Morgunblaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Teikning af norðurhlið hússins með nýjum álmum. Til vinstri í vesturhluta sést nýtt Iyftuhús sem verður eins og eldra lyftuhúsið í austurhluta hússins. Breytingarnar miða einnig að því að húsið verður heildstæðara í útliti. Elli- og hjúkrunarheimilið Grund sækir um leyfí til stækkunar Húsið stækk- ar en heimilis- fólki fækkar Vesturbær STJÓRNENDUR Elli- og hjúkrunarheimilisins Grund- ar hafa óskað eftir leyfi til að stækka heimilið við Hring- braut. Markmiðið með staskkuninni er þó ekki að fjölga heimilisfólkinu, heldur er ætlunin að bæta þjónust- una og vinnuaðstöðu starfs- fólks. Að sögn Júlíusar Rafnssonar framkvæmda- stjóra er þetta liður í því að færa þetta elsta elliheimili landsins í nútímalegra horf. Heimilisfólki hefur fækkað talsvert á síðastliðnum árum og er gert ráð fyrir að þeim fækki enn á næstu árum. Stjómendur heimilisins em ákaflega ósáttir vegna mik- illar tekjuskerðingar sem þeir telja að Gmnd hafi mátt sæta miðað við aðrar öldrun- arstofnanir hérlendis. Júlíus segir að heimilið vanti nú sárlega aðstöðu fyr- ir starfsfólk, s.s. aðstöðu fyr- ir deildarstjóra, vakther- bergi og rými fyrir hjálpar- tæki. Því hefur verið ákveðið að sækja um leyfi til að stækka heimilið með því að bæta við tveimur álmum út úr norðurhlið hússins, sem hvor um sig verður rúmir 67 fermetrar að flatarmáli á fjómm hæðum. Alls er því um að ræða stækkun upp á 534 fermetra. Jafnframt því verður byggt nýtt lyftuhús í austurhluta hússins sem verður alveg eins og lyftu- húsið sem nú er í vestur- hluta hússins. Að vestan- verðu er ætlunin að setja upp nýjan aðalinngang og gera breytingar á lóðinni þannig að hún verði skemmtilegri ásýndar og að þar verði hægt að tylla sér niður á góðviðrisdögum. Að sögn Júlíusar hafa arkitekt- ar Arbæjarsafns skoðað þessar tillögur og verið mjög hlynntir útbyggingunum, vegna þess að útlit hússins mun þá nálgast meira upp- runalegar hugmyndir Sig- urðar Guðmundssonar arki- tekts, sem teiknaði húsið í upphafi. Útfærsla viðbygg- inganna er byggð á hug- myndum Gísla Sigurbjörns- sonar frá 1979 sem hann fékk Pál Gíslason arkitekt til að teikna. „Þessi stækkun er ein- göngu til að bæta þjónustu við okkar heimilisfólk og starfsfólk. Við eram í geysi- lega harðri samkeppni við aðrar öldranarstofnanir um starfskrafta og ef við ætlum ennþá að vera með allt eins og það var árið 1930, þá fá- um við auðvitað ekkert fólk til starfa. Þess vegna er ver- ið að breyta og stækka til að gera hér skemmtilegra vinnuumhverfi. Við eram í rauninni að færa þetta gamla hús í það horf sem nú- tíma kröfur gera til slíkra heimila," segir Júlíus. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson er stjómarformað- ur Grundar og segir að það sé sérstök ástæða til að leggja áherslu á að það sé einungis ásýnd hússins sem L r ' 1 - u, IBIWl 1: gg: ^&miSrízj» rx-r? ■; 'i , L : ,; -v.. ; íIssHÍIR^hbí gpila ii ■■■ l . 1 ■iíipiil fc»ygi f ? dkMl Morgunblaðið/Eiríkur P. Á myndinni standa þeir sr. Guðmundur Óskar Ólafsson og Júlíus Rafnsson þar sem fyr- irhugað er að setja upp nýjan aðalinngang hússins. Nýja álman kemur þarna út úr hús- inu og mun ná jafnlangt og miðálman sem sést til vinstri fyrir miðri mynd. Júlíus Rafnsson, Kristjana Þorgilsdóttir, sem unnið hefur í 50 ár hjá Grund, Guðrún Gísladóttir forstjóri og sr. Guð- mundur Óskar Ólafsson stjórnarformaður Grundar. breytist, það hækki ekki eða neitt slíkt og taki ekki neitt frá neinum. Júlíus segist hafa heyrt af ótta íbúanna við að byggingarnar komi til með að skyggja á sólina og því hafi arkitektar hússins teiknað skuggamyndanir af því og í Ijós hafi komið að skuggar nái ekki nema í byggingar við Brávallagötu sem tilheyri Grand. Júlíus segir að stefnt verði að því að fækka bílastæðum sem minnst og fyrirsjáan- lega þurfi aðeins að leggja af þrjú stæði. Hann segir að starfsfólk nýti stæðin á þeim tíma þegar íbúar í nágrenn- inu era í vinnunni og því sé mjög góð samnýting á bfla- stæðunum. Þó séu flest bfla- stæði ónotuð framan við Grund við Hringbraut á þessum tíma. Hann segir að stækkun heimilisins muni ekki skapa þörf fyrir fleiri bflastæði, enda sé hvorki verið að fjölga starfsfólki né heimilisfólki. „Þetta er liður í ákveðinni framtíðarsýn heimilisins. Við höfum verið að fjölga einbýl- um og stefnum að því að fækka í herbergjum. Ég sé það fyrir að um árið 2005 verði hér um 30 manns færra en er í dag,“ segir Júl- íus. Árið 1970 náði fjöldi heimilismanna hámarki þeg- ar þeir vora 380. Árið 1988 vora þeir orðnir 290 og í dag eru 169 á hjúkrunardeild og 95 á dvalardefld, eða samtals 264. Starfsmenn á Grand era 221 í 169 stöðugildum. Júlíus segir að verulega hafi verið þrengt að heimil- inu varðandi tekjur á und- anförnum árum. „Ef við hefðum sömu daggjöld og sambærilegar öldrunar- stofnanir í Reykjavík, vær- um við með um 20 milljón- um meira í tekjur á ári. Miðað við aðrar stofnanir væri þessi munur ennþá meiri. Þessi munur er alveg skelfílegur," segir Júlíus. Ósanngjörn tekjuskerðing „Niðurstaða okkar er sú að þetta séu allt geðþóttaá- kvarðanir hjá heilbrigðisyf- h’völdum og okkar skoðun er sú að við veitum síst lakari þjónustu en aðrar stofnanir, ef eitthvað er þá er hún kannski meiri,“ segir Guð- mundur. Júlíus segist hafa gert út- tekt á daggjöldum Grundar miðað við Hrafnistu í Reykjavík og niðurstaðan hafi verið sú að frá 1. janúar 1978 tfl 1. janúar 1997 hafi verið verulegur mismunur á milli. Hann segir að þegar búið sé að reikna þennan mismun upp á verðlagi hvers árs nemi hann 691 milljón króna, en framreiknað á verðlagi ársins 1996 í desem- ber sé mismunurinn 1,4 milljarðar. Guðmundur telur að verið sé að brjóta jafnræðisreglu með þessari tekjuskerðingu. Júlíus bendir jafnframt á að elsta öldranarstofnunin á Is- landi hafi í fyrsta skipti á þessu ári fengið úthlutað úr framkvæmdasjóði aldraðra 8,8 milljónum vegna endur- bóta. Þær endurþætur vora m.a. vegna þakviðgerða, en 6 milljónir fóru í að vega upp tekjutapið vegna þeirra rúma sem stóðu auð meðan á endurbótum stóð. Júlíus segir að búið sé að veita ná- lægt fimm milljarða króna úr sjóðnum til öldranar- stofnana á íslandi frá því að hann var stofnaður árið 1981. Hann segir að nú neyðist heimilið til að ganga á eignir sínar og það gangi ekki til lengdar. Uthlutun lóða á Hraunsholti Garðabær ÚTHLUTUN lóða í 3. áfanga Ásahverfis á Hraunsholti stendur nú fyr- ir dyrum. I þessum áfanga verður úthlutað lóðum fyrir 78 íbúðir. Fjórar lóðir era áætlaðar undir fjölbýlishús, eða alls 32 íbúðir. Úthlutað verður 24 einbýlishúsalóð- um, tveimur lóðum undir parhús og fimm lóðum und- ir raðhús sem á verða 18 íbúðir. Gert er ráð íyrir að lóðirnar verði byggingar- hæfar í maí á næsta ári. Hraunsholt er norðvestan Hafnarfjarðarvegar við Engidal. Svæðið afmarkast af Lyngási að norðaustan, Hafnarfjarðarvegi að suð- austan, hraunbrún Garða- hrauns að suðvestan og fyr- ii-hugaðri framlengingu Víf- ilsstaðavegar að norðan. Að- koma að hverfinu er frá Víf- ilsstaðavegi í norðri og Ása- braut í vestri. Lögð verður áhersla á að byggingar á svæðinu falli vel að landinu. Stórgrýti, sem er ákveðið sérkenni norðurhluta svæð- isins og fellur utan lóðar- marka einstakra lóða, verð- ur notað til landslagsmótun- ar á óbyggðum hlutum svæðisins. Talið er æskilegt að varðveita einnig þessi sérkenni innan lóðarmarka. Garðaskóli og Flataskóli era um einn kílómetra aust- an hverfisins og era íyrir- hugaðar gönguleiðir þang- að yfir brú á Hafnarfjarðar- vegi að sunnanverðu og í gegnum undirgöng austan við svæðið. Gert er ráð fyrir leikskóla á skjólgóðum stað miðsvæðis í hverfmu. Ná- lægasta þjónustusvæði við Hraunsholt er miðbær Garðabæjar í um 1.400 metra fjarlægð. Einnig er reiknað með að verslun aukist á atvinnusvæðinu við Lyngás þegar Hraunsholtið byggist upp. Gerðir hafa verið út- reikningar á umferðarhá- vaða á Hraunsholti miðað við umferð á fullbyggðu höfuðborgarsvæði og gáfu þeir til kynna að nauðsyn- legt væri að gera hljóðman- ir á suður- og suðvestur- hluta svæðisins vegna ná- lægðar við Hafnarfjarðar- og Álftanesveg. Við hring- torg á Ásabraut þarf einnig að reisa hljóðskerm. Notað verður grjót af svæðinu ásamt rannagróðri til að forma manirnar og fegra. Hávaxnari gróður verður við jaði-a þeirra. Gatnagerðargjöld fyrir einbýlishús verða 2.976.729 kr. og er þá reiknað með 240 fermetra hámarks- stærð. Sé húsið stærra greiðast 12.403 kr. fyrir hvern fermetra. Lágmarks- gjald fyrir raðhús og par- hús er 1.683.269 kr. og við- bótargjald er 8.859 kr. á hvern fermetra. Umsóknar- frestur lóða í þessum áfanga er til 31. október 1999.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.