Morgunblaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999 55 UMRÆÐAN Alþjóðlegur dagur kvenna í dreifbýli KONUR í hinum dreifðu byggðum landsins eiga tilkall til dagsins í dag. Ekki er þó víst að þær haldi mikla hátíð í tilefni hans, því annars vegar eru mjög margar kon- ur til sveita á kafi í hefðbundnum haust- verkum þessa dagana, en hins vegar er kannski ekkert stór- kostlegt tilefni til að fagna, heldur væri eðlilegra að leggja nið- ur vinnu og mótmæla í tilefni dagsins, því staða kvenna í dreif- býli er í raun ekkert til að hrópa húrra fyrir. Ef litið er til Norður- lands vestra, sem ég þekki hvað best, má sjá að meðaltekjur í land- búnaði eru lágar, hann að dragast saman og mjög einhæf atvinnu- tækifæri fyrir konur að öðru leyti. Það er þó ljós punktur að land- búnaðarráðuneytið hefur að ein- hverju leyti brugðist við og réð fyrr á árinu Önnu Margréti Stefáns- dóttur til tímabundinna verkefna við stefnumótun í jafnréttismálum. Hugsanlega hefur rannsókn á stöðu kvenna í dreifbýli á Norður- landi vestra, sem undirrituð átti frumkvæði að og ráðuneytið styrkti að hluta, verið ein kveikjan að þessu verkefni. Hefur Anna Mar- grét unnið mjög vandaðar og metn- aðarfullar tillögur til úrbóta í jafn- réttismálum tengdum landbúnaði. Það er vonandi að þessum góðu áformum verði hrandið í fram- kvæmd, en þau ekki látin rykfalla í einhverjum skúffum. Má ætla að til þessara brýnu verkefna sé svigrúm Peysuúrvalið er í Glugganum Glugginn Laugavegi 60, sími 551 2854 í ríkisrekstri, miðað við fréttaflutning að undanförnu. I umræddri rann- sókn kemur fram að konur taka lítinn þátt í stefnumótun innan landbúnaðar, þær sitja sjaldan við stjómvölinn og marg- ar þeirra líta jafnvel ekki alltaf á sig sem bændur, þótt þær sinni heilmiklum hluta starfa á búum sínum. Við getum því hugsan- lega ályktað sem svo að konur séu fyrst og fremst undirmenn í landbúnaði. Þama er þó ekki um náttúralögmál að ræða, þótt marg- ur gæti ályktað sem svo, miðað við hve lítið hefur þokast í jafnréttisátt innan þessa geira á síðustu 10 ár- um. Konur era almennt ekki félag- Jafnrétti Kannski aukin þátttaka kvenna 1 stefnumótun innan landbúnaðar, segir Bjarnheiður Jóhannsdóttir, geti hleypt nýju blóði í atvinnugreinina. ar í fagfélögum landbúnaðar (79%), hvað þá að þær séu virkir félagar og hefur það sáralítið breyst á þess- um tíma. Þær skortir ekki áhug- ann, en fá ekki tækifæri af ýmsum ástæðum. Meðal ástæðna nefna þær sterka karlahefð (24% þeirra), en margar einnig að þær hafi ekki tíma til þess vegna anna við börn og Microsaft NovelL 1shsbbp Adobe Eru hugbúnaðarmál í Lagi ...hjá þínu fynrtæki? Hugbúnaður er verndaður af lögum um höfundarétt. Margir tölvunotendur skáka í því skjólinu að þeir viti ekki hvort forrit eru afrituð eða ósvikin. Þetta er ekki gild afsökun. Nú er verið er að skera upp herör gegn hugbúnaðarstuldi — ert þú með hreina samvisku? Fengi tölvan þín hreint sakavottorð? © 550-4000 ...hringdu núna Þjónusturáðgjafar Tæknivals veita öll svör við spurningum um hugbúnað og þau leyfi sem nauðsynleg eru fyrir löghlýðna tölvunotendur. Tæknival www.taeknival.is Bjarnheiður Jóhannsdóttir VERKVER BYGGINGAVÖRUR Smiðjuvegur 4B * 200 Kópavogur e 567 6620 * N H Ú S S Ð N I N G MARMOROC STEINKLÆÐNING 20 ÁRA REYNSLA Á ÍSLANDI bú, eða bera fyrir sig hlédrægni. Reyndar hef ég fengið að heyra ýmis sjónarmið, eins og „hvað ætli maður nenni að sitja yfir sífelldu masi um vélar og tæki alla tíð, það er eins og ekkert annað hafi áhrif á framþróun í landbúnaði". Ekki þekki ég hvort þetta er reyndin, en þessi kjarnyrtu ummæli era um- hugsunai’efni í ljósi stöðu landbún- aðar í dag. Kannski að aukin þátt- taka kvenna í stefnumótun innan landbúnaðar geti hleypt nýju blóði í þessa atvinnugrein, sem er eftir því sem opinberar tölur segja að verða í auknum mæli aukastarf, því tekju- rnar hrökkva ekki fyrir framfærslu fjölskyldunnar og sífellt fleira fólk til sveita leitar sér tekna annars staðar. Konur í dreifbýli era að öðra leyti virkir einstaklingar, bæði hvað varðar félagsmál og eigin at- vinnusköpun, en þær era að fást við marga mjög spennandi hluti, m.a. í ferðaþjónustu og handverki. Við sem vinnum að eflingu í atvinnu- málum þurfum að gefa konum meiri gaum; frumkvæði þeirra, hugmyndum og hæfileikum, en ekki falla í þá gryfju að bjarga at- vinnumálum þeirra með einhæfum, illa launuðum frumvinnslustörfum í stóram búntum. Vanti þær fag- þekkingu að einhverju leyti, til að takast á við ný hlutverk, má nefna hið mjög svo vinsæla orð símenn- tun, því ekki skortir áhugann, held- ur einungis tækifærin. Það er mjög ánægjulegt að land- búnaðarráðuneytið skuli hafa stigið það skref að huga að jafnréttismál- um og er von mín að góð áform þess * komist í framkvæmd. Það er degin- um ljósara að aðgerða er þörf, bæði af hendi opinberra aðila, en ekki síður innan Bændasamtakanna, sem era samtök allra þeirra sem vinna í landbúnaði, en ekki einungis karlkyns helmingsins. Það gleym- ist æði oft að konur eru ekki fá- mennur minnihlutahópur, heldur helmingur alls mannkynsins! Hver veit nema vaxtarbroddur íslensks landbúnaðar sé fólginn í mannauði dreifbýliskvenna? Höfundur erjafnrséttisráðgjafí Norðurlands vestra og starfar hjá Iðnþróunarfélagi Norðurlands vestra á Blönduósi. ori/lame Náttúrulegar sænskar snyrtivörur Vilium bæta viá okkur sölufólki um allt land Sími 567 7838 - fax 557 3499 e-mail raha@islandia.is www.oriflame.com um nýtingu vatnsafls og jarðvarma íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að vinna rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Markmiðið er að leggja mat á og flokka virkjunarkosti vatnsafls og jarðvarma. Tekið verður tillit til orkugetu, hagkvæmni og annars þjóðhagslegs gildis virkjanahugmynda, samhliða því að skilgreina, meta og flokka áhrif þeirra á náttúrufar svo og á náttúru- og menningarminjar. í þessu sambandi verður einnig litið á hagsmuni allra þeirra sem nýta viðkomandi svæði. Kynningarfundur laugardaginn lö.október kl. 14:00-16:00 Fjarfundir: Reykjavik - Endurmenntunarstofnun Háskólans, Náman Akureyrí - Háskólinn, Þingvallastræti, stofa 16 Egilsstaðir - Menntaskólinn Höfn í Hornafirði - Fjarfundaverið í Framhaldsskólanum ísafjörður - Framhaldsskólinn Sauðárkrókur - Fjölbrautarskólinn Dagskrð: 1. Setning: Jón Helgason, formaður Landverndar 2. Kynning: Sveinbjörn Björnsson, formaður Verkefnisstjórnar 3. Mat á náttúru virkjanasvæða Jón Gunnar Óttósson, Náttúrurfræðistofnun íslands 4. Rammaáætlunin frá sjónarhóli náttúruverndarsamtaka: Hilmar Malmquist, Náttúruverndarsamtök íslands 5. Rammaáætlunin frá sjónarhóli orkufyrirtækis: Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar 6. Kynning á formönnum faghópa 7. Fyrirspurnir Allir velkomnir Samráðsvettvangur við gerð Rammaáætlunar ww.landvemd.is/natturuafl LANDVERND Skólavöröjstíg 25 101 Reykjavík Sími: 552 5242 Fax: 562 5242 Netfang: landvemd@landvernd.is Veffang: www.landvernd.is * >
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.