Morgunblaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 50
£0 FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Maður - nýting' - náttúra Á RÁÐSTEFNU Sameinuðu þjóðanna í Ríó de Janeiro um umhverfismál og þró- un árið 1992 var sam- þykkt yfírlýsing og dagskrá 21, sem er framkvæmdaáætlun í umhverfís-^ og þróun- ármálum. I framhaldi af Ríó-ráðstefnunni samþykkti þáverandi ríkisstjórn fram- kvæmdaáætlun í umhverfismálum og umhverfisráðherra skipaði sjö starfshópa til að fylgja henni eft- ir. Einn þessara hópa fjallaði um umhverfismál, iðnþróun og orkumál. Hópurinn lagði m.a. til að iðnaðarráðherra yrði falið í sam- ráði við umhverfisráðherra að skipa stai-fshóp til að leggja drög að langtímaáætlun um nýtingu vatns- afls og jarðhita. Á umhverfisþingi sem umhverf- jsráðherra boðaði til í október 1996 var fjallað um tillögur hópanna og í framhaldi af því samþykkti þáver- andi ríkisstjórn framkvæmdaáætl- un í umhverfismálum. I henni segir m.a.: Iðnaðarráðherra, í samráði við umhverfisráðherra, láti gera rammaáætlun til langs tíma um nýtingu vatnsafls og jarðvarma og skal henni lokið fyrir árið 2000. Áætlunin sé í samræmi við sam- hæfða stefnu í umhverfis-, orku-; iðnaðar- og efnahagsmálum. I jtenni verði sérstaklega fjallað um verndargildi einstakra vatnasvæða og niðurstöður færðar að skipulagi. í því sambandi verði sérstaklega könnuð áhrif smárra virkjana. Umfangsmikið verk Við undirbúning verkefnisins hefur verið höfð til hliðsjónar reynsla Norðmanna af því að gera áætlun um nýtingu vatnsfalla. Ljóst er hins vegar að staða okkar er önnur. Búið var að nýta meiri hluta vatnsorkunnar í Nor- egi, eða um 60%, þeg- ar vinnan þar hófst. Hér á landi er hins vegar einungis búið að nýta um sjöunda hluta vatnsorkunnar og enn minni hluta jarðhitans og áætlunin okkar þarf því að taka til mun stærri hlútar ork- ulindanna. I áætlun okkar þarf einnig að flokka jarðhitasvæðin. Þetta verkefni verður mjög um- fangsmikið. Það tók því eðlilega Umhverfi Rammaáætlunin er lið- ur í því, segir Finnur Ingólfsson, að tryggja í senn lýðræðisleg vinnu- brögð og þá festu sem nauðsynlegt er að ríki við undirbúning virkj- anaframkvæmda. langan tíma að skipuleggja verk- efnið, afla fjár til þess og finna hæft fólk til að stýra því. Síðastliðinn vetur var skipuð verkefnisstjóm undir forystu Sveinbjörns Bjöms- sonar fymverandi rektors Háskóla Islands. I sumar var leitað eftir til- nefningum á um 40 einstaklingum, frá sveitarstjómum, félagssamtök- um, stofnunum, fyrirtækjum o.fl., í fjóra faghópa sem eiga að fara yfir virkjunarkost hver frá sínum sjón- arhóli, flokka þá og gera tillögur til verkefnisstj órnarinnar. Allir með Brýnt er að rammaáætlunin njóti trausts í samfélaginu. Því er mikil- vægt að allir eigi þess kost að fylgj- ast með framgangi verkefnisins, koma sjónarmiðum sínum á fram- færi við faghópana og verkefnis- stjórnina. Til þess að undirstrika þetta var óskað eftir því við Land- vernd að samtökin tækju að sér að annast samráðsvettvang í þessu skyni. Samtökin urðu við þessari beiðni. I dag verður opnuð heima- síða fýrir verkefnið til að auðvelda almenningi að fylgjast með fram- gangi þess og koma sjónarmiðum á framfæri (www.landvernd.is/natt- uruafl). Fagleg vinnubrögð Undirbúningur bæði vatnsafls- og jarðvarmavirkjana tekur langan tíma og oft líða áratugir frá því að undirbúningsathuganir hefjast þar til rekstur virkjunar hefst. Því er þýðingarmikið að langtímasjónar- miða sé gætt. Rammaáætlunin er liður í því að tryggja í senn lýðræð- isleg vinnubrögð og þá festu sem nauðsynlegt er að ríki við undir- búning virkjanaframkvæmda. Fag- leg og málefnaleg umfjöllun um nýtingu orkulindanna, áhrif hennar á hið náttúrulega umhverfi, efna- hag þjóðarinnar og atvinnu- og byggðaþróun er hafin með þessu verkefni. Þess er vænst að þetta verkefni geti orðið liður í því að ná almennri sátt um sambýli manns og náttúru við nýtingu auðlindanna. Höfundur er iðnaðar- og viðskiptar- áðherra. Finnur Ingólfsson Hráskinnaleikur með Listaháskóla STAÐSETNING Listaháskóla Islands hefur verið nokkuð til umfjöllunar á umliðn- um vikum og mánuð- um og verður ekki annað séð en að ráð- herra menntamála, þingmaður Reykjavík- ur, rói að því öllum ár- um að skólinn flytjist úr Laugarnesi í Hafn- arfjörð. Ef það er mat hans og forsvar- smanna skólans að það sé farsælast fyrir skólastarfið og tryggi best tengsl þess við menningar- og lista- starfið í landinu þá er lítið við því að segja. Þeir bera ábyrgð á uppbyggingu og rekstri skólans, þeir hafa málið á sínu for- ræði og ráða því hvar og hvemig listaháskóli byggist upp. Mál þetta er í sjálfu sér mjög einfalt. Listaháskóli Islands ræður yfir glæsilegri 10.300 fm byggingu á besta stað í borginni með útsýni til hafs og fjalla. Byggingin er í næsta nágrenni og beinum tengsl- um við miðborg Reykjavíkur. Lóð- in er 24.175 fm og býður upp á aukna byggingarmöguleika í fram- tíðinni bæði til norðurs og vesturs. Hún liggur vel við umferðaræðum, aðkoma og staðsetning einkabíla er auðveld, almenningssamgöngur eru á næsta leiti og bein tengsl eru við hjóla- og göngustígakerfi borg- arinnar. Að óreyndu hefði mátt ætla að forsvarsmenn Listaháskólans mættu vel við una og gætu snúið sér óskiptir að því að byggja upp innra starf skólans. Þeir settu hins vegar stefnuna á miðborg Reykja- víkur með það að leiðarljósi að „skólinn geti sem best þjónað þvi markmiði að vera lifandi listamið- stöð í nánum tengslum við lista- og menningarlífið í landinu". Undanfarin misseri hefur aukin umræða átt sér stað um mið- borg Reykjavíkur sem miðstöð menningar og lista í landinu. Nýjar menningarstofnanii’ á vegum Reykjavíkur- borgar opna í mið- borginni á árinu 2000 og þar á ráðstefnu- og tónlistarhús að rísa þegar fram líða stund- ir. Forsvarsmenn Listaháskólans hafa því eðlilega rennt þangað hýru auga og óskað eftir því að kannað verði til hlítar hvort hægt sé að koma skólanum fyrir í miðborginni áður en endanleg ákvörðun verður tekin um húsnæðismál skólans. Borgaryfirvöld hafa fyrir sitt leyti tekið þessu erindi vel og m.a. bent á húseignir í eigu ríkisins í miðborginni sem mætti nýta fyrir Listaháskóla ef einhver vilji væri til þess af hálfu eigendanna. Gam- anið fer hins vegar að káma þegar forsvarsmenn skólans gera kröfu til þess að fundin verði lóð hið fyrsta í miðborginni þar sem reisa mætti 10.000 fm nýbyggingu fyrir skólann en slík bygging er á við tvö ráðhús. Það sér það hver heilvita maður að slíkar lóðir liggja ekki á lausu í miðborginni. Engu að síður hefur verið látið að því liggja, m.a. af hálfu menntamálaráðherra, að það sé áhugaleysi borgaryfirvalda að kenna að ekki hafi tekist að finna slíka lóð. Borgaryfirvöld bjóði ekki nógu vel og Hafnarfjörður kunni því að verða fyrir valinu. Forsvarsmenn Listaháskólans, þ.á m. menntamálaráðherra, verða að gera það upp við sig hvað þeir vilja og hvað þeir telja skólanum fyrir bestu. Ef þeir hafa raunverulegan Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Skólavörðustíg 35, sími 552 3621. Bókhaldskerfi KERFISÞRÓUN HF. I Fákafeni 11 • Sítni 5B8 8055 Sj www.islandia.is/kerfisthroun Eymalokkagöt Nú einnig 100 gerðir af eyrnalokkum 3 stœrðir Hárgreiðsíustofan Klapparstíg (Sími 551 3010) I XStofnað 1918 O Fibromyalg'ia - veQagigft SKILGREINING: Sjúkdómur eða heilkenni (syndrome) sem einkennist af langvarandi útbreidd- um verkjum frá stoð- kerfi líkamans og aumum blettum á viss- um stöðum. Ekki finnast nein merki um liðbólgur eða bólgur í vöðvum. Eðlil. læknisskoðun og eðlil. niðurstöður blóðprófa og röntgenr- annsókna. 80-90% þeirra sem veikjast eru konur á aldrinum 30-50 ára. Orðið vefjagigt (í er- lendum tímaritum ýmist kallað fi- brositis eða fibromyalgia) hefur verið notað yfir sérstakan gigtar- sjúkdóm, sem einkennist af lang- varandi dreifðum stoðkerfisverkjum og stirðleika ásamt fjöl- mörgum aumum blett- um víða um líkamann. Ekki eru allir læknar þó sammála um að hér sé um að ræða sér- stakan sjúkdóm. Vitað er, að vefjagigt leggst oftast á konur á barn- eignaaldri (80-90%). Yfirleitt er um að ræða samtvinnaða or- sakaþætti. Vel er þekkt, að sjúkdómur- inn getur byrjað t.d. í kjölfar sýkingar eða slyss. Talið er, að í flestum tilfellum megi rekja einkennin til langvarandi truflunar á nætursvefni, sem aftur getur haft margvíslegar frumor- sakir. Læknar eru ekki á einu máli Gigt Eitt aðalatriðið í með- ferð sjúklinga með vefjagigt, segir Július Valsson, er að auka al- mennt líkamlegt þrek þeirra. um hvað það er, sem orsakar hina aumu bletti, hvort það er almennt lækkaður sársaukaþröskuldur eða einungis staðbundin eymsli. Ljóst er þó, að almennt lélegt ástand vöðva og þar með léleg súrefnis- upptaka, gerir þá mun viðkvæmari fyrir öllu hnjaski en ella. Mikilvægt er að útiloka aðra sjúkdóma svo sem langvinna gigtarsjúkdóma, innkirtlasjúkdóma sérstaklega skjaldkirtilssjúkdóma, langvinnar sýkingar og jafnvel illkynja sjúk- dóma. Fræðsla um sjúkdóminn er mjög mikilvæg. Meðferðin er einstaklingsbund- in. Mikilvægt er að reyna að kom- ast að orsökum einkennanná, til dæmis ef þau stafa af slæmum líf- svenjum. Athuga þarf atriði svo sem reykingar, óhóflega áfengis- og kaffidi-ykkju, of mikið vinnuálag og langar vökur. Meginmarkmið meðferðarinnar eru eftirfarandi: 1) að minnka verki með verkjalyfjum, 2) bæta svefn- mynstrið, 3) draga úr geðsveiflum og minnka andlegt álag t.d með reglulegri slökun, 4) auka blóðflæði til vöðva og mjúkvefja með lík- amsæfingum og 5) auka líkamlegt þol. Yfirleitt kemur lyfjameðferð t.d. með bólgueyðandi lyfjum að litlu gagni en rétt er að reyna meðferð með verkjalyfjum og jafnvel stutt- verkandi svefnlyfjum ef verkir og svefntruflanir eru mjög áberandi í sjúkdómsmyndinni. Ekki er ástæða til mikilla breytinga á mataræði en sjálfsagt er að bæta slæmar matar- venjur. Yfirleitt þarf að beita sam- an líkamsæfingum og slökun. Eitt aðalatriðið í meðferð sjúklinga með vefjagigt er að auka almennt líka- mlegt þrek þeirra. Oft er um að ræða einstaklinga, sem hafa lítið líkamlegt þrek og eru mjög út- haldslausir. Ekki er ólíklegt að ein- mitt lélegt líkamlegt þrek stuðli að því, að menn fái frekar vefjagigt. Sjúklingurinn sjálfur getur gert ýmislegt til að bæta líðan sína t.d. með reglulegum gönguferðum, sundi og jafnvel léttri leikfimi. I flestum tilfellum er ekki ástæða til að hann hætti að vinna. Segja má, að vefjagigtin sé ein af mörgum enn óleystum gátum læknisfræðinnar. Ef rétt er staðið að málum frá upphafi eru horfur sjúklinga með vefjagigt góðar en til þess þurfa að koma markviss og samhæfð vinnubrögð þeirra aðila, sem starfa að greiningu og meðferð gigtarsjúklinga svo sem lækna, sjúkra- og iðjuþjálfara o.fl. Rann- sóknir á vefjagigt fara nú fram í ýmsum löndum og verður fróðlegt að íylgjast með niðurstöðum þeirra á næstu árum. í dag þekkjum við ekki nákvæmlega orsakir sjúk- Höfundur er læknir. f Ég skal se [5G Eg skal segja þér hvernig 35 kíló hverfa 1,2 og 3! -1- 3 Brúðhjón AIIuí borðbdnaður - Glæsileg (jjaídvard Brdðhjðnalistar VERSLUNIN Laugnvegi 52, s. 562 4244. Júlíus Valsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.