Morgunblaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Fyrsta verkefni vetrarins hjá leikfélaginu Hugleik
Leikendur í baðstofudramanu Völin & kvölin & mölin sem sýnt verður í Möguleikhúsinu við Hlemm.
Baðstofudrama með
rómantísku raunsæi
LEIKFÉLAGIÐ Hugleikur í
Reykjavík frumsýnir nýtt leik-
verk sem nefnist Völin & kvölin
& mölin í Möguleikhúsinu við
Hlemm annaðkvöld, laugar-
dagskvöld, kl. 20.30. Leikritið er
eftir þau Ilildi Þórðardóttur,
Sigríði Láru Sigurjónsdóttur og
V. Kára Heiðdal. Leikendur eru
Unnar Geir Unnarsson, Hulda
Hákonardóttir, Rúnar Lund,
Silja Björk Ó. Huldudóttir, Ylfa
Mist Helgadóttir, Einar Þór Ein-
arsson og Sigurður Atlason.
Leikritið Völin & kvölin &
mölin, haustverkefni félagsins,
er baðstofudrama í rómantísk-
um raunsæisstíl. Það gerist á
seinni hluta 19. aldar og fjallar
um ungan mann sem yfírgefur
foreldra og heitmey til að afla
sér menntunar í Reykjavfk. I
höfuðstaðnum kynnist hann
broddborgurum samfélagsins,
Danadindlum og hugumstórum
sjálfstæðishetjum. En þar er
einnig brennivín að bergja á og
bragðvísar konur sem bergja á
honum. Hið innra togast á þráin
eftir unnustunni heima í sveit-
inni góðu og hinum tálfögru
meyjum á mölinni.
Leikstjóri er Þorgeir
Tryggvason. Leikmynd og bún-
ingar eru eftír Magnús Pétur
Þorgrímsson og lýsingu annast
Gunnar Gunnarsson.
Þetta er 16. starfsár Hugleiks
en það hefur jafnan sett a.m.k.
eitt nýtt íslenskt leikrit á svið ár-
lega, en í ár verða þau þijú. Síð-
ustu tvö ár hefur Hugleik verið
boðið að sýnaA leiklistarhátíð-
um erlendis. í fyrra var farin
leikför til Noregs, í sumar fór
hópurinn til Litháen og nú er
hann nýkominn frá Þórshöfn í
Færeyjum, þar sem sýnd voru
tvö leikrit, annað í Norður-
landahúsinu og hitt í Sjónleik-
arahúsinu.
Næstu sýningar verða fimmtu-
daginn 21. og laugardaginn 23.
október.
Garðar Cortes
syngur ljóðatón-
list á geislaplötu
TVÖFÖLD geisla-
plata, þar sem Garðar
Cortes syngur ljóða-
tónlist við undirleik
Eriks Werba, kemur
út á næstunni. Hér er
um að ræða hljóðrit-
un á tónleikum sem
fram fóru á vegum
Tónlistarfélagsins í
Austurbæjarbíói 3.
mars árið 1984. Einn-
ig verður gefin út
hljóðritun Ríkisútvar-
psins af nánast sömu
efnisskrá.
Halldór Hansen
rifjar tónleikana upp í
bæklingi sem fylgir útgáfunni en
Halldór les einnig texta sinn inn á
aðra geislaplötu, sem er nýlunda í
tónlistarútgáfu á Islandi. Halldór
segir meðal annars: „Það er
meira að segja heil kynslóð vaxin
úr grasi, sem hefði aldrei getað
heyrt þá, ef ekki vildi svo
skemmtilega til, að efnisskráin
sjálf var hljóðrituð, ekki einungis
einu sinni, heldur tvisvar. I fyrra
skiptið á tónleikunum sjálfum, en
í síðara skiptið í hljóðveri Ríkis-
útvarpsins. Á bak við þá tilhögun
er skemmtileg saga. Á lifandi tón-
leikum getur ýmislegt farið úr-
skeiðis. En að þessu sinni voru
það ekki listamennirnir sjálfir,
sem varð á \ messunni, heldur
áheyrendur. I miðjum klíðum var
sem húsið ætlaði að rifna af ein-
skærum hávaða. Við nánari at-
hugun hafði hreyfihamlaður
áheyrandi verið að reyna að koma
sér fyrir með ofangreindum en
óviljandi afleiðingum. Listamenn-
irnir létu þetta þó ekkert á sig fá,
heldur héldu áfram eins og ekkert
hefði í skorist, þó að það tæki
áheyrendur nokkurn tíma að
jafna sig. Allt þetta má heyra á
fyrri upptökunni frá tónleikunum
sjálfum."
Á efnisskrá tónleikanna voru
Ijóð úr ýmsum áttum. Þeir hófust
á gömlum ítölskum antíkaríum,
þá komu nokkur lög eftir Haydn
en að þeim loknum íslensk söng-
lög eftir Árna Thor-
steinsson og Karl 0.
Runólfsson. Þá
fylgdu lög eftir
Brahms og Strauss
auk nokkurra laga
eftir ensk tónskáld.
Meiri útgáfa
á döfinni
Ýmislegt annað er
á döfinni varðandi út-
gáfu á sönglist Garð-
ars Cortes, enda hafa
plötur með söng hans
vart verið fáanlegar
nema örfá lög í félagi
við aðra söngvara. A
næsta ári stendur til að endurút-
gefa hljómplötu Garðars þar sem
hann syngur íslensk einsöngslög
við undirleik Krystynu Cortes.
Þessi plata var gefin út á áttunda
áratugnum og hefur verið ófáan-
leg í fjölda ára. Einnig stendur til
að gefa út alþjóðlega slagara sem
Garðar Cortes og sænski djass-
píanistinn Robert Sund hafa tekið
upp undanfarið ár.
--------------------
Nýjar plötur
• f JÖKLANNA skjóli er með
söng Karlakórsins Jökuls í Horna-
firði. Kórinn flytur hefðbundin
karlakóralög, lög og eða ljóð eftir
homfirska höfunda, auk þess nokk-
ur lög eftir Magnús Eiríksson.
Þetta er fyrsti hljómdiskur kórs-
ins, en hann hefur starfað frá árinu
1973. Stjórnandi Jökuls, Jóhann
Morávek, útsetti fyrir kórinn lög
Magnúsar Eiríkssonar og fékk
hann til liðs við kórmenn félaga úr
hljómsveit Hauks Þorvaldssonar,
auk 15 ára gamals saxófónleikara,
Sveinbjörns Pálssonar og slag-
verksleikarans Jóns Björgvinsson-
ar. Píanóleik annast Guðlaug
Hestnes.
Kórinn gefur sjálfur út en Skífan
sér um dreifingu. Upptökum
stjórnaði Sigurður R. Jónsson hjá
Studio Stemmu.
Garðar Cortes
Bókaður til 2001
Kolbeinn Ketilsson tenórsöngvari er stadd-
ur hér á landi og tekur þátt í óperutónleik-
um Islensku óperunnar. Hróður Kolbeins
sem óperusöngvara hefur vaxið hröðum
skrefum á fáum árum en hann hefur frá því
í fyrra verið fastráðinn við Kölnaróperuna í
Þýskalandi. Hann segir nú orðið tímabært
að reyna fyrir sér á eigin vegum enda bók-
aður langt fram á árið 2001.
Kolbeinn Ketilsson tenórsöngvari og Gerrit Schuil píanóleikari á
æfingu fyrir óperutónleikana í Islensku óperunni.
„DAGSKRÁIN hefur verið mjög
stíf hjá mér undanfarið," segir Kol-
beinn sem kom beint hingað til Is-
lands á miðvikudaginn eftir að hafa
sungið í Carmen í óperunni í Darm-
stadt kvöldið áður. „Ég söng í nýrri
uppfærslu á Madanje Butterfly í
óperunni í Essen í maí og síðan tók
Carmen við í Darmstadt í júní og
nú í haust hófust sýningar aftur.
Báðum þessum sýningum var mjög
vel tekið. Annars hefur þessi vika
verið nokkuð ævintýraleg því hún
hófst á því að ég var beðinn að
koma á mánudagsmorguninn til
Brussel til að prufusyngja fyrir La
Monnaie-leikhúsið en þar hafði
söngvari forfallast vegna væntan-
legrar Carmen-uppfærslu. La
Monnaie er eitt virtasta óperuhús
Belgíu svo það er eftir nokkru að
sækjast. En ég þurfti að vakna
klukkan 3 og fljúga til Brussel og
syngja klukkan 9 sem er ekki allra
besti tíminn fyrir röddina. Svo fór
ég til baka og söng í Carmen um
kvöldið í Darmstadt. I morgun
(fimmtudag) fékk ég svo fréttir af
því að ég hefði verið ráðinn í La
Monnaie svo ég fer héðan á laugar-
daginn til Brussel og þar hefst æf-
ing klukkan 14,“ segir Kolbeinn og
hlær og segir að þetta sé nú ekki
alltaf svona en það þurfi að vera við
öllu búinn og vissara að hafa rödd-
ina og taugarnar í lagi. „Á sunnu-
daginn syng ég svo í óperettu í
Köln.“
Söng fyrir Zubin Mehta
í sumar söng Kolbeinn á tónlist-
arhátíðinni í Vín og segist jafn-
framt hafa prufusungið í óperunni í
Múnchen fyrir Zubin Mehta og
stjórnandinn frægi hafi haft góð
orð um að samstarf væri á næsta
leiti. „Framundan er ýmislegt og
frumsýningar á döfinnþí Köln þar
sem ég er fastráðinn. I desember
tek ég þátt í flutningi á óperu eftir
Hindemith. I apríl fer ég til Laus-
anne í Sviss og syng þar í Frei-
schutz eftir Weber en það er gaman
að geta þess að ég syng einmitt aríu
úr þeirri óperu á tónleikunum í Is-
lensku óperunni. Næsta sumar er
mjög stórt og spennandi verkefni
framundan á tónlistarhátíðinni Sa-
lzburg. Þá syng ég tenórhlutverkið
í einni stærstu óperu sem skrifuð
hefur verið, Les Troyens eftir Ber-
lioz. Óperan verður flutt í fullri
lengd sem er heldur óvanalegt þar
sem hún er oft flutt í tveimur hlut-
um. Ég hef þó sungið þetta tvisvar
áður á undanfömum árum, bæði í
Dortmund og einnig í Lissabon í
Portúgal. Það eru ekki svo margir
tenórar sem hafa sungið þetta.
Þetta er stórt stökk upp á við og
viðurkenning fólgin í því að taka
þátt í þessari frægu tónlistarhátíð."
Kolbeinn segist ætla að hætta við
Kölnaróperuna næsta vor en þá
rennur samningur hans út. Það
segir talsvert um hversu langt
hann hefur náð í söngheiminum þar
sem óperan í Köln er svokallað A-
hús í Þýskalandi og mjög eftirsótt
að komast að. „Það lítur vel út með
framhaldið því ég er bókaður til að
syngja Don José í Carmen í Genf í
desember á næsta ári og einnig
mun ég syngja í Hollendingnum
fljúgandi í Ósló árið 2001. Ýmislegt
fleira er í bígerð sem of snemmt er
að nefna en er þegar komið í um-
ræðu.“ Kolbeinn segir söngferil
sinn vera á þeim punkti þar sem allt
er að springa út. „Það er mikið
fylgst með manni og ef manni tekst
vel upp á einum stað þá fylgja til-
boðin annars staðar frá í kjölfarið.
Maður þarf líka að gæta svolítið að
sér og velja og hafna og því ég gæti
verið að syngja annan hvern dag ef
ég tæki allt sem býðst. Það er mik-
ilvægt að hafa góðan umboðsmann
sem hugsar ekki bara um að græða
sem mest á manni heldur ber svol-
itla umhyggju fyrir manni líka. En
maður verður að trúa þeim sem
maður telur að vilji manni vel,“ seg-
ir Kolbeinn og hyggur gott til fram-
tíðarinnar í óperuheiminum á meg-
inlandinu.