Morgunblaðið - 24.10.1999, Síða 24

Morgunblaðið - 24.10.1999, Síða 24
24 SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ svo ég hugsaði með mér: Sprengjan hefur lent á mér, bara mér. Mér varð hugsað til móður minnar og ég hugsaði að nú sæi ég hana ekki aftur, ég myndi deyja hér. Þá allt í einu varð kröftug sprenging, ég feyktist upp í loftið langar leiðir og þar sem ég féll steyptist steinn yfír mig. Þessi steinn bjargaði lífi mínu. Ef ég hefði lent undir tré hefði ég brunnið til bana því þau hús og tré sem enn voru uppistandandi stóðu í björtu báli allt í kringum mig, allt var í algerri eyðileggingu. Ég lá þarna meðvitundarlaus en þegar ég rankaði aftur við mér heyrði ég allt í kringum mig fólk að hrópa og kalla: Hjálpið mér, hjálpið mér, ég verð að fá vatn að drekka. Ég byrjaði líka að hrópa: hjálpið mér, hjálpið mér, en enginn kom. Allt í kringum mig voru tré og hús í ljósum logum, fólk öskraði en enginn kom til hjálpar." Gengið gegnum helvíti Michiko vai- stödd aðeins 800 metrum frá þeim stað þar sem sprengjan sprakk. Lýsing- ar annarra sem lifðu af eru mikið tÚ þær sömu. Fólk sá ljósglampa og nokkrum sek- úndum síðar varð gífurleg sprenging. Fólk brann ægilega og var síðan feykt langar leiðir í sprengingunni. Hús hrundu og rúður splundruðust. Þá tóku við miklir eldar sem brenndu það sem eftir hafði staðið. Svepp- laga ský sást rísa yfír Hiroshima og úr „stöngli“ skýsins fór að falla svört rigning sem skildi eftir dökkar skellur á fólki sem ekki var hægt að þvo af. „Móðir mín fór út að leita mín strax og sprengjan sprakk,“ segir Michiko, „og hún fann mig þar sem ég lá undir þessum steini. Hún hafði getað reiknað út nokkum veginn hversu langt ég hafði gengið á þessum 10 mínútum frá því að ég fór út og þangað til sprengjan sprakk. Ég heyrði mömmu grát- biðja hermenn sem þaraa voru að hjálpa sér að bjarga mér, en þeir hrópuðu bara: Forð- aðu þér, forðaðu þér. Henni tókst svo að losa mig án þess að fá neina hjálp. Við gengum í gegnum eyðilegginguna, allt í kringum mig var fólk að hrópa á hjálp en ég gat ekkert gert. Hiroshima var eins og helvíti. Ég gerði mér ekki grein fyrir því hversu brennd ég var, andlitið var útblásið, brennt og af- skræmt, skinnið var bráðið og hékk niður af handleggjunum og andlitinu á mér, hárið var farið af. Móðir mín sagði ekkert um ástand mitt en skipaði mér að halda upp í fjöllin því hún varð að fara aftur heim þar sem húsið okkar hafði staðið til að huga að frændsystk- inum mínum.“ Af frásögnum þeirra sem lifðu þennan dag getur maður ráðið að margir hafa fengið þá sömu hugmynd að hörfa upp í hæðirnar í leit að skjóli. Þeir sem höfðu krafta til leituðu ást- vina sinna. Fólk úr sveitunum í kring hélt margt strax inn í Hiroshima til að huga að ættingjum sínum þar. I mörgum þorpum voru settir a fót litlir leitarhópar sem héldu inn í Hiroshima til að hjálpa til. Allir lýsa sömu sjóninni: fólk lá eins og hráviði um allt, svart af bruna, án útlima, skinnið í tætlum ut- an á því. Lítil böra lágu öskrandi í fangi lát- inna mæðra sinna. Aðrir gengu um eins og vofur, skaðbrenndir, skinnið farið af eða hangandi niður af líkamanum. Sumir segja að angistarópin hafi verið svo ægileg að þau líkt- ust ekki mennskum hljóðum. Þetta var sjónin sem mætti Michiko þegar hún staulaðist alein út úr borginni á leið upp í Hijiyama hæðir. „Ég gekk af stað í átt að fjöllunum. Ailt í kringum mig var brennt, slasað og dáið fólk. Ég sá fólk með innyflin hangandi út úr kviðn- um. Hvergi var heilbrigða mannveru að sjá. A leiðinni þar sem ég gekk yfir eina af brún- um í Hiroshima hitti ég vinkonu mína. Ég kallaði til hennar en hún svaraði engu fyir en ég var búin að kalla fjórum sinnum. Hún þekkti mig ekki vegna þess hve útblásið og brennt andlit mitt var og það var aðeins þá að ég uppgötvaði að andlit mitt var svo bólgið að nefið sást ekki. Allsstaðar var albrennt fólk, grátbiðjandi um vatn og þegar það sá ána stökk það í hana. En allir þeir sem fengu sér vatn að drekka þar dóu strax. Vinkona mín stökk út í og hún dó samstundis. Líkin hrönn- uðust upp í ánni og flutu hægt burt.“ Þegar Michiko kom upp í hæðiraar var þar komið fólk að sinna þeim slösuðu. Þeim sem ekki sýndu lífsmark var hent í sérstakan haug. Michiko segir: „Ég tautaði í sífellu: Mamma, mamma, hjálpaðu mér, hjálpaðu mér“ því ég vildi ekki lenda í þessum haug. Móðir mín kom seinna þennan dag og bjarg- aði mér í annað sinn. Hún hafði farið heim til okkar en húsið var ekki lengur þar og frændsystkini mín fimm horfin. Þau fundust aldrei." Að vera „hibakusha" Það liðu nokkrar vikur áður en fólk í Hiros- hima vissi hvað það var sem gerst hafði þó svo japönsk yfirvöld hefðu vitað samdægurs að um kjarnorkusprengju var að ræða, eða daginn eftir. Fólk átti bágt með að ímynda sér hvaða vopn gat skilið eftir sig þvílíka eyðileggingu. Það sem gerðist vikurnar á eft- ir hræddi fólk enn meira. Margir þeirra sem orðið höfðu fyrir áverkum og virtust á bata- vegi veiktust skyndilega og dóu. Aðrir sem ekki höfðu verið nálægt sprengjunni þegar hún sprakk en farið inn í borgina að leita ætt- ingja eða bjóða fram hjálp sína veiktust fljót- lega með sömu einkennum, uppgangi, niður- gangi, hárlosi, lystarleysi, innvortis blæðing- um, tannmissi og fjólubláum blettum á húð- inni. Enduðu þessi veikindi oftast í skjótum dauða. Jafnvel þeir sem huguðu að hinum slösuðu sem komist höfðu aðeins út fyrir bæ- inn veiktust og dóu mjög skyndilega. Það var ekki fyrr en nokkrum vikum síðar að ljóst var að þarna var um geislaveiki að ræða. Enn önnur einkenni, ofvöxtur í örum, hvítblæði og ýmsar tegundir krabbameins, komu síðan í ljós nokkrum árum síðar, og var tíðni hvít- blæðis sem mest á árunum 1950-52. Það að einkennin voru að koma í ljós á svo löngum tíma ýtti undir þá hræðslu sem tengd var kjarnorkusprengjunni og afleiðingum henn- ar, bæði meðal fórnarlambanna sjálfra og annarra íbúa Hiroshima. Fórnarlömb sprengjunnar lifðu í stöðugum ótta við frekari veikindi. Vitað er að mörg þeirra frömdu sjálfsmorð þegar þau síðar fengu krabbamein sem rekja mátti til sprengjunnar. Sumir sögðu að þeir vildu ekki að sprengjan réði dauða þeiiTa eins og hún hafði ráðið lífi þeirra og því kysu þeir frekar að enda líf sitt sjálfir. Mæður lýsa því að á meðgöngu hafi þær verið frávita af ótta um að börn sín fæddust vansköpuð. Eitt af augljósustu merkjum sprengjunnar voru brunaörin. Þessi ör urðu oft óeðlilega þykk, gul a lit og afskræmdu fólk. Þeir sem báru þau voru auðþekkjanlegir sem fórnar- lömb sprengjunnar. „Hibakusha" urðu öðrum óþægileg áminning um hörmungarnar. Þau minntu á dauðann. „Hibakusha" mættu mikl- um fordómum. Fáir vildu ráða þetta fólk í vinnu og óttinn við geislaveikina varð til þess að þeir sem báru brunaör giftust oft ekki þar sem fólk óttaðist að börn þeirra kynnu að bera fæðingargalla. Michiko giftist aldrei. „Ég var illa brennd, andlitið afskræmt og handleggimir illa brunnir, og ég gekk alltaf í fötum með löngum ermum til að fela sárin. Fólk hélt sig geta smitast og vildi ekki koma nálægt mér. Því varð illt af að horfa á mig. Ég var eins og útskúfuð í mínu eigin þjóðfé- lagi. Ég bjó ein með móður minni og vann fyrir okkur báðum þannig að við höfðum í okkur og á, en það voru engir peningar til að komast á spítala eða fá neina hjálp með brunasárin og örin. Ég var mjög reið og bit- ur. Ég reyndi eins og ég gat að gleyma þess- um skelfilega degi og gat ekki talað um hann. Mér fannst skömm að því að ég lifði en allt þetta fólk dó á svo hræðilegan hátt.“ Eftirköstin frá Hiroshima „Árið 1955 stóðu amerískir kvekarar fyrir því að mér ásamt hópi af öðrum stúlkum á mínum aldri sem brunnið höfðu illa, var boðið til Bandaríkjanna í læknismeðferð. Ég var full af reiði og hatri út í Bandaríkin en kvekararnir voru öðruvísi en ég hafði ímynd- að mér Bandaríkjamenn. Þeir vora á móti stríði og báðust afsökunar á því að land þeirra skyldi hafa varpað kjarnorkusprengj- um á Hiroshima og Nagasaki. Ég fór til New York þar sem mér var boðin ókeypis læknis- aðstoð á Mt. Sinai spítalanum sem er í eigu gyðinga. Ég var í New York í 18 mánuði þar sem gerðar voru aðgerðir á andliti mínu.“ Þessi ferð átti þó eftir að sýna þá tog- streitu sem finna mátti á meðal „hibakusha". Við heimkomuna voru stúlkuraar gagnrýnd- ar fyrir að fá of mikla athygli í Bandaríkjun- um og vera orðnar of litaðar amerískri menn- ingu. Þessi viðbrögð voru ekki einstök og sýndu það hversu víðtæk eftirköst sprengj- unnar voru. Fræðimenn sem unnið hafa með „hibakusha" segja að það að vera fórnarlamb kjarnorkusprengjunnar hafi orðið uppistaðan í sjálfsmynd þessa fólks. Þau hötuðu þessa sjálfsmynd en vora þó mjög upptekin af henni. Þau vildu ekki vera fórnarlömb en höfðu samt þörf fyrir hjálp og athygli, og því urðu viðbrögðin oft sterk þegar einhverjir innan þessa hóps fengu sérstaka athygli. Sa- dako varð fræg sem „Anna Frank Hiros- hima“, svo mjög að sumum fórnarlambanna þótti nóg um og ásökuðu foreldra hennar um að hafa hagnast á dauða hennar. Svo fór að foreldrar Sadako fluttu burt frá Hiroshima. Michiko heldur áfram: „Þegar ég kom aft- ur til Japans árið 1956 var móðir mín orðin veik. Þegar hún dó svo fyrir 21 ári síðan komst ég að því að hún hafði særst alvarlega í sprengingunni. Við útförina, þegar líkami hennar var brenndur, fannst mikið af gler- brotum meðal beinanna sem hafa skorist inn í líkama hennar þegar rúður splundruðust í kjarnorkusprengingunni. En aldrei, aldrei sagði hún mér frá því. Það, að hún skyldi hafa dulið mig þessum áverkum til að hlífa mér, varð til þess að ég ákvað að ég yrði að fara að tala um sprengjuna. Ég get auðveldlega talað um þetta núna, en meðan móðir mín lifði gat ég ekki talað um það sem gerðist þennan dag. En nú get ég sagt frá öllu því sem gerðist. Kvekaramir í Bandaríkjunum hjálpuðu mér líka að komast að þeirri niðurstöðu að ég yrði að segja frá því sem gerðist til að leggja mitt á vogarskálarnar til að kjamorkuvopn yrðu aldrei notuð aftur.“ Það var því ekki fyrr en 1978 að Michiko fór að tala opinberlega um kjarnorkusprengj- una. Nú talar hún við fjölda fólks á ári hverju í Japan og erlendis um stríðið, um það sem gerðist 6. ágúst 1945, um það sem á eftir fylgdi. „Ég vil segja eins mörgum frá minni lífsreynslu og ég get því ég held að þetta sé mikilvæg saga. Ég vil að fólk gleymi ekki ógn kjarnorkuvopna og vinni markvisst að eyð- ingu þeirra og að friði í heiminum," segir hún. Michiko er ein af þeim fáu fórnarlömbum kjarnorkusprengjunnar sem tóku þá ákvörð- un ad tala opinberlega um reynslu sína. Þessi hópur fólks lýsir því að með því að miðla reynslu sinni vilji þau reyna að stuðla að því að þjáningar þeÚTa og dauði annarra verði til einhvers góðs. Þau vilja frið í heiminum og eyðingu kjarnorkuvopna. Ekki hefur þeim orðið að ósk sinni. Mörg ríki heims byggja landvarnir sínar á kjamorkuvopnum. Fyrir skemmstu bættust Indland og Pakistan við í hóp kjarnorkuvelda. Því má reyndar halda fram að reynslan af kjamorkusprengingunum í Hiroshima og Nagasaki, og lýsingar fóraarlamba þeirra á hörmungunum, hafi komið í veg fyrir að kjarnorkuvopn hafi verið notuð aftur, að fórnarlömbin hafi lagt sitt á vogarskálarnar til þess að stöðva notkun kjarnorkuvopna. Á móti má þó segja að lýsingar fórnarlambanna hafi líka aukið fælingarmátt kjarnorkuvopna og því gert þau enn fýsilegri kost til land- varna í augum stjórnvalda ákveðinna ríkja. Meirihluti þeirra sem lentu í kjarnorku- sprengjunni í Hiroshima hefur aldrei viljað tala um reynslu sína opinberlega. Fræðimenn sem unnið hafa með þessu fólki lýsa því að margt af því hafi verið reitt og biturt allt sitt líf. Sumt hefur óskað sér einskis frekai' en að allur heimurinn lenti í kjarnorkustríði. Að- eins þannig gætu aðrir skilið reynslu þess. Michiko telur samt mikilvægt að halda áfram að segja frá reynslu sinni og að vekja almenning til umhugsunar um stríð, stríðs- rekstur og kjarnorkuvopn. Hún segir við okkur að skilnaði: „Dóttir ykkar er aðeins sex ára og því ekki nema von að hún trúi varla myndunum af hörmungunum sem dundu yfir Hiroshima með kjarnorkusprengjunni. En ég bið ykkur, segið henni frá þessu.“ Heimildir: Bird, K og L. Lifschultz (eds.) (1998) Hiroshima’s Shadows. The Pamphleteer’s Press: Stony Creek, Connecticut. Ibuse, Masuji (1969) Black Rain. Tókýó: Kodansha International Ltd. Lifton, R.J. (1967) Death in Life. New York: Random House. Yoneyama, Lisa (1999) Hiroshima Traces: Time, Space and the Dialectics of Memory. Berkeley: University of California Press. Hiroshima Peace Memorial. Kynningarbæklingur frá Friðarsafninu, Hiroshima. Myndbandsfrásagnir fórnarlamba kjarnorkusprengj- unnar í Hiroshima. Friðarsafnið, Hiroshima. Arwir Árnason er mannfræðingur og stundar mí rannsókn á dauðanum og sorginni i Japan. Hulda Þóra Sveinsdóttir er stjórnmálafræðing- ur og vinnur að doktorsrannsókn á ihaldsflokk- unum i Japan.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.