Morgunblaðið - 29.10.1999, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 29.10.1999, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1999_____________________________________________________MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lítið hlaup í Múlakvísl Dræm aðsókn í skipstjórnarnám kemur ekki á óvart A sér skýringar í breytingum á náminu Morgunblaðið/RAX Hugsanlega á dræm aðsókn í skipstjórnarnám sér ástæður í breytingum sem nýlega voru gerðar á náminu. GUÐJÓN A. Kristjánsson, formaður Fai-manna- og fiskimannasambands íslands, segir að dræm aðsókn að námi á sjávarútvegsbraut, sem boðið er upp á á sjö stöðum á landinu og greint var frá í Morgunblaðinu fyrr í vikunni, komi sér ekki á óvart. Björn Bjarnason menntamálaráðherra bendii- einnig á að breytingar á nám- inu þuríi tíma til að ávinna sér sess. Morgunblaðið gi'eindi frá dræmri aðsókn í nám á sjávarútvegsbraut, sem er tveggja ára undirbúningsnám fyrir skipstjórnarnám, fyrr í vikunni. Skipstjórnarnámi var breytt fyrir tveimur árum með þeim hætti að nemendur sem innritast í skipstjórn- arnám taka tveggja ára undirbún- ingsnám á svokallaðri sjávarútvegs- braut. Að henni lokinni geta þeir haf- ið skipstjórnarnám sem tekur þrjú ár, fyrir þá sem vilja full skipstjóm- arréttindi. í Morgunblaðsgreininni kom fram að eftir að breytingarnar voru gerð- ar hefði aðsókn í nám á sjávarút- vegsbraut verið dræm, og að sömu- leiðis væri ekki útlit fyrir að neinn skipstjórnarmenntaður nemandi myndi útskrifast á þessu ári. Guðjón A. Kristjánsson gagnrýnir í samtali við Morgunblaðið áhyggjur manna af dræmri aðsókn og segir að það hafi alltaf verið ljóst að með þessum skipulagsbreytingum á nám- inu kæmi upp millibilsástand þar sem nemendur væru að útskrifast úr gamla kerfinu á sama tíma og engir nýir væru að koma inn. Hissa á viðbrögðum manna „Ég er hissa á að þetta skuli koma mönnum á óvart. Það lá alltaf ljóst fyrir að það yrðu fáir á þessum reynslutíma námsins. Menn þurfa 4 ár til að sjá reynslutíma þess og það er enginn til að svara því nú hvernig þetta nám á sjávarútvegsbraut og nýja skipstjórnarnámið reynist. Ég spái því að eftir 3 ár fari aðsókn í skipstjórnarnám að aukast, þegar menn sjá að áfangakerfið auðveldar mönnum að stunda námið og að námið er opnara en það var,“ segir Guðjón. Guðjón segir að söfnun kvóta á færri hendur, vandi byggðarlaganna í kjölfar þess og samruni sjávarút- vegsfyrirtækja væri ekki jákvætt fyrir sjávarútveginn. Hann segist ekki vera hissa á að unga fólkið lað- ist ekki í greinina eins og ástandið er nú. „Þeir sem eru að selja sig út úr greininni og eru að fara með millj- arða út úr henni, eru að sjálfsögðu ekki að ráðleggja börnum sínum að fara út í hana þegar þeir eru á leið- inni út,“ segir Guðjón. Af hverju er unga fólkið áhugalaust? Björn Bjarnason menntamálaráð- herra segir að umræðan um nám á sjávarútvegssviði sé ekki ný af nál- inni. Mikið hefði verið rætt um upp- setningu þess innan menntamála- ráðuneytisins en líklega þurfi nýja námskráin einhvern tíma til að ávinna sér sess. „Námsbrautin [sjávarútvegs- braut] hefur verið kynnt mjög ræki- lega. Til dæmis hefur verið farið í alla grunnskóla í Reykjavík og þetta kynnt. Námskráin og allt inntakið í náminu var samkomulagsatriði milli menntamálaráðuneytisins og aðila atvinnulífsins þannig að það var mjög góð sátt um námskrána og að fara þessa leið. Svo eru sumir sem telja að það þurfi lengri tíma til að dæma um hvernig til tekst. Ég hef ekki fellt neinn dóm um það og finnst að það þurfi að gefa öllum svona hlutum tíma. Menn hafa líka verið að velta því fyrir sér hvort útgerðin og at- vinnulífið eigi ekki að koma meira _að rekstri skólanna og ég veit að LÍÚ eru að velta slíkum hlutum fyrir sér. Ég ræddi þetta á fundi í síðustu viku fyrir norðan og ég varð var við mik- inn áhuga hjá útvegsmönnum að efla menntun í þessari grein,“ segir Björn Bjarnason menntamálaráð- herra. Björn segist ekki telja að ein- hverju sérstöku sé um að kenna hvað aðsóknin er slök. Spyrja verði unga fólkið hvers vegna það fari ekki í þetta nám. „Frá sjónarhorni menntamálaráðuneytisins þá höfum við og skólarnir allir lagt mikla áherslu á að þetta nám verði kynnt og það er í boði á fleiri stöðum en nokkru sinni fyrr. En við ráðum ekki hvað unga fólkið vill læra, það ákveð- ur það sjálft," segir ráðherra. Aðspurður um hvað sé til ráða segir ráðherra að halda verði áfram kynningu á náminu og sjá hvort það veki ekki áhuga ungs fólks að starfa við það sem snertir okkar undir- stöðuatvinnugrein. „Aðalatriðið er að gefa tækifærin og við erum að bjóða þessi tækifæri í fleiri skólum en nokkru sinni fyrr.“ Áhyggjur formanns Sjómannasambandsins Sævar Gunnarsson, formaður Sjó- mannasambands íslands, kveðst að- spurður hafa áhyggjur af lítilli að- sókn í skipstjórnarnám. „Þetta hrun í aðsókn að þessu námi held ég að sé afleiðing af neikvæðri umræðu um sjávarútveg. Ef það er rétt er það mjög alvarlegt mál fyrir okkur öll. Stýi'imannaskólinn var samt sem áð- ur að gera breytingar á námskerfinu hjá sér og ég er að vona að það sé hluti af skýringunni," segir Sævar. Hann segist ekki vita til þess að umframeftirspurn sé á skipstjórnar- menntuðu fólki, en nú þegar sé um- frameftirspurn eftir vélstjórnar- menntuðu fólki. LÍTIÐ hlaup er nú í Múlakvísl sem kemur undan Kötlujökli. Aukin raf- leiðni fór að mælast í ánni á mánu- dag en nokkuð dró úr henni aftur á þriðjudag og miðvikudag. I gær- morgun var farið að vaxa í ánni aftur og rafleiðni jókst á ný, en það bendir til aukins leka jarðhitavatns í ána. Sverrir Elefsen hjá Orkustofnun segir að hlaup sem þetta séu ekki óalgeng og lengi hafi verið vitað að jarðhitavatn komi nokkuð reglulega í árnar við Mýrdalsjökul þótt það sé fyrst nú sem nýjustu mælitæki geri vísindamönnum kleift að fylgjast með þeim af nákvæmni. Hann segir ekkert hættuástand yfiivofandi en þó þurfi að fylgjast vel með gangi mála. Hann gerh' ráð fyrir að fara austur í Mýrdal í dag. Hlaupið í Múlakvísl kemur í kjöl- far smáhlaups í Jökulsá á Sólheima- sandi um síðustu helgi. Sverrir segir að jarðhitavatn komi oft fram í Múlakvísl eftir hlaup í Jökulsá þótt ekki sé hægt að fullyrða að bein tengsl séu þarna á milli. Samkvæmt mælingu Reynis Ragnarssonar lögreglumanns í Vík í gær var rafleiðni í Múlakvísl svipuð í gær og var á mánudag. ------------------ Útgjöld íslend- inga erlendis 32 milljarðar ÚTLIT er fyrir að ferðaútgjöld ís- lendinga erlendis verði um 32 millj- arðar kr. á þessu ári, skv. Hagvísum Þjóðhagsstofnunar, samanborið við 18,6 milljarða kr. á árinu 1995. Ferðalög Islendinga til annarra landa hafa aukist verulega á seinustu árum. Árið 1995 komu tæplega 163 þúsund íslendingar frá útlöndum en í ár er gert ráð fyrir að þeir verði um 249 þúsund sem samsvarar um 9% meðalaukningu á ári. Einkaneysla íslendinga er talin hafa aukist verulega á þessu ári og jókst velta í atvinnugreinum sem tengjast einkaneyslu um nimlega 6% að magni á milli fyrri helminga áranna 1998 og 1999. Kaupmáttur jókst á sama tíma um rúm 4%. Þá hafa brúttóskuldir einnig vaxið að því er fram kemur í Hagvísum Þjóð- hagsstofnunar. Námu skuldir heimil- anna 443 milljörðum kr. í lok síðasta árs, sem er í'úmlega 107% aukning á föstu verði frá 1990 en rúmlega 81% ef íbúðalánasjóðir eru undanskildir. Yfírlýsing frá stjórn Listaháskóla Islands Hollvinadagar á heilbrigðissviði í Læknagarði Reynt að OPIÐ hús verður á hollvinadögum á heilbrigðissviði í Læknagarði við Vatnsmýrarveg nk. laugardag og sunnudag á vegum Hollvinasam- taka Háskóla Islands. „Við tökum allt það besta og nýjasta í fræðun- um og flytjum út til fólks á manna- máli með bestu kröftum sem völ er á hverju sinni,“ sagði Sigríður Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna. „Yfirskriftin er forvamir, nýr Iífstfll og þarna verða fyrirlesarar sem skara framúr á sínu sviði í dag,“ sagði Sigríður. „Við reynum að höfða til yngra fólks og ungu foreldranna og tökum t.d. fyrir svefnvandamál barna en umræðan um það vandamál hefur aðeins verið að opnast. Eins ungbarna- sund, sem er feikivinnsælt vegna hreyfiþroska og andlegs þroska bama. Dagarnir em fyrir allan al- menning og það kostar ekkert inn.“ Læknaskop Dagskráin á laugardag hefst höfða til ungs fólks með aðalfundi samtakanna en sið- an hefjast fyrirlestrar. Bjarni Jón- asson læknir flytur fyrirlestur um Læknaskop - grfn eða alvara?, Sólveig Þráinsdóttir sjúkraþjálfari talar um hreyfingu sem forvöm og Vilborg Ingólfsdóttir hjúkrunar- fræðingur talar um íslenska heil- brigðisáætlun fram til ársins 2005. Einar Ragnarsson tannlæknir ræð- ir um reykingar og tannheilsu, Sveinn Guðmundsson læknir um blóðgjafa - hetjur nútímans, Ágústa Guðmundsdóttir sjúkra- þjálfari kynnir ungbarnasund, samspil foreldra og barna. Síðdeg- is verður móttaka, þar sem boðið er upp á veitingar frá Mjólkursam- sölunni og mun Ragnhildur Hjalta- dóttir formaður samtakanna ávarpa gesti. Stress eðlilegt? Á sunnudag hefst dagskráin kl. 13 með fyrirlestri Dagmar Jóns- dóttur hjúkrunarfræðings, um tó- bak - löglegt fíkniefni, Guðjón Ax- elsson tannlæknir, talar um breytta tannheilsu fullorðinna Is- lendinga, Elín Ebba Ásmundsdótt- ir ræðir um iðjuhjólið, og Margrét Blöndal hjúkranarfræðingur spyr hvort ekki sé eðlilegt að vera stressaður. Ama Skúladóttir hjúkmnarfræðingur talar um svefnvandamál ungbarna og nefn- ist fyrirlesturinn, Nátthrafnar og vökustaurar, Laufey Tryggvadótt- ir faraldsfræðingur ræðir um far- aldsfræði, erfðafræði og forvarnir og Inga D. Árnadóttir tannlæknir talar um tannsjúkdóma í Ijósi neysluþátta í samfélaginu. Auk fyrirlestranna verða ýmis félög og einstaklingar með kynn- ingu, svo sem Krabbameinsfélagið, Læknanemafélagið, Félag tann- læknanema, Félag hjúkmnarfæði- nema, Félag nema í sjúkraþjálfun, Glaxo Wellcome hf., Mjólkursam- salan, Barna- og unglingageðdeild Lsp., Blóðbankinn, Alnæmissam- tökin, Vímulaus æska og Herdís Storgaard slysavaraafulltrúi barna. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá stjórn Listaháskóla Islands: „í aðsendri grein í Morgunblaðinu og í frétt í Ríkisútvarpinu þann 28. október 1999 er fjallað um ráðningu deildarforseta, myndlistardeildar Listaháskóla íslands. Af þessu til- efni telur stjórn Listaháskólans nauðsynlegt að leiðrétta missagnir og misskilning varðandi þetta mál. Listaháskóli Islands er sjálfseign- arstofnun sem starfar samkvæmt staðfestri skipulagsskrá. Samkvæmt henni skal skipuð þriggja manna dómnefnd til þess að dæma um hæfi umsækjenda til þess að gegna stöðu fastráðinna kennara eða deildarfor- seta við skólann. Að fenginni niður- stöðu dómnefndar ræður rektor deildarforseta í samráði við stjórn. Á grundvelli skipulagsskrárinnar samþykkti stjórnin reglur um veit- ingu starfa við skólann. Reglur þess- ar voru settar til þess að tryggja stöðu umsækjenda sem sækja um starf hjá Listaháskóla íslands og eru sambærilegar reglum annarra háskóla. Við ráðningu deildarforseta mynd- listardeildar var í einu og öllu fylgt skipulagsskrá og nefndum reglum um veitingu starfa við Listaháskól- ann. Þann 13. apríl 1999 skipaði stjórn skólans valinkunna listamenn og listfræðing í dómnefnd til þess að dæma um hæfi umsækjenda. Þann 27. apríl 1999 skilaði dómnefndin ít- arlegu áliti um hæfi umsækjenda. Dómnefndin dæmdi tvo af umsækj- endum „vel hæfa“ til þess að gegna umræddu starfi og dæmdi einn um- sækjanda „hæfan“. Ekki var gert upp á milli þeirra umsækjenda sem dæmdir voru „vel hæfir“. I samræmi við reglur um veitingu starfa við skólann sendi rektor öllum umsækj- endum afrit af áliti dómnefndar um umsóknir þeirra til þess að gefa þeim færi á að koma að athugasemd- um. Að þessu loknu þann 15. maí 1999 tók rektor í samráði við stjórn ákvörðun um að leita eftir því við Kristján Steingrím Jónsson að hann tæki að sér starf deildarforseta og var hann ráðinn í starfið. Kristján var annar þeirra umsækjenda sem voru dæmdir „vel hæfir“. Þegar ráðið er í stöður þarf af augljósum ástæðum alltaf að jgera upp á milli umsækjenda. Ohjá- kvæmilega er einn tekinn fram yfir annan. Stjórn skólans telur að í þessu máli hafi settum reglum verið fylgt og lýsir því yfir að hún ber fullt traust til Kristjáns Steingríms Jóns- sonar deildarforseta og Hjálmars H. Ragnarssonai- rektors í vandasöm- um störfum þeirra fyrir Listahá- skóla íslands."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.