Morgunblaðið - 15.10.1999, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999 13
NORÐURLANO
\ESTRA I
1M 1
VESTURLAND 0,6% 0,6%
HÖFUÐBORQARSVÆÐHD
Landsvirkjun með
kynningarfund
Kynna tilhög-
un virkjunar
í Bjarnarflagi
LANDSVIRKJUN kynnti fyrir-
hugaða virkjun í Bjarnarflagi fyrir
heimamönnum og hagsmunaaðilum
í vikunni. Kynnt var staðsetning
virkjunarinnar og tilhögun mann-
virkja, að sögn Helga Bjamasonar,
deildarstjóra umhverfísdeildar hjá
Landsvirkjun.
Þegar tekið hefur verið mið af
ábendingum heimamanna og hags-
munaaðila verður haldinn annar
sams konar fundur. Að því búnu
verður skýrsla um mat á umhverf-
isáhrifum virkjunarinnar tUbúin og
er reiknað með að hún verði lögð
fram hjá Skipulagsstofnun í byrjun
desember, að sögn Helga.
Frummat á umhverfisáhrifum
virkjunarinnar var upphaflega unn-
ið fyrir þremur árum. Að sögn
Helga kom þá í ljós að Landsvirkj-
un skorti lagaheimildir tU að ráðast
í virkjunina og því var matsskýrsl-
an dregin til baka. Fyrirtækið
þurfti beina heimild Alþingis fyrir
virkjuninni vegna þess að í eldri
lögum var aðeins að finna heimUd
til nýtingar jarðhita á landinu öllu.
Alþingi samþykkti að veita leyfi
fyrir virkjun í Bjarnarflagi í vor.
Vegna þessa, hefur skýrslan um
mat á umhverfisáhrifum, sem lögð
var fram fyrir þremur árum, verið
endurskoðuð í ljósi atugasemda og
ábendinga sem fram höfðu komið
áður.
| Það eru <
[56
Það eru ótrúlegir hlutir að gerast - Hringdu!
-1-
í
Formaður Verð-
andi gengur úr
Alþýðubandalaginu
MEÐAL þeirra sem gengu úr Al-
þýðubandalagsfélagi Reykjavíkur
(ABR) á fundi sem haldinn var sl.
mánudag var Stefán Pálsson, for-
maður Verðandi, sem er ungliða-
hreyfing Alþýðubandalagsins á
landsvísu. Hann segir að legið hafi
fyrir í nokkurn tíma að sjónarmið
Alþýðubandalagsins hafi verið
mjög veik innan Samfylkingarinn-
ar og ástæða úrsagnarinnar megi
ekki síst rekja til þess.
Tíu félagsmenn í ABR óskuðu
eftir því að ganga úr félaginu á
fundinum en sautján manns ósk-
uðu eftir inngöngu í félagið að sögn
Heimis Márs Péturssonar, varafor-
manns félagsins, sem gegnir nú
stöðu formanns eftir að Arni Þór
Sigurðsson, formaður ABR, sagði
sig úr félaginu.
Helgi Hjörvar genginn í ABR
Stefán Pálsson sagði ekkert
nema gott um það að segja að
menn gengju til liðs við ABR. Það
þyrfti á því að halda. Hann sagðist
hins vegar vilja vekja athygli á því
að meðal þeirra sem gengu í félag-
ið á mánudaginn hefðu verið félag-
ar í Birtingu, sem er eitt alþýðu-
bandalagsfélaganna í Reykjavík,
en þeir hefðu margir starfað í Al-
þýðubandalaginu í mörg ár. T.d.
hefði Helgi Hjörvar borgarfulltrúi
gengið í félagið á mánudaginn.
Stefán sagði að nú þegar flestir
stuðningsmenn Svavars Gestsson-
ar hefðu sagt skilið við Alþýðu-
bandalagið væri tæplega nein
ástæða til að vera með mörg al-
þýðubandalagsfélög í Reykjavík.
Það væri því rökrétt að félagsmenn
í Birtingu gengju í ABR.
Forystan fái víðtækara umboð
A félagsfundinum var samþykkt
ályktun þar sem hvatt er til þess að
félagið taki af fullri einurð þátt í að
stofna og móta félag eða félög sem
eigi aðild að Samfylkingunni.
Fundurinn taldi mikOvægt að sjón-
armið Alþýðubandalagsins yrðu
áfram sterk innan Samfylkingar-
innar og áfram yrði unnið að því að
sameina félagshyggjufólk á íslandi
í einum róttækum flokki jafnaðar-
manna.
Fundurinn beindi því til stjórnar
ABR að halda aðalfund hið fyrsta, í
síðasta lagi fyrir landsfund, þar
sem tillögur yrðu lagðar fram til
umræðu um með hvaða hætti fé-
lagar í ABR gætu komið að stofnun
samfylkingarfélags eða félaga í
Reykjavík. Fundurinn minnti á
rétt félagsins til að ráða eigin mál-
um en lagði til að á landsfundi Al-
þýðubandalagsins í nóvember, yrði
sóst eftir víðtækara umboði til for-
ystu flokksins en henni var gefið á
aukalandsfundi 1998, þannig að
forystan gæti gengið óhikað til
undirbúnings og viðræðna við Al-
þýðuflokk, Kvennalista og fleiri um
stofnun fonnlegs flokks Samfylk-
ingarinnar.
DRAGTA-
DAGAR
14.-17. OKTÓBER
25% afsláttur
af öllum drögtum
BUXNATILBOÐ
Buxur áður kr-A9SÍ
nú aðeins kr. 4.990
-
COSMO
Atvinnuleysi í júlí, ágúst og september 1999
LANDSBYGGÐIN
Hlutfall atvinnulausra
af heildarvinnuafli
II
A höfuðborgarsvæðinu standa vestfirðir
1.407 atvinnulausir a bak ,X\ áj.
við töluna 1,7% í september
og hafði fækkað um Nt6% 0,7%
NORÐURLAND
EYSTRA
362 fra þvi i agust.
Allsvoru 1.987 atvinnu
lausirálandinu öllu
í september (1,4%),
og hafði fækkað
um 425 frá því í ágúst.
SJSÍÍÁ
AUSTURLAND
1,1*1,1*1,0% "5
I 1111
12%
LANDIÐ
ALLT
SUÐURLAND
0,3* 0,8%
Súrefnisvörur
Karin Herzog
Silhouette