ Eftir sýningu myndarinnar bæði kvöldin mun hljómsveitin Sólon leika. Málþing um næringu og átröskun íþróttafólks HORPU TILBOÐ Gæða innimálning I GLJÁSTIG I 10 Ód{/£"Cl Vönduð íslensk innimálning á einstöku tilboðsverði. Verð á lítra frá * 2y2 kr. * Miðað við 10 lítra dósir og ljósa liti í verslununum HÖRPU veita reyndir sérfræðingar þér góða þjónustu og faglega ráðgjöf við val á hágæða málningarvörum. HARPA MÁLNINGARVERSLUN, BÆJARLIND 6, KÓPAVOGI. Sími 544 4411. HARPA MÁLNINGARVERSLUN, SKEIFUNNI 4, REVKJAVÍK. Sími 568 7878. HARPA MÁLNINGARVERSLUN, STÓRHÖFBA 44, REYKJAVÍK. Sími 567 4400. MÁLRIR0ARVER8L4RIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.