Morgunblaðið - 24.10.1999, Síða 18
18 SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Sigiirlín Grímsdóttir með eitt verka sinna.
Dómkórinn
frumflytur
kórverk
TÓNLISTARDAGAR Dóm-
kórsins hefjast í dag, sunnu-
dag, með því að kórinn frum-
flytur kórverkið Lux aeterna
eftir Pál Pampichler Pálsson í
hátíðarmessu kl. 11 í Dóm-
kirkjunni. Þá leika einnig Lár-
us Sveinsson og Guðmundur
Hafsteinsson á trompet. Org-
anleikari er Marteinn H. Frið-
riksson.
Á Tónlistardögum flytur
Dómkórinn bæði innlend og
eriend verk og auk þess koma
ýmsir aðrir flytjendur að Tón-
listardögunum. Föstudaginn 5.
nóvember leikur Jan Kalfus
frá Prag á orgel kirkjunnar.
Þá heldur Dómkórinn kórtón-
leika 7. nóvember og einnig
verða tónleikar með semb-
altónlist. Á síðasta degi Tón-
listardaga, 14. nóvember,
verða tónleikar með Sesselju
Kristjánsdóttur söngkonu.
Vatnslita-
myndir í
Galleríi Garði
NÚ stendur yfír sýning á vatns-
iitamyndum Sigurlínar Gríms-
dóttur í Galleríi Garði, Austur-
vegi 4 á Selfossi. Myndirnar eru
ailar unnar nú í haust og er yrkis-
efnið úr nánasta umhverfínu, þar
sem hún reynir að gera hið hvers-
dagslega og hverfula að mynd-
rænni minningu.
Undirstöðu myndiistar hefur
Sigurlín viðað að sér m.a. í Skál-
holtsskóla, Fjölbrautaskóla Suð-
urlands, á námskeiðum hjá Mynd-
listarfélagi Árnessýsiu og í Mynd-
listarskóla Reykjavíkur, þar sem
hún hefur tekið tvo vetur í módel-
teikningum og er þar í vatnsiita-
málun.
Þetta er áttunda sýning Sigur-
línar, en auk þess hefur hún tekið
þátt í árlegum samsýningum
Myndlistarfélags Árnessýslu.
Sýningin stendur til 20. nóvem-
ber og er opin á verslunartíma
verslana í Miðgarði. Allar mynd-
irnar eru til sölu.
Maður og
meyjar tvær
LEIKI.IST
M ö g u I e i k li ií s i ð
við Hlemm
11 u g 1 e i k u r
VÖLIN & KVÖLIN & MÖLIN
eftir Hildi Þórðardóttur, Sigríði Láru
Sigutjónsdóttur og V. Kára Heiðdal.
Leikstjóri: Þorgeir Tryggvason.
Leikmynd og búningar: Magnús
Pétur Þorgrímsson. Lýsing: Gunnar
Gunnarsson. Leikendur: Unnar Geir
Unnarsson, Siija Björk Huldudóttir,
Rúnar Lund, Hulda B. Hákonardótt-
ir, Sigurður Atlason, Ylfa Mist
Helgadóttir, Einar Þór Einarsson.
Frumsýnt í Möguleikhúsinu
við Hlemm 16. október.
EITT af því áhugaverðasta í
áhugaleikhússflórunni ár hvert er
frumsýning á nýju verki frá Hug-
leik. Þar hefur margur blóm-
hnappurinn sprungið út á undan-
förnum árum, enda étur þetta leik-
félag sjaldnast upp eftir öðrum
heldur róta höfundar þess einatt í
söguarfa þjóðarinnar og bókakáli
og kippa sér hvergi upp við það
þótt stundum harðni skítur undir
nögl. Hugleikarar hafa semsagt
aldrei tekið menninguna neinum
vettlingatökum og í því er fersk-
leiki félagsins fólginn.
Völin & kvölin & mölin er létt-
viður og ekki djúpar ræturnar,
en samt hvergi feyskinn. Hér
tefla höfundar saman sveit og
borg annars vegar og tvíkvend-
inu einblóma hins vegar, þeirri
saklausu sveitastúlku sem þráir
göfuglega og borgardrósinni sem
má ekki vera að því. Sömu leikar-
ar fara með hlutverk sveita-
manna og bæjarbúa, og tekst öll-
um vel upp, einkum þegar kemur
að bæjarbúum, enda leggja höf-
undar þar öllu meiri rækt við
persónusköpunina.
Ef til er rós í þessari sýningu þá
er það Silja Björk Huldudóttir
sem leikur Stúlkuna með stórum
staf, Þórhildi og Viktoríu, og þarf
oft að vera snör á milli. Silja Björk
fölnar hvergi heldur er alltaf jafn
blómleg. Munúðarfyllst er hún í
sakleysi sínu og ekki öll þar sem
hún er séð þótt mikið af henni sé
þar.
Sumir aðrir leikararnir hafa
verið lengur á sviði og eru reynd-
ari í blæbrigðunum, enda ekki síst
fyrir tilstilli þeirra að þetta er
skemmtileg sýning. Hulda B. Há-
konardóttir er einkar trúverðug
sem frú Emilía og einnig er Rúnar
Lund skoplegur sem Sæmundur
og geiflumar hjá Sigurði Atlasyni
eru eftirminnilegar. Ylfa Mist lék
vel frúna á Bleyti og dóttur hennar
á mölinni, og svo voru þeir Unnar
Geir Unnarsson og Einar Þór Ein-
arsson ágætir í hlutverkum sínum
sem ungir sveinar, annar úr sveit
en hinn af mölinni, en báðir ofur-
seldir (ástar)kvölinni.
Drekar og
prinsessur
í Norræna
húsinu
SÆNSKA leikkonan Vanja Nilsson,
sem starfar með Folkteatern í
Gautaborg, flytur frumsaminn leik-
þátt um Vind prinsessu í Norræna
húsinu í dag, sunnudag, kl. 14. En nú
standa yfir í sýn-
ingarsal Norræna
hússins Prinsessm-
dagar.
Sýningin bygg-
ist á safni nor-
rænna sagnaminna
og segir frá Vind
prinsessu sem hef-
ur verið fangi ógn-
vekjandi dreka um
langa hríð og bíður
hún í ofvæni eftir að prinsinn komi
og bjargi henni úr prísundinni. Vind
litla prinsessa er forvitin og hefur frá
mörgu að segja. Sýningin um Vind
prinsessu er sjálfstætt verkefni sem
Vanja Nilsson vann að og er sprottið
upp úr leikhússagnaverkefni fyrir
börn sem var þáttur í magistersprófi
hennar í leikhúslistum við leikhúshá-
skólann í Helsingfors.
Vanja Nilsson hefur að baki fjöl-
breyttan leikhúsferil og hún hefur
leikið mörg hlutverk í þekktum leik-
ritum og má nefna Fröken Júlíu og
Draumleik eftir August Strindberg.
Einnig hefur hún leikið í kvikmynd-
um og í sjónvarpi.
Sýningin fer fram á sænsku og
verður túlkað yfir á íslensku.
Guðbrandur Gíslason
Islensk tölvu-
tónlist á alþjóð
ALDAM Ó TASAMKEPPNI
ÚTILISTAVERK í REYKJAVÍK
Menningarmálanefnd ReykjavíkurLorgar auglýsir eftir myndlistarmönnum til að taka J)átt í
samkeppni um útilistaverk í Reykjavík. Ákveáið kefur verið að takmarka á engan kátt með
kverjum kætti listamennirnir nálgast viðfangsefni sitt.
Samkeppnin verður tvískipt. Fyrri kluti kennar verður almenn kugmyndasamkeppni.
Seinni klutinn verður lokuð verksamkeppni milli Jreirra sem dómnefnd velur til Jrátttök u úr
almennu kugmyndasamkeppninni. Valdar verða allt að 9 tillögur í lokuðu samkeppnina.
Þóknun til livers Jreirra sem valinn verður í framkaldskeppnina verður kr. 300.000. Þegar
úrslit liggja fyrir í lokuðu samkeppninni verða tillögurnar almenningi til sýnis. Dómnefnd
áskilur sér keimild til að gefa út í kókarformi umfjöllun um samkeppnina, lýsingu og
myndir af verkum í síðari kluta kennar og úrtak af drögum að listaverkum úr fyrri kluta
kennar. Samkeppnin verður kaldin samkvæmt samkeppnisreglum SIM.
Dómnefnd er skipuð fulltrúum Reykjavíkurkorgar og Samkands íslenskra myndlistar-
manna. Tilgangur samkeppninnar er að fá fram tillögur sem til }i ess eru fallnar að útfæra í
full ri stærð. Að lokinni samkeppni verður tekin ákvörðun um kvort eða kvaða verk verður
valið / verða valin til uppsetningar.
Frumdrögum (teikningu eða ljósmynd) skal skilað inn á tveimur A4 klöðum Jrar sem verkið
er sýnt frá tveimur kliðum. Einnig fylgi með stutt greinargerð um kugmyndina að kaki
verkinu, efnisval og uppkyggingu á A4 klaði. Hugmyndum skal skilað inn undir dulnefni
og skulu A4 klöðin merkt með dulnefninu í kægra korni að neðan. Ogegnsætt umslag
merkt sama dulnefni fylgi með, en í }>ví sé nafn, kennitala, keimilisfang og sími köfundar
eða köfunda. Öllum er keimilt að senda inn tillögur.
Nánari upplýsingar gefur trúnaðarmaður dómnefndar, Ólafur Jónsson, (sími: 8989383 /
565 0120 /fax: 555 0346 ) á milli 17 og 19 alla virka daga. 1 illögur í fyrri kluta
samkeppninnar }>urfa að kerast móttakanda fyrir 1. desemker 1999-
lega hátíð í Kína
Fantasía yfir Liljulag eftir Ríkharð H.
Friðriksson verður flutt á International
Coniputer Music Confer-ence hátíðinni í
Peking.
VERKIÐ Fantasía yfir
Liljulag eftir Ríkharð H.
Friðriksson hefur verið val-
ið af alþjóðlegri dómnefnd
til flutnings á International
Computer Music Confer-
ence hátíðinni sem að þessu
sinni er haldin í Peking í
Kína dagana 22.-28. októ-
ber nk. Þessi hátíð er
stærsta og virðingarmesta
hátíð tölvutónlistar af
klassískum uppruna í heim-
inum í dag og eru valin á
hana þau verk sem fram-
sæknust þykja í þessum
geira.
Verkið er unnið upp úr
gamla íslenska þjóðlaginu
við Lilju-kvæðið sem marg-
ir vildu kveðið hafa. Laginu
er steypt í gegnum alls
kyns ummyndanii- tóna,
rytma og staðsetningar, frá
því að vera tiltölulega
óbreytt og yfir í að vera
margtóna hljóðmassi,
byggður úr mismunandi
löngum bútum úr upphaf-
lega laginu. Fantasía yfir
Liljulag var unnið fyrir
tölvu í tónveri Tónlistar-
skóla Kópavogs sumai'ið 1998 en
lokafrágangur og hljóðblöndun á
fjórar hljóðrásir fór fram í DIEM,
dönsku raftónlistarstofnuninni í Aar-
hus í október í fyrra.
Ríkharður H. Friðriksson hóf
tónistarferil sinn í pönk-hljómsveit-
um um 1980 en tók síðan aðra stefnu
og nam klassískar tónsmíðar við tón-
listarskólann í Reykjavík, Manhatt-
an School of Music í New York og
Konunglega hollenska tónlistarhá-
skólann í Haag, auk þess að sækja
námskeið í tölvutónlist við Instituut
voor Sonologie í Haag, Sweelinck
Conservatorium í Amsterdam og
Ferienkurse fúr neue Musik í Darm-
stadt.
Undanfarin ár hefur hann kennt
tölvutónlist við tónver Tónlistarskóla
Kópavogs og Tónlistarskólann í
Reykjavík. I vetur kennir hann
tölvutónlist við Álaborgarháskóla í
Danmörku.
Fillögur sendist til: Rááliús Reykjavíkur, L.t. menningarmálastjóra,
ALDAMÓTASAMKEPPNI, 101 Reykjavík.
Tillögur skulu merktar: ,,Aldamótasamkeppm" útilistaverle í Reykjavík.
C
Svaf yfir mig... Skiptir ekki máli - Enginn yfirmaður!
56-1-HERB