Morgunblaðið - 29.10.1999, Síða 2

Morgunblaðið - 29.10.1999, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Umfangsmikilli leit á Ytriflóa Mývatns lauk um miðjan dag í gær Hátt í 200 manns komu að leitinni LÍK mannanna tveggja sem leitað var í Mývatni í gær fundust í gær- dag skammt hvort frá öðru og ná- lægt þeim stað þar sem bátur mannanna þriggja, sem fórust á þriðjudagskvöldið, fannst. Lík mannsins sem fannst aðfaranótt miðvikudags hafði hins vegar rekið nokkuð frá þeim stað þar sem bát- urinn fannst. Kafarar fundu lík annars mannsins sem enn var saknað um klukkan tíu í gærmorgun og lík þriðja mannsins fannst síðan um klukkan hálffjögur í gærdag. Erfið leit Umfangsmikilli leit var haldið áfram af fullum krafti strax í birt- ingu upp úr klukkan átta í gær- morgun. Hópur kafara leitaði í vatninu og voru fjörur gengnar. Tóku tugir manna þátt í leitar störfunum í gær. Leitarskilyrði hafa verið erfið allt frá því að leit hófst á þriðjudagskvöldið þegar í ljós kom að mannanna væri sakn- að eftir að 15 feta trébátur, sem þeir voru að vinna á, sökk í mjög slæmu veðri. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar á Húsavík höfðu þó að- stæður til leitar batnað nokkuð í gær, veður var mildara og grugg farið að setjast til í vatninu. Mikill kuldi í vatninu gerði köfurum þó erfitt fýrir en hitastig vatnsins er aðeins ein gráða og átti til að frjósa í búnaði þeirra. Um tíma var í athugun að senda þyrlu Landhelgisgæslunnar norð- ur en frá því var horfið. Sam- kvæmt upplýsingum lögreglunnar er talið að alls hafi hátt í 200 manns tekið þátt í leitarstörfum frá því björgunarstörf hófust á þriðjudagskvöldið og þar til leit- inni lauk um miðjan dag í gær. Auk heimamanna tók fjöldi björg- unarsveitarmanna víðsvegar að af landinu þátt í leitinni. Einnig voru sérþjálfaðir leitarhundar notaðir við leitina. Maðurinn sem fannst fyrst var í björgunarvesti en hinir mennirnir voru ekki í björgunarvestum eða flotgöllum. „Okkar bestu og reyndustu menn“ Ólafur Stephensen, forstöðu- maður upplýsinga- og kynningar- mála Landssímans, segir að marg- ir starfsmanna Landssímans séu í áhættusömum störfum. „Við höfum lagt mikla áherslu á öryggismálin og höfum talið að þau væru í góðu lagi. I framhaldi af þessu slysi hlýtur að koma til rannsóknar á vegum lögreglu og Vinnueftirlitsins. Þegar þær niður- stöður liggja fyrir munum við að sjálfsögðu, eins og alltaf er eðlilegt að gera í framhaldi af hörmulegu slysi eins og þessu, taka okkar ör- yggismál til skoðunar og athuga hvort einhvers staðar sé hægt að gera betur. Morgunblaðið/Kristján Kafarar og aðrir björgunarmenn stíga á land eftir að lík þriðja mannsins var fundið. Kafarar áttu mjög erfitt um vik þar sem hitastig vatnsins er aðeins ein gráða og átti til að frjósa í búnaði þeirra. _ /%■ * Bræðurnir Jón og Þorsteinn Hjaltasynir voru við leit á kajökum sínum á Mývatni í gærmorgun. Að sögn Þorsteins voru aðstæður erfíðar en þeir fóru með ströndinni, þar sem ískrap var hnausþykkt og harðfrosið. Ég vil leggja áherslu á að þetta voru okkar bestu og reyndustu menn. Við höfum aldrei haft og höfum ekki í tengslum við þetta hörmulega slys neina ástæðu til að efast um þeirra dómgreind eða færni til að meta aðstæður," sagði hann. Aðstandendur mannanna sem fórust hafa óskað eftir því að kom- ið verði á framfæri kærum þökk- um til allra þeirra sem tóku þátt í leitinni að mönnunum þremur og annarra þeirra sem komu að björgunarstörfunum við hinar erf- iðustu aðstæður. Mennirnir sem fórust á Mývatni BÖÐVAR Björgvinsson, síma- verkstjóri hjá Landssíma Islands hf., til heimilis að Jöldugróf 22, Reykjavík. Böðvar fæddist árið 1942. Hann lætur eftir sig eigin- konu og fimm uppkomin böm. JÓN Kjartansson, símaverkstjóri hjá Landssíma Islands hf., til heimilis að Litlagerði 2 á Húsavík. Jón var fæddur árið 1945. Hann lætur eftir sig eiginkonu og fjögur uppkomin böm. SIGURGEIR Stefánsson, starfs- maður Kísiliðjunnar í Mývatns- sveit. Sigurgeh- bjó í foreldrahús- um að Ytri-Neslöndum í Mývatns- sveit. Hann var 37 ára gamall og ókvæntur. Fjöldi fyrirspurna um hlaupárið FYRIRSPURNUM um hvort á næsta ári sé hlaupár eða ekki rignir yfír Þorstein Sæmundsson, stjörnufræðing á Raunvísinda- stofnun Háskóla Islands og um- sjónarmann Almanaks Háskól- ans. „Það er hringt útaf þessu á hveijum einasta degi og stundum oft á dag. Svona hefur þetta ver- ið allt þetta ár,“ segir Þorsteinn í samtali við Morgunblaðið. Reglan er sú að hlaupár er fjórða hvert ár, en aldamótaár eru undanskilin. Þorsteinn segir að greinilegt sé að fólk hafi heyrt þetta og hringi til að spyija hvort það hafi orðið mis- tök við gerð almanaksins, því það gefur til kynna að hlaupár sé árið 2000. Þarna hafa alls ekki orðið mistök, bendir Þor- steinn á, þar sem önnur regla segir að fjórða hvert aldamóta- ár er ekki undanskilið reglunni um hlaupár. „Árið 1800 var ekki hlaupár og heldur ekki 1900. Hins vegar er árið 2000 hlaup- ár, ekki 2100, 2200 og 2300 en árið 2400 verður hlaupár. Fjórir þurfa að ganga upp í tvær fyrstu tölurnar í árinu sem þýð- ir að þrjú af hveijum fjórum aldamótaárum eru ekki hlaup- ár,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að umrædd fyrirspurn sé orðin sú algeng- asta sem hringt sé út af í Alman- akið. Hann segist ætla að koma þessum upplýsingum á netsíðu Almanaksins, slóðin þar er www.almanak.hi.is. Þar er einnig að finna aðrar upplýsing- ar um aldamótin sem mikið hef- ur verið rætt um undanfarið, þá sérstaklega um hvort þau séu við upphaf árs árið 2000 eða 2001. ÁFÖSTUDÖGUM Ráðning landsliðsþjálfara í knatt spyrnu skýrist um helgina / C1 •••••••••••••••••••••••••••••• Njarðvíkingar komust í hann krappan í Hveragerði / C2 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.