Morgunblaðið - 24.10.1999, Síða 23

Morgunblaðið - 24.10.1999, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1999 23 rekja til sprengjunnar svo það þarf ekki mik- ið til.“ Þegar hún er búin að jafna sig svolítið hefur hún söguna. „Eg var 15 ára gömul árið 1945, í þriðja bekk í gagnfræðaskóla. Alveg frá því snemma á þessari öld var Hiroshima mikil- væg borg hernaðarlega og meðan á stríðinu stóð var stór herafli staðsettur hér. Það var því í raun eðlilegt að búast við því að Hiros- hima yrði fyrir árásum, en fólk var ekki á verði þar sem sýslurnar í kring höfðu orðið fyrir árásum en Hiroshima hafði alltaf slopp- ið. Sprengjuflugvélar flugu yfir Hiroshima svo til daglega, en við vorum hætt að óttast þær mikið. Þó fóru allir niður í loftvarnar- byrgin þegar aðvaranir bárust.“ „Faðir minn dó þegar ég var þriggja ára og ég bjó ein með móður minni. Við bjuggum um 1,3 km austur af þeim stað þar sem sprengj- an sprakk svo. Ég man að árið 1944, þegar ég var í öðrum bekk í gagnfræðaskóla, var lítinn mat að hafa, enginn matur var boðinn í skól- anum lengur, það var lítið um námsefni og við neyddumst til að æfa skrift á dagblöð. Allir sem vettlingi gátu valdið voru látnir yinna í þágu stríðsins, þar á meðal skólabörn. Ég var ein af þeim nemendum sem voru látnir vinna fyrir stríðsátakið. Fólk trúði blint á málstað- inn. Það trúðu því allir að Japan myndi vinna. Við vorum rekin áfram af áróðri frá yfirvöld- um og okkur almenningi var ekki sagt frá þeim ósigrum sem japanski herinn beið. Fólk var tilbúið að leggja allt í sölurnar fyrir land sitt. Börn í fyrsta og öðrum bekk gagnfræða- skóla unnu við að brjóta niður hús þar sem byggð var mjög þétt til þess að koma í veg fyrir að eldur bærist á milli þeirra ef Hii-os- hima yrði fyrir árás. Ef gömul hús voru brot- in niður og byggð grisjuð var talið að auð- veldara yrði að stöðva eldinn. Þriðja árs nem- ar unnu mikið í verksmiðjum við að sauma herfatnað og fallhlífar, en margir drengir á þessum aldri hjálpuðu til í verksmiðjum við að smíða flugvélar." „Ég vann sjálf á símstöð sem nú er Lands- síminn ásamt fjölda skólabarna. Við vorum öll látin vera með band med japanska fánan- um um höfuðið og okkur sagt að við ættum að vera tilbúin að deyja fyrir land okkar. Á þess- um tíma voru stelpur alltaf klæddar í kimono en í vinnunni vorum við látnar vera í víðum buxum yfir til að við gætum hreyft okkur meira og unnið hraðar. Okkur var sagt að japanski herinn væri enn að vinna sigra og að „Gembaku Domu“. Þessi bygging, sem áður var iðnaðarsýningarhöll, var ein af fáum sem stóðu eftir í nokkuð heilu Iagi eftir sprenginguna og er nú einn best þekkti minnisvarðinn um hana. Hún stendur 160 m frá þeim stað sem var beint undir sprengjumiðjunni. Japan myndi vinna stríðið ef við legðum nógu hart að okkur. En ástandið var orðið mjög erfitt árið 1945. Við gátum ekkert lært lengur í skólanum, það var ekkert námsefni til leng- ur og það var enginn matur heldur. Hrís- grjón höfðu alltaf verið uppistaðan í matnum hjá okkur en þau voru nú ófáanleg og aðeins gefin hermönnum. Matur var skammtaður. Fyrst voru hrísgrjónaskammtar en síðan var farið að drýgja þá með sojabaunum. Fólk var líka duglegt við að finna sér villijurtir til að drýgja matarskammtinn og við borðuðum mikið af korni sem í dag er aðeins talið gott í fuglafóður. Ég segi frá þessu nú því ég vil að fólk skilji hvað stríð kostar almenning. Það var almenningur sem þjáðist en við kvörtuð- um ekki og héldum enn í vonina um að Japan myndi vinna stríðið." Þetta var fallegur og heiðskír morgun „Þótt fólk héldi að Hiroshima væri nokkuð örugg kom öðru hvoru upp ótti við sprengju- árás og sumarið 1945 var fjöldi grunnskóla- barna tímabundið íluttur út í sveitirnar í kringum borgina. Fimm frændsystkini mín höfðu þannig verið flutt út í sveit en 5. ágúst komu þau aftur þar sem fólk taldi mestu hættuna yfirstaðna. Þau gistu heima hjá okk- ur og þetta kvöld borðuðum við kvöldmat saman til að halda upp á heimsókn þeirra. Ég man við borðuðum hrísgrjónaskammtinn frá því vikuna á undan. Hvert okkar fékk eina skál af hrísgrjónum og gleði okkar var mikil. Um nóttina flugu margar flugvélar yfir borg- ina og fjórum sinnum komu aðvaranir um að við þyrftum að fara í neðanjarðarskýlin. Það varð því ekki mikið um svefn þessa nótt en fólk var hálfhissa á þessum flugferðum því ekkert var sprengt. Síðasta aðvörunin kom svo klukkan 7.30 um morguninn en henni lauk tíu mínútur í átta og fólk fékk að fara út. Fimm mínútur yfir átta lagði ég af stað í vinnuna á símstöðina með nestið sem mamma hafði útbúið handa mér.“ „Þetta var fallegur og heiðskír morgunn, man ég. Þegar ég var um það bil hálfnuð í vinnuna heyrði ég í flugvél og leit upp. Ég bar hægri höndina upp að augum mér til að sjá betur. Þá sá ég skært ljós yfir höfði mér og skæra bláa og gula liti og ég man ég hugs- aði: „En fallegir litir.“ Um leið fannst mér eins og andlitið á mér væri að-blása upp en sá ekki að sprengja hefði fallið neins staðar ► Þegar vísindi og ástríða fara saman BMW 3-línan Þu hofurhortt droymandi á Þorman bil áður. Pcrsónuteiki hans er ómótstæðitegur, svo fullkominn, svo ólíkur ölíum öðrum sem þú hefur kyrmst. Árangur þrotlausrar vinnu vlslndamanna og færustu hönnuða sem hafa náð að tvinna saman visindi og ástríðu á einstakan hátt BMW 316 kostar frá 2.450.000 kr. wiMbUft

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.