Morgunblaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999 13 NORÐURLANO \ESTRA I 1M 1 VESTURLAND 0,6% 0,6% HÖFUÐBORQARSVÆÐHD Landsvirkjun með kynningarfund Kynna tilhög- un virkjunar í Bjarnarflagi LANDSVIRKJUN kynnti fyrir- hugaða virkjun í Bjarnarflagi fyrir heimamönnum og hagsmunaaðilum í vikunni. Kynnt var staðsetning virkjunarinnar og tilhögun mann- virkja, að sögn Helga Bjamasonar, deildarstjóra umhverfísdeildar hjá Landsvirkjun. Þegar tekið hefur verið mið af ábendingum heimamanna og hags- munaaðila verður haldinn annar sams konar fundur. Að því búnu verður skýrsla um mat á umhverf- isáhrifum virkjunarinnar tUbúin og er reiknað með að hún verði lögð fram hjá Skipulagsstofnun í byrjun desember, að sögn Helga. Frummat á umhverfisáhrifum virkjunarinnar var upphaflega unn- ið fyrir þremur árum. Að sögn Helga kom þá í ljós að Landsvirkj- un skorti lagaheimildir tU að ráðast í virkjunina og því var matsskýrsl- an dregin til baka. Fyrirtækið þurfti beina heimild Alþingis fyrir virkjuninni vegna þess að í eldri lögum var aðeins að finna heimUd til nýtingar jarðhita á landinu öllu. Alþingi samþykkti að veita leyfi fyrir virkjun í Bjarnarflagi í vor. Vegna þessa, hefur skýrslan um mat á umhverfisáhrifum, sem lögð var fram fyrir þremur árum, verið endurskoðuð í ljósi atugasemda og ábendinga sem fram höfðu komið áður. | Það eru < [56 Það eru ótrúlegir hlutir að gerast - Hringdu! -1- í Formaður Verð- andi gengur úr Alþýðubandalaginu MEÐAL þeirra sem gengu úr Al- þýðubandalagsfélagi Reykjavíkur (ABR) á fundi sem haldinn var sl. mánudag var Stefán Pálsson, for- maður Verðandi, sem er ungliða- hreyfing Alþýðubandalagsins á landsvísu. Hann segir að legið hafi fyrir í nokkurn tíma að sjónarmið Alþýðubandalagsins hafi verið mjög veik innan Samfylkingarinn- ar og ástæða úrsagnarinnar megi ekki síst rekja til þess. Tíu félagsmenn í ABR óskuðu eftir því að ganga úr félaginu á fundinum en sautján manns ósk- uðu eftir inngöngu í félagið að sögn Heimis Márs Péturssonar, varafor- manns félagsins, sem gegnir nú stöðu formanns eftir að Arni Þór Sigurðsson, formaður ABR, sagði sig úr félaginu. Helgi Hjörvar genginn í ABR Stefán Pálsson sagði ekkert nema gott um það að segja að menn gengju til liðs við ABR. Það þyrfti á því að halda. Hann sagðist hins vegar vilja vekja athygli á því að meðal þeirra sem gengu í félag- ið á mánudaginn hefðu verið félag- ar í Birtingu, sem er eitt alþýðu- bandalagsfélaganna í Reykjavík, en þeir hefðu margir starfað í Al- þýðubandalaginu í mörg ár. T.d. hefði Helgi Hjörvar borgarfulltrúi gengið í félagið á mánudaginn. Stefán sagði að nú þegar flestir stuðningsmenn Svavars Gestsson- ar hefðu sagt skilið við Alþýðu- bandalagið væri tæplega nein ástæða til að vera með mörg al- þýðubandalagsfélög í Reykjavík. Það væri því rökrétt að félagsmenn í Birtingu gengju í ABR. Forystan fái víðtækara umboð A félagsfundinum var samþykkt ályktun þar sem hvatt er til þess að félagið taki af fullri einurð þátt í að stofna og móta félag eða félög sem eigi aðild að Samfylkingunni. Fundurinn taldi mikOvægt að sjón- armið Alþýðubandalagsins yrðu áfram sterk innan Samfylkingar- innar og áfram yrði unnið að því að sameina félagshyggjufólk á íslandi í einum róttækum flokki jafnaðar- manna. Fundurinn beindi því til stjórnar ABR að halda aðalfund hið fyrsta, í síðasta lagi fyrir landsfund, þar sem tillögur yrðu lagðar fram til umræðu um með hvaða hætti fé- lagar í ABR gætu komið að stofnun samfylkingarfélags eða félaga í Reykjavík. Fundurinn minnti á rétt félagsins til að ráða eigin mál- um en lagði til að á landsfundi Al- þýðubandalagsins í nóvember, yrði sóst eftir víðtækara umboði til for- ystu flokksins en henni var gefið á aukalandsfundi 1998, þannig að forystan gæti gengið óhikað til undirbúnings og viðræðna við Al- þýðuflokk, Kvennalista og fleiri um stofnun fonnlegs flokks Samfylk- ingarinnar. DRAGTA- DAGAR 14.-17. OKTÓBER 25% afsláttur af öllum drögtum BUXNATILBOÐ Buxur áður kr-A9SÍ nú aðeins kr. 4.990 - COSMO Atvinnuleysi í júlí, ágúst og september 1999 LANDSBYGGÐIN Hlutfall atvinnulausra af heildarvinnuafli II A höfuðborgarsvæðinu standa vestfirðir 1.407 atvinnulausir a bak ,X\ áj. við töluna 1,7% í september og hafði fækkað um Nt6% 0,7% NORÐURLAND EYSTRA 362 fra þvi i agust. Allsvoru 1.987 atvinnu lausirálandinu öllu í september (1,4%), og hafði fækkað um 425 frá því í ágúst. SJSÍÍÁ AUSTURLAND 1,1*1,1*1,0% "5 I 1111 12% LANDIÐ ALLT SUÐURLAND 0,3* 0,8% Súrefnisvörur Karin Herzog Silhouette
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.