Morgunblaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 58
MORGUNBLAÐIÐ ,58 FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999 HESTAR Tillögur mennta- nefndar að líta dagsins ljós Menntanefnd sem skipuð er fulltrúum frá Hólaskóla, Félagi tamningamanna, Lands- sambandi hestamannafélaga og Félagi hrossabænda er að ljúka vinnu við að setja upp skipulag fyrir stigunarkerfí í menntun í hestamennsku, allt frá fyrstu stigum áhugamanna upp í efstu stig atvinnumanna. Asdís Haraldsdóttir ræddi við formann nefndarinnar um tillögurnar, sem verða kynntar á ársþingi LH í lok mánaðarins. RAX Reiðnámskeið hjá Fáki. í framtíðinni munu nemendur fá knapamerki eftir reiðnámskeið sem segir til um hvaða stigi þeir hafa lokið. VÍKINGUR Gunnarsson, formaður menntanefndarinnar, segir að þessi vinna sé í samræmi við stefnu íþróttahreyfingarinnar að koma á stigunarkerfi innan hvers sérgreina- félags. Hann segir að það hljóti að vera fagnaðarefni að slíkt kerfi verði tekið upp, enda hafi skipulag reiðkennslu verið í molum. Fólk hafi jafnvel farið á mörg námskeið hjá mörgum aðil- um og alltaf verið að læra sama hlut- inn. Oft hafi því engin framþróun verið í náminu. „Með þessum tillögum er stefnt að því að kennsla í hestamennsku verði hnitmiðuð og nemandinn viti alltaf hvar hann er staddur í kerfinu. Veitt verða sérstök knapamerki fyrir hvert stig og það skráð hjá samtökunum. Það fer því ekki milli mála hvar nem- andinn er staddur og á hvaða stig hann fer næst,“ sagði Víkingur. Hugmyndin er að koma neðstu stigum reiðkennslunnar inn í grunn- skólana, efri stigum áhugamanna inn í framhaldsskólana og þegar at- vinnumennskan taki við fari kennsl- an inn í fagskólana. íþróttahreyfing- in miðar við að stigunarkerfið verði komið á eigi síðar en árið 2005, en að ALÞJÓPLEC KATTASÝNING Dömarar: Eva Wieland Schilla frá Sviss Alfred Wittich frá Stfiss Leslie van Orebst frá Danmörku ADgangseyrir: Fullorðnir 500,- Börn 09 eldri borgarar 300,- Helgina 16.-17. oklóber í REIOHÖLL GUSTS í KÓPAV0GI Opið frá 10:00 - 1«:00 Undanúrslit hefjast um 16:00 Purina Purina 1 EROHAN8 PROHAN sögn Víkings er stefnt að því hvað hestamennsku varðar að þegar verði hafist handa næsta haust. Til þess að það verði hægt þurfi að fá aukið fjár- magn til verkefnisins svo hægt verði að vinna við námskrár og kennslu- gögn í vetur. Hann segir að ramminn sé þegar kominn og svolítið af náms- efni en öll nákvæmnisvinna sé eftir. „Gert er ráð fyrir fimm stigum í námi áhugamanna í hestamennsku. Þeir sem stefna á atvinnumennsku í greininni halda síðan áfram. Lægsta stigið í atvinnumennsku, leiðbein- endastig, er hægt að taka hvort sem er innan Hólaskóla eða á námskeiði, en eftir það færist kennslan alfarið inn í skólakerfið,“ segir Víkingur. „ Félagasamtök geta boðið upp á slík námskeið, enda er markaður fyrir leiðbeinendur mikill nú þegar og mun vaxa þegar stigunarkerfið verð- ur komið inn í skólakerfið. Þetta verður opin utanskólaleið fyrir fólk með mikla reynslu en við teljum nauðsynlegt að setja 18 ára aldurs- takmark fyrir leiðbeinendur. Efsta stigið verður áfram eins og verða þeir sem ljúka því A-reiðkennarar og tamningameistarar." Mikil vinna hefur verið lögð í að samræma þetta kerfi yfir öll Norður- löndin. Stefnt er að því að kennslan verði alls staðar eins og því geta bæði kennarar og nemendur stundað nám í hestamennsku eða kennt hvar sem er á Norðurlöndunum eftir sama kerfi. Gert er ráð fyrir að þeir sem hafa reynslu í hestamennsku geti tekið stöðupróf án þess að fara á nám- skeið. Þeir geta þess vegna mætt með sinn hest og farið í gegnum öll fimm stigin í einu og tekið bókleg próf og öðlast rétindi til að fara á at- vinnumannastig. Veggspjald sem sent hefur verið öllum hestamannafélögum á landinu til að minna hestamenn á að nota endurskinsmerki. Notið endurskinsmerki UMFERÐARRÁÐ hefur sent öllum liestamannafélögum í landinu og fleirum bréf og veggspjöld til að minna hestamenn á að nota endur- skinsmerki bæði á sig og hestinn þegar riðið er út í skammdeginu. Eru forsvarsmenn félaganna beðn- ir að hengja veggspjöldin þar sem líklegt er að sem flestir félagsmenn sjái þau. Óli H. Þórðarson, framkvæmda- stjóri uinferðarráðs, sagði í samtali við Morgunblaðið að tilgangurinn með þessu væri að minna alla á að nota endurskinsmerki þegar dimma tekur til að reyna að koma í veg fyrir slys. Gerð hafa verið sér- stök vcggspjöld í þessum tilgangi fyrir hina ýmsu hópa og þar með hestamenn. Hann sagði að þrátt fyrir ágætis götulýsingar í sumum hesthúsahverfum hringdi fólk oft til umferðarráðs og kvartaði yfir þvi að hafa nærri því ekið á hest og mann sem allt í einu hafi birst í myrkrinu. Því miður hafa orðið al- varleg slys af þessum sökum, jafn- vel banaslys. Óli sagði að á meðan sum hesta- mannafélög hefðu verið áhugasöm og dugleg við að minna á notkun cndurskinsmerkja virtust önnur engan áhuga hafa á málinu. Því var ákveðið að senda þeim öllum veggspjaldið til að auðvelda þeim að hvetja sina félagsmenn til að nota þetta öryggistæki. Auðvelt er að nálgast endur- skinsmerki hvort sem er í apótek- um eða í hestavöruverslunum. Óli telur mikilvægt að bæði maður og hestur séu með endurskin. Um tíma voru til borðar með frönskum rennilás sem hægt var að setja ut- an um fætur hesta. Franski rennilásinn vildi fyllast af hárum og óhreinindum og hætti að virka. Nú eru til borðar með plastsmcll- um sem ættu að duga betur. End- urskinsborða er einnig gott að setja um ökla knapans sem er í góðri hæð frá jörðu þegar hann sit- ur á hestbaki og ætti hann að sjást vel í bílljósum. Að síðustu má minna hestamenn á að margs konar reiðfatnaður er nú framleiddur með endurskins- borðum og merkjum og ættu þeir sem þurfa að endurnýja fatnað að hafa það í huga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.