Morgunblaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ f 64 FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999 KIRKJUSTARF Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Blönduóskirkja. Safnaðarstarf Kristileg hljóm- sveit í Húnavatns- prófastsdæmi HELGINA 16. og 17. október mun kristileg popphljómsveit heimsækja þéttbýlisstaði Húnavatnsprófasts- dæmis. Hljómsveitin leikur tónlist undir almennan söng auk þess sem hún leikur frumsamið efni. Hljóm- sveitin hefur spilað í mörgum kirkj- um á höfuðborgarsvæðinu og þá ýmist verið með tónleika eða spilað undir á samkomum. Nú um helgina verður viss blanda af samkomu og tónleikum. A laugardag verður hljómsveitin kl. 18 í Blönduóskirkju og kl. 21 í Hólaneskirkju á Skaga- strönd. A sunnudag verður hljóm- sveitin kl. 14 í Hólmavíkurkirkju og kl. 21 í Hvammstangakirkju. Þessi 1 heimsókn er liður í fjölbreyttu kirkjustarfi safnaðanna í prófasts- dæminu og þess vænst að sem flest- ir til sjávar og sveita sjái sér fært að sækja þessar samkomur. Söfnuðir Húnavatns- prófastsdæmis. Sveitasöngkona í Krossinum SVEITASÖNGKONAN Oddbjörg Poulsen verður í heimsókn í Kross- inum um helgina. Hún mun syngja á samkomu kl. 16.30 á sunnudaginn. Langholtskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 11-13. Létt hreyfing, slökun og kristin íhugun. Kyrrðar- og bænastund í kirkjunni kl. 12. Orgelleikur, sálmasöngur. Fyrir- bænaefnum má koma til sóknar- presta og djákna. Kærleiksmáltíð, súpa, salat og brauð eftir helgi- stundina. Laugameskirkja. Morgunbænir kl. 6.45. Mömmumorgunn kl. 10-12. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplif- un fyrir böm. Hafnaríjarðarkirkja. Opið hús í Strandbergi laugardagsmorgna. Trú og mannlíf, biblíulestur og kyrrðarstund. Ffladelfía. Unglingasamkoma kl. 20.30. Mikill og hress söngur. Allir hjartanlega velkomnir. Landakirkja, Vestmannaeyjum. Kl. 10 foreldramorgunn ungra barna. Kaffi, bæn og spjall. Kl. 16 upphafs- fundur vetrarstarfsins með núver- andi og nýjum kórfélögum í Litlum lærisveinum Landakirkju. Hofskirkja. Kirkjuskóli kl. 13.30. Sjöunda dags aðventistar á íslandi: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Bibl- íufræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11.15. Ræðumaður Björgvin Snorrason. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Guðsþjónusta kl. 10.15. Biblíufræðsla eftir guðsþjón- ustu. Ræðumaður Elías Theodórs- son. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumað- ur Erie Guðmundsson. Aðventkirkjan, Brekastfg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Jón Hjörleifur Jónsson. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafn- arfirði: Biblíufræðsla kl. 11. Leið- beinandi Ólafur Kristinsson. Aðalfundur Félags tónlistarskólakennara Vilja fá áheyrnarfull- trúa í skólanefndum AÐALFUNDUR Félags tónlistar- skólakennara var haldinn nýlega í Kennarahúsinu. Formaður, Sigríður Sveinsdóttir, flutti skýrslu stjórnar. Þar kom m.a. fram að á liðnu starfsári stóð stjóm- . in fyrir málfundum í Reykjavík og á Akureyri, haldið var námskeið fyrir malmblásturskennara í samstarfi við SÍL, FÍH og Samband ísl. skóla- lúðrasveita. Þá var í fimmta skipti haldið námskeið í Skálholti. Á fund- inn komu Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, og Guðrún Ebba Ólafsdóttir, varaformaður þess, og ávarpaði Eiríkur fundar- gesti. Sameiningarmál kennarafélag- anna voru kynnt og drög að nýjum lögum félagsins lögð fyrir fundinn og samþykkt. Tvær ályktanir voru samþykktar á ■*. fundinum: ,Aðalfundur Félags tónlistar- skólakennara beinir þeim tilmælum til menntamálaráðherra og rekstrar- aðila tónlistarskóla á íslandi að hrað- að verði uppbyggingu nýs prófdæm- ingarkerfis í tónlistarskólum lands- ins. Nauðsynlegt er að slíkt kerfi taki gildi um leið og ný aðalnámskrá * tónlistarskóla." „Aðalfundur Félags tónlistarskóla- kennara telur mikiivægt að efla tengsl tónlistarskólakennara og skólanefnda í tónlistarskólum. Þess vegna beinir fundurinn því til rekstraraðila tónlist- arskóla að tónlistarskólakennarar fái áheymarfulltrúa í skólanefndum tón- listarskóla þar sem fulltrúar kennara sitja ekki nú þegar.“ Nýr formaður kjörinn Sigríður Sveinsdóttir gaf ekki kost á sér til formanns, en hún hefur gegnt því starfi frá 1988. Voru henni þökkuð vel unnin störf í þágu félags- ins en hún mun starfa áfram sem fulltrúi þess á skrifstofu félagsins. Nýr formaður var kosin Sigrún Grendal Jóhannesdóttir, Tónlistar- skóla Kópavogs. Aðrir sem voru kjörnir í stjórn eru: Kristín Stefánsdóttir Tónlistar- skóla Kópavogs, Sigríður Jónsdóttir Tónlistarskólanum á Akranesi, Hannes Þ. Guðrúnarson Tónlistar- skóla Akureyrar og Eiríkur G. Stephensen Tónlistarskóla Eyja- fjarðar. í varastjórn sitja: Jón Hrólf- ur Sigurjónsson Tónmenntaskóla Reykjavíkur, Valgerður Ákadóttir Tónlistarskóla Seltjarnarness og Brynhildur Ásgeirsdóttir Tónlistar- skóla Sigursveins D. Kristinssonar. f DAG VGLMKMDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Gott framtak hjá Dominos ÉG las nýiega litla frétt í Morgunblaðinu þar sem sagt var frá að 12 ára drengur hefði verið að gera at og pantað pizzur hjá Dominos og þeir hjá Dominos hefðu látið hann vinna fyrir kostnaðinum sem af þessu hlaust. Finnst mér þetta gott framtak hjá þeim hjá Dominos því ég veit um krakka sem gætu tekið upp á svona og það eina sem þau læra af, er ef tek- ið er svona á þessu. Veit ég um svipuð tilvik þar sem krakkar hafa lært sína lex- íu ef gripið hefur verið til svipaðra ráða. Uppeldissinnuð kona. Gott hjá Dominos MIG langar til að hrópa húrra fyrir forsvarsmönn- um Dominos. Finnst mér að foreldrar nú til dags láti börnin ekki bera næga ábyrgð á því sem þau eru að gera og finnst mér það alveg meiriháttar að börn séu látin vinna upp í þann kostnað sem þau valda. Drengurinn átti bara að láta móður sína vita hvar hann var og hvers vegna. Móðir. Stramniamyndir RÚNA hringdi í Velvak- anda og iangaði að athuga hvort einhver gæti gefið henni ómálaðar eða hálf- kláraðar strammamyndir. Rúna er í síma 452 2767. Léleg þjónusta UNG kona hafði samband við Velvakanda og vildi koma á framfæri kvörtun vegna samskipta sem hún átti við verslunina Týnda hlekkinn. Þessi unga kona hafði keypt peysu í verslun- inni og vildi fá henni skipt. Hún hringdi í verslunina og þar svaraði stúlka og var afskaplega dónaleg. Sagði að hún gæti ekkert fyrir hana gert og skellti síðan á. Tapað/fundið Myndavél týndist í Dublin SILFRUÐ Olympus myndavél í svörtu hulstri týndist í anddyri Hótel Riplyeicourt í Dublin við brottför til Islands mánu- daginn 11. október. Ef ein- hver íslendingur hefur tekið vélina í misgripum er sá hinn sami vinsamlega beðinn að hafa samband Kristínu í síma 557 4169. Lamex-penni týndist í gestaboði SVARTUR Lamex kúlu- penni merktur með stöfum og símanúmeri eiganda hefur líklega verið tekinn í misgripum í gestaboði hér í borg. Penninn er vinar- gjöf er hans sárt saknað. Sá sem tekið hefur penn- ann í misgripum er vin- samlega beðinn að hringja í símanúmerið á pennan- um. GSM-sími týndist GSM-sími týndist aðfara- nótt laugardags, mjög sennilega í leigubíl. Síminn er af gerðinni Ericsson og er grár að lit. Skilvís finn- andi er vinsamlegast beð- inn að hafa samband í síma 897 0594 og/eða 551 1208. Fundarlaun í boði. Dýrahald Hver skilaði svörtum skógarketti? SÁ/sú sem kom Þórði mínum, sem er svartur skógarköttur, til skila uppá Dýraspítala hafi bestu þakkir fyrir. Þórður hafði verið týndur í fjórar vikur. Hann varð fyrir barðinu á veiðihundi í hverfinu og tók svo ræki- lega til fótanna að hann gjörsamlega tapaði áttum. En gaman væri að vita eitthvað um ferðir hans eða hvar hann fannst. Vin- samlega hringið í Helgu í síma 569-1221. Fress vantar heimili 3JA ára gamlan, bröndótt- an fress, vantar heimili strax vegna flutnings. Hann er gæfur og góður. Upplýsingar hjá Sigrúnu í síma 699 2778. Hvolpa vantar heimili FALLEGIR skosk-ís- lenskir hvolpar eru að leita að góðum eiganda. Upp- lýsingar í síma 565 0353. SKAK llmsjón Margeir Pétnrsson Eftir fyrri hluta deilda- keppninnar hefur Taflféiag Reykjavíkur tveggja vinn- inga forskot á Islandsmeist- arana í Helli. Seinni hlutinn fer fram í vor. STAÐAN kom upp í deildakeppni Skák- sambands Islands um síðustu helgi. Helgi Áss Grétars- son, stórmeistari, hafði hvítt og átti leik gegn Snorra Bergssyni. 13. Hxh7! - Bxf3 (Eftir 13. - Kxh7 14. Rg5+ fellur svarti biskupinn á g4) 14. Dxf3 - Kxh7 15. Dh3+ - Bh6 16. f5 - gxf5 17. Bxh6 - Rg7 18. 0-0-0 - Dd7 19. Hhl og svartur gafst upp. Hvítur leikur og vinnur. Með morgunkaffinu TM Reg. U.S. Pat. Otl, — «N rights reserved (e) 1999 Los Angoles Tmes Syndicate að leyfa henni að bakka í stæði. Ast er... Ég er konan þin, bjáni. Var ég ekki búin að segja þér að muna eftir gleraugunum. Víkverji skrifar... VÍKVERJI hefur oft bölvað hátt og í hljóði yfir háttalagi ungra ökumanna. Af einhverjum ástæðum virðist ökukennurunum ekki takast að fá þessa nemendur sína til að nota stefnuljós þegar skipt er um akrein, það er greinilega talið miklu „kúlara“ að sveiflast á milli akreina eins og svigskíðakappi á Ólympíu- leikum. Það er að segja, mjög taugaveiklaður og illa þjálfaður skíðakappi. Þar við bætist að viðbrögðin eru hröð, eins og vera ber hjá ungu fólki, sveigt er eldsnöggt fram fyrir aðra bíla af fullkomnu tillitsleysi. Þessir Pallar eru allir einir í heimin- um, aðrir vegfarendur koma þeim greinilega ekkert við. Taugar bíl- stjóra í grennd við ungu ökuþórana eru oft í tætlum þegar hættan er loks horfin út í fjarskann, gjarnan hulin bláu reykskýi eftir að hafa stigið bensínið í botn og spænt upp malbikið. Svona er þankagangurinn stund- um hjá Víkverjanum sem hér skrif- ar. En ung vinkona hans hefur aðra og betri reynslu af ungum öku- mönnum og varar hann við því að fordæma allan skóginn þótt hann finni eitt fölnað laufblað. Þrisvar sinnum hefur hún orðið fyrir því að þeir hafa sýnt að enn eru til sjentilmenn og riddarar á Is- landi og það ungir að árum. Hún festi bílinn sinn í snjó síðast- liðinn vetur, klukkan var sex að morgni og þeir fáu sem voru á ferli sinntu henni í engu. Sama var hvað hún reyndi, ekkert gekk, bfllinn haggaðist ekki. Og hríðin buldi á farartækinu, varla sá út úr augum. Þá bar að ungan mann í kraft- galla með lambhúshettu og gekk hann hart fram við að ýta. Herslumuninn vantaði, enda bíllinn á bólakafi í fönninni. En að lokum tókst unga manninum að stöðva að- vífandi jeppa og tókst þá að draga bílinn úr skaflinum. Miskunnsami Samverjinn í gallanum varði þannig drjúgum hálftíma af vinnutíma sín- um í að hjálpa bláókunnugri kon- unni. I annað skipti var keyrt á mann- lausan bfl hennar í stæði. Skilinn var eftir miði þar sem „tjónvaldur- inn“ baðst afsökunar og gaf upp nafn og símanúmer ef í ljós kæmi að einhverjar skemmdir hefðu þrátt fyrr allt orðið á bflnum. Er hægt að vera öllu heiðarlegri? Einn góðan veðurdag ók hún svo niður Bankastrætið og þá sveigði fram fyrir hana ungur ökumaður, þvingaði hana til að stoppa. Ekki vegna þess að hann ætlaði að ræna hana eða annað verra, heldur ein- ungis til að benda henni á að eitt dekkið á bflnum hennar væri sprungið. VÍKVERJA brá í brún þegar hann sá frásögn af því hvemig portúgalska verslunar- og ferða- mannaráðið stuðlaði að því að rit- höfundurinn José Saramago hlaut Nóbelsverðlaunin haustið 1998. Ár- ið á undan kostaði ráðið mikla kynn- ingarherferð um skáldið og vetur- inn 1997-1998 sá sænskt almanna- tengslafyrirtæki síðan um að koma honum á framfæri þar í landi aka- demíunnar sem velur verðlaunahaf- ana. Einnig á kostnað Portúgal- anna. Víkverji er farinn að sætta sig við að hávaði og skvaldur nútíma- samfélags sé meiri en svo að því megi treysta að góð list fái tæki- færi á borð við það sem alltaf rennur svo ljúflega niður kverkarnar hjá okkur, sjálf af- þreyingin. Og kannski hefur svona markaðssetningu lengi ver- ið beitt til að næla sér í Nóbels- hafa. En samt er það með nokkrum trega að Víkverji veltir fyrir sér framhaldinu. Það gætu orðið auglýsingar þar sem Lagerlöv, Shaw eða Hemingway okkar tíma er hamp- að eins og morgunkorni með kakóbragði eða nýju, æsispenn- andi ropvatni í endurvinnanlegum og umhverfisvænum umbúðum. Á tilboðsverði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.