Morgunblaðið - 29.10.1999, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ráðstefna um fjármál sveitarfélaga
Ekki jafn-
vægi milli
verkefna og
tekjustofna
RIKISVALDIÐ var gagnrýnt nokk-
uð harðlega í umræðum sem fram
fóru á ráðstefnu um fjármál sveitar-
félaga, sem hófst á Hótel Sögu í gær,
en í máli nokkurra sveitarstjórnar-
manna kom fram að þeir teldu vit-
laust gefíð í tengslum við tekjur
sveitarfélaga annars vegar, og þeim
verkefnum sem sveitarfélögunum
væru falin hins vegar. Lögðu sveitar-
stjórnarmenn áherslu á að nefnd rík-
is og sveitarfélaga endurskoðaði
tekjustofna sveitarfélaganna með
það að markmiði að efla og breikka
tekjustofna þeirra.
I framsöguerindi sínu sagði Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson, foi-maður
Sambands íslenskra sveitarfélaga,
að breytingar, sem undanfarin ár
hafa verið gerðar á tekjustofnakerfi
i'íkisins, hefðu sumar hverjar veikt
tekjustofna sveitarfélaga, svo sem
breytingar á skattalögum.
Tvær meginskýringar væru hins
vegar á aukinni skuldasöfnun
margra sveitarfélaga. I fyrsta lagi
hefði kostnaður þeirra vegna fram-
kvæmda og aukinnar þjónustu í um-
hverfismálum aukist verulega á síð-
asta áratug, án þess að sveitarfélög-
in hefðu fengið sérstaka eða tiltekna
viðbótartekjustofna til að sinna þess-
um auknu verkefnum eins og þau t.d.
fengu við yfirfærslu alls reksturs
grunnskólans frá ríkinu.
Hin skýringin á vanda sveitarfé-
laganna væri sú að mörg sveitarfélög
hefðu í þeim tilgangi að efla þjónustu
við íbúa sína, m.a. fjármagnað marg-
vísleg þjónustumannvirki og aðrar
mikilvægar framkvæmdir að hluta til
með lánsfé sem síðan leiddi til aukins
rekstrar- og fjármagnskostnaðar.
Vilhjálmur sagði að við endur-
skoðun á tekjustofnum sveitarfélaga
væri mikilvægt að ástæður aukinnar
skuldasöfnunar yrðu kannaðar ræki-
lega og lagt hlutlægt mat á það hvort
núverandi tekjustofnar væru í sam-
ræmi við skyldur þeirra skv. lögum
og reglugerðum. Sagði hann margt
benda til að svo væri ekki og að finna
þyrfti leiðir til að styrkja og breikka
tekjustofnakerfi sveitarfélaganna.
Ráðherrar hvöttu
til aðhalds
Jón Kristjánsson, formaður fjár-
laganefndar Alþingis og formaður
endurskoðunarnefndar tekjustofna-
laga, rakti í stuttu máli vinnu þeirrar
samráðsnefndar ríkis og sveitarfé-
laga, sem stofnuð var að beiðni sveit-
arfélaganna, um endurskoðun á
tekjustofnakerfi sveitarfélaga.
Geir H. Haarde fjármálaráðherra
lýsti hins vegar í sinni ræðu von-
brigðum með að fjárhagur sveitarfé-
laga skuli ekki vera í jafn góðu lagi
og fjárhagur ríkisins og hvatti hann
sveitarstjórnir eindregið til aðhalds í
fjármálum. Kom fram í máli hans að
hann teldi sveitarstjórnir ekki geta
firrt sig ábyrgð þegar teknar hefðu
verið ákvarðanir, sem ljóslega væru í
þjóðarþágu, jafnvel þótt þær yllu
sveitarfélögunum tímabundnu tekju-
tapi.
Páll Pétursson félagsmálaráð-
herra tók undir orð fjármálaráð-
herra og hvatti til aðhalds í fjármál-
um. Jafnframt velti hann því fyrir
sér hvort sveitarfélögin hefðu ekki ef
til vill gerst einum of stórhuga í
verkum sínum, t.d. við rekstur
grunnskólans.
Æ erfiðara að láta
enda ná saman
Ríkisvaldið mátti hins vegar þola
harða gagnrýni af hálfu þeirra sveit-
arstjórnarmanna, sem til máls tóku
að loknum framsöguerindum. Meðal
annars sagði Arni Þór Sigurðsson,
sveitastjórnarmaður úr Reykjavík,
rangt að halda því fram að orsök
Morgunblaðið/Golli
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, setti ráðstefnuna í gær.
þess að sveitarfélögin væru rekin
með halla, á sama tíma og ríkissjóð-
ur skilaði afgangi, væri sú að ríkið
væri miklum mun betur rekið.
„Ég held það sé einfaldlega vit-
laust gefið í tekjum annars vegar og
verkefnum hins vegar milli ríkis og
sveitarfélaga og þróunin undanfarin
ár hlýtur að ýta undir þá skoðun að
þar sé meinið sem við er að etja, það
sé einfaldlega vitlaust gefið,“ sagði
Arni Þór.
Sveinn Kristinsson, sveitastjórn-
armaður frá Akranesi, benti á að
hlutverk sveitarstjórna hefði breyst
gífurlega á síðustu árum og væri nú
mun meira umleikis en áður. Þegar
rætt væri um verkaskiptingu milli
ríkis og sveitai-félaga hallaði hins
vegar ætíð á sveitarstjórnir, ríkis-
sjóður snéri á sveitarfélögin í fjár-
málum og á þvi yrði að verða breyt-
ing ef samstarf þeirra ætti að standa
undii' nafni.
Sigríður Gróa Kristjánsdóttir,
sem einnig kemur frá Akranesi, tók
undir þau orð að æ erfiðara yrði fyr-
ir sveitarstjórnir að láta enda ná
saman en óþolandi væri í því sam-
hengi að heyra ráðamenn ríkisins
segja sveitarstjórnarmönnum að
spara og draga úr útgjöldum.
Páll Pétursson félagsmálaráðherra
Alþingi setji lög
sem banna
hópuppsagnir
ÞAÐ er mat Páls Péturssonar fé-
lagsmálaráðherra að óhjákvæmi-
legt sé að Alþingi grípi til laga-
setningar í kjölfar úrskurðar Fé-
lagsdóms í leikskólamálinu á Sel-
fossi þannig að hópuppsagnir verði
tvímælalaust ólöglegar hjá þeim
sem taka laun skv. lögum um
kjarasamninga opinberra starfs-
manna. Þetta kom fi-am í ávarpi
sem Páll flutti á ráðstefnu um fjár-
mál sveitarfélaga sem hófst á
Hótel Sögu í gær.
Hæstiréttur sýknar föður af ákæru um kynferðislega misnotkun
Neitaði ákæruatriðum en
viðurkenndi gægiufíkn
HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað
mann af ákæru um kynferðislega
misnotkun á dóttur sinni þegar hún
var á aldrinum 9-16 ára, en hún er
nú tvítug. í héraði hafði maðurinn
verið dæmdur til fjögurra ára fang-
elsisvistar, en Hæstiréttur segir að
ákæruvaldinu hafi ekki tekist að
færa fram vafalausa sönnun um brot
hans, gegn eindreginni neitun hans.
Maðurinn viðurkenndi hins vegar að
vera haldinn gægjufíkn og að hann
hafi leitað útrásar við þeirri fíkn með
því að horfa á dóttur sína sofandi.
Dóttirin hélt því fram að faðir
hennar hefði alla hennar æsku, eða
svo langt sem hana rak minni til,
beitt hana grófri kynferðislegri mis-
notkun. Hann hafi t.d. nuddað kyn-
færum sínum upp við hana og strok-
ið henni um leið, en er á æsku henn-
ar leið neytt hana til að hafa við hann
munnmök og síðar að hafa við hann
samfarir. Þessu hafi ekki lokið fyrr
en hún var á 16. ári, þegar foreldrar
hennar skildu í kjölfar þess að hún
skýrði frá misnotkuninni.
Maðurinn neitaði alfarið að hafa
gerst sekur um þetta athæfi. Hann
kannaðist hins vegar við að hafa
komið inn í herbergi dóttur sinnar að
nóttu til, þrisvar til fimm sinnum,
líklega á árunum 1990-1994 og verið
á gægjum augnablik í hvert sinn.
Hann hafi yfirleitt staðið í dyragætt-
inni en nokkrum sinnum, örsjaldan,
fai'ið augnablik inn í herbergið og
strax út aftur. Fyrir hafi komið að
hann fór inn og lyfti sængurhorni af
fótleggjum stúlkunnar en snerti
hana aldrei. Hafi hann ekki vitað
betur en að hún svæfi. Þessar heim-
sóknir hafi tengst kynferðislegum
hugsunum hans.
Maðurinn kvaðst telja líklegast að
dóttir hans hefði kært hann þar sem
hún hafi ákveðið að taka sér stöðu
við hlið móður sinnar í deilum þeirra
foreldranna út af yngri systur henn-
ar, sem hann vildi fá að umgangast
eftir skilnað þeirra 1996.
Langt um liðið frá
ætluðum brotum
f dómi Hæstaréttar segir að þrátt
fyrir ákvæði laga um mat á sönnun-
argildi munnlegs framburðar fyrir
héraðsdómi yrði Hæstiréttur að
meta, hvort fram væri komin nægi-
leg sönnun, sem ekki verði vefengd
með skynsamlegum rökum. Til þess
yrði meðal annars að líta, að langt sé
um liðið frá ætluðum brotum
mannsins og því örðugt um sönnun-
arfærslu. Dóttirin hafi ekki borið
fram kæru á hendur föður sínum
fyrr en í febrúar 1997 eða tæpum
tveimur árum eftir að athæfi hans
eigi að hafa lokið.
Tveir af fimm skiluðu
sératkvæði
Þá segir Hæstiréttur: „Þegar litið
er til alls þess, sem fram er komið í
málinu, verður ekki fallist á, að
ákæruvaldinu hafi tekist, gegn ein-
dreginni neitun ákærða, að færa
fram vafalausa sönnun um sekt hans
samkvæmt þeirri verknaðarlýsingu,
sem fram kemur í ákæru. Eins og
hún er úr garði gerð getur ekki til
þess komið, að öðrum refsiákvæðum
verði beitt um þá framkomu ákærða
gagnvart dóttur sinni, sem hann hef-
ur þó gengist við. Samkvæmt þessu
verður ákærði sýknaður af kröfum
ákæruvaldsins."
Hæstaréttardómararnir Pétur Kr.
Hafstein, Garðar Gíslason, Guðrún
Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson
og Hjörtur Torfason kváðu upp dóm-
inn. Garðar og Hjörtur skiluðu sérat-
kvæði og töldu að framburður ann-
arra en feðginanna varpaði ljósi á
frásagnir þeirra. Vísuðu þeir m.a. til
þess, að tvær ungar stúlkui', önnur
frænka dótturinnar og hin vinkona
hennar, hafi báðar borið að hann hafi
káfað eða reynt að káfa á líkama
þeirra, þar sem þær höfðu lagst til
svefns.
„Þótt ákærði mótmæli frásögnum
stúlknanna að þessu leyti veita þær
auknar líkur fyrir því, að samskipti
hans við dóttur sína hafi ekki verið
einskorðuð við gægjur, eins og hann
sjálfur segir, heldur hafi einnig kom-
ið til líkamlegrar snertingar milli
þeirra,“ segir m.a. í sératkvæði Garð-
ars og Hjartar, sem vildu staðfesta
niðurstöðu héraðsdóms um fjögurra
ára fangelsisdóm yfir manninum.
Páll sagði í ávarpinu að sér væri
ljóst að kostnaðarauki sveitarfé-
laga væri m.a. vegna mikillar
launahækkunar grunnskóla- og
leikskólakennara sem sums staðar
hefði verið knúin fram með óeðli-
legum hætti, svo sem með hóp-
uppsögnum. Sagði Páll að þetta
leiddi hugann að skyldum lög-
gjafans.
„Eftir dóm Félagsdóms í leik-
skólamálinu á Selfossi virðist alveg
óhjákvæmileg skylda ríkisstjórnar
og Alþingis að grípa til lagasetn-
ingar þannig að hópuppsagnir
verði tvímælalaust ólöglegar hjá
þeim sem taka laun samkvæmt
lögum um kjarasamninga opin-
berra starfsmanna eins og hóp-
uppsagnir eru annars staðar á
vinnumarkaði," sagði Páll. „Það er
alveg ófært að sömu leikreglur
gildi ekki alls staðar á vinnumark-
aði og að sumir komist upp með að
virða ekki gerða samninga,“ bætti
hann við.
í setningarræðu sinni á ráð-
stefnunni í gær hafði Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson, formaður Sambands
íslenskra sveitarfélaga, gagnrýnt
grunnskólakennara harðlega fyrir
að hafa haldið áfram kjarabaráttu
sinni þrátt fyrir gildandi samn-
inga. Með því hefðu þeir rofið þá
friðarskyldu sem bæri að virða á
vinnumarkaði þegar samningar
eru í gildi. Bætti Vilhjálmur því við
að dómurinn í máli Launanefndar
sveitarfélaga f.h. Árborgar gegn
Félagi íslenskra leikskólakennara
sýndi svo ekki yrði um villst að
tvær lagareglur væru í gildi á ís-
lenskum vinnumarkaði hvað varð-
aði grundvallarþætti eins og hóp-
uppsagnir og friðarskyldu.
„Slíkt getur einfaldlega ekki
gengið. Það verður að samræma
þessar reglur. Launanefnd sveit-
arfélaga hefur óskað eftir sam-
vinnu við stjórn sambandsins um
að knýja á um að Alþingi breyti
gildandi lögum hvað þessa þætti
varðar með það að markmiði að ein
lög gildi um slíka grundvallarþætti
á vinnumarkaði."