Morgunblaðið - 24.10.1999, Side 12

Morgunblaðið - 24.10.1999, Side 12
12 SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Endurminningar nýhættra stjórnmálamanna Gallspýjur eða brýnt innlegg? Stjórnmálamenn bíða ekki lengur fram á elliárin með endurminningaskrifin, heldur byrja þeir á þeim daginn eftir að þeir hætta. Það vekur upp spurningar um gildi slíkra skrifa, segir Sigrún Davíðsdóttir eftir lestur bókar Thage G. Petersson, fyrrverandi ráðherra í Svíþjóð. AÐALATRIÐIÐ er að mig langaði til að skrifa. Ég vildi segja venjulegu fólki frá hvernig það er að lifa í hringiðu stjómmálanna... og segja svolítið frá því sem fer fram bak við tjöldin," skrifar Thage G. Petersson, fyrrum ráðherra og þingforseti Svía, í niðurlagi endurminninga sinna. Það eru því ekki sagnfræðirann- sóknir, sem hann er upptekinn af. Petersson byrjar á byijuninni, æsku sinni, en hann rekur líka stjómmálaafskipti sín alveg fram yfir síðustu stjómarmyndun haustið 1998, þegar hann hætti. Hann rekur orðrétt orðaskipti og þá einnig um- mæli Göran Perssons forsætisráð- herra um einstaka nafngreinda menn, sem tæpast koma Persson vel. Það getur sitt sýnst hverjum, en staðreyndin er að skrásetning af þessu tagi fer vaxandi. Sjö mánuð- um eftir að Oskar Lafontaine, fyrr- um leiðtogi þýskra jafnaðarmanna, hætti sem fjármálaráðherra lesa landar hans nú hörð ummæli hans um flokksbróður sinn, Gerhard Schröder kanslara. Sjálfsævisaga John Major, fyrrum forsætisráð- herra Breta, er nýkomin út, en reyndar í allt öðram tón en bók Lafontaine. Og Svíar hafa fengið aðra bók að lesa um sænsk stjórn- mál líðandi stundar, því Annika Áhnberg, fyrram landbúnaðarráð- herra, hefur einnig skrifað bók um æsku sína og stjórnmálastörf fram á líðandi stund. Hið markaða stéttaþjóðfélag Sænskir jafnaðarmenn lögðu hart að sér um og upp úr miðri öldinni að láta sænskt þjóðfélag líta út sem fyrirmyndarþjóðfélagið, þar sem meðal annars stéttaskiptingu hefði verið útrýmt. Undir niðri era þó enn djúp merki um sænska stétta- samfélagið, markað félagslegri fjar- lægð ríkra og fátækra og litlum hreyfanleika. Efnið er Svíum enn tamt umhugsunarefni. Olof Palme, leiðtogi jafnaðar- manna, mætti stöðugri tortryggni þar sem hann var af aðalsættum. Göran Persson notar hvert tækifæri til að rifja upp æsku sína, sem markaðist af fátækt og basli. Pet- ersson byrjar líka þar, á fátækri fjölskyldu sinni. Bók Peterssons heitir „Ferðin til Mars“ og skýringin kemur strax í fyrsta kafla. Éitt sinn þegar Peters- son sat í stóli þingforseta riijaði hann upp með sjálfum sér þegar hann var ungur og sagði móðurbróður sínum að hann vildi verða bamakennari. Frændinn þagði stutta stund, horfði svo út í loftið og sagði: „Þú ert fátæk- ur. Það er fínt að afgreiða í búð. Það borgar sig ekki að stefna á tunglið og Mars ef maður á fátæka foreldra og annars ekki neitt.“ Petersson hefði viljað að frændi hans hefði lifað að sjá hann þama í stóli þingforseta, annan æðsta mann ríkisins næst á eftir konung- inum. Þessi minning gefur tóninn fyrir frásögn Peterssons og lífsvið- horf hans. En eins og Petersson segir í upp- hafi bókarinnar, þar sem hann vitnar í ráðherra er hætti 1827 og birti end- urminningar sínar árið eftir, þá er það hæpinn ásetningur að skiTfa ævisögu sína. Þrátt fyrir besta ásetning er ekki víst að dæmt sé réttlátlega, það er auðveldara að sjá mistök annarra en sín eigin, auðveld- ara að halda á lofti góðum hliðum sínum en slæmum öfugt við þegar fjallað er um aðra og ekki auðvelt að sanna að maður hafi rétt fyrir sér. En Petersson tekur ekki mark á varnaðarorðunum frekar en gamli ráðherrann, hættir sem ráðherra 1998 og gefur út minningar sínar árið eftir „eftir að hafa gert, heyrt og séð heilmikið". Þetta heilmikla dugir honum í bók upp á 716 blað- síður. Innsýn í einstök mál og hugsunarhátt Petersson hefur að eigin sögn alla tíð verið iðinn við að skrifa hjá sér og því átt heilmikið efni til að byggja bókina á. Petersson hefur að eigin mati skrifað samtöl niður orð- rétt og vitnar þannig í þau. En eins og gamli ráðherrann bendir á er erfitt að sanna að farið sé rétt með. Bókin er áhugaverð fyrir ýmsar sakir. Hún gefur góða mynd af því hugarfari, sem fylgir að klifra upp sænska þjóðfélagsstigann alveg frá botni. Hún gefur innsýn inn í samlífi Jafnaðarmannaflokksins og sænska Alþýðusambandsins og rekur þau átök, sem Petersson hefur orðið vitni að á því sviði. Skilningur á of- urtökum verkalýðshreyfingarinnar á flokknum, sem hefur verið þunga- miðjan í sænskum stjórnmálum síð- an á fjórða áratugnum, er lykilatriði í straumum og stefnum í sænskum stjórnmálum nútímans. Eins og við mátti búast eru það þó frásagnir Peterssons af nýskeðum atburðum, sem vekja mesta athygli. Þegar Persson forsætisráðherra lenti í fjölmiðlakvöm vegna þess að hann hafði dvalið ókeypis í sumar- húsi auðmanns á Spáni, álitu nánir samstarfsmenn Perssons að rétt væri að hann segði af sér og Persson var kominn á fremsta hlunn með það. Petersson var þó ekki á þeirri skoðun, stappaði stálinu í Persson og íyrir það var Persson honum þakk- látur að sögn Petersson. Þessa frá- sögn hefur Persson ekki viljað stað- festa. Persson var fjórði flokksfor- maðurinn, sem hótaði að hætta, en sem Petersson átti að eigin sögn þátt í að snúa frá slíkum þönkum. Það era slíkar frásagnir af eigin vægi, sem hafa fengið ýmsa Svía til að Göran Persson forsætisráðherra kemur mjög við sögu í bók Peterssons. Reuters þennan gamalreynda stjómmála- mann, sem undir lokin gegndi hlut- verki aðstoðarforsætisráðherra og vai- tengiliðui- Perssons við flokkinn. Eins og fleiri samstarfsmenn Pers- sons bregður Annika Áhnberg upp mynd af Persson sem tillitslausri bullu, er vaði yfir fólk. Petersson tal- ar mun betur um Persson en svo og segist reyndar vera einn fárra, sem alltaf hafi tekið upp hanskann fyrir Persson. I lokin er það þó bullu- myndin, sem hann bregður upp, þótt hann nefni engin slík orð. Petersson lætur að því liggja að Persson hafi verið óheill við hann í lokin, talað eins og hann vildi hann áfram í stjórn, en hafði í raun ákveðið að svo yrði ekki án þess að segja honum það. Sjálfur ákvað Petersson svo að hætta. „Það var skemmtilegt og spenn- andi að fá að vera svo nálægt Göran Persson. Ég varð margvíslegri reynslu ríkari, sem ég velti mjög fyrir mér!“ segir Petersson um samstarfið við Persson. Sú hugsun læðist að lesandanum að hin um- hugsunarverða reynsla hafi ekki að öllu leyti verið skemmtileg. Bók Peterssons er ekki átakan- lega vel skrifuð. Frásögnin er stráð upphrópunarmerkum, allt að fjór- um á síðu, svo bókin minnir frekar á tölvupóst, skrifaðan í fljótheitum en yfirvegaða framsetningu. Petersson er ekki íhugull stjórnmálamaður og frásögnin því ekki innblásin vanga- veltum um eðli stjórnmála, heldur einskorðuð við frásagnir, sem eru raktar eins og perlur á bandi án víð- ara samhengis. Petersson segir á einum stað í bókinni að orð séu silfurs ígildi, en þögnin gulls ígildi. Með bók sinni fer hann þó ekki eftir þessum orðum. Lafontaine álítur bók sína innlegg í stjómmála- og efnahagsumræðu, en gagnrýnendur hallast fremur að því að hún sé sjálfsréttlæting manns, sem ekki vill gleymast. Spurningin er hverju og hverjum það sé til framdráttar að umsagnir til dæmis Perssons forsætisráðherra um ein- staka menn séu raktar innan gæsalappa. Er það lýðræðinu til framdráttar að kjósendur viti hvað forsætisráðherra finnst persónulega um samstarfsmenn sina eða íyrst og fremst pyngju þess sem skrifar? Það er erfitt að verjast þeirri til- hugsun að bækur eins og þeirra Peterssons og Lafontaine séu ekki aðeins skrifaðar af löngun til að hafa síðasta orðið um menn og mál- efni heldur líka af einhvers konar hefndarhvöt. Bók Majors hefur fengið allt aðrar viðtökur í breskum fjölmiðlum. Hann þykir hreinskilinn í frásögn sinni, en hvorki argur né illgjarn. Kannski er það af því hann hefur haft rúmlega tvö ár til að hugsa sinn gang. Ef orðin era ígildi silfurs og þögn- in gulls ígildi má vera að umhugsun- artími geti hækkað verðgildi orð- anna. En þó óyfirvegaðai- frásagnir reiðra stjómmálamanna dragi lík- lega upp skakka mynd þá veita þær að minnsta kosti skýra innsýn í hið grimma eðli stjórnmálanna. Thage G. Petersson (til hægri á myndinni) á gangi með William Perry, fyrrum varnarmálaráðherra Bandarílqanna, er sá síðar- nefndi heim-sótti Stokkhólm árið 1996. álykta sem svo að Petersson sé ekki sérlega bljúgur yfir áhrifum sínum. Það er ekki hægt að skrifa um hræringar í Jafnaðarmannaflokkn- um undanfarin ár án þess að nefna Monu Sahlin, sem var hinn augljósi arftaki Ingvar Carlssons, fyrrver- andi flokksleiðtoga, þar til hún féll á greiðslukortaóreiðu. Petersson var vinur foreldra hennar, þekkti hana frá því hún var krakki og einlægur aðdáandi hennar. Af frásögn hans má þó merkja að metnaðargirni hennar var kannski heldur mikil fyrir hans smekk og sama var um aðra. Það fór einfaldlega illa í flokkssystkin hennar að hún áleit sig svo augljóst foringjaefni. Sahlin átti sér öfundarmenn í flokknum, sem notuðu tækifærið þegar hún lenti í klípu og því and- rúmslofti lýsir Petersson. Hann reyndi eftir bestu getu að aðstoða hana, en dugði ekki til og samband- ið við hana og fjölskyldu hennar slitnaði eftir að hún dró sig í hlé því hún áleit hann ekki hafa gert nóg. Af lýsingu hans er það þó óréttmæt ásökun. Hún skildi einfaldlega ekki sjálf hvers vegna fólk greip tæki- færi til að vera á móti henni og hvernig hún átti að taka á því. Þegar fylgst er með fréttum líð- andi stundar vaknar stundum sú spuming hvort aðgerðir mótist af stjómmálastefnu og eða afstöðu til einstakra manna. Petersson segir frá því þegar upp komu raddir um vantraust á Inez Uusman sam- gönguráðherra, þegar víðtæk eitur- efnamengun varð vegna mistaka við lagningu jarðganga. Samkvæmt Pet- ersson var Persson búinn að ákveða að láta hana hætta, en þá rann upp fyrir honum að hann gæti ekki fækk- að konum í stjóminni og yrði því að skipa aðra konu í hennar stað. Sú eina, sem til greina kom var Sahlin og hana vildi Persson ekki fá inn í stjómina. „Hneykslið" vó léttar en sú staðreynd og Uusman hélt sæti sínu. Petersson hafnar því þó algjörlega að Persson hafi braggað Sahlin launráð, styður ekki þá skoð- un að Persson hafi alla tíð ætlað sér að verða flokksformaður. Persson hafi eins og aðrir gert ráð fyrir að Sahlin tæki við af Carlsson sem flokksformaður og forsætisráðherra. Orð eru silfurs ígildi - þögnin gulls ígildi Þegar frásögn Peterssons var borin undir Persson í kjölfar útgáfu bókarinnar hafði Persson á orði að það væri einfaldlega engum að treysta lengur úr því ekki væri treystandi á þá, sem maður áliti vini sína. Það hefur löngum verið vitað að Persson studdi sig mjög við

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.