Morgunblaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 33
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER.1999 3-3
Goðsagnaminni
í fornritum
Morgunblaðið/Kristinn
Gunnar Eyjólfsson, Ingvar Sigurðsson og Margrét
Vilhjálmsdóttir í Sjálfstæðu fólki.
Leikaraskipti í
Sjálfstæðu fólki
BÆKIIR
F r æ ð i r i t
HEIÐIN MINNI
Greinai’ um fornar bókmenntir.
Ritsljórar: Haraldur Bessason og
Baldur Hafstað. Heimskringla.
1999 - 367 bls.
SÁ hluti íslenskrar menningar sem
snýr að heiðnum goðsögum ýmiss
konar hefur fram til þessa ekki ver-
ið þungamiðjan í rannsóknum
fræðimanna hér á landi. Áhugi
þeirra hefur fremur beinst að tíma-
talsumræðu og textafræði og hin
seinni ár viðleitni til að fínna ís-
lenskri menningu miðalda stað í
evrópsku samhengi. Þó kom nýlega
út bók um íslenska edduhefð í gegn-
um aldirnar og nú er sérstök
ástæða til að fagna útkomu bókar í
ritstjóm þeirra Haraldar Bessason-
ar og Baldurs Hafstað sem nefnd er
Heiðin minni. Mér sýnist bókin vera
safn sjálfstæðra og raunar ólíkra
greina sem hafa það þó sameigin-
legt að fjalla að einhverju leyti um
það hvernig heiðin minni birtast í
ólíkum riturn kristins samfélags á
miðöldum frá eddum til rímna. Þær
gefa því í heild nokkuð góða yfirsýn
yfir víðfeðmt svið goðsagna og goð-
sagnakenndra frásagna frá þessu
tímabili.
Margt er hér fróðlegra greina.
Loki og Heimdallur era til umræðu
í grein eftir Kurt Schier sem byggir
nokkuð á samanburðarfræðum.
Hér eru á ferð mótsagnafullir guðir
og engin túlkun á þeim er viður-
kennd. Ástæðan er m.a. deilur um
hversu trúverðugt rit Snorra-Edda
er í umfjöllun sinni um þá. Það næg-
ir að mati Kurts Schier ekki að
skoða einstök dæmi heldur ber að
rýna í heildarformgerð goðsagn-
anna til þess að meta trúverðug-
leika þeirra og þá í samanburði við
samsvarandi guðapör annarra
menningarsvæða. Dregur Schier
upp myndir af ýmsum slíkum og
varpar með því nokkru ljósi á þessa
fornu guði. Samanburður er einnig í
áræðinni ritgerð Josheps Harris
„Goðsögn sem hjálp til að lifa af ‘ í
Sonartorreki. Hann ber saman að-
draganda kvæðisins í Egilssögu og
goðsagnarinnar um dauða guðsins
Baldurs og dregur raunai- einnig
Bjólfskviðu inn í umræðuna. Finnur
hann þar mörg hliðstæðumynstur
og dregur því þá ályktun „að í Son-
artorreki sé fylgt sama mynstri og í
goðsögninni af dauða Baldurs og
ragnarökum11. Þannig verður goð-
sögnin að hjálp til að lifa af á erfið-
um tíma í ævi Egils.
Guðrún Nordal kannar Sturl-
unga sögu í ljósi svokallaðrar týpólí-
gískrar aðferðar sem felst í því „að
spegla sögupersónur eða samtíma-
menn í þekktum sögulegum ein-
staklingum og auka þannig dráttum
og skuggum við mannlýsinguna".
Tekur hún m.a. dæmi af því þegar
Gissuri jarli er líkt við Oðin vegna
í TILEFNI af opnun nýbyggingar
við Kringluna verður opið hús í
Borgarleikhúsinu á morgun, laug-
ardag. Húsið verður opnað kl. 13 og
eftir kl. 14 verður gestum boðið að
sjá brot úr sýningum á Stóra og
Litla sviðinu á hálftíma fresti fram
til kl. 16, auk þess sem leiðsögu-
maður mun stjórna skoðunarferð-
um um húsið, fyrir þá sem þess
óska, á milli kl. 14 og 16.
„í skoðunarferðunum skýtur
ýmislegt óvænt upp kollinum og
mega þátttakendur eiga von á að
slægðar sinnar og Sturlu Sighvats-
syni við Frey tO að ýja að hugleysi
hans.
Theodore M. Anderson fjallar um
Völsungasögu í ritsmíð sinni Goða-
fræði eða sagnfræði? Völsungasaga
er goðsöguleg í margvíslegum
skilningi þess orðs og tæplega verð-
ur fram hjá henni gengið þegar
fjallað er um goðsögur í íslenskum
fornritum. Samt hefur hún verið
nokkuð afskipt í bókmenntasögu-
legu samhengi. Rekur Anderson
það m. a. tO þess að hún hafl verið
flokkuð með fornaldarsögum sem
hafi orðið henni lítt til framdráttar.
Röksemdafærsla Andersons snýst
um að tengja Völsungasögu ævin-
týralegum ritum sem höfðu fólgna í
sér gervisagnfræði, ritum á borð við
Skjöldungasögu, Bjólfskviðu og
Ynglingasögu. Raunar finnst mér
Anderson gleyma sér helst tO mikið
í vangaveltum um hvenær bókin sé
rituð en slík umræða er oft ófrjó og
oftast byggð á veikum grunni.
Samkvæmt Viðari Hreinssyni
era goðsögur „eins konar skýi-ing-
arsögur um goðmögn og yfimátt-
úraleg öfl að verki við^myndun og
mótun heimsmyndar". í grein sinni,
Ofbeldi, klám og kóngafólk sem
fjaOar einnig um Völsungasögu
þykist Viðar sjá að líkt og í grískum
goðsögnum birtist ofmetin og van-
metin blóðbönd „í sifjaspeOum,
blóðskömm og hefndarþorsta...“
Átök hins dýrslega og hins mann-
lega og siðferðislega mynda megin-
togstreitu verksins og í allri sögunni
en ekki síst í persónu Sigurðar
Fáfnisbana valda þau miklu ója-
fnvægi þar til Áslaug dóttir Ragn-
ars Loðbrókar kemur á vettvang.
Við það breytist eðh sögunnar og
hin innri átök leysast upp.
Jean Renaud tekur Saxa mál-
spaka á beinið í greinarkomi sínu
Goðsögnin um Baldur í meðföram
Saxa málspaka. Margt er samt sam-
eiginlegt í ritum Snorra og Saxa um
guðinn Baldur þótt goðsögunni sé
nokkum veginn snúið á hvolf hjá
þeim síðarnefnda. Markmið Snorra
er þó bersýnilega að draga upp goð-
sögur en Saxi er að skrifa sagnarit
þar sem athyglinni er beint að
tengslum sögunnar við sögu danska
konungdæmisins.
SkemmtOegt innlegg í þetta safn-
rit er úttekt Hermanns Pálssonar á
tröOafræði fomaldar og samísk
áhrif á þau fræði. Vargur á tölti
nefnist greinin og vísar til þess hátt-
ar tröllkvenna að ríða úlfum. Til-
færir Hermann mörg dæmi um
þetta, sum grótesk, og bendir jafn-
framt á samískan upprana slíkra
sagna.
Heimir Pálsson bendir á í grein-
inni Að sætta heimildir hvemig
Snorri Sturluson mótar goðsögum-
ar í anda kíminnar afhelgunar til að
mæta kristnum lesendum sínum og
Baldur Hafstað fjallar um Sögu
Gunnars Þiðrandasonar sem hon-
um þykir að ýmsu leyti misheppnað
verk þótt goðsagnaminni lyfti því
upp. Ásdís EgOsdóttir bendir á
rekast á persónur úr sýningum
Leikfélags Reykjavíkur á ólíkleg-
ustu stöðum,“ segir í fréttatilkynn-
ingu frá Borgarleikhúsinu.
Ennfremur segir að í forsal leik-
hússins verði útsala á bolum og
geisladiskum með tónlist úr sýn-
ingum Leikfélags Reykjavíkur og
þar getur fólk einnig fylgst með
flugi Péturs Pan og átökum hans
við sjóræningja á Stóra sviðinu.
Húsinu verður lokað kl. 17, en kl.
19 hefst sýning á Litlu hryllings-
búðinni og aftur kl. 23.
hvernig sögur af drekabönum
tengjast fornum goðsögum um fæð-
ingu og frjósemi og Jón HnefiO Að-
alsteinsson fjaOar um nokkur
blótminni í mjög svo textafræðilegri
ritgerð. Þá ræðir Vésteinn Olason
um rímur sem hann telur líkt og
annan sagnasjóð Islendinga frá 14.
öld tO 19. aldar vera rómönsur sem
andstætt Islendingasögum, hetju-
sögum og goðsögum endi vel og
gjarnan með samfélagslegri sátt.
Þau goðsagnaminni sem sæki á höf-
undana hafi verið „rifin upp með
rótum upp frá upphaflegum jarð-
vegi og gróðursett í kynjaheimi
hugarflugsins".
Fyrirferðarmikil er grein Hara-
ldar Bessasonar um rúm og tíma í
Völuspá. Grein Haraldar er afai-
fróðleg en ekki auðlesin vegna
fjölda bókmenntalegra hugtaka.
Gísli Sigurðsson fjaOar einnig um
Völuspá og leiðir að því líkum út frá
vísuorðinu „Ein sat hún úti“ að
Völvan í spánni stundi útisetu til að
vekja upp Oðin sem komi og opni
henni „sýn, sem á eftir kemur, það
er hina eiginlegu spá kvæðisins".
Mér sýnast rök Gísla iOhrekjanleg
en forvitnilegt verður að sjá and-
svör við skoðunum hans.
Framliðnir feður nefnist lærð rit-
gerð Torfa H. Tuliniusar um eðO ís-
lendingasagna. Hann spyr sig hvort
„hið yfirnáttúralega gegni ekki
sambærilegu hlutverki og í skáld-
sögum síðari alda. Hér er að vísu
ekki átt við raunsæissögu heldur
skáldsögur sem samdar vora eftir
miðja nítjándu öld, þegar mynd
raunsæisins af veruleikanum fór að
gliðna, en nýr skOningur á sjálfsver-
unni leitaði sér farvegs með innreið
óútskýranlegra fyrirburða...“ Hér
finnst mér Torfi setja sagnaritun
Islendinga í alveg nýtt samhengi og
raunar ekki svo fráleitt ef vel er að
gáð. Eg er hins vegar ekki að öllu
leyti sáttur við röksemdafærslu
hans þegar hann útfærir þessar
hugmyndir sínar og rýnir sérstak-
lega í átök Grettis og Gláms. Með
aðstoð þeiira Freuds og Lacans
leitast hann við að sýna fram á það
hvernig tímarými Grettissögu opn-
ast fyrir undirmeðvitundinni. Til-
færir hann ýmis dæmi um þetta. Þó
hygg ég að hann gangi fulllangt í
„lakaníseringu" textans. Hann
nefnir það t. d. sem rök fyrir því að
átök Grettis og Gláms séu í raun át-
ök Grettis við föðurímyndina að
nafn Gláms megi lesa sem styttingu
á nafni Ásmundar hæralangs, „þvi
alUr stafimir í nafni smalans era í
nafni föðurins...“
En vissulega má hafa gaman af
slíkri hugmyndaleikfimi. Goðsagna-
minni og nýstárlegar hugmyndir
um leshátt fombókmennta setja
mark sitt á þessa bók. Ljóst er að
umræðan um fombókmenntir okk-
ar er að færast frá sviði textafræð-
innar og tímatalsumræðu inn á svið
bókmenntafræða og mannfræða.
Það er spennandi að sjá hvert sú
umræða leiðir okkur.
Skafti Þ. Halldórsson
til utlaada
-auövelt aö muna
SÍMINN
www.siml.is
EDDA Heiðrún Backman tekur
við hlutverki Rauðsmýrar-
maddömmunnar af Olafíu
Hrönn Jónsdóttur í Sjálfstæðu
fólki eftir Halldór Laxness, sem
sýnt er í Þjóðleikhúsinu. Hún
tekur einnig við öðrum hlut-
verkum hennar í sýningunni. Þá
hefur Elva Ósk Ólafsdóttir tek-
ið við hlutverki Finnu af Eddu
Arnljótsdóttur. Kristján Eldjárn
gítarleikari hefur tekið við af
Tatu Kantomaa í tríói hljóð-
færaleikaranna.
Báðar sýningarnar, Bjartur
og Ásta Sóllilja, eru á morgun
með nýju leikurunum. Sú fyrri
hefst kl. 15 en hin síðari kl. 20.
Glæsilegir amerískir rafmagnsnuddpottar
Acrylpottur í rauðviðargrind.
Innb. hitunar- og hreinsikerfi.
Vatns- og loftnudd. Engar leiðslur
nema rafm. 1B amp.
Einangrunarlok með læsingum.
Sjálfv. hitastillir.
Tilbúnir til afhendingar.
VESTAIM ehf., Auðbrekku 23, 200 Kópavogur,
s. 554 6171, fars. 898 4154
Til sölu/leigu
________________________Fossháls 1
Fullbúið 814 fm.verslunar- og skrifstofuhúsnæði
á besta stað.
Lausttil afhendingar l.nóv. n.k.
Áhvílandi mjög hagstætt langtímalán.
Frábært tækifæri á vaxandi
verslunar og þjónustusvæði
HREYSTI
Opið hús í Borgar-
leikhúsinu