Morgunblaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Bændur í Eyjafírði voru í heyskap fram undir mánaðamót Heygæði eru mjög misjöfn eftir svæðum ÞRÁTT fyrir slæmt útlit með hey- skaparhorfur hjá fjölmörgum bændum í Eyjafirði í vor vegna kals í túnum, gekk heyskapur nokkuð vel, að sögn Ólafs G. Vagnssonar, ráðunautar hjá Bún- aðarsambandi Eyjafjarðar. Þá eru kartöflubændur á svæðinu nokkuð ánægðir með sinn hlut, að sögn Ólafs, enda uppskera nú í haust Tónlistarfélag Akureyrarkirkju Björn Steinar leikur Bach BJÖRN Steinar Sólbergsson kemur fram á tónleikum Tón- listarfélags Akureyrar sunnu- daginn 17. október kl. 20.30. Hann mun flytja verk eftir Jo- hann Sebastian Bach á tónleik- unum. Bjöm Steinar er orgelleikari við Akureyrarkirkju, stjóm- andi Kórs Akureyrarkirkju og kennari í orgelleik við Tónlist- arskólann á Akureyri. Hann hefur haldið fjölda tónleika bæði hér heima og í útlöndum. Hlaut hann mikið lof gagn- rýnenda fyrir túlkun sína á orgelkonsert Jóns Leifs með Sinfóníuhljómsveit Islands sem út kom á geisladiski hjá sænska útgáfufyrirtækinu BIS í apríl síðastliðnum. Aðalfundur Varðar AÐALFUNDUR Varðar, fé- lags ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, heldur aðalfund á morgun, laugardaginn 16. október, og hefst hann kl. 14. Sérstakur gestur fundarins verður Halldór Blöndal, forseti Alþingis, sem ávarpar fundinn. Aðalfundarhóf verður að kvöldi sama dags víða mjög góð. Einstaka bændur í Eyjafirði voru í heyskap alveg fram undir síðustu mánaðamót en miklar rign- ingar í september gerðu mönnum erfitt fyrir. Ólafur sagði heygæði mjög misjöfn og fóðurgildi í sum- um tilfellum lítið. Hann sagði ekki einhlíta skýringu á því en þó hefði kuldi í byrjun sumars vafalítið haft þar einhver áhrif. Ólafur sagði ljóst að einhverjir bændur þyrftu að verða sér úti um hey fyrir vetur- inn. Gerðu ráðstafanir „Menn hafa gert ýmsar ráðstaf- anir, t.d. farið í grænfóðurrækt, einhverjir höfðu orðið sér úti um viðbótarland til sláttar og í öðrum tilfellum hafa menn getað fengið keypt hey. Það á örugglega eftir að fara fram frekari heymiðlun milli manna en ég held að þó megi full- yrða að staðan sé þokkaleg í hérað- inu. Það eru hér miklar heykistur og þá sérstaklega framan Akureyr- ar. Þar er jafnframt lítill bústofn á mörgum jörðum og eru menn því bæði að heyja til sölu og eins að leigja tún.“ Olafur hefur undanfarnar vikur heimsótt sauðfjárbændur í Eyja- firði og aðstoðað þá við val líffjár. Við það verk notar Ólafur ómsjá eða sónartæki, sem hann segir menn hafa verið að sannfærast bet- ur og betur um að sé mjög gott hjálpartæki. „Það er tekin sneið- mynd af baki kindarinnar og þannig mæld þykkt á bakvöðva og fitulagi þar ofan á. Og með því að þukla lömbin einnig með gamla laginu er hægt að finna út hversu mikill vöðvi er á hverju lambi og þannig hægt að velja úr bestu ein- staklingana, þ.e. þá vöðvamestu, til ásetnings." Ólafur sagði að þótt bændur væru margir hverjir mjög snjallir að velja sér líflömb, hafi ómsjáin komið að góðum notum og jafn- framt sannað að í sumum tilfellum hafí menn metið lömb rangt. Væn- leiki sauðfjár á þessu hausti er yf- irleitt góður og vel yfir meðallagi, að sögn Ólafs, þótt vissulega séu til undantekningar. Morgunblaðið/Benjamín Baldursson Omsjáin notuð við mælingar. Ráðunautarnir Þórður Sigurjónsson, t.h., og Ólafur G. Vagnsson að mæla hrútinn Sigga en eigandinn, Sveinn Sigmundsson, bóndi á Vatnsenda í Eyjafjarðarsveit, heldur í. Könnun um fylgi flokka á Akureyri og í nágrenni VG með meira fylgi en Framsókn Stórhöfða 17, við Ciullinbrú • S. S6-7 4844 www.flis.is • Netfang flisC' flis.is VINSTRIHREYFINGIN - grænt framboð nýtur meira fylgis á Akur- eyri og í næsta nágrenni en Fram- sóknarflokkurinn, samkvæmt skoð- anakönnun Ráðgarðs hf. á Akureyri um fylgi stjórnmálaflokkanna, sem gerð var í síðasta mánuði. Spurt var: Hvaða stjómmálaflokk/afl myndir þú kiósa ef kosið væri í dag til Alþingis? Aðeins var spurt einnar spurn- ingar um fylgi stjórnmálaflokkanna og sögðust rúmlega 43% aðspurðra ekki vita hvað þeir myndu kjósa eða neituðu að svara. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust tæp 37% aðspurðra kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 23,24% kjósa Vinstri - græna, 22,82% Framsóknarflokkinn og 6,22% Sam- fylkinguna en fylgi Frjálslyndra mælist vart. í úrtakinu voru 700 einstaklingar á aldrinum 18-75 ára frá Akureyri og nágrenni og var um að ræða til- viljunarúrtak úr þjóðskrá. Könnun- Spurt á Akureyri og í nágrenni í oktober 1999 Hvaða stjórnmálaflokk/afl myndir þú kjósa ef kosið væri í dag til alþingis? Til hliðsjónar: Þeir svarendur sem tóku afstöðu úrsiit Aiþingiskosninga á Norðuriandi eystra Hlutfall (%) 8. maí 1999 Framsóknarflokkur 22,82 □I 29,2% Sjálfstæðisflokkur 36,93 HPlÍi 29,9% Samfylkingin 6,22 I I 16,8% Vinstri-grænir 23,24 22,0% Frjálslyndi fl. 0,41 l 1,9% Annað 2,07 □ 0,3% Skila auðu/kýs ekki 8,30 in fór fram í gegnum síma og var nettósvörun rúm 64%. Ef miðað er við niðurstöðu al- þingiskosninganna í Norðurlands- kjördæmi eystra í maí í vor, má sjá að fylgi Samfylkingar hefur minnk- að töluvert og fylgi Framsóknar- flokks minnkað nokkuð, en íylgi Sjálfstæðisflokks aukist. Fylgi Vinstri - grænna er svipað og það var í kosningunum í vor en hefur þó aukist lítillega. í alþingiskosningunum í vor fékk Sjálfstæðisflokkurinn 29,9% at- kvæða í Norðurlandskjördæmi eystra. Framsóknarflokkurinn 29,2%, Vinstrihreyfingin - grænt framboð 22%, Samfylkingin 16,8%, Frjálslyndi flokkurinn 1,9% og Húmanistaflokkurinn 0,3%. Erlingur í Listfléttunni ERLINGUR Jón Valgarðsson er listamaður mánaðarins í Listflétt- unni. Erlingur Jón er Akureyring- ur, fæddur árið 1961. Hann sótti námskeið við Myndlistarskólann á Akureyri og var á námskeiði hjá Rafael Lopes í Falun í Svíþjóð auk þess að stunda listnám við Haralds- boskolan í Falun árin 1989 til 1990. Hann hefur haldið nokkrar einka- sýningar á Akureyri og Reykjavík og tekið þátt í samsýningum á Akureyri og í Svíþjóð. Listfléttan er opin virka daga frá kl. 11 til 18 og á laugardögum frá 11 til 14, en fyrsta laugardag hvers mánaðar er opið til kl. 16. -------------- Kirkjustarf MÖÐRUVALLAPRESTAKALL: Kvöldguðsþjónusta verður í Glæsi- bæjarkirkju næstkomandi sunnu- dag, 17. október, kl. 21. Kór kirkj- unnar syngur, organisti er Birgir Helgason. Framkvæmdir við viðbyggingu Snæfells á Dalvík komnar í gang Hríseyingar leita Til sölu Til sölu er 3ja hæð (efsta hæð) í húseigninni nr. 22 við Tryggvabraut 22 á Akureyri. Hér er um að ræða 333,5 fm húseign sem nú er innréttuð sem líkamsræktarstöð. Húsnæði þetta hentar einnig vel sem skrifstofuhúsnæði. Upplýsingar hjá fasteignasölunni Eignakjör ehf., Skipagötu 16, Akureyri, sími 462 6441. nýrra atvinnutækifæra FRAMKVÆMDIR við rúmlega 700 metra viðbyggingu við frystihús Snæfells á Dalvík eru komnar í full- an gang en þangað verður pökkun- arstöð félagsins fyrir frystar afurðir flutt frá Hrísey. Gengið hefur verið frá samningi við Tréverk á Dalvík um byggingu hússins en Magnús Gauti Gautason framkvæmdastjóri Snæfells, vildi ekki gefa upp kostn- að við framkvæmdina. Magnús Gauti sagði stefnt að því að taka húsnæðið í notkun undir lok janúar á næsta ári en fram undir þann tíma yrði pökkunarstöðin áfram rekin í Hrísey. Við breyting- una mun fjölga um 10 heilsdags- störf hjá Snæfelli á Dalvík og sagði Magnús Gauti að Hríseyingum stæði til boða vinna á Dalvík. Hríseyingar leita nú allra leiða til að finna ný atvinnutækifæri í kjöl- far ákvörðunar Snæfells. Við þá breytingu tapast fjölmörg störf í eynni, auk þess sem nokkur óvissa er með framhald á annarri starf- semi Snæfells í Hrísey. Pétur Bolli Jóhannesson sveitar- stjóri sagði að Haraldur Líndal Haraldsson ráðgjafi hjá Nýsi hefði verið ráðinn til þess að vera Hrísey- ingum til aðstoðar en það er Byggðastofnun sem greiðir kostnað vegna starfa hans. „Hlutverk Har- aldar er að finna leiðir til atvinnu- uppbyggingar í Hrísey og gera til- lögur í þeim efnum. Síðan er þetta spuming um að keyra á hlutina. Það er í gangi ákveðin forvinna sem við komum einnig að. Það er ýmis- legt í gangi, sem ég get þó ekld tjáð mig um á þessari stundu en ég von- ast til að það skýrist eitthvað í þess- ari viku,“ sagði Pétur Bolli. Þurfum niðurstöðu sem allra fyrst Hann sagði heldur bjartara yfir íbúum Hríseyjar þessa dagana, enda stefndi þessi vinna í rétta átt. Hins vegar væri nauðsynlegt að vinna hratt og fá niðurstöðu sem allra fyrst. „Við erum í sambandi við mjög marga aðila, bæði þing- menn og fleiri og það verður spenn- andi að sjá hvað út úr þessari vinnu kemur.“ Pétur Bolli sagði að Atvinnuþró- unarfélag Eyjafjarðar væri að vinna að því að senda nýtt erindi með nýj- um forsendum til Nýsköpunarsjóðs, varðandi möguleika á að setja upp fyrirtæki sem framleiddi sælgæti úr lífrænt ræktuðu hráefni. Hins vegar væri erfitt að segja til um hvort og þá hvenær eitthvað kemur út úr því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.