Morgunblaðið - 24.10.1999, Page 2

Morgunblaðið - 24.10.1999, Page 2
2 SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Framtiðarflugumferð yfír Norður-Atlantshafíð Miðað að því að þétta umferðina á næstu árum Loðna mæld í næsta mánuði ÁKVEÐIÐ hefur verið að skip Haf- rannsóknastofnunar fari ekki til loðnuleitar fyrr en í næsta mánuði en áður hafði verið ráðgert að farið yrði í mælingar á stærð loðnustofns- ins 25. október, skv. upplýsingum Hjálmars Vilhjálmssonar fiskifræð- ings. „Pað hefur ekki orðið vart við loðnu að neinu ráði og á seinni árum hefur loðnan virst koma seinna norð- an að en var á árum áður. Því höfum við fært þessa túra aftur og það verður því ekkert farið af stað fyn- en í nóvember. Auk þess eru bæði skipin upptekin í þorskrannsóknum um þessar mundir,“ sagði Hjálmar. Á seinasta ári stóð loðnuleiðangur Hafrannsóknastofnunar yfir í síðari hluta nóvember. --------------- Handtekinn fyrir fjársvik UNGUR maður var handtekinn í fyrrakvöld, grunaður um að hafa svikið vörur að verðmæti á aðra milljón króna út úr fyrirtækjum. Maðurinn hringdi í fyrirtæki og lét senda sér vörur, t.d. rafmagnstæki og húsgögn, sem hann sveik út með því að gefa upp greiðslukortanúmer annarra. Máiið kom til kasta lögreglu eftir ábendingar frá starfsfólki verslana. Eftir nokkurra daga rannsókn beindist grunurinn að þessum manni, en hann hefur áður komið við sögu hjá lögreglu. ------♦-♦-♦---- Eldur í söluskála ELDUR kviknaði í eldhúsi ESSO- söluskálans á Egilsstöðum um klukkan eitt í fyrrinótt, en ekki er vitað um eldsupptök. Að sögn Sigurdórs Sigvaldasonar, deildarstjóra í söluskálanum, urðu skemmdir ekki miklar, þar sem eld- urinn náði ekki að breiðast mikið út. Reyk og sót lagði þó um allt og var eldhús skálans lokað í gær meðan verið var að þrífa tæki. Það var ræst- ingafólk, sem var við störf í skálan- um, sem varð eldsins vart og kallaði til slökkvilið. ------♦♦“♦----- Erilsamt hjá lögreglunni á Akureyri ERILSAMT var hjá lögreglunni á Akureyri í fyrrinótt og voru fanga- geymslur fullsetnar af unglingum um nóttina. Að sögn lögreglu var haldinn ung- lingadansleikur fyrir 16 ára og eldri í KA-heimilinu. Dansleikurinn sjálfur fór ágætlega fram en mikil ólæti og ölvun var á svæðinu fyrir utan og í miðbænum eftir að dansleiknum lauk. Að sögn lögreglu voru nokkrir unglinganna sóttir af foreldrum á lögreglustöðina, þar sem þeir voru undir 18 ára aldri. Sams konar dans- leikur var haldinn í KA-heimiIinu í fyrra og sagði lögreglan að hann hefði ekki heldur gengið nógu vel þá. MEÐ Morgunblaðinu í dag er dreift blaði frá íslensk amer- íska, „Lyktareyðandi úði frá Febreze". FLUGMÁLASTJÓRN íslands kynnti í gær niðurstöður fjölþjóð- legrar hagkvæmnisathugunar, sem íslendingar stjórnuðu, á framtíðar- flugumferð yfir Norður-Atlantshafi og kom þar m.a. fram að verði farið eftir þeim tillögum sem þar eru nefndar megi spara eldsneytis- kostnað 1.600 flugvéla um þrjú prósent á dag árið 2010 eða sem svarar samtals um 200 milljónum króna á dag. Norður-Atlantshafsflugleiðin er annasamasta úthafsleiðakerfi í heimi og sem dæmi flugu að jafn- aði um 800 vélar dag hvern yfir hafið árið 1998. í umferðarspá fyr- ir Norður-Atlantshafsleiðina er hins vegar gert ráð fyrir að flug- umferðin verði tvöfalt meiri en Fylgst með hræringum íMýr- dalsjökli GRANNT er fylgst með skjálfta- virkni og öðrum vísbendingum um hugsanleg umbrot í Mýr- dalsjökii en fyrir skömmu fannst stór sigketill í Fimmvörðuhálsi, sem liggur á milli Mýrdalsjökuls og Eyjafjallajökuls. Smávegis aukning varð á skjáiftavirkni undir Mýrdalsjökli í síðustu viku og á föstudags- kvöld urðu nokkrir jarðskjálftar undir Mýrdalsjökli og í nágrenni hans. Skv. upplýsingum sem fengust á jarðeðlissviði Veður- stofunnar er þó ekkert talið óvenjulegt við þessa skjálfta- hrinu nú. Mælingar á jarðhitaefnum í Jök- ulsá á Sólheimasandi Reynir Ragnarsson, lögreglu- maður í Vík, mælir reglulega svonefnda leiðni í Jökulsá á Sól- heimasandi sem gefur vísbend- ingar um efni sem myndast við jarðhita og hefur komið í ljós að undanfömu að leiðnin vex um- talsvert á 10-11 daga fresti en hjaðnar svo þess í milli. „Það er lfkast því að það leki einhvers staðar úr jarðhitakatli, vatnið verður grárra og það er sterkari lykt af því. Það er einn svona toppur að mælast núna,“ sagði Ragnar í samtali við Morgun- blaðið í gær en hann var þá við mælingar við Jökulsána. PÁLL Skúlason háskólarektor gerði landsbyggðina og höfuðborg- arsvæðið að umtalsefni við útskrift kandídata í Háskólabíói í gær. Sagði rektor í ræðu sinni að skapa yrði menningarlegt mótvægi við höfuð- borgarsvæðið. „Að þessu sinni eruð þið 41 kandídat af 244 sem lukuð stúdents- prófi frá menntaskólum á lands- byggðinni. Hversu mörg ykkar munu hverfa aftur til ykkar heima- byggðar?" spurði rektor. „Höfuðborgarsvæðið virkar í dag eins og segull einmitt vegna þess að þar er blómlegt og öflugt menning- núna árið 2010 eða um 1.600 flug- vélar að jafnaði á dag. Niðurstöðurnar eru afrakstur viðamikils alþjóðlegs rannsóknar- verkefnis á vegum skipulagsnefnd- ar flugumferðar Norður-Atlants- hafsins (NAT SPG) sem unnið hef- ur verið að í rúm fjögur ár. „Ástæðan fyrir því að þetta verk- efni komst á koppinn er að menn eru að leita leiða til þess að nýta sér hina nýju tækni sem felst í gervihnattaleiðsögu og gagnaflutn- ingum um m.a. gervihnetti til hags- bóta fyrir flugumferðarstjórnina ekki síst á Atlantshafinu,“ segir Þorgeir Pálsson flugmálastjóri. I niðurstöðunum er m.a. greint frá hagkvæmni þess að stefna að því að þétta flugumferð yfir Norð- Á föstudagskvöldið urðu nokkrir skjálftar í nágrenni Mýr- dalsjökuls og stærsti skjálftinn, sem mældist 2,7 á Richter, varð í vestanverðum Mýrdalsjökli. Þá varð jarðskjálfti upp á 2,2 stig norðan Torfajökuls og lítill skjálfti var staðsettur undir arlíf sem á ekki sinn líka neins stað- ar á landinu. Þess vegna verður sú þróun sem nú á sér stað ekki stöðv- uð nema með því að skapa menning- arlegt mótvægi við höfuðborgar- svæðið. Til þess eru tvær leiðir sem hvorug hefur verið farin. Önnur er sú að mynda annað eða önnur svæði á landinu sem hefðu burði til að laða til sín fólk vegna fjölbreytts og skapandi menningar- og atvinnulífs. Hin leiðin er að berjast fyrir við- horfsbreytingu með því að opna augu fólks fyrir mai'gvíslegum kost- um þess að búa úti á landi, ekki síst þeim að njóta friðsemdar og nábýlis ur-Atlantshafið á næstu áram og er m.a. lagt til að svokallaður hlið- araðskilnaður flugvéla verði 30 sjó- mílur árið 2010 í stað 60 nú, lengd- araðskilnaður verði 5 mínútur í stað 10 nú og hæðaraðskilnaður verði 500 fet í stað 1000 nú. Áætlanagerð flugumferðar byggð á niðurstöðunum Að sögn Ásgeirs Pálssonar, fram- kvæmdastjóra flugumferðarsviðs Flugmálastjórnar og stjómanda verkefnisins, verða niðurstöðumar kynntar skipulagsnefnd flugumferð- ar Norður-Atlantshafsins á næstu vikum og mun nefndin ásamt undir- vinnuhópum sínum nýta sér þær við áætlanagerð um flug í framtíðinni yfir norðanvert Atlantshafið. Eyjaíjallajökli. Ekki hefur orðið framhald á skjálftunum og að sögn sérfræðings á Veðurstof- unni er þessi skjálftavirkni svip- uð og oft verður á þessu svæði og skjálftarnir því ekki taldir til marks um neinar óvenjulegar hræringar. við náttúruna sem ekki finnst í fjöl- menninu „fyrir sunnan“,“ sagði rektor. Hver er framtíðin? Páll Skúlason sagði ennfremur í ræðu sinni að heimsmenning sem legði þjóðmenningu í rúst væri ómenning, höfuðborg sem skeytti ekki um landið sem hún þjónaði væri ómenning og framleiðslu- og markaðskerfi sem torveldi fólki að njóta einkalífs og sinna börnum sín- um væri ómenning. „Eg neita að trúa því að þetta sé framtíðin,“ sagði rektor. A ► l-64 Hver á genin okkar? ► Uppgötvanir á sviði erfðafræði skipta stöðugt meira máli en eiga fyrirtæki að geta sótt um einka- leyfi á nýtingu þekkingar á álweðnum gengum? /10 Vonar að Katla gjósi hið fyrsta ►Belgíski jarðfræðingurinn og blaðamaðurinn Erik Van de Perre kom hingað til lands vorið 1993 og síðan hefur hann skrifað mikið um landið, krækt sér í íslenskt kvon- fang í göngum og ákveðið að setj- ast hér að. /20 Sprengjan hefur lent á mér ► Michiko Yamaoka er ein þeirra íbúa Hiroshima sem lifðu af kjarn- orkusprengjuna. /22 Fjölsóttasti ferða- mannastaður landsins ►Viðskiptaviðtalið er við Önnu G. Sverrisdóttur rekstrarstjóra Bláa lónsins. /30 ► l-28 í „gulistóli“ ►Allt sem gerist á sér aðdrag- anda og þannig var það með við- talið við listakonuna Blöku eða Guðrúnu Jónsdóttur. /1&2-6 Gull og grænir skógar ►Vart finnast dæmi um aðra eins fólksflutninga og þá sem fylgdu í kjölfar gullfundarins í Kaliforníu árið 1848. /8 Upphaf í endi ► Fóstbræðurnir KK og Magnús Eiríksson ræða um blúsinn í lífinu og lögunum. /12 FERÐALÖG ► l-4 Þurfum að stækka hótelið ► Nýir eigendur að Hótel Vala- skjálf vinna að endurnýjun húsa- kynna. /3 England ► Uppáhalds vínbúð Margrétar Hauksdóttur er aldagömul í ósviknum breskum stíl. /4 ^^BÍLAR ► l-4 Smábílar og umhverfisvænir bílar í Tókýó ► Alþjóðlega bflasýningin í Tókýó hefst nú í vikunni. /2 Reynsluakstur ►Góður Nissan Primera orðinn betri. /4 ATVINNA/ RAÐ/SMÁ ►l-20 Áherslan á tölvukunnáttu ► Ráðstefna aðstoðarmanna yfir- manna haldin á íslandi. /1 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir \/2J4J8lbak Brids 50 Leiðari 32 Stjörnuspá 50 Helgispjall 32 Skák 50 Reykjavíkurbréf 32 Fólk í fréttum 54 Viðhorf 36 Ötv/sjónv. 52,62 Minningai' 36 Dagbók/veður 63 Myndasögur 48 Mannl.str. 16b Bréf til blaðsins 48 Dægurtónl. 26b ídag 50 INNLENDAR FRÉTTIR: 24-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6 Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Sigketillinn sem myndast hefur í Fimmvörðuhálsi er 2-300 metrar í þvermál og allt að 20 metra djúpur. Talið er að hann hafí myndast í tengslum við umbrotin í Kötlu í sumar. Háskólarektor um fólksflutninga til höfuðborgarsvæðisins Skapa þarf menn- ingarlegt mótvægi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.