Morgunblaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Nýbygging
Kringlunnar opn-
uð með viðhöfn
NÝBYGGING verslunarmiðstöðv-
arinnar Kringlunnar var opnuð
með viðhöfn í gærmorgun. Með
byggingunni er búið að tengja
saman Kringluna, Borgarkringl-
una og Borgarleikhúsið og er hús-
næðið allt um 62.000 fermetrar að
stærð eftir breytinguna. Nýbygg-
ingin sjálf er um 10.000 fermetrar
og tengibygging við Borgarleik-
húsið um 2.000 fermetrar. Eldri
hluti Kringlunnar er um 40.000 fer-
metrar og Borgarleikhúsið um
10.000.
Með nýbyggingunni bætast við
Kringluna, til að byrja með, að
minnsta kosti 38 nýjar verslanir og
þjónustufyrirtæki og eru þau nú
um 150 talsins. Áætlaður heildar-
kostnaður við framkvæmdina er
um þrír milljarðar króna.
Ymsar nýjungar í starfsemi Kr-
inglunnar koma til sögunnar nú og
á næstunni og má þar nefna tengi-
byggingu við Borgarleikhúsið, úti-
bú Borgarbókasafnsins sem mun
flytja í Kringluna á næsta ári, sér-
staka unglingaálmu og útisvæði
þar sem verður bæði garður og
steintorg. Á torginu verður
geymsla með hlutum úr verslunum
Kringlunnar sem þykja dæmigerð-
ir fyrir andartakið og verður henni
lokað og læst um óákveðinn tíma.
í samkeppni við erlenda verslun
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri Reykjavíkur hélt
ræðu við opnunina og óskaði hún
aðstandendum Kringlunnar til
hamingju með vel heppnaða fram-
kvæmd. Hún benti á að sumum
gæti þótt nóg um þegar verið væri
að auka svo stórlega við verslunar-
húsnæði landsins en minnti svo á
að verslun á Islandi væri í sam-
keppni við verslun erlendis og því
væri mikilvægt að aðstæður til
verslunar hérlendis væru sem allra
bestar.
Morgunblaðið/Júlíus
Sigurður Gísli Pálmason stjórnarformaður eignarhaldsfélags Kringlunnar opnaði nýbygginguna formlega
með því að klippa á borða með sérsmíðuðum skærum, þeim sömu og Pálmi Jónsson faðir hans klippti borða
með þegar Kringlan var opnuð árið 1987. Sigurði Gisla til aðstoðar eru Ragnar Atli Guðmundsson fram-
kvæmdastjóri eignarhaldsfélagsins og Garðar Friðjónsson aðstoðarmaður hans.
Straumur fólks
lá í Kringluna
RAGNAR Atli Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Eignar-
haldsfélagsins Kringlunnar hf.,
segir þann fólksfjölda sem
mætti til að skoða viðbyggingu
Kringlunnar í gær samkvæmt
björtustu vonum.
„Við lögðum mikið í þetta,
enda er þetta er mikil fjárfest-
ing hjá okkur," segir Ragnar
Atli og kveður menn hafa góð-
ar væntingar til viðbyggingar-
innar. Hann segist þó ekki vita
hve margir hafí komið í Kringl-
una á þessum degi, en segir
bflastæði hafa verið full frá því
ellefu í gærmorgun.
Áhersla verður lögð
á fjölskylduna
Töluvert var af uppákomum í
tilefni af opnuninni og eru þær
í tengslum við nýja ímynd
Kringlunnar, en markaðsselja
á Kringluna meira fyrir fjöl-
skylduna og þá sérstaklega
börnin. Sem dæmi um þetta
nefnir Ragnar Atli að eggi einu
hafí verið komið fyrir hjá
Herragarðinum og muni það
klekjast út og veran sem þar
komi út verði hluti af krakka-
klúbbnum, Vinaklúbbi Kringl-
unnar, sem á að stofna.
Mikil vinna hefur staðið yfír
undanfarna daga, en keppst
hefur verið við að ljúka við-
byggingunni á tilsettum tíma.
Að sögn Ragnars Atla gekk vel
að ljúka frágangi á sameign
Kringlunnar.
Hann segir meiri óvissu þó
hafa ríkt hjá sumum fyrirtækj-
anna, því mörgum hafi reynst
erfítt að fá iðnaðarmenn til
starfa.
Iðnaðarmenn að
fram á morgun
„Við vorum alltaf mjög bjart-
sýnir á að þetta myndi ganga,“
segir Ragnar Atli. Hann kveður
þó hafa verið ljóst að þetta yrði
mikil vinna fyrir marga nóttina
fyrir opnun. Enda hafí, þegar
leið að opnun viðbyggingarinn-
ar, þurft að reka út nokkra iðn-
aðarmenn sem enn voru að
störfum.
Með nýrri viðbyggingu munu
um 60 fyrirtæki í Kringlunni
gera tilraun til að hafa opið á
sunnudögum og stendur sú til-
raun til aprflloka.
Bók ^BtamnrQar
ALEX FERGUS0N-
MANAGING MY LIFE
Bók um
arkitektúr
20. öldin í máli
og myndum
Nýjar erlendar
bækur daglega
ivmimdsson
Austurstræti • Kringlunni
Torfí Ólafsson.
Kristín Kjartansdóttir og Guðbjörg Jónsdóttir.
Morgunoiaoio/övernr
Guðmundur Marteinsson og
Brynja Karlsdóttir.
Geir Helgi Birgisson, Stefán Orn Oskarsson og Stefán Hjartarson.
Viðskiptavinir
voru ánægðir
FJÖLDI manns mætti í Kringluna í
gær til að skoða Kringluna og var
ekki annað að heyra en að viðskipta-
vinir væru almennt ánægðir með
þessa viðbót.
Þau Brynja Karlsdóttir og Guð-
mundur Marteinsson voru búin að
rölta töluvert um og skoða. Þau voru
sammála um að vel hefði tekist til
með bygginguna, en sögðu klifur-
vegginn við rúllustigann þó einna
áhrifamestan. Bæði sögðust þau
koma nokkuð oft í Kiángluna 1
flestir Reykvíkingar.
Torfí Olafsson var önnum Kannn
við að leita sér að fatnaði í Nano'q'.
Hann sagðist ekki vera búinn að sjá
mikið af viðbyggingunni ennþá, en
kvað það þó glæsilegt sem hann
hefði séð. Enda ætlaði hann að
skoða bygginguna betur.
Við arineldinn í bókasafninu í
versluninni Nanoq létu þeir Stefán
Hjartarson, Stefán Örn Óskarsson
og Geir Helgi Birgisson fara vel um
sig. Þeir voru allir sammála um að
nýja viðbyggingin væri flott og
sögðust vera ánægðir með hana.
Stefáni Erni fannst þó unglinga-
gangurinn bera af og sagði gott fyrir
unglinga að eiga sér stað í Kringl-
unni.
Sigurjón Marinósson skoðaði Kr-
ingluna í fylgd eiginkonu og dóttur-
sonar. Hann sagði að sér litist vel á
það sem hann hefði séð, en bætti við
að það væri þó ekki mikið. Kr-
ingluröltið væri rétt að hefjast. Sig-
urjón sagðist þó hafa heyrt því
fleygt í sumum verslananna að Kr-
inglan færi nú að verða of stór.
Þrjár hæðir væru meira en við-
skiptavinirnir nenntu að labba um.
Þær Guðbjörg Jónsdóttir og
Kristín Kjartansdóttir voru búnar
að skoða viðbygginguna vel. Guð-,
björgu leist mjög vel á. Kristín var
henni sammála og sagði bygginguna
bæði íburðarmikla og flotta. „Þetta
er mjög sérstakt," sagði Guðbjörg.
„Eg er búin að vera mikið í útlönd-
um og ég hef ekki séð neitt þessu
líkt, en þetta sýnir það líka að Is-
lendingar eiga nóg af peningurn."
Helena Kristjánsdóttir var ekki
síður ánægð með viðbyggingu Kr-
inglunnar en aðrir sem rætt var við.
Hún sagði að sér litist vel á bygging-
una í heild og væri hönnunin vel
heppnuð. Helena sagði viðbygging-
una þá ekki síður fjölbreytta. Þar
væri að finna gott úrval verslana og
aldrei að vita nema hún ætti eftir að
nýta sér þær einhvern tímann.
Sigurjón Marinósson
ásamt dóttursyni.
Helena Kristjánsdóttir.