Morgunblaðið - 24.10.1999, Síða 22

Morgunblaðið - 24.10.1999, Síða 22
22 SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Michiko Yamaoka. Ljósmyndir/HuJda Þóra HÚN er svo ósköp vénjuteg við fyrstu sýn. Það oni háli'-. gerð vonbrigði hvað hún_ er venjuleg. Hún er tneii-a að segja frekar reffileg af næst- um því sjötugri japanskri konu að vera, bakið þráðbeint én ekki keng- bogið eins og á svo mörgum þeirra. En'svo kemur hún nær, inn í stofuna til okkar, og þá sér maður örin á höndunum og í andlitinu. „Þetta var svo fallegur og heiðskír morgunn," segir hún þegar hún sest, „eins og í dag reyndar. Ég man að ég heyrði í flugvél, leit upp og bar hægri höndina upp að augum mér til að sjá betur. Þá sá ég bjart Ijós yfir höfði mér og skæra bláa og gula liti. Ég man ég hugsaði: „En fallegii' litír“. Michiko Yamaoka er „hibakusha11. „Hi- bakusha“ eru þeir sem voru innan við 5 km v frá miðju kjamorkusprengjunnar sem sprengd var yfir Hiroshima klukkan 8:15 að morgni mánudagsins 6. ágúst árið 1945, komu til Hiroshima innan fjórtán daga frá þeim degi, komust í snertingu við fórnarlömb sprengjunnar, eða voru fóstur kvenna í þess- um flokkum. Michiko var í Hiroshima þegar Bandaríkjamenn vörpuðu kjanufrkuspi'engiu á borgina. Það var f fyrsta skipti sénMgarn- orkuvopn voru notuð í stríði. „Drengur litli“, kjamorkusprengjan sem varpað var á Hiroshima var um þriggja metra langur og um fjögur tonn að þyngd. Hann bar einhvers staðar á milli 10 og 30 Michiko Yamaoka er ein þeirra íbúa Hiroshima sem lifðu af kj arnorkusprengjuna sem féll á borgina að morgni 6. ágúst 1945. Hulda Þóra Sveinsdóttir og Arnar Arnason hittu hana og hlýddu_____________ á hræðilega lífsreynslusögu. kflógi'ömm af úraníum-235. Klofningur þess 580 metrum yfir miðborg Hiroshima leysti úr læðingi orku sem sagt er að jafnist á við um 15.000 tonn af dínamíti. Við sprenginguna reis hitastigið í miðju sprengjunnar yfii- millj- ón gráður á celsius og eldhnöttur myndaðist sem á einni sekúndu náði 280 metra há- marksþvermáli. Hitastigið á yfirborði jarðar náði 5.000 gráðum á celsius. Við sprenging- una myndaðist í miðjunni mikill loftþi-ýsting- ur sem myndaði vindsprengju. Þrýstingurinn um 500 metrum frá miðju sprengjunnar var um 15 tonn á fermetra. Byggingar féllu sam- an og fólki var feykt burt með höggbylgju- vindinum. Nær allar byggingar innan tveggja kíló- metra radíuss frá sprengjumiðjunni hrundu eða brunnu. Að kvöldi 5. ágúst 1945 voru íbú- ar Hiroshima um 350.000, að kvöldi 6. ágúst 1945 voru 80.000 látnir. Þeir sem eftir lifðu höfðu margir orðið fyrir mikilli geislun. Stuttu síðar fór fólk að þjást af hita, niður- gangi og innvortis blæðingum. Margir dóu. í lok ársins 1945 höfðu um 140.000 manns dáið. Tveimur árum síðar komu eftirköstin, hvít- blæði og önnur krabbamein. Japanir telja að nú séu fórnarlömbin í Hiroshima orðin 180.000. Þegai' við vorum í Hiroshima í ágústmán- uði síðastliðnum að hitta þar gamla vini, var dóttir okkar, sex ára, þá nýbúin að lesa sög- una um Sadako, litla stúlku sem bjó í Hiros- hima á stríðstímanum og var aðeins 2ja ára þegar kjarnorkusprengjan sprakk. Sadako slasaðist ekki í sprengingunni en veiktist 10 árum síðar af hvítblæði sem rekja mátti til sprengjunnar. Hún tók til við að búa til litla pappírsfugla, trönur, í þeirri von að henni myndi batna. í Japan er sagt að trönur lifi í 1000 ár og því muni hverjum þeim sem tekst að búa til 1000 pappírströnur batna af veik- indum sínum. En Sadako varð ekki að ósk sinni og dó þegar hún hafði búið til 644 fugla. Þessi saga hafði mikil áhrif á dóttur okkar en það var ekki fyrr en við fórum í Friðarsafnið í HirQshima, að henni varð ljóst að Hiroshima hafði í raun og veru orðið fyrir kjarnorku- sprengju. Þegar hún var búin að skoða safnið og sjá þar ljósmyndir af allri eyðileggingunni og dauðanum, brast hún í grát, og sagði: „Ég hélt að þetta hefði bara verið saga, eða ljótur draumur." Við höfðum náttúrulega heyi't um sprengj- una áður en við komum til Hiroshima og lærðum um hana í mannkynssögu í skóla. Við töldum okkur því vita nokkuð vel hvað það var sem hafði gerst og vorum ekki í neinum vafa um að kjarnorkusprengjan var hræði- legt vopn. En þegar við fórum í safnið rann upp fyrir okkur að það var margt um kjarn- orkusprengjuna og eftirköst hennar sem við vissum ekki. Þetta barst í tal við vini okkar. „Við skulum hafa samband vid Michiko Yamaoka, hún lenti í sprengjúnni," sögðu vin- ir okkar. Trúðum því að Japan myndi vinna stríðið Þannig var það að við hittum Michiko Yamaoka heima hjá vinum okkar í Hiros- hima. Við tölum um veðrið, þráhyggja sem íslendingar og Japanir eiga sameiginlega, kvörtum undan hitanum og rakanum. Hún biður okkur að bíða aðeins, sér líði eitthvað illa. Gæti hún kannski fengið vatn að drekka? „Ég er orðin 69 ára gömul og þjáist af hjarta- og nýrnaveikleikum,“ segir hún. „Þá má

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.