Morgunblaðið - 15.10.1999, Síða 58
MORGUNBLAÐIÐ
,58 FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999
HESTAR
Tillögur mennta-
nefndar að líta
dagsins ljós
Menntanefnd sem skipuð er fulltrúum frá
Hólaskóla, Félagi tamningamanna, Lands-
sambandi hestamannafélaga og Félagi
hrossabænda er að ljúka vinnu við að setja
upp skipulag fyrir stigunarkerfí í menntun í
hestamennsku, allt frá fyrstu stigum
áhugamanna upp í efstu stig atvinnumanna.
Asdís Haraldsdóttir ræddi við formann
nefndarinnar um tillögurnar, sem verða
kynntar á ársþingi LH í lok mánaðarins.
RAX
Reiðnámskeið hjá Fáki. í framtíðinni munu nemendur fá knapamerki eftir reiðnámskeið sem segir til um
hvaða stigi þeir hafa lokið.
VÍKINGUR Gunnarsson, formaður
menntanefndarinnar, segir að þessi
vinna sé í samræmi við stefnu
íþróttahreyfingarinnar að koma á
stigunarkerfi innan hvers sérgreina-
félags.
Hann segir að það hljóti að vera
fagnaðarefni að slíkt kerfi verði tekið
upp, enda hafi skipulag reiðkennslu
verið í molum. Fólk hafi jafnvel farið
á mörg námskeið hjá mörgum aðil-
um og alltaf verið að læra sama hlut-
inn. Oft hafi því engin framþróun
verið í náminu.
„Með þessum tillögum er stefnt að
því að kennsla í hestamennsku verði
hnitmiðuð og nemandinn viti alltaf
hvar hann er staddur í kerfinu. Veitt
verða sérstök knapamerki fyrir hvert
stig og það skráð hjá samtökunum.
Það fer því ekki milli mála hvar nem-
andinn er staddur og á hvaða stig
hann fer næst,“ sagði Víkingur.
Hugmyndin er að koma neðstu
stigum reiðkennslunnar inn í grunn-
skólana, efri stigum áhugamanna inn
í framhaldsskólana og þegar at-
vinnumennskan taki við fari kennsl-
an inn í fagskólana. íþróttahreyfing-
in miðar við að stigunarkerfið verði
komið á eigi síðar en árið 2005, en að
ALÞJÓPLEC
KATTASÝNING
Dömarar:
Eva Wieland Schilla frá Sviss
Alfred Wittich frá Stfiss
Leslie van Orebst frá Danmörku
ADgangseyrir:
Fullorðnir 500,-
Börn 09 eldri borgarar 300,-
Helgina 16.-17. oklóber
í REIOHÖLL GUSTS í
KÓPAV0GI
Opið frá 10:00 - 1«:00
Undanúrslit hefjast um 16:00
Purina Purina
1 EROHAN8 PROHAN
sögn Víkings er stefnt að því hvað
hestamennsku varðar að þegar verði
hafist handa næsta haust. Til þess að
það verði hægt þurfi að fá aukið fjár-
magn til verkefnisins svo hægt verði
að vinna við námskrár og kennslu-
gögn í vetur. Hann segir að ramminn
sé þegar kominn og svolítið af náms-
efni en öll nákvæmnisvinna sé eftir.
„Gert er ráð fyrir fimm stigum í
námi áhugamanna í hestamennsku.
Þeir sem stefna á atvinnumennsku í
greininni halda síðan áfram. Lægsta
stigið í atvinnumennsku, leiðbein-
endastig, er hægt að taka hvort sem
er innan Hólaskóla eða á námskeiði,
en eftir það færist kennslan alfarið
inn í skólakerfið,“ segir Víkingur. „
Félagasamtök geta boðið upp á slík
námskeið, enda er markaður fyrir
leiðbeinendur mikill nú þegar og
mun vaxa þegar stigunarkerfið verð-
ur komið inn í skólakerfið. Þetta
verður opin utanskólaleið fyrir fólk
með mikla reynslu en við teljum
nauðsynlegt að setja 18 ára aldurs-
takmark fyrir leiðbeinendur. Efsta
stigið verður áfram eins og verða
þeir sem ljúka því A-reiðkennarar og
tamningameistarar."
Mikil vinna hefur verið lögð í að
samræma þetta kerfi yfir öll Norður-
löndin. Stefnt er að því að kennslan
verði alls staðar eins og því geta
bæði kennarar og nemendur stundað
nám í hestamennsku eða kennt hvar
sem er á Norðurlöndunum eftir
sama kerfi.
Gert er ráð fyrir að þeir sem hafa
reynslu í hestamennsku geti tekið
stöðupróf án þess að fara á nám-
skeið. Þeir geta þess vegna mætt
með sinn hest og farið í gegnum öll
fimm stigin í einu og tekið bókleg
próf og öðlast rétindi til að fara á at-
vinnumannastig.
Veggspjald sem sent hefur verið öllum hestamannafélögum á landinu
til að minna hestamenn á að nota endurskinsmerki.
Notið endurskinsmerki
UMFERÐARRÁÐ hefur sent öllum
liestamannafélögum í landinu og
fleirum bréf og veggspjöld til að
minna hestamenn á að nota endur-
skinsmerki bæði á sig og hestinn
þegar riðið er út í skammdeginu.
Eru forsvarsmenn félaganna beðn-
ir að hengja veggspjöldin þar sem
líklegt er að sem flestir félagsmenn
sjái þau.
Óli H. Þórðarson, framkvæmda-
stjóri uinferðarráðs, sagði í samtali
við Morgunblaðið að tilgangurinn
með þessu væri að minna alla á að
nota endurskinsmerki þegar
dimma tekur til að reyna að koma í
veg fyrir slys. Gerð hafa verið sér-
stök vcggspjöld í þessum tilgangi
fyrir hina ýmsu hópa og þar með
hestamenn. Hann sagði að þrátt
fyrir ágætis götulýsingar í sumum
hesthúsahverfum hringdi fólk oft
til umferðarráðs og kvartaði yfir
þvi að hafa nærri því ekið á hest og
mann sem allt í einu hafi birst í
myrkrinu. Því miður hafa orðið al-
varleg slys af þessum sökum, jafn-
vel banaslys.
Óli sagði að á meðan sum hesta-
mannafélög hefðu verið áhugasöm
og dugleg við að minna á notkun
cndurskinsmerkja virtust önnur
engan áhuga hafa á málinu. Því
var ákveðið að senda þeim öllum
veggspjaldið til að auðvelda þeim
að hvetja sina félagsmenn til að
nota þetta öryggistæki.
Auðvelt er að nálgast endur-
skinsmerki hvort sem er í apótek-
um eða í hestavöruverslunum. Óli
telur mikilvægt að bæði maður og
hestur séu með endurskin. Um
tíma voru til borðar með frönskum
rennilás sem hægt var að setja ut-
an um fætur hesta. Franski
rennilásinn vildi fyllast af hárum
og óhreinindum og hætti að virka.
Nú eru til borðar með plastsmcll-
um sem ættu að duga betur. End-
urskinsborða er einnig gott að
setja um ökla knapans sem er í
góðri hæð frá jörðu þegar hann sit-
ur á hestbaki og ætti hann að sjást
vel í bílljósum.
Að síðustu má minna hestamenn
á að margs konar reiðfatnaður er
nú framleiddur með endurskins-
borðum og merkjum og ættu þeir
sem þurfa að endurnýja fatnað að
hafa það í huga.