Morgunblaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Máki og samstarfsaðilar fá 110 milljóna króna styrk frá ESB Stefnt verður að tíföldun eldiseininga Morgunblaðið/Golli Guðmundur Örn Ingólfsson frá Máka, Helgi Thorarensen frá Hóla- skóla, Guðrún Pétursdóttir frá Sjávarútvegsstofnun Háskóla Islands, Vilhjálmur Lúðvíksson RANNIS, og Logi Jónsson frá Háskóla Islands. FISKELDISFYRIRTÆKIÐ Máki ásamt íslenskum og frönsk- um samstarfsaðilum hefur fengið 110 milljóna króna styrk til þriggja ára frá nýsköpunaráætlun Evrópusambandsins til að þróa lokað fiskeldiskerfi, MISTRAL- MAR. MISTRAL-MAR er stærsta og viðamesta verkefnið á sviði lok- aðra fiskeldiskerfa sem nýsköpun- aráaetlun ESB fjármagnar, sam- kvæmt upplýsingum frá Rann- sóknarráði Islands. Markmið verk- efnisins er að tífalda stærð núver- andi eldiseininga og í lok verkefn- isins, í árslok 2003, er stefnt að sjö hundruð tonna ársframleiðslu á hlýsjávarfiskinum barra í fiskeld- isstöð Máka í Fljótum í Skagafirði. Tæknin sem þróuð verður mun einnig nýtast við eldi á öðrum teg- undum. Orri Hlöðversson, framkvæmda- stjóri Hrings - atvinnuþróunarfé- lags Skagafjarðar hf., segir að verkefninu verði stýrt úr Skaga- firðinum en auk Máka og Hrings eru Hólaskóli, hugbúnaðarfyrir- tækið Orgio og Sjávarútvegsstofn- un Háskóla Islands þátttakendur í verkefninu. Þrír franskir aðilar koma einnig að verkefninu: franska hafrannsóknarstofnunin Launabreytingar milli 2. ársíjórðungs í ár og sama tíma- bils í fyrra Meðaltals- hækkun launa 5,6% LAUN hækkuðu að meðaltali um 5,6% milli annars ársfjórðungs í ár og sama tímabils í fyrra, sam- kvæmt nýrri könnun Kjararann- sóknarnefndar. Vísitala neyslu- verðs hækkaði um 2,4% á sama tímabili og jókst því kaupmáttur dagvinnulauna um 3,1% á tímabil- inu. Ef litið er til launabreytinga ein- stakra starfsstétta kemur fram að sérhæft verkafólk hækkaði mest á tímabilinu eða um 8,2%. Tæknar og sérmenntað starfsfólk hækkaði um 6,8% og almennt verkafólk um 6,1%. Þá var meðalbreyting launa skrifstofufólks og sérfræðinga 5,7%, þjónustu-, sölu- og af- greiðslufólk hækkaði um 5,2% og iðnaðarmenn og véla- og véígæslu- fólk hækkaði um 4,7% á tímabilinu. Launabreytingar kvenna voru meiri en karla eða 6,2% samanbor- ið við 5,3% meðalbreytingu launa karlmanna og launabreytingar á höfuðborgarsvæði voru 5,6% sam- anborið við 5,7% utan höfuðborgar- svæðisins. Meðaltal mánaðarlauna í dag- vinnu á öðrum ársfjórðungi í ár var rúmar 103 þúsund krónur hjá verkakörlum og tæpar 92.800 kr. hjá verkakonum. Hæst eru laun sérfræðinga á höfuðborgarsvæð- inu, rúmar 304 þúsund kr. að með- altali, en utan höfuðborgarsvæðis- ins eru þau tæpar 274 þúsund krónur. Laun kvenna meðal sér- fræðinga eru rúmar 251 þúsund krónur á höfuðborgarsvæðinu. Katadyn og ráðgjafafyrirtækið IDEE. Að sögn Orra snýst verkefnið í grófum dráttum um tvennt. í fyrsta lagi um frekari þróun á end- umýtingarkerfi í lokuðum fiskeld- iskerfum og í öðru lagi um stjórnun og rekstrarumhverfi eldisstöðvar af þessari stærðargráðu. 70% af styrknum til íslands Verkefnið mun skapa á þriðja tug starfa. Fjárhagslegt umfang verkefnisins er um 200 milljónir króna. Af 110 milljóna króna styrk ESB munu um 70% af framlaginu renna til íslensku aðilanna. Að sögn Orra fékk verkefnið hæstu einkunn allra þeirra verkefna sem bárust til nýsköpunaráætlunar ESB í sumar. Guðrún Pétursdóttir, forstöðu- maður Sjávarútvegsstofnunar Há- skóla Islands, segir að fiskeldi í lokuðum kerfum sé afar umhverfis- væn starfsemi og það hafi ekki síst aðstoðað við að verkefnið fékk styrk frá ESB. En umhverfisspjöll af völdum hefðbundins kvíaeldis er ört vaxandi vandamál vegna auk- innar heimsframleiðslu. MISTRAL-MAR muni því skapa atvinnutækifæri á vistvænan hátt sem jafnframt skapar útflutnings- tekjur. TALSMENN 11-11-verslananna og Nýkaups segja niðurstöður gæðakönnunar á jöklasalati, tómöt- um og grænni papriku, sem kynnt- ar voru í Morgunblaðinu í gær, koma á óvart. Gæðakönnunin var eins og kunnugt er gerð í tíu versl- unum á höfuðborgarsvæðinu í síð- ustu viku en í niðurstöðum hennar fær 11-11-verslunin í Rofabæ lægstu heildareinkunnina. Þá kem- ur fram í niðurstöðunum að gæði og verð haldist ekki í hendur þar sem Nýkaup í Grafarvogi sé með dýrasta grænmetið en í fimmta sæti af tíu þegar kemur að gæðum. Sigurður Teitsson, fram- kvæmdastjóri 11-11-verslananna, segir niðurstöðuna koma á óvart þar sem nýtt grænmeti komi í verslunina daglega og að ákveðinn gæðastjóri sjái um að íylgjasat með því. „Ef þetta er raunin þá er þetta einstakt tilfelli sem við pöss- um upp á að komi ekki fyrir aftur.“ Sigurður segist reyndar ekki vera sáttur við einkunnagjöfina í könn- uninni. „Ég get ekki séð mikinn mun á gæðum hjá okkur og öðrum Að hennar sögn eru þekking, að- stæður og tækni sem voru til stað- ar nýtt í þessu verkefni. Til að mynda fer barraeldið fram í fisk- eldisstöð sem áður hýsti laxeldi. Eins sé mikill jarðhiti í Skagafirði. Síðan kemur þekkingin frá Há- skóla Islands og Hólaskóla. „Ekki aðeins brjótum við niður landa- mærin milli Islands og Frakklands heldur máum við út landamærin milii höfuðborgarinnar og lands- byggðarinnar." Áhrif þekkingariðnaðar á landsbyggðina Samfélagsþættir eru einnig til skoðunar í verkefninu því einn þáttur þess er að meta áhrif þekk- ingariðnaðar á atvinnulíf í dreif- býli. Að sögn Orra vantar ekki tækifærin eða hugmyndir á lands- byggðinni heldur vantar miklu frekar þekkinguna til að koma þeim í framkvæmd. „Hér erum við og tel reyndar að deila megi um það hvernig einkunnir eru gefnar. Það hlýtur til dæmis alltaf að vera matsatriði hvað hverjum og einum finnst gott,“ segir hann og vísar þarna í að ekki hafi aðeins verið miðað við útlit grænmetisins í könnuninni heldur einnig bragð. „Þessi niðurstaða kemur mér mjög á óvart,“ segir Finnur Arna- son, framkvæmdastjóri Nýkaups, og bendir m.a. að mikil áhersla sé lögð á að hafa gæði grænmetisins í Nýkaupi sem mest. „í öllum tilfell- um kaupum við bestu flokkana í grænmeti sem fáanlegir eru og kaupum grænmetið í þeim löndum þar sem uppskeran er best,“ segir hann og bætir við. „Við kaupum um 200 tegundir af grænmeti í um fimmtíu löndum.“ En hvernig útskýrir Finnur þá niðurstöður könnunarinnar? „Eg kann ekki að skýra þessar niður- stöður öðruvísi en svo að þetta er auðvitað ekki stórt úrtak. Ég full- að tala um þekkingu sem er til staðar fyrir norðan sem fer saman við þekkingu í höfuðborginni og í Frakklandi." Guðmundur Öm Ingólfsson, framkvæmdastjóri Máka, segir að unnið hafi verið að undirbúningi og þróun kerfisins frá árinu 1994. Frá 1995 hefur Máki verið í samstarfi við innlenda og erlenda aðila við að þróa eldi í lokuðu kerfi. Meðal ann- ars hefur Máki stýrt tveimur Evr- eka-samstarfsverkefnum og áður fengið styrk úr fjórðu rammaáætl- un ESB. Að sögn Guðmundar hefur hjá Máka farið saman samstarf fyrir- tækja og rannsóknarstofnana og er það ein af ástæðunum fyrir vel- gengni félagsins. Eins hafi fjárfest- ar lagt um 100 milljónir í Máka og eru þeir stærstir Haraldur Har- aldsson i Andra, Valdimar Tómas- son hjá Lífeyrissjóðnum Hlíf og Sauðárkróksbær. yrði hins vegar að þegar á heildina er litið séu gæði í Nýkaupi þau mestu á markaðnum." Finnur kveðst þó þrátt fyrir niðurstöðuna fagna því að Neytendasamtökin ög aðrir þeir aðilar sem áhuga hafa á því að gera kannanir séu- farnir að taka tillit til gæðaþátta. „En ég er þess fullviss að það sé tilviljiím áð. við lentum ekki ofar á þessum lista,“ segir hann og skorai’ á al-' menning að kynna sér ávaxta- og grænmetistorgið hjá Nýkaupi í Kr- inglunni sem opnað var í gær. Bónus með lægsta verðið Grænmetið í Hagkaupi í Skeif- unni og Fjarðarkaupum í Hafnar- firði kom best út úr könnuninni og segir Jón Björnsson, framkvæmda- stjóri Hagkaups, m.a. á að þar sé lögð áhersla á að uppfylla ákveðna gæðastaðla. Farið er yfir græn- metisborðin á hverjum degi og það grænmeti tekið út sem ekki þykir nægilega gott. Þá komi nýtt græn- Hætti við að ! kveikja í Fríkirkjunni SAUTJÁN ára piltur braust inn í Fríkirkjuna í fyrrinótt með þrjár flöskur af íkveikiefni á sér í þeim til- | gangi að kveikja í kii’kjunni. Kom hann flöskunum fyrir í kirkjunni en að sögn lögreglunnar mun hann hafa * áttað sig á alvarleika verknaðarins og hætt við íkveikjuna. Er pilturinn braust inn í kirkjuna með því að fara inn um hliðarglugga á byggingunni fór innbrotsvarnar- kerfi hússins í gang og kom öryggis- vörður frá Securitas fljótlega á vett- vang. Var pilturinn þá búinn að opna kirkjuna innan frá og var á leið út án þess að hafa lagt eld að kirkjunni. Lögreglan handtók piltinn og færði hann á lögreglustöð þar sem P hann var yfirheyrður, en síðan var hann vistaður á geðdeild. Lögreglan vinnur samkvæmt þeirri reglu að gefa ekki upplýsingar um hvað kemur fram við yfirheyrsl- ur yfir þeim sem hún handtekur, en vill engu að síður taka fram, vegna umfjöllunar um þetta mál, að við yf- irheyrslur hafi komið í ljós að ekki sé i á neinn hátt unnt að tengja sértrúar- söfnuði við gerðir piltsins. Þá hafi hann ekki beint spjótum sínum að Fríkirkjunni sem slíkri heldur valið hana sem tákn kristinnar kirkju. --------------- Fjármálaráðherra um vísitöluhækkun Þarf að gera enn betur FJÁRMÁLARÁÐHERRA segir að mikil hækkun vísitölu neysluverðs á undanförnum mánuðum sé brýning til ríkisstjórnar og Alþingis um að gera enn betur í ríkisfjármálum en gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi. „Þessar tölur valda vissulega von- brigðum þótt við gerum okkur vonir um að þær fari aftur niður á við á næstu mánuðum," segir Geir H. Ha- arde fjármálaráðherra. Spurður að því hvort nauðsynlegt væri að gera frekari.ráðstafanir til að stöðva verð- bólguaukninguna segir ráðherra að upplýsingarnar geri ríkisstjórnina enn einbeittari í þeim ásetningi sín- um að ná settu marki, „Þétta sýnir að við þurfum að gera enn betur en gert var ráð fyrir í fjárlagafrum- varpi, skila meiri afgangi. Þetta er einnig brýning til Alþingis um að ganga þannig írá málinu." á óvart I meti inn á hverjum degi og fylgst sé með því að kæling og hitastig sé rétt. Sveinn Sigurbergsson, verslun- arstjóri í Fjarðarkaupum í Hafnar- firði, tekur í sama streng og Jón. „Þá höfum við verið afskaplega heppnir 1 samstarfi við okkar birgja sem hafa haft ferskleikann að leiðarljósi." Bónus í Grafarvogi kom einnig vel út úr könnuniririi þar .sem græn- metið var ódýrast én f þriðja sæti af tíu þegar kom að gæðum, Guð- mundur Marteinsson/ fram- kvæmdastjóri Bónuss, segir í sam- tali við Morgunblaðið að lengi hafi verið stefnt að því innan fyrirtækis- ins að bjóða upp á gott grænmeti og niðurstöðurnar sýni einfaldlega að það mark sé að skila sér. „Þá leggj- um við minnst á grænmetið," segir hann aðspurður um verð. Gæði grænmetisins í verslun Samkaupa í Hafnarfirði urðu í fjórða sæti af tíu og segir Þröstur Karlsson verslun- arstjóri að þar hafi menn lagt sig í líma við að kaupa inn gott grænmeti og vera með þokkalegt verð. IFERMER, hátæknifyrirtækið Laun karla og kvenna í dagvinnu 2. ársfjórðung árið 1999 Meðaltal launa í dagvinnu er vegið meðaltal greidds tímakaups og fastra mánaðarlauna. STARFSSTÉTT Höfuðborgarsvæðið Utan höfuðborgarsv. Landið allt KARLAR KONUR KARLAR KONUR KARLAR KONUR Fj. Meðaltal Fj. Meðaltal Fj. Meðaltal Fj. Meðaltal Fj. Meðaltal Fj. Meðalta! Almennt verkafólk 826 103.095 377 92.120 605 102.981 420 93.245 1.431 103.065 797 92.798 Véla- og vélgæslufólk 510 129.522 75 90.326 340 121.058 37 88.544 850 125.333 112 89.608 Sérhæft verkafólk 159 117.913 122 96.686 400 108.433 635 96.424 559 111.331 757 96.587 Iðnaðarmenn 869 164.006 610 167.914 1.479 165.387 Þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólk 777 141.934 770 98.968 310 108.439 643 86.630 1.087 137.281 1.413 95.375 Skrifstofufólk 349 142.539 1.309 117.482 119 135.931 621 101.797 468 140.432 1.930 112.711 Tæknar og sérmenntað starfsfólk 367 207.648 367 154.731 96 180.187 84 164.390 463 202.239 451 155.710 Sérfræðingar 224 304.333 79 251.382 41 273.705 265 296.335 79 251.382 Gæðakönnun á jöklasalati, tómötum og grænni papriku í verslunum Segja niðurstöður koma Einkunnargj afír umdeildar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.