Morgunblaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Evrópumálin til umræðu á Alþingi
Unnið að gerð
stöðuskýrslu
í utanríkis-
ráðuneytinu
UNNIÐ er að gerð stöðuskýrslu í
utanrfldsráðuneytinu um þróun
samrunaferlisins í Evrópu og von-
ast Halldór Ásgrímsson utanríkis-
ráðheiTa til þess að skýrslan geti
reynst grundvöllur að umræðu um
Evrópumál á Islandi. Utanríkis-
ráðherra neitaði því á Alþingi í gær
að stjórnarflokkarnir útilokuðu
fyrirfram nokkra valkosti í þeirri
umræðu og sagði ekki rétt að reynt
hefði verið að stöðva umræðu um
Evrópumálin á íslandi.
Það var Sighvatur Björgvinsson,
þingmaður Samfylkingar, sem átti
frumkvæði að umræðu um Evrópu-
mál á Alþingi í gær með því að fara
fram á utandagskrárumræður um
ný viðhorf um aðild Islands að
ESB. Tilefnið voru ummæli sem
utanríkisráðherra lét falla í frétta-
tíma Stöðvar 2 á miðvikudagskvöld
í kjölfar fregna þess efnis að fram-
kvæmdastjórn ESB hefði mælt
með því að teknar yrðu fullgildar
aðildarviðræður við sex ríki til við-
bótar þeim sex, sem fengu að hefja
slíkar viðræður í fyrra.
Þau orð Halldórs í fréttatíman-
um, að þetta breytti mjög miklu
fyrir íslendinga, og að löndin á
Evrópska efnahagssvæðinu (EES)
þyrftu að endurskoða stöðu sína,
ALÞINGI
sagði Sighvatur athyglisverð um-
mæli. Ummæli sem gengju þvert á
þá yfirlýsingu Davíðs Oddssonar
forsætisráðherra að Evrópumálin
væru ekki á dagskrá.
„Fyrir mig, sem er sannfærður
um það að það sé bara tímaspurn-
ing hvenær ísland verður aðili að
Evrópusambandinu, er það mikið
áhyggjuefni að sú stefna hæstvirts
forsætisráðherra að taka málið
ekki einu sinni á dagskrá hefur
valdið því að íslenskir hagsmunir
standa verr en ástæða værí til að
ætla að vera myndi ef öðruvísi
hefði verið haldið á málum,“ sagði
Sighvatur. Lýsti hann því ánægju
með að utanríkisráðherra fylkti nú
liði með Samíylkingunni að taka
málið á dagskrá.
Halldór Ásgrímsson utanríkis-
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Kristinn
Hafnfírðingarnir og FH-ingarnir Guðmundur Árni Stefánsson og Árni Mathiesen ræða málin. Fyrir framan
eru Sturla Þorsteinsson varaþingmaður og Kristján Pálsson.
ráðherra sagpi í ræðu sinni að vita-
skuld yrðu Islendingar að spyrja
sig hverjar afleiðingar það gæti
haft á samskipti Islendinga við
ESB, að sambandið hefði nú ákveð-
ið að hefja aðildarviðræður við sex
nýjar þjóðir. Lýsti hann í lokaorð-
um sínum við umræðuna ennfrem-
ur áhyggjum sínum vegna þeirrar
afstöðu ESB að vilja ekki ræða við
aðildarþjóðir Vestur-Evrópusam-
bandsins (VES) um stofnanaþátt
þess vegna samrunaferlisins í Evr-
ópu fyrr en eftir að búið sé að
leggja VES niður, og sameina það
ESB.
Engir valkostir útilokaðir
Halldór greindi frá því að í utan-
ríkisráðuneytinu væri nú unnið að
stöðuskýrslu um Evrópumálin.
Kom fram að hún yrði tilbúin í
byrjun næsta árs og þá lögð fyrir
ríkisstjórn og síðan utanríkismála-
nefnd Alþingis. í framhaldinu yrði
síðan ákveðið hvað gera ætti með
skýrsluna og hvort ástæða þætti til
frekari vinnu í framhaldi af henni.
I þeirri umræðu sem af hlytist
sagði Halldór að ríkisstjómar-
flokkarnir myndu auðvitað ekki
útiloka neina kosti, „og ég held að
það geti í reynd enginn útilokað
eitt né neitt. Menn verða að hafa
þama að leiðarljósi hagsmuni ís-
lensku þjóðarinnar og við munum
ekki einir ráða þessari ferð.“
Málið verði tekið
til umfjöllunar
Margir þingmenn tóku til máls í
umræðunni í gær og lögðu þing-
menn Samfylkingar mikla áherslu
á að Evrópumálin yrðu tekin til
rækilegrar umfjöllunar. Undir
þetta tóku Valgerður Sverrisdóttir,
þingmaður Framsóknarflokks, og
Ógmundur Jónasson, þingmaður
Vinstrihreyfingarinnar - græns
framboðs, en hinn síðarnefndi tók
jafnframt skýrt fram að hann væri
andvígur aðild Islands að ESB.
Tómas Ingi Olrich, þingmaður
Sjálfstæðisflokks og formaður ut-
anríkismálanefndar Alþingis,
sagði málatilbúnað Sighvats
Björgvinssonar hins vegar byggð-
an á misskilningi, yfirlýsing fram-
kvæmdastjórnar ESB teldust eng-
in stórtíðindi. Með henni væri ein-
faldlega verið að friðþægja þær
þjóðir, sem fast hafa sótt að fá að-
ild að ESB.
Þingmenn lýsa áhyggjum sínum vegna
þróunar klámiðnaðar á Islandi
Lög um samþjöppun eignarhlutdeildar
í sjávarútvegsfyrirtækjum
Vilja sporna við
með öllum ráðum
RÍKUR vilji er til þess meðal fulltrúa á Al-
þingi að spomað verði við þróun klámiðnaðar
á íslandi með lagasetningu en við utandag-
skrárumræður á Alþingi í gær lýstu margir
þingmenn áhyggjum sínum vegna aukinna
umsvifa nektardansstaða hér á landi. Fram
kom í máli Sólveigar Pétursdóttur dómsmála-
ráðherra að til athugunar væri að breyta lög-
um um atvinnuréttindi útlendinga hér á landi,
og eins að skerða sérstaklega reglur um at-
vinnuleyfi fyrir listdansara, en undir því yfir-
skini hafa nektardansmeyjar gjaman hingað
komið.
Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður Sam-
fylkingar, átti framkvæði að umræðunni í gær
og vísaði hún í upphafi máls síns í orð Vaira
Vike-Freiberga, forseta Lettlands, á ráðstefn-
unni Konur og lýðræði um síðustu helgi en
þar lýsti Freiberga þessari skuggahlið mann-
lífsins í sínu heimalandi.
í máli Guðrúnar kom fram að það væra
einkum stúlkur frá fyrrverandi austantjalds-
ríkjum sem bæra uppi nektardansstaðina,
sem fjölgað hefur gífurlega í Reykjavík á und-
anfömum misseram.
„Margar þessara stúlkna koma úr mikilli
fátækt og eymd og ýmsar ástæður liggja þar
að baki. Það gæti t.d. verið draumurinn um
betra líf á vestræna vísu og ónóg tækifæri í
sínu heimalandi," sagði Guðrún. „Jafnframt
getur verið um vímuefnaneyslu að ræða og þá
er þetta ein leiðin til að fjármagna hana.“
Guðrún sagði það vel þekkta staðreynd að
klám og vændi væra angi af fíkniefnaheimin-
um. I mörgum löndum væri stúlkum jafnvel
rænt og þær neyddar til að starfa við vændi,
slíkt væri að sjálfsögðu þrælahald, nútíma
þrælahald.
„Við tölum um að ráðast gegn þeim sem
versla með vímuefni, hér er þó líklega margt
ljótara á ferðinni, það er verslun með mann-
eskjur. En sem betur fer höfum við ekki heyrt
af neinu slíku hér ennþá,“ sagði Guðrún en
hvatti til þess að menn héldu vöku sinni.
Lagasetningu verði beitt
Undir vamaðarorð Guðrúnar tók allur
þingheimur. Lýstu margir þingmenn þeim
ótta sínum að í skjóli nektardansstaðanna
þrifist vændi og önnur undirheimastarfsemi,
og jafnframt lýstu menn áhyggjum vegna
starfsemi alþjóðlegra glæpahringja og bama-
níðinga, sem nýttu sér Netið óspart til að
lokka til sín saklaus börn.
„Það er skylda okkar íslendinga að beijast
gegn þessum ófögnuði með öllum tiltækum
ráðum,“ sagði Össur Skarphéðinsson, þing-
maður Samfylkingar, og Hjálmar Jónsson,
Sjálfstæðisflokki, hvatti til þess að lagasetn-
ingu væri beitt í því skyni.
Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra
sagði að von væri á tillögum nefndar, sem
skipuð var til að kanna starfsemi klámbúllna í
Reykjavík, innan tíðar. Upplýsti hún að á
fundum nefndarinnar hefði verið rætt um
hvort gera skyldi breytingar á lögum um at-
vinnuréttindi útlendinga, svo og lögum um
veitinga- og gististaði.
„Það er persónuleg skoðun mín að endur-
skoðun síðamefndu laganna sé löngu tímabær
í ljósi gerbreytts umhverfis frá því sem var í
þessum geira er lögin vora samin,“ sagði Sól-
veig.
Kom fram í máli bæði hennar og Páls Pét-
urssonar félagsmálaráðherra að til athugunar
væri að breyta lögum um atvinnuréttindi út-
lendinga hér á landi, og eins að skerða sér-
staklega reglur um atvinnuleyfi fyrir listdans-
ara, en undir því yfirskini hafa nektardans-
rneyjar gjarnan komið hingað.
Taka einnig til
eignarhaldsfélaga
VIÐ utandagskráramræður um þróun eign-
arhalds í sjávarútvegi, sem fram fóru á Al-
þingi á þriðjudag, kom fram í máli Árna M.
Mathiesen sjávarútvegsráðherra að ekki
væri í bígerð að bregðast við samþjöppun
eignarhlutdeildar í sjávarútvegsfyrirtækj-
um, enda hefði ekki enn verið náð þeim
mörkum sem Alþingi sjálft ákvað um há-
mark eignaraðildar. Tók Ámi fram að 11.
grein laga um stjórn fiskveiða tæki ekki að-
eins til einstakra fyrirtækja eða einstaklinga
heldur tæki hún einnig til tengdra aðila og
eignarhaldsfélaga.
Utandagskrárumræðan á þriðjudag fór
fram að framkvæði Svanfríðar Jónasdóttur,
þingmanns Samfylkingar, og var markmið
hennar að spyrjast fyrir um hvort með kaup-
um sjávarútvegsfyrirtækja og eignarhaldsfé-
laga á hlutabréfum í öðram sjávarútvegsfyr-
irtækjum hefði fundist leið fram hjá lögum
sem takmarka eignarhald á kvóta.
Svanfríður vitnaði sérstaklega til fjárfest-
inga Samherja og Burðaráss, eignarhaldsfé-
lags Eimskipafélagsins, í Skagstrendingi og
sagði hún að fyrir lægi að Burðarás hefði
fjárfest fyrir þrjá milljarða í sjávarútvegi á
fyn-i árshelmingi. „Lauslega reiknað virðist
Burðarás vera komið með umtalsverðan, og
stundum ráðandi hlut, í fyrirtækjum sem
hafa yfir 60 þúsund þorskígildum að ráða,
eða um það bil 16% af heildaraflahlutdeild-
um,“ sagði Svanfríður m.a.
í svari Árna M. Mathiesen sjávarútvegs-
ráðherra kom fram að ákvæði í lögum um
stjóm fiskveiða, sem ætlað er að girða fyrir
of mikla samþjöppun og koma í veg fyrir að
aflahlutdeild fisldskipa í eigu einstakra aðila
eða tengdra aðila geti farið umfram tiltekið
hámark, taki einnig til eignarhaldsfélaga.
Árni tók fram að um það hverjir teldust
tengdir aðilar giltu flóknar reglur. „Grand-
vallaratriðið er hvort einhver aðili hefur
raunveruleg yfirráð yfir öðram svo sem
vegna þess að hann eða dótturfyrirtæki
hans á meirihluta hlutafjár eða stofnfjár, fer
með meirihluta atkvæðisréttar eða hefur
sambærileg ítök. Þá geta fyrirtæki talist
tengd ef sömu aðilar eiga meirihluta hluta-
fjár, stofnfjár eða fara með meiri hluta at-
kvæða í stjórnum fyrirtækjanna,“ sagði
Árni.
Öll fyrirtæki innan marka
Ennfremur kom fram í máli hans að það
væri mat Fiskistofu, sem eftirlit hefur með
framkvæmd laganna, að enginn aðili hefði
enn náð þeirri stærð að ákvæði 11. greinar
laga um stjórn fiskveiða tækju til hans.
„I upphafi nýhafins fiskveiðiárs höfðu tíu
stærstu útgerðarfyrirtækin ráðstöfunarrétt
á samtals 36,7% úthlutaðra þorskígilda.
Hlutur þeirra hafði aukist um 2,5% frá 1.
desember síðastliðinum. Samherji hafði flest,
6,75%. Hvað varðar einstakar tegundir var
engin útgerð með hærri ráðstöfunarrétt en
heimildir leyfa. Aflahlutdeildarþaki var held-
ur ekki náð þó tillit væri tekið til reglna um
tengda aðila.“
Itrekaði sjávarútvegsráðherra í lokaorð-
um sínum við utandagskrárumræðuna að 11.
grein laganna um stjórn fiskveiða tæki að-
eins til þeirra sem ættu aflamark, hún tæki
einnig til eignarhaldsfélaga. „Það sama á við
um þá eins og alla, að fyrirtæki geta talist
tengd ef sömu aðilar eiga meirihluta hluta-
fjár, stofnfjár eða fara með meirihluta at-
kvæða í stjórnum fyrirtækjanna,11 sagði Árni
M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra.